Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 15
EPLAEDIK MEÐ KRÓMI
Öflug hjálp í baráttunni
við aukakílóin.
Áður: 2.090 kr.
KJARNAHVÍTLAUKUR
100% hreinn hvítlaukur, laus við öll fylliefni.
Engin eftirlykt. Allra meina bót!
Áður: 997 kr. – 100 stk.
Áður: 1.840 kr. – 250 stk.
NONI JUICE
Við hlustum!
T
ilb
o
ð
in
g
ild
a
ti
l 1
0.
2.
2
00
4
Áttu eitthvað
styrkjandi gegn
sleni og svoleiðis?
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
·
S
ÍA
·
2
5
2
3
4
2.952
Noni safinn eflir ónæmiskerfið,
fer vel í maga og er góður
fyrir meltinguna.
Áður: 3.937 kr.
1.499
1.380
250 stk.
747
100 stk.
DEMÓKRATINN John Kerry hlust-
ar á fyrirspurn á kosningafundi í
New Hampshire-ríki í Bandaríkj-
unum í gær. Samkvæmt skoð-
anakönnunum eru allar líkur á að
Kerry sigri í forkosningum Demó-
krataflokksins sem fram fara í rík-
inu í dag. Ekki var þó á vísan að róa
fyrir Kerry því margir kjósendur
áttu eftir að gera upp hug sinn, og
veðurspáin var ekki hagstæð.
Allir frambjóðendurnir sjö voru á
ferð og flugi um New Hampshire í
gær í þeim tilgangi að reyna ð
styrkja stöðu sína í forvalinu í dag.
Vinni Kerry sigur þar er staða hans
orðin afar vænleg og keppinautar
hans lögðu því allt kapp á það í gær
að brúa bilið.
Samkvæmt niðurstöðu könnunar,
sem Newsweek birti um helgina,
gæti Kerry sigrað George W. Bush
Bandaríkjaforseta ef forsetakosn-
ingarnar færu fram nú. Kerry, sem
er öldungadeildarþingmaður frá
Massachusetts, fengi 49% atkvæða
á landsvísu samkvæmt könnuninni
en Bush 46%.
Kerry hefur einnig forustu í bar-
áttunni um útnefningu Demókrata-
flokksins sem forsetaefni en sjö
frambjóðendur keppa um að mæta
Bush í forsetakosningunum í nóv-
ember. Samkvæmt könnun CNN/
USA Today/Gallup í gær nýtur
Kerry fylgis um 35% kjósenda
Demókrataflokksins en Howard
Dean, fyrrverandi ríkisstjóri, sem
naut mests fylgis fyrir nokkrum
vikum, er með 23%. Wesley Clark,
fyrrverandi hershöfðingi, hefur
14% og öldungadeildarþingmenn-
irnir John Edwards og Joseph Lie-
berman 11% og 10%.
Kerry með vænlega stöðu
AP
DAVID Kay, fyrrverandi yfirmaður
vopnaleitar Bandaríkjamanna í Írak,
segir að það veki alvarlegar spurn-
ingar um upplýsingaöflun banda-
rískra leyniþjónustustofnana að ger-
eyðingarvopn skuli ekki hafa fundist
í Írak.
Kay spáði því í fyrra að slík vopn
myndu finnast í Írak en nú, eftir níu
mánaða leit, kveðst hann ekki hafa
séð nein merki þess að stórfelld
framleiðsla gereyðingarvopna hafi
farið fram í Írak frá því Persaflóa-
stríðinu lauk árið 1991. „Ég tel ekki
að þau séu til,“ sagði hann í útvarps-
viðtali á sunnudag.
Kay bætti við að málið snerist um
hvort CIA og aðrar bandarískar
leyniþjónustustofnanir hefðu getað
„safnað gildum og sönnum upplýs-
ingum“ í Írak. Þegar hann var
spurður hvort George W. Bush
Bandaríkjaforseti skuldaði þjóð
sinni skýringu á ósamræminu milli
yfirlýsinga hans fyrir stríðið og nið-
urstöðu Kays, svaraði hann: „Ég tel
reyndar að leyniþjónustumennirnir
skuldi forsetanum, fremur en að for-
setinn skuldi bandarísku þjóðinni.“
„Gátu falsað áætlanir“
Embættismenn í Hvíta húsinu í
Washington sögðust enn telja að
gereyðingarvopn finnast í Írak. John
Kerry, sem sækist eftir því að verða
forsetaefni demókrata í kosningun-
um í nóvember, sagði ummæli Kays
um helgina staðfesta að stjórn Bush
hefði ýkt hættuna sem stafaði af Írak
og villt um fyrir þjóðinni.
Kay sagði í viðtali við The New
York Times að bandarísku leyni-
þjónustustofnanirnar hefðu ekki átt-
að sig á því að íraskir vísindamenn
hefðu lagt metnaðarfullar en óraun-
hæfar áætlanir um þróun gereyðing-
arvopna fyrir Saddam Hussein en
síðan notað peningana, sem hann lof-
aði þeim, í annað. „Saddam stjórnaði
sjálfur verkefnum sem engir aðrir
höfðu eftirlit með. Vísindamennirnir
gátu falsað áætlanir.“
Vopn flutt til Sýrlands?
Kay telur að helsta vandamál
bandarísku leyniþjónustunnar CIA
felist í því að hún hafi ekki haft nógu
marga njósnara í Írak til að geta afl-
að trúverðugra upplýsinga. Hann
kveðst ekki telja að stjórnin hafi
knúið sérfræðinga CIA til að skrifa
skýrslur sem samræmdust stefnu
stjórnarinnar.
Þá segir Kay að vegna glundroð-
ans í Írak eftir stríðið geti menn ekki
vitað með vissu hvort Írakar hafi átt
bönnuð vopn. Fram hafi komið vís-
bendingar um að Írakar kunni að
hafa flutt vopn til Sýrlands fyrir
stríðið.
„Gervihnattamyndir og fréttir frá
Írak bentu til stöðugs straums flutn-
ingabíla og lesta yfir landamærin.
Við vitum einfaldlega ekki hvað var
flutt,“ sagði Kay. „Það er mjög lítið
sem hægt er að gera í Írak til að
komast að því. Svörin við því eru í
Sýrlandi og sýrlenska stjórnin hefur
ekki sýnt nokkurn áhuga á því að
hjálpa okkur að ráða fram úr þessu
máli.“
Kay gagnrýnir þátt
CIA í Íraksmálinu
Lætur í ljósi efa-
semdir um upp-
lýsingaöflunina
Washington. AP, AFP.