Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 17
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Suðurnesjamenn hafa orðið fyrir meiri
erlendum áhrifum en önnur svæði landsins.
Það er ekki skrítið þótt þeir dragi nokkurn
dám af nágrönnum sínum. Margir vinna hjá
varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, verktök-
um og í flugstöðinni. Og fyrirtæki sem
sækjast eftir viðskiptum Bandaríkjamanna
reyna að sjálfsögðu að höfða til þeirra.
Þetta er dregið fram vegna umræðna
sem virðast hafa kviknað á ný um að Suð-
urnesjamenn api allt eftir Kananum. Á
menningar- og fjölskylduhátíðinni Ljósa-
nótt síðastliðið haust var vígt svokallað
Stjörnuspor Reykjanesbæjar, hella með
eiginhandaráritun meðlima Hljóma sem
sett var í gangstétt í Keflavík til heiðurs
hljómsveitinni. Íbúinn sem setti hugmynd-
ina fram reyndi ekki á nokkurn hátt að
leyna því að hugmyndin væri ættuð að vest-
an, frá Los Angeles þar sem hægt er að
ganga á stjörnunum með sama hætti og í
Reykjanesbæ. Framtakið fékk góðar und-
irtektir hátíðargesta á Ljósanótt sem fögn-
uðu því mjög að Hljómar væru heiðraðir
með þessum hætti.
Verið er að setja upp skilti með nafni
Reykjanesbæjar á Vogastapa, þar sem land
Njarðvíkur tekur við af landi Vatnsleysu-
strandarhrepps. Rúmlega mannhæðar
háum stöfum er raðað á grjóthleðslu og
skiltið lýst upp. Tilgangurinn er að vekja
athygli fólks sem ekur eftir Reykjanes-
brautinni á Reykjanesbæ. Skiltið dregur
augljóslega dám af Hollywood-stöfunum
frægu í hæðunum í Los Angeles og ber höf-
undur þessa pistils nokkra ábyrgð á því að
draga þá tengingu fram með fyrirsögn á
frétt hér í blaðinu.
Raunar má finna hliðstæður annars stað-
ar og þarf ekki að fara alla leið til Holly-
wood til þess. Stjórnendur sveitarfélaga um
allt land og um allan heim kappkosta að
merkja sveitarfélög sín og bæi og nota til
þess skilti af ýmsum gerðum. Víða í Evrópu
má sjá „Hollywood-stafi“. Munurinn er
einkum sá að skiltin eru oft smíðuð úr
krossviði og máluð en meira er vandað til
skiltis Reykjanesbæjar. Það er varanlegt
mannvirki úr stáli og grjóti og ef útlitið
verður í samræmi við tölvuteikningar mun
skiltið verða bænum til sóma.
Úr
bæjarlífinu
REYKJANESBÆR
EFTIR HELGA BJARNASON
BLAÐAMANN
Það fjölgaði aðeins ífjárhúsunum áKaldrananesi í
Bjarnarfirði, Stranda-
sýslu, þegar ærin Þerna
kom af fjalli eftir 20 mán-
uði með lambgimbur frá
því í vor. Þerna fór á fjall
á vormánuðum 2002 og
hefur gengið á Hvannadal
síðan. Að sögn Guð-
brandar Sverrissonar,
bónda á Bassastöðum,
var vitað af fé þarna
frammi því seint í haust
sáust þar nokkrar kindur.
Þá náðist einn veturgam-
all hrútur í hús en öðrum
þurfti að lóga frammi á
Hvannadal.
Fimm menn fóru á 3
vélsleðum og fundu ána á
mótum Selárdals og
Hvannadals. Það gekk
nokkuð vel að ná henni
og er hún nú komin
ásamt lambi sínu heim í
hús á Kaldrananesi. Eru
þær mæðgur þokkalega á
sig komnar eftir vistina á
Hvannadal.
Týndir sauðir
Karítas Óðinsdóttirgrunnskólanemiá Varmalandi
vann karaókí-keppni sem
haldin var í félagsmið-
stöðinni Óðali sl. fimmtu-
dag. Karitas flutti lagið
,,Vetrarsól„ og stóð sig að
mati dómnefndar best af
þátttakendum. Alls voru
flutt 32 söngatriði og hafa
aldrei svona margir tekið
þátt áður. Karaókíkeppni
er árviss viðburður í fé-
lagslífi nemenda í Borg-
arbyggð, n.k. upphitun
fyrir árshátíðarundirbún-
ing sem hefst í febrúar.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Söng Vetrarsól og sigraði
Kristján BersiÓlafsson lét vitaaf því að vísa sem
birtist í skissu undirritaðs
í Morgunblaðinu á sunnu-
dag hefði greinilega af-
lagast í tímans rás. Vísan
er eftir Brynjólf Ein-
arsson, skipasmið í Vest-
mannaeyjum, og er rétt á
þessa leið:
Um vísur mínar helst er það
að hafa í minni.
Þær áttu við á einum stað
og einu sinni.
Er rétt að nota tækifærið
og biðjast velvirðingar á
því. Brynjólfur orti þegar
Surtseyjargosið stóð sem
hæst:
Breyti um veður, þá veit ég þú sérð
í vatnsmálum okkar hvað skeður.
