Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kári BorgfjörðHelgason fædd- ist í Reykjavík 12. september 1922. Hann lést á líknar- deild Landakotsspít- ala 17. janúar síðast- liðinn. Foreldrar Kára voru hjónin Karólína Káradóttir frá Borg á Kjalar- nesi, f. 15.8. 1879, d. 22.3. 1971, og Helgi Jóhannsson frá Graf- arholti í Borgarfirði, f. 6.5. 1867, d. 1934. Kári var yngstur sjö systkina sem eru nú öll látin. Hin voru Bóthildur, f. 16.12. 1899, Kara Áslaug, f. 6.2. 1907, d. 25.7. 1989, Geir Jón, f. 24.9. 1908, d. 10.4. 1984, Kristinn Jóhann Björg- vin, f. 11.9. 1910, d. 2.11. 1976, María Sólveig, f. 2.8. 1912, d. 2.7. 16.11. 1960, eru Jón Skúli, f. 21.9. 1941, Bernt, f. 5.2. 1944, Harald, f. 20.2. 1946, og Agnar Már, f. 7.9. 1950. Kári kvæntist 20. janúar 1991 eftirlifandi eiginkonu sinni, Þuríði S. Vigfúsdóttur, f. 22.9. 1918. For- eldrar Þuríðar voru hjónin Vigfús Vigfússon, f. 5.4. 1888, d. 13.5. 1940, og Guðbjörg Guðmundsdótt- ir, f. 31.7. 1892, d. 23.6. 1974, frá Hrísnesi á Barðaströnd. Kári fæddist í Reykjavík og bjó þar lengst af, en hann og Gerður bjuggu sín fyrstu búskaparár í Keflavík þar sem hann vann á Keflavíkurvelli. Á langri starfsævi vann Kári margvísleg störf, hann rak bílaleigu, heildverslun og var með verslunarrekstur, hann vann 16 ár í álverinu í Straumsvík og var með ýmiskonar rekstur sem tengdist verslun, og var síðast með rekstur í Kolaportinu. Þar var hann síðast að vinna þar til nokkr- um vikum fyrir andlát sitt. Útför Kára verður gerð frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1982, og Hallgrímur Pétur, f. 5.6. 1916, d. 15.8. 1944. Kári kvæntist 17. júní 1956 Gerði Helga- dóttur, f. 8.10. 1920, foreldrar Gerðar voru Helgi Jakobsson frá Skriðulandi í Aðaldal og Þórlaug Hansdótt- ir frá Hóli í Köldu- kinn. Sonur Kára og Gerðar er Helgi B. Kárason, f. 14.10. 1958. Kári kvæntist 5. marz 1964 Betsy Hel- ene Marie Jónsdóttur, f. 5.9. 1920, d. 5.8. 1988, foreldrar Betsýar voru hjónin Jón Jónsson, f. 5.3. 1886, d. 15.1. 1969, og Agnethe Jónsson, f. 14.1. 1886, d. 24.2. 1954. Synir Betsýar og Sigurðar Ágústs Sigurðssonar, f. 28.6. 1916, d. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Elsku Kári, nú er drottinn búinn að taka þig til sín og þér líður betur. Þökkum þér góðar samverustundir sem við vildum að hefðu orðið fleiri. En enginn ræður sínum næturstað. Guð blessi þig og elsku Þuru og Helga, sem eiga nú um að sárt að binda og veiti þeim styrk og huggun. Helga, Ólafur Kr., Kolbrún og Hörður. Kári var einstakur maður. Hann var traustur og einlægur vinur. Hann varð alltaf jafnglaður þegar við hitt- umst. Bjartsýnin skein af honum sama hvernig lífið snéri uppá sig. Kári átti trú og fullvissu um velfarn- að. Hann trúði alltaf á það besta í hverjum manni. Ég er þakklát að hafa fengið að kynnast Kára því hann gaf mér mik- ið. Rut Ríkey Tryggvadóttir. Nú er Kári, móðurbróðir minn, lát- inn. Síðastur og yngstur af systkina- hópnum. Hann var tilbúinn til farar- innar. Allt hans líf mótaðist af einlægri trú á Guð og spurningar um tilgang lífsins þvældust ekki fyrir honum. Málið var einfalt, fermingar- heitið