Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 5.30. B.i. 12.Sýnd kl. 5.50.
kvikmyndir.com
ÞÞ FBL
„Besta mynd ársins.“
SV MBL
HJ MBLVG. DV
Sýnd kl. 9.
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára.
Svakalegasti
spennutryllir
ársins
frá leikstjóra
Face/Off og
Mission
Impossible 2.
4 GOLDEN GLOBEverðlaun
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 4. Með ísl. tali.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12.
kl. 6 og 10.
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
EPÓ kvikmyndir.com
„Besta ævintýramynd allra
tíma.“
HJ MBL
ÞÞ FBL
„VÁ. Stórfengleg
mynd.“
„Besta mynd ársins.“
SV MBL
Yfir 85.000 gestir
VG. DV
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15.
Stórskemmtileg gamanmynd með Brittany
Murphy (8 Mile og Just Married) sem fer að
passa ríka litla stelpu eftir að hún stendur
uppi peningalaus.
Með hinni frábæru Dakotu Fanning.
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
4 GOLDEN GLOBEverðlaun
ÞAÐ var áberandi afslöppuð stemn-
ing á Beverly Hills-hótelinu á sunnu-
dagskvöldið þar sem Golden Globe –
verðlaunaathöfn Samtaka erlendra
blaðamanna í Hollywood – var haldin
án teljandi formlegheita.
Sigrarnir voru eins og gengur, mis-
jafnlega fyrirsjáanlegir; Hilmir snýr
heim besta myndin í dramaflokki,
Glötuð þýðing (Lost in Translation)
best í flokki gamanmynda og söng-
leikja, Peter Jackson besti leikstjór-
inn fyrir Hilmir snýr heim, Sean
Penn úr Dulá (Mystic River) besti
dramaleikari og Bill Murray úr Lost
in Translation besti gamanleikari,
Charlize Theron úr Skrímsli (Mons-
ter) besta dramaleikkonan og Diane
Keaton úr Gefið eftir (Something’s
Gotta Give) besta gamanleikkona.
Margir höfðu vonað að svona færi en
spekingar gerðu sér þó ekki alltof
miklar vonir. Búnir að brenna sig
tvisvar á að spá Hringadróttinssögu
sigri og utangarðsmenn á við Sean
Penn og Bill Murray hreint ekki átt
upp á pallborðið þegar á hólminn er
komið, þrátt fyrir óumdeilda yfir-
burði.
Margir héldu með annarri mynd
Sofiu Coppola, dóttur Francis Fords,
Lost in Translation og var því fögn-
uður mikill þegar hún var valin besta
gamanmyndin og ekki minni þegar
Sofia fékk útnefningu fyrir besta
kvikmyndahandritið.
Bestu leikarar í aukahlutverkum í
kvikmynd voru valin þau Tim Robb-
ins fyrir Mystic River og Renée
Zellweger fyrir Kaldbak (Cold
Mountain). Afganska myndin Osama
var svovalin besta erlenda myndin.
Loksins sigrar breska grínið
Þá höfðu margir vonað að bresku
gamanþættirnir Skrifstofan (The Of-
fice) myndi taka þá bandarísku í bak-
aríið en fæstir þorðu að spá því að
slíkur bakstur yrði að veruleika. En
Ricky Gervais, aðalleikarinn í þáttun-
um og höfundur þeirra, stóð uppi sem
sigurvegari, sjálfum sér greinilega
mest að óvörum. Skrifstofan sló við
Beðmálum í borginni og Will og
Grace m.a. sem besti gamanþátturinn
og Gervais bætti um betur með því að
vera útnefndur besti gamanleikarinn.