Hér verður allsherjar gos-
drykkjagerð
gangi hann í útsynningsveður.
Að lokum getur Kristján
Bersi ekki stillt sig um að
láta vísu fljóta með, þar
sem Brynjólfur skýtur
föstu skoti að blaða-
mannastéttinni:
Við þá gátu eg þrátt hef þreytt
og þarf víst lengi að glíma enn:
Afvitkast menn yfirleitt
ef þeir gerast blaðamenn?
Skip og vísur
pebl@mbl.is
„ERTU hundvilltur?“ gæti aft-
ari hundurinn verið að segja við
þann fremri, sem virðist stjórna
för þar sem ljósmyndarinn
rakst á þá í gær. „Eða er fram-
rúðan svo skítug að þú sjáir
ekkert út? Jæja, betur sjá augu
en auga; það er best að athuga
með þér hvort ekki sé beinn og
breiður vegur framundan. Jú,
ég sé ekki betur. Sestu nú undir
stýri, góði minn, og vandaðu þig
í umferðinni hér í henni Reykja-
vík – hún getur orðið býsna mik-
il og erfið á stundum. Engar
hundakúnstir undir stýri; þú
veist að akstur er dauðans al-
vara.“
Morgunblaðið/Ásdís
Engar hundakúnstir undir stýri
Umferðin
Náttúrulækningafélag Íslands
efnir til málþings í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum
þriðjudaginn 27. janúar kl. 20:00
Hvað er erfðabreytt afurð?
Hvers virði eru erfðabreytingar?
Geta erfðabreyttar afurðir hjálpað hungruðum?
Stafar heilsunni ógn af erfðabreyttum plöntum?
Er gróðavon of stór þáttur í erfðatækni?
Hvernig er eftirliti háttað á Íslandi?
BERUM ÁBYRGÐ Á EIGIN HEILSU!
Fundarstjóri:
Anna Elísabet Ólafsdóttir,
forstjóri Lýðheilsustöðvar.
Frummælendur:
1. Jónína Þ. Stefánsdóttir,
matvælafræðingur.
2. Þórður G. Halldórsson,
garðyrkjubóndi.
3. Dr. Einar Mäntylä,
plöntuerfðafræðingur.
4. Dr. Gunnar Á. Gunnarsson,
framkvæmdastjóri.
Umræður og fyrirspurnir:
Auk frummælenda taka þátt í
umræðunum: Dr. Bjarni E. Guðleifsson,
plöntulífeðlisfræðingur.
Dr. Björn Sigurbjörnsson,
erfðafræðingur.
Aðgangseyrir 700 kr.
FRÍTT FYRIR FÉLAGSMENN
Reykhólahreppur | Hreppsnefnd Reyk-
hólahrepps ályktaði á dögunum þar sem
hún lýsti áhuga á því að hreppurinn verði
gerður að minklausu svæði með tilstyrk um-
hverfisyfirvalda. Segja
má að ályktunin hafi
komið á réttum tíma,
því „minkanefnd“ um-
hverfisráðherra vinn-
ur nú hörðum höndum
við að skila af sér til-
lögum og er von á
þeim nú um mánaða-
mótin janúar-febrúar,
að því er fram kemur á
vef Reykhólahrepps.
Í síðustu viku fund-
uðu á Reykhólum, þeir Ingimar Sigurðsson,
skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu og
formaður „minkanefndarinnar“, og Áki Ár-
mann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórn-
unarsviðs Umhverfisstofnunar, með þeim
Einari Erni Thorlacius, sveitarstjóra Reyk-
hólahrepps, og Þórði Jónssyni hrepps-
nefndarmanni. Á fundinum voru einnig
helstu minkaveiðimenn Reykhólahrepps,
þeir Eiríkur Snæbjörnsson á Stað, Jón Atli
Játvarðarson á Reykhólum, Reynir Berg-
sveinsson á Gróustöðum og Tómas Sigur-
geirsson í Mávatúni.
Á fundinum var m.a. rætt um eflingu
rannsókna á stofnstærð minksins og nauð-
syn þess að ljúka þeim sem fyrst. Enn frem-
ur að komið yrði á fót tilraunasvæðum á Ís-
landi þar sem af alvöru yrði reynt að útrýma
minki. Í því tilefni voru Vestfirðir nefndir
sem dæmi enda enginn einn landshluti jafn
skýrt afmarkaður frá öðrum landshlutum
sem Vestfirðir.
Viðbúið er að minkanefndin muni leggja
til breytingar á löggjöf um minkaveiðar þar
sem lagt yrði til að ábyrgð á veiðunum færð-
ist frá sveitarfélögunum yfir til Umhverf-
isstofnunar, enda vart raunhæft að sveit-
arfélög beri þessa ábyrgð þar sem þau eru
misvel í stakk búin til að sinna þessu verk-
efni, segir á vef hreppsins.
Þar segir að spennandi verði að kynnast
tillögum minkanefndarinnar þegar þær
liggja fyrir. „Minkur er alveg sérstakt
áhyggjuefni í Reykhólahreppi, enda hvergi
hærra hlutfall býla með æðarrækt eða um
90%.“
Nýjar leið-
ir í barátt-
unni gegn
minknum