Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 25
Lithimnulestur
Með David Calvillo
fimmtudag og
föstudag
Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem
upplýsingar um heilsufar, mataræði og
bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans.
Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo
vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð
heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250.
HALLDÓR Laxness var í hópi
þriggja rithöfunda sem valdir
voru úr hópi 25 tilnefndra til
bókmenntaverðlauna Nóbels ár-
ið 1953. Á endanum taldi
sænska akademían þó ekki að
neinn þeirra þriggja ætti verð-
launin fyllilega skilið og ákvað
að veita Winston Churchill, þá-
verandi forsætisráðherra Bret-
lands, verðlaunin en Churchill
hafði fyrst verið tilnefndur til
verðlaunanna árið 1946 og
nokkrum sinnum síðan. Þetta
kemur fram í skjölum Nóbels-
verðlaunanefndarinnar, sem
leynd hefur verið létt af vegna
svonefndrar 50 ára reglu. Skjöl-
in hafa verið vandlega geymd í
fórum sænsku akademíunnar
sem orðin er 218 ára. Halldór Laxness hlaut
verðlaunin svo árið 1955.
Churchill betri en enginn
Það kom mjög á óvart á sínum tíma að
Churchill skyldi hljóta Nóbelsverðlaunin fyrir
bókmenntir þótt eftir hann lægi fjöldi ritverka,
einkum sagnfræðilegs eðlis. AFP-fréttastofan
segir að skjöl, sem nú hafi verið birt, sýni að
nokkrir í sænsku akademíunni hafi stutt að
Churchill fengi verðlaunin vegna þess að þeim
leist enn verr á þann möguleika að enginn hlyti
verðlaunin þetta ár.
Akademían komst á síðustu stundu að þeirri
niðurstöðu, að þeir þrír rithöfundar, sem Nób-
elsnefndin, sem er undirnefnd sænsku aka-
demíunnar, hafði valið úr hópi 25 tilnefndra ár-
ið 1953, ættu verðlaunin ekki fyllilega skilið.
Þetta voru þeir Halldór Laxness, bandaríska
ljóðskáldið Robert Frost og breski rithöfund-
urinn Walter de la Mare.
Meðal þeirra sem einnig
höfðu verið tilnefndir til
verðlaunanna þetta ár voru
Spánverjinn Juan Ramón
Jiménez, enski rithöfundur-
inn Graham Greene og
bandaríski rithöfundurinn
Ernest Hemingway. Hem-
ingway fékk verðlaunin árið
1954, og Jimínez árið 1956.
Greene, Frost og de la Mare
fengu verðlaunin hins vegar
aldrei.
„Varðandi þá þrjá fulltrúa,
sem nefndin hefur beðið aka-
demíuna að fjalla um, þá
virðist mér, við nánari at-
hugun, vafi leika á hvort
nokkur þeirra uppfyllir að
fullu og öllu þau skilyrði sem sett eru fyrir
verðlaununum,“ segir Anders Österling, þá-
verandi ritari sænsku akademíunnar í bréfi til
félaga sinna í akademíunni.
Österling segir að ekkert sé akademíunni
eins illa við og að veita ekki verðlaunin og því
telji hann rétt að skoða á ný í fullri alvöru nafn
Winstons Churchill, sem hafi verið tilnefndur
til verðlaunanna fyrir nokkuð löngu.
Félagar í akademíunni höfðu áður velt því
fyrir sér hvort það kynni ekki að vera túlkað
sem pólitísk yfirlýsing, að veita Churchill verð-
launin þar sem hann var enn í fremstu röð
breskra stjórnmálamanna. En Österling full-
vissaði félaga sína um að þar sem átta ár væru
liðin frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari
væru meiri líkur á að litið yrði á verðlaunin
eingöngu út frá listfræðilegum sjónarmiðum.
Meistari í ræðu og riti
Churchill var fyrst tilnefndur til verð-
launanna árið 1946 og oft síðan. En Nóbels-
nefndin taldi það ár í skýrslu að Churchill væri
ekki verðlaunanna verður. Þekktustu ritverk
hans voru Savrola, Ævisaga hertogans af
Marlborough í fjórum bindum, Marlborough,
His Life and Times, sjálfsævisagan My Early
Life og umfjöllun hans um fyrri heimsstyrjöld-
ina, The World Crisis.