var yfirskrift lífs hans: Hann gerði Jesúm Krist að leiðtoga lífsins, og um það gátu samferðamenn hans borið vitni. Kári frændi var einstaklega góður maður. Það var eins og það rúmaðist ekkert illt í honum. Hann trúði alltaf á hið góða í manninum og var einlæg- ur og ljúfur í öllum samskiptum. Flestar minningar um Kára tengjast bernsku minni. Þrennt stendur upp úr: Sunnudagsbíltúrar á Volkswagen, þar sem ég var í „gluggakistunni“ að aftan, ég man ennþá eftir plastlykt- inni. Kári frændi naut þess að taka kynslóðirnar þrjár, ömmu, mömmu og mig með í ökuferðir út fyrir borg- ina. Og alltaf var sama lífsgleðin og löngunin til að gleðja aðra. Gjafaveislurnar sem hann hélt til að fagna góðri sölu eða kaupum á fasteign. Þá hélt hann veislu svo við gætum samglaðst honum og allir fengu frábærar og nytsamar gjafir. Kári var mjög frændrækinn og þegar hann fór að eldast minntist hann oft á þessar veislur og hvað hann saknaði þess að geta ekki lengur verið innan- um sína nánustu. Hann saknaði sárt þeirra sem burt voru gengnir. Ævintýramennskan hans. Hann þurfti alltaf að taka áhættu, sérstak- lega í viðskiptum. Mér er minnistætt þegar hann keypti stórt bókasafn, eitt það stærsta sem hafði verið í ein- staklingseigu. En Kári var mikill bókaunnandi. Eitt herbergið í íbúð móður hans á Njálsgötu 49 var nú rýmt og þar haganlega komið fyrir skjalaskápum og þeir fylltir bókum af öllum stærðum og gerðum. Síðan var ráðinn maður til að yfirfara safnið, og það endurbætt eftir þörfum Bóka- safnið í heild sinni gaf hann síðan til Skálholtsskóla ef ég man rétt. Kári frændi var mjög tengdur móður sinni og var það gagnkvæmt, enda samband þeirra mjög kærleiks- ríkt og náið. Hann reyndist henni mjög vel og naut þess að gleðja hana. Ekki ætla ég að rekja lífshlaup hans, það gera sjálfsagt aðrir, en síð- ustu áranna langar mig að minnast að lokum. Kári var þrígiftur, fyrstu tvær konurnar Gerður og Betsý létust af völdum krabbameins, það reyndist honum mjög þungbært, en þá sem áð- ur var gott að eiga trú og vita að: „þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs“ og að „Guð mun vel fyrir sjá“. Það gerði hann sannarlega, því Kári fékk tækifæri til að endurnýja gamla vináttu við Þuríði, sem síðan varð þriðja konan hans. Er óhætt að segja að árin sem þau fengu saman hafi verið góð og gleðirík. Þura er al- veg einstök kona, hún syrgir nú Kára sinn, en um leið þakkar hún Guði fyr- ir að hafa fengið að njóta hans. Kári var alltaf í Kolaportinu um helgar, öðruvísi gat það ekki verið. Hann naut þess að vera með varning og eiga viðskipti við fólk. Muna ef- laust margir Kolaportsunnendur eft- ir Kára, þar sem hann stóð hjá bók- unum sínum og öðrum varningi, helgi eftir helgi. Hann hélt glettninni, ljúf- mennskunni og lífsgleðinni alveg fram í andlátið. Hann var skýr í hugs- un og fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Það er vegið að góðmennskunni við fráfall Kára. Vonandi er Ísland enn að ala af sér slíka menn. Hann hefur alltaf verið mér góð fyrirmynd og þeim sem hon- um kynntust. Ég þakka Guði fyrir Kára frænda og bið Guð að varðveita Þuru og Helga son hans og færa þeim huggun og von. Ég og fjölskylda mín votta þeim báðum mína dýpstu samúð. Þórdís Klara Ágústsdóttir. KÁRI BORGFJÖRÐ HELGASON  Fleiri minningargreinar um Kára Borgfjörð Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, TÓMAS Þ. GUÐMUNDSSON rafvirkjameistari frá Ólafsvík, Aflagranda 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 29. