Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 56
Morgunblaðið/Garðar Páll Vilhelm Þorsteinsson EA. SKIPVERJAR á Vilhelm Þorsteinssyni EA frystu tæp- lega 600 tonn af loðnu frá fimmtudagskvöldi fram á mánudagsmorgun, eða um sjö tonn á klukkustund að meðaltali. Guðmundur Jónsson skip- stjóri segir að frystingin hafi gengið svona vel vegna þess hversu samstillt áhöfnin er. „Við vorum vestur af Langa- nesi og fórum svo inn á Reyð- arfjörð og frystum. Við stopp- uðum innan við sólarhring á miðunum svo mesta vinnan er að frysta þetta,“ segir Guð- mundur. Frystu 600 tonn á fjór- um sólar- hringum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SUNNLENDINGAR hafa veitt því eft- irtekt, að óvenjumikið hefur sést af fálk- um í fjórðungnum í vetur. Varp gekk mjög vel norðanlands í sumar og gerist það þrátt fyrir rjúpnaþurrð. Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur, sem rannsakað hefur fálkann í nær ald- arfjórðung, segir að tíðarfar fyrir og á varptíma ráði úrslitum um varpárangur. Góð tíð var síðla vetrar og vorið 2003 og komust margir ungar á legg. Rjúpnaþurrðin gæti líka átt þátt í að fálkarnir fari frekar á flakk. Fálkarnir sunnan heiða hafa mest verið ungfuglar, en þeir flakka víða í leit að æti. Fullorðnu fuglarnir halda venjulega til á óðali sínu, nærri hreiðurstaðnum, árið um kring. Tveir ungir fálkar hafa haldið til í vetur við Eyrarbakka og kringum Ölfusárós og hafa þeir stundum sést að leik í vetrarsól- inni. Annar þeirra tyllti sér á gamalt inn- siglingarmerki við Eyrarbakkahöfn í lág- stemmdri vetrarsólinni fyrir skömmu. Eyrarbakkahöfn eða Einarshöfn var um aldir ein aðalhöfn landsins. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Ungur fálki á innsiglingarmerki við Eyr- arbakkahöfn í vetrarsólinni. Fjöldi fálka á Suðurlandi Eyrarbakki. Morgunblaðið. NIÐURSTAÐA er komin í rann- sókn Fjármálaeftirlitsins á miklum viðskiptum með hlutabréf í Skelj- ungi 30. júní í fyrra. Fjármálaeft- irlitið hefur vísað þeim þætti máls- ins sem snýr að Landsbankanum til embættis ríkislögreglustjóra, en engin eftirmál verða varðandi þátt annarra fyrirtækja í viðskiptunum. Í tilkynningu frá Landsbankan- um vegna niðurstöðu Fjármálaeft- irlitsins segir að málið varði tiltekin viðskipti með hlutabréf í Skeljungi sem hafi fyrir gáleysi verið í and- stöðu við ákvæði laga um verð- bréfaviðskipti. Bankinn segir atvik- ið sem um ræðir afleiðingu afar sérstæðra kringumstæðna sem sköpuðust í tengslum við viðamikl- ar breytingar á eignarhaldi Skelj- ungs hinn 30. júní í fyrra. Þann dag hafi almennur starfsmaður á verð- bréfasviði tekið ákvörðun um sölu bréfa í Skeljungi í samræmi við daglegar starfsheimildir sínar. Á sama tíma hafi yfirmaður sviðsins haft trúnaðarupplýsingar um Skelj- ung sem hann hafði ekki miðlað til undirmanna sinna. Fjármálaeftir- litið telji að skortur á ráðstöfunum til að koma í veg fyrir að viðskiptin færu fram við þessar aðstæður hafi falið í sér gáleysi. Segja óumdeilt að ekki hafi verið ásetningur Landsbankinn segir að lögmenn innan og utan bankans telji starfs- menn bankans hafa farið að settum reglum. Ljóst sé því að uppi séu mismunandi túlkanir á þessum við- skiptum og réttarreglum sem að þeim lúta. Óumdeilt sé þó, að ekki hafi verið um að ræða ásetning starfsmanna Landsbankans um að eiga viðskipti í andstöðu við gild- andi lög um verðbréfaviðskipti. Benedikt Jóhannesson, fyrrver- andi stjórnarformaður Skeljungs, Burðaráss og Haukþings, segir að meginniðurstaða Fjármálaeftirlits- ins sé sú að engin eftirmál verði fyr- ir þau fyrirtæki sem hann tengdist vegna fyrrgreindra viðskipta. Benedikt segist ánægður með þessa niðurstöðu en hún komi hon- um ekki á óvart. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að bankanum hefði borist niðurstaða frá Fjármálaeft- irlitinu varðandi þátt bankans í við- skiptum með bréf í Skeljungi hinn 30. júní í fyrra. Niðurstöðu Fjár- málaeftirlitsins sagði Bjarni vera þá að framkvæmd viðskiptanna hafi verið í samræmi við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti. Bankinn hefði engin viðskipti átt fyrir sína hönd og þau viðskipti sem hann hefði haft milligöngu um hefðu verið að fullu í samræmi við reglur. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra trygginga, staðfestir einnig að félaginu hafi borist bréf þess efnis frá Fjármála- eftirlitinu að málinu sé lokið og að engin eftirmál verði. Hann segist alla tíð hafa haft þá trú að þetta yrði niðurstaðan af þessari athugun. Rannsókn Fjármálaeftirlitsins á viðskiptum með Skeljungsbréf lokið Þætti Landsbankans vís- að til ríkislögreglustjóra HJÓLAFÁKURINN er ekki að- eins nytasamlegur á sumrin. Hann getur komið að góðum not- um í þéttbýli yfir vetrarmánuðina þá fáu daga sem snjórinn og hálk- an gefast upp í baráttunni við hlýnandi loftslagið. Maðurinn á myndinni ákvað þó að stíga af fáki sínum á meðan hann spjallaði í stutta stund við kunningja sinn á Akranesi í gærdag. Akrafjallið í baksýn minnir óneitanlega á árs- tímann með snjófönn í hlíðum frá fjallsrótum upp á topp – 643 metra yfir sjávarmál. Morgunblaðið/Rax Stigið af hjólafáki á Skaganum SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hefur kannað möguleikana á því að setja upp fiski- mjölsverksmiðju á Hjaltlandi í samvinnu við heimamenn og hugsanlega fleiri aðila. Ætlunin er að bræða kolmunna í verksmiðjunni en mun styttra er af miðunum til Hjaltlands en Íslands. Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri SVN, segir í samtali við Morgublaðið þessar þreifingar á frumstigi og allt of snemmt sé að segja til um hvort verksmiðja verði reist á Hjaltlandi eða ekki. Fiskeldisblaðið Fishfarming International greinir frá þessu í janúarútgáfu sinni og að hug- myndin sé að flytja verksmiðju í heilu lagi frá Íslandi. Það segir að fulltrúar Síldarvinnslunn- ar hafi fundað með fulltrúum stjórnvalda og þróunarsjóðs eyjanna. Þar hafi komið fram að um 6 heilsársstöður væru við verksmiðjuna en auk þess vinna fyrir 25 manns á vertíð og að um 100.000 tonn af kol- munna yrðu unnin á ári. Leitað hefur verið eftir þátttöku heimamanna til að taka á sig um helming kostnaðar sem met- inn er á ríflega 1,2 milljarða króna. Möguleg staðsetning fyrir verksmiðjuna hef- ur verið könnuð og kemur helzt til greina lóð í Dales Voe við Leirvík en þar eiga hafnaryfir- völd byggingar og bryggju með miklu dýpi. Blaðið segir að heimamenn geti sér til um að áhugi Íslendinganna geti stafað af því að gott sé fyrir þá að ná fótfestu innan Evrópubandalags- ins, en þannig geti þeir komið til greina, þegar kolmunnakvóta verði úthlutað í framtíðinni. Fyrir er ein fiskimjölsverksmiðja á Hjalt- landi, nánar tiltekið í Bressay. Blaðið ræðir við framkvæmdastjóra hennar, Helge Korsage, sem er ekki hrifinn af hugmyndinni og segir hana ekki ganga upp. „Allir vita að vandamálið í fiskimjölsiðnaðinum er umframafkastageta,“ segir hann. Þá sé líklegt að verulega verði dreg- ið úr veiði á kolmunna, þar sem ríflega tveggja milljóna tonna afli sé allt of mikið. „Auðvitað á ég hagsmuna að gæta, en eins og aðstæður eru nú er augljóst, og það getur hver maður séð, að það eru engar rekstrarlegar forsendur fyrir annarri verksmiðju hér,“ segir Korsage. Íhuga að flytja fiskimjöls- verksmiðju til Hjaltlands STJÓRNENDUR Landspítala – há- skólasjúkrahúss (LSH) eru að endur- skoða ákvörðun um að loka bráðamót- töku spítalans við Hringbraut um helgar. Jóhannes Gunnarsson lækn- ingaforstjóri segir að verið sé að leita annarra leiða til að hagræða í rekstri spítalans. „Það hafa komið fram mjög harðar ábendingar um alvarleika þessarar lokunar. Þær ábendingar eru skoðað- ar til þrautar og reynt að komast að annarri lausn,“ segir hann og sú lausn verði þá að hafa minni áhrif á starf- semi spítalans en ná sama markmiði. Fyrri ákvörðun um lokun bráðamót- tökunnar hefur ekki enn verið breytt eins og hún var kynnt, segir Jóhannes, en það verði að fá niðurstöðu í málið fyrir lok vikunnar. Á bráðamóttöku LSH við Hring- braut er veitt sérhæfð þjónusta fyrir hjartasjúklinga og jafnframt er þar eina hjartaþræðingarstofa landsins auk hjartaskurðlækninga. Mörg sam- tök hafa undanfarna daga mótmælt fyrirhugaðri lokun deildarinnar um helgar. „Ef aðrar leiðir eru álitlegri tökum við það til skoðunar en við höfum mjög nauman tíma,“ segir Jóhannes. Lokun bráðamóttöku LSH endurskoðuð Annarra leiða leitað  Áhyggjur/41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.