Auðvitað gat þessi annálaði galgopi
ekki setið á sér og gantaðist því með
það í pontu að það væri alveg glatað
að eiga bara eina styttu, því það þyrfti
tvær til að geta notað þær sem bóka-
stoðir. Gervais er fyrsti Bretinn til að
vinna Golden Globe verðlaun fyrir
gamanleik í sjónvarpi og aldrei fyrr
hefur breskur gamanþáttur unnið til
Golden Globe verðlauna. Og Gervais
virtist vel meðvitaður um að hann var
ekki sá allra frægasti sem stóð á svið-
inu þetta kvöldið og gerði því kurteis-
islega grein fyrir sér: „Ég er ekki
héðan … Ég er frá litlum stað sem er
kallaður England. Við stjórnuðum
heiminum á undan ykkur.“
Englar í Ameríku fékk fimm
Sjónvarpsmyndin Englar í Amer-
íku (Angels in America) vann þó flest
Létt yfir Golden Globe-verðlaunaafhendingunni
Loksins Hringa-
dróttinssigur
AP
Leikarinn Bill Murray vann loksins
Golden Globe-verðlaun eftir að hann
hafði verið tilnefndur tvisvar sinn-
um áður á ferlinum.
AP
Skrifstofustjórinn Ricky Gervais
sló vitaskuld á létta strengi og var
hinn vandræðalegasti á sviðinu eins
og hann á að sér að vera.
Reuters
Peter Jackson, leikstjóri Hilmir
snýr heim, hafði ærna ástæðu til að
kyssa hnöttinn sinn.
FYRIR þá sem hafa áhuga á tísku er
alltaf gaman að skoða í hverju
stjörnurnar klæðast á stórhátíðum á
rauða dreglinum. Golden Globe-
verðlaunahátíðin er ein slík hátíð og
er þar gjarnan rýnt í hvaða straum-
ar og stefnur eru ríkjandi hverju
sinni. Á fáum viðburðum eru leik-
arar eins uppáklæddir, nema ef vera
skyldi á systurhátíðinni, Óskarnum.
Í þetta sinn litu margar stjörnur
til fortíðar og klæddust notuðum
kjólum. Á meðal þeirra sem leituðu í
eldri árganga hjá þekktum hönn-
uðum í stað þess að velja hið nýjasta
voru Gwen Stefani, Christina Ricci,
Kim Cattrall, Jennifer Aniston og
Vanessa Paradis.
Stíllinn almennt séð var líka í for-
tíðarátt því gullnir slöngulokkar,
lýsandi húð og skínandi síðkjólar í
anda gullaldar Hollywood voru ráð-
andi.
Sarah Jessica Parker, besta leik-
konan í gamanþætti, lét ekkert
minna duga en hátískukjól (couture)
frá Chanel, sem var sérstaklega
gerður fyrir hana og nýkominn frá
París. Nicole Kidman var í kjól sem
var í anda „Charleston“ og tísku
þriðja áratugar síðustu aldar en
kjólar í þeim anda koma sterkir inn
fyrir næsta vor og sumar enda Ni-
cole oftast með á nótunum.
Skartgripirnir eru kapítuli út af
fyrir sig. Flestar leikkonur fá þá að
láni enda keppast skartgripafyr-
irtækin við að fá að sýna dýra vöru
sína á helstu stjörnunum. Einnig var
litið til fortíðar þar en verðlaunahaf-
inn Renée Zellweger var með gamla
skartgripi frá Cartier til að skreyta
kjól sinn.
Tískulöggan Carson Kressley úr
Queer Eye for the Straight Guy var
á staðnum og hafði ákveðnar skoð-
anir eins og venjulega. Þær sem
voru flottastar að hans mati voru í
þessari röð: Jennifer Lopez, Nicole
Kidman, Uma Thurman, Sarah Jes-
sica Parker og Brittany Murphy.
Renée Zellweger klæddist
kjól frá Carolinu Herrera en
var með gamla skartgripi úr
safírum og demöntum úr safni
Cartier.
Jennifer Lopez þótti
ein af þeim best
klæddu á hátíðinni.
AP
Johnny Depp ásamt eiginkonunni
Vanessu Paradis. Hann var í fötum
frá Dolce & Gabbana en hún í göml-
um kjól úr safni Chanel.
Gamalt og gott
Nicole Kidman klæddist
hönnun Toms Fords frá
YSL Rive Gauche.
Gwen Stefani var í gömlum
kjól frá Valentino.ingarun@mbl.is
Tískan á Golden Globe-verðlaunahátíðinni