Per Hallström sem gegndi starfi ritara aka-
demíunnar um áratugaskeið var fenginn til að
meta hvort Churchill væri verðlaunanna verð-
ur og komst að þeirri niðurstöðu að „ekki
þyrfti að lesa lengi í Savrola til að uppgötva
innihaldsleysi verksins.“ Hallström taldi
sjálfsævisöguna My Early Life hafa eitthvað
til síns ágætis en hafnaði The World Crisis á
þeim forsendum að þar væri hrein sagnfræði
án nokkurs bókmenntagildis. Hann féllst þó á
að hið viðamikla verk um hertogann af Marl-
borough væri hugsanlega Nóbelsverðlaunanna
virði.
Tveimur árum síðar var nefndin heldur
mildari í garð Churchills og þá var honum lýst
sem meistara hins talaða orðs. Sagnfræðing-
urinn Nils Ahnlund, sem þá sat í akademíunni,
komst að þeirri niðurstöðu að allt bókmennta-
verk Churchills, þar á meðal ræður hans, væri
þess eðlis að hann væri verður Nóbelsverð-
launanna. Í rökstuðningi akademíunnar um
verðlaun Churchills sagði, 15. október 1953, að
hann fengi verðlaunin fyrir sagnfræði- og ævi-
söguskrif og fyrir að berjast fyrir viðurkennd-
um mannlegum gildum í ræðum sínum með
meistaralegum hætti.
Akademían lenti í vandræðum með úthlutun Nóbelsverðlaunanna
Halldór Laxness kom
til greina árið 1953
Ernest Hemingway.
Nóbelsverðlaunahafi
1954.
Sir Winston Churchill.
Nóbelsverðlaunahafi
1953.
Halldór Laxness.
Nóbelsverðlaunahafi
1955.
Girnd nefnist nýr
geisladiskur sem
hefur að geyma
tónlist úr upp-
færslu Leikfélags
Reykjavíkur í Borg-
arleikhúsinu á
Sporvagninum
Girnd eftir Tennes-
see Williams.
Flytjendur eru hljómsveitin Lestir
frá Reykjavík sem samdi lögin og út-
setti. Hana skipa Árni Kristjánsson
(gítar), Hermann Stefánsson (bassi),
Jón Hallur Stefánsson (gítar) og Þór-
arinn Kristjánsson (trommur og
ásláttur).
Útgefandi er Hljómsveitin Lestir frá
Reykjavík. Hljóðritun fór fram dagana
20. til 22. desember 2003. Upptaka:
Hróbjartur Róbertsson og Rikke Ho-
ud. Hljóðblöndun: Hróbjartur Róberts-
son og Lestir. Hljóðjöfnun: Bjarni
Bragi. Geisladiskurinn fæst í miða- og
veitingasölu Borgarleikhússins. Verð:
1.000 krónur.
Leikhústónlist
British Embassy
– Iceland nefnist
nýr margmiðl-
unardiskur sem
breska sendiráð-
ið á Íslandi hefur
gefið út. Þar er
að finna hagnýtar
upplýsingar og
stuttar heim-
ildamyndir um tengsl Bretlands og
Íslands og hinar ýmsu hliðar dag-
legs lífs í Bretlandi. Efnið á disk-
inum er fjölbreytt, m.a. inniheldur
hann stuttar myndir um ýmsa sam-
vinnu Bretlands og Íslands sér-
staklega gerðar fyrir sendiráðið, um-
fjöllun um breska tískuiðnaðinn,
vísindi og landbúnað auk upplýs-
ingar um bresku utanríkisþjón-
ustuna, konungsfjölskylduna og
Bretland 21. aldarinnar. Einnig er
veitt innsýn í það starf sem unnið er
í breska sendiráðinu og kynnir nýja
heimasíðu sendiráðsins; www.brit-
ishembassy.is.
Margmiðlun
Ást og umhyggja
Barnavörur
www.chicco.com
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík