Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
- Lengd: 132 stundir. - Næsta námskeið: 4. feb.
- Kennslutími: 2 kvöld og laugard. - Stgr.verð: 116.850
Hagnýtt námskeið í fjármálum og rekstri fyrirtækja
þar sem tekin eru fyrir grunnatriði í rekstrar-
hagfræði, vaxta- og fjármálaútreikningar og
notkun þeirra við mat á fjárfestingum.
Kennd er notkun Excel við úrlausnir verkefna sem
tengjast rekstri og fjármálaútreikningum, s.s. með
notkun fjármálafalla og gerð rekstrarlíkana.
NÁMSGREINAR:
Rekstrarfræði - 54
Fjármálastjórnun - 48
Notkun Excel við
fjármál og rekstur - 30
Nauðsynlegt er að
nemendur hafi undir-
stöðu í vaxtareikningi
og notkun Excel.
DRÖG að áreiðanleikakönnun
sem gerð hefur verið samkvæmt
skilyrði í kauptilboði frá Jóni
Snorra Snorrasyni og hópi fjár-
festa í Ingvar Helgason/Bílheima
liggja nú fyrir.
Fyrirtækið er í eigu fjölskyldu
Ingvars heitins Helgasonar.
Jón Snorri segist gera ráð fyr-
ir að fá viðbrögð við drögunum
að áreiðanleikakönnuninni í dag
og að líklega muni skýrast í dag
eða á morgun hver niðurstaðan
verði.
Morgunblaðið/Sverrir
Áreiðan-
leikakönn-
un á Ingvari
Helgasyni
ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís-
lands fór í fyrsta skipti yfir 2.400 stig í
gær. Hefur hún hækkað um 14,14%
það sem af er ári og um 79,49% síð-
ustu tólf mánuði.
Í gær voru viðskipti með hlutabréf í
Kauphöll Íslands fyrir 2.174 milljónir
króna og hækkaði vísitalan um 1,89%.
Lokagildi hennar var 2.413,27 stig.
Mest viðskipti voru með hlutabréf
Pharmaco eða fyrir 1.498 milljónir
króna. Hækkaði gengi Pharmaco um
6,4%. Gengi Kaldbaks hækkaði um
5,6% , Straums um 2,5% og Flugleiða
um 2,2%.
Af atvinnugreinavísitölum hefur
vísitala samgangna hækkað mest á
árinu eða um 21,64%. Vísitala fjár-
festingarfélaga hefur hækkað um
19,72%. Vísitala fjármála og trygg-
inga hefur hækkað um 13%. Eina at-
vinnugreinavísitalan sem hefur lækk-
að á árinu er vísitala þjónustu og
verslunar en hún hefur lækkað 0,25%
það sem af er ári.
Úrvalsvísi-
talan yfir
2.400 stig
Hækkun ársins 14,14%
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn-
ismála hefur fellt úr gildi úrskurð
samkeppnisráðs þess efnis að Slát-
urfélag Suðurlands skuli skilja fjár-
hagslega á milli rekstrar áburðar-
deildar sinnar og annarrar
starfsemi félagsins.
Málið á sér þann aðdraganda að
haustið 2002 barst Samkeppnis-
stofnun erindi frá Áburðarverk-
smiðjunni þar sem kvartað var yfir
tilteknum viðskiptaháttum Slátur-
félags Suðurlands. Áburðarverk-
smiðjan taldi meðal annars að Slát-
urfélagið hefði misnotað
markaðsráðandi stöðu sína fyrir
slátrun á búfé til stuðnings áburð-
arsölu félagsins. Þessu hafnaði
samkeppnisráð í úrskurði sínum á
síðasta ári, en komst um leið að
þeirri niðurstöðu að vegna mark-
aðsráðandi stöðu og ákveðins
stuðnings ríkisins við greinina,
meðal annars í formi beingreiðslna,
bæri Sláturfélaginu að stofna sér-
staka einingu um rekstur áburð-
ardeildarinnar og halda sjálfstætt
bókhald fyrir hana. Sláturfélagið
mótmælti því að um opinberan
stuðning væri að ræða, auk þess
sem bókhald og fjárreiður afurða-
stöðvarinnar væru lögum sam-
kvæmt aðskildar frá öðrum rekstri
félagsins. Samkeppnisráð taldi hins
vegar að fjárhagslegur aðskilnaður
væri ekki nægur, þó að stjórnunar-
legur aðskilnaður væri fullnægj-
andi.
Með úrskurði áfrýjunarnefndar
samkeppnismála er þessu áliti hafn-
að. Þar segir að markmið sam-
keppnisráðs með ákvörðun sinni um
fjárhagslegan aðskilnað hafi verið
að gæta þess að samkeppnisrekstur
væri ekki niðurgreiddur af hinni
meintu einkaleyfis- eða vernduðu
starfsemi. Áfrýjunarnefndin telji að
þegar haft sé mið af ákvæðum
stjórnsýslulaga hefði þessu mark-
miði, að svo miklu leyti sem það
kunni að hafa átt rétt á sér, betur
verið mætt með öðrum og vægari
hætti en þeirri íhlutun sem fyr-
irmælin um fjárhagslegan aðskilnað
áburðarstarfsemi og annarrar
starfsemi hafi falið í sér.
Engin ákvörðun
um framhaldið
Steinþór Skúlason, forstjóri Slát-
urfélags Suðurlands, sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið sáttur við nið-
urstöðuna sem hann teldi rétta.
Hann sagði þó slæmt að þurfa að
eyða tíma og peningum í svona mál.
Ekki lægi nákvæmlega fyrir hversu
mikill kostnaðurinn hefði verið, en
hann hefði verið töluverður, bæði í
aðkeyptri vinnu og vinnu innan-
húss.
Steinþór sagði málið hafa verið
fjarstæðukennt, því að ljóst væri að
afrakstur sauðfjárslátrunar hafi
ekki verið þannig að hún gæti nið-
urgreitt annan rekstur.
Sigurður Þór Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Áburðarverksmiðj-
unnar, sagði ekkert liggja fyrir um
það hvort niðurstöðunni yrði skotið
til dómstóla, enda væri úrskurð-
urinn nýr og hann ætti bæði eftir
að ráðfæra sig við lögmann fyr-
irtækisins og stjórn þess. Hann
sagðist þó mjög undrandi á nið-
urstöðunni og að hún væri mikil
vonbrigði.
Úrskurður samkeppnis-
ráðs um SS felldur úr gildi
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
fellst ekki á kröfur um aukinn
fjárhagslegan aðskilnað
FLUGLEIÐIR hafa sent frá sér
tilkynningu þar sem segir að horfur
séu á að minnsta kosti 1.200 millj-
óna króna hagnaði fyrir skatta á
síðasta ári. Í tilkynningunni segir
að þetta verði næstbesta afkoma
rekstrarins í þrjátíu ára sögu fé-
lagsins og komi næst árinu 2002.
Hún náist þrátt fyrir tekjutap
vegna Íraksstríðs og bráðalungn-
abólgu á fyrri hluta síðasta árs og
aukna samkeppni í flugi til og frá
Íslandi. Í tilkynningunni kemur
ennfremur fram að félagið muni
birta ársreikning fyrir síðasta ár
þann 25. febrúar næstkomandi og
að það verði sá fyrsti eftir viðamikl-
ar skipulagsbreytingar í upphafi árs
2003.
Birt til upplýsingar
Tilkynningin frá Flugleiðum var
birt undir yfirskriftinni afkomuvið-
vörun í Kauphöll Íslands í gær, en
Einar Sigurðsson, aðstoðarforstjóri
Flugleiða, segir að félagið hafi ekki
sent tilkynninguna frá sér sem af-
komuviðvörun heldur til upplýsing-
ar. Ekkert hafi verið birt áður um
afkomuna, en ákvörðun hafi verið
tekin um að birta þessar upplýs-
ingar nú með hliðsjón af því að þær
hafi legið fyrir en langt sé í birtingu
ársreikningsins.
Í Hálffimm fréttum greiningar-
deildar KB banka í gær segir að
þessi afkomuviðvörun komi nokkuð
á óvart og hún sé jafnvel nokkuð
óskýr þar sem á jákvæðan hátt sé
tilkynnt um áætlaðan hagnað sem
sé heldur undir eða í samræmi við
afkomuspár markaðsaðila.
Hagnaður Flugleiða yfir
1.200 milljónir fyrir skatta
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL,
Eystri Landsréttur í Danmörku,
kvað í gær upp dóm þess efnis
að dótturfélag Pharmaco, Unit-
ed Nordic Pharma (UNP),
mætti á ný hefja sölu á þung-
lyndislyfinu Citalopram þar í
landi.
Með þessum dómi fellur úr
gildi lögbann sem undirréttur í
Horsholm lagði sl. haust á sölu
UNP á Citalopram. Lyfið er
samheitalyf fyrir Cipramil sem
danska lyfjafyrirtækið Lund-
beck framleiðir.
Tvö önnur samheitalyfjafyrir-
tæki voru aðilar að málinu, með
UNP, að því er segir í frétta-
tilkynningu frá Pharmaco.
Þessi dómur þýðir að nú get-
ur UNP hindrunarlaust selt
Citalopram í Danmörku.
Samheitalyfið
Citalopram aftur
í sölu í Danmörku
ALCOA, álfyrirtækið sem ætlar að
byggja álverksmiðju við Reyðar-
fjörð, segist ætla að spara 83 millj-
arða íslenskra króna, 1,2 milljarða
Bandaríkjadala, á næstu þremur ár-
um, samkvæmt sérstakri áætlun
fyrirtækisins um minnkun kostnað-
ar.
Nýju áætluninni er hrint í fram-
kvæmd beint í kjölfar annars vel
heppnaðs þriggja ára tímabils sem
skilaði fyrirtækinu rúmum milljarði
dala í sparnað, eða um 70 millj-
örðum íslenskra króna.
Í frétt á vef Alcoa segir að þegar
þessari áætlun verði lokið hafi fyr-
irtækinu tekist að spara alls 3,3
milljarða Bandaríkjadala, eða sem
svarar til 228 milljarða íslenskra
króna.
Í fréttinni segir að um sé að ræða
varanlega minnkun kostnaðar hjá
fyrirtækinu, sem snýr þó ekki að
kaupum á orku eða gjaldmiðlaáhrif-
um. Einnig segir að sparnaðurinn
hafi átt sér stað á nokkrum sviðum
innan fyrirtækisins sem er með
starfsemi um allan heim. Þau svið
þar sem meðal annars hafa sparast
umtalsverðir peningar eru í inn-
kaupum, framleiðslu og stjórnun.
Alcoa spar-
ar 228 millj-
arða króna
GJALDÞROT skiltafyrirtækis-
ins Nota Bene hefur verið sent
til ríkislögreglustjóra.
Kröfur í bú Nota Bene námu
214 milljónum króna, þar af
voru forgangskröfur 38 milljón-
ir. Nota Bene var lengst af
dótturfélag Frjálsrar fjölmiðl-
unar hf.
Nota Bene
til ríkislög-
reglustjóra
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
♦♦♦