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Halldóra Óskarsdóttir, Unnsteinn Tómasson, Ingibjörg Högnadóttir, Guðmundur Tómasson, Hjördís Harðardóttir Ágústa Tómasdóttir, Tryggvi K. Eiríksson, Óskar Tómasson, Sesselja Tómasdóttir, Bárður H. Tryggvason, Þórhildur Tómasdóttir, Steinunn Tómasdóttir, Þröstur Leósson, Njörður Tómasson, Gunnhildur L. Marteinsdóttir, Goði Tómasson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar verður skrifstofan lokuð eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 27. janúar. Rannsóknamiðstöð Íslands. Þökkum heilshugar öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÁSU GUNNLAUGSDÓTTUR frá Syðra-Kolugili, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Höfða fyrir góða umönnun. Ragnar Guðmundsson, Guðlaug Ragnarsdóttir, Kristinn Helgi Gunnarsson, Ragnar Víðir, Ásgeir Freyr, Gunnar Hilmar og Unnur Aldís. Við sendum innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, ÞORKELS ÁRNASONAR frá Teigi í Grindavík, til heimilis á Höskuldarvöllum 13, Grindavík. Starfsfólki Víðihlíðar óskum við velfarnaðar á árinu. Kristín J. Hjaltadóttir, Kristín Þorkelsdóttir Ólafur Þórarinsson, Árni Þorkelsson, Sigurósk, Rakel, Sigurbjörg, Jóna Rúna og Þorkell Erlingsbörn, Birna, Björk og Hjalti Sverrisbörn, Magnús E. Arthúrsson, afabörn og langafabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐRIKS BJÖRNSSONAR, Suðurgötu 22, Sandgerði. Sérstakar þakkir til handa starfsfólki Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja fyrir frábæra umönnun og kærleik. Guð blessi ykkur öll. Þórhildur Sigurðardóttir, Steinunn Friðriksdóttir, Gunnlaugur Sigmarsson, Sigurður Friðriksson, Sólrún Bragadóttir, Þorbjörg Friðriksdóttir, Rúnar Þórarinsson, Jón Friðriksson, Alma Jónsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Marta Eiríksdóttir, Fanney Friðriksdóttir, Heiður Huld Friðriksdóttir, Eiður Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR INGIMUNDARSONAR frá Strönd á Stokkseyri, Kópavogsbraut 81, Kópavogi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á A-6, LHS í Fossvogi og K-I, LHS Landakoti, fyrir frábæra umönnun og kærleika. Guð blessi ykkur öll. Svava Sigurðar, Erling Sigurðsson, Sólveig Magnúsdóttir, Helgi Sigurðsson, Hildur Thors, Almar Sigurðsson, Svanhvít Hermannsdóttir, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, REGÍNU BENEDIKTSDÓTTUR, Hraunbæ 192. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkr- unarfólki á deild 14-E Landspítala Hringbraut fyrir einstaka umhyggju. Baldur Jónsson, Jón Ingi Baldursson, Helga Gunnarsdóttir, Óskar Baldursson, Sigþrúður Stefánsdóttir, Sigrún Hulda Baldursdóttir, Guðmundur Óskarsson, Helga Hrönn Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.