Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 45
GUÐJÓN Þórðarson, knatt-
spyrnustjóri Barnsley, fékk í gær
nýjan liðsmann til liðs við Barnsley.
Sá heitir Marlon Beresford og er 34
ára gamall markvörður sem víða hef-
ur komið við á ferli sínum. Hann hef-
ur leikið undanfarna þrjá mánuði
með Luton og þá hefur hann spilað
með Burnley, Middlesbrough, York
City og Bradford.
BARNSLEY hefur ekki gengið
sem skyldi að undanförnu og hefur
enn ekki unnið leik á nýju ári. Guð-
jón Þórðarson lét dómarann fá það
óþvegið eftir tapleikinn á móti Brig-
hton um helgina en hann sagði dóm-
arann hafa sleppt augljósu víti á
Brighton.
RÚSSNESKA stúlkan Anastasia
Myskinas missti stjórn á sér á Opna
ástralska meistaramótinu í tennis í
leik sínum gegn Chanda Rubin og að
hennar mati studdi þjálfari hennar
ekki nóg við bakið á henni á meðan á
leiknum stóð. Myskinas lagði áherslu
á vonbrigði sín með því að kasta
tennisspaða sínum í átt að þjálfaran-
um Jens Gerlach og telja fréttaskýr-
endur í Ástralíu að hann hafi náð
skilaboðunum.
MYSKINAS vann leikinn 6:7, 6:2
og 6:2, en hún lét þjálfarann sinn
heyra það þegar illa gekk í leiknum.
„Hann er eins og veggur. Hann verð-
ur að láta í ljós tilfinningar sínar og
styðja við bakið á mér,“ sagði Mysk-
ina við AP-fréttastofuna.
EN hin 22 ára gamla Myskinas við-
urkennir að hún eigi í erfiðleikum
með skap sitt. „ Af og til missi ég ein-
beitinguna. Það er erfitt að hemja
skapið en ég veit að það er ekki mín
sterkasta hlið,“ segir Myskina en
hún bað þjálfara sinn afsökunar eftir
að leiknum lauk. Hún á erfitt verk-
efni fyrir höndum þar sem hún mæt-
ir Kim Clijsters í fjórðu umferð.
SPÆNSKA knattspyrnuliðið
Celta Vigo rak í gær þjálfara sinn,
Miguel Angel Lotina, úr starfi.
Hvorki hefur gengið né rekið hjá lið-
inu undir hans stjórn. Það situr í 16.
sæti í spænsku 1. deildinni og eftir
5:2 ósigur á heimvelli gegn Real So-
ciedad í fyrradag misstu sjórnendur
liðsins þolinmæðina og ráku Lotina.
CELTA mætir Arsenal í 16 liða úr-
slitum Meistaradeildarinnar en und-
ir stjórn Lotina komst félagið í
Meistaradeildina í fyrsta skipti með
því að ná fjórða sætinu í deildar-
keppninni á síðustu leiktíð. Celta
mætir Arsenal fyrsta heima.
HOLLENSKU tvíburabræðurnir
Frank og Ronald De Boer verða
samherjar á ný innan tíðar. Frank,
sem leikið hefur með Galatasaray í
Tyrklandi, er á förum frá liðinu og
hefur samþykkt að ganga að tilboði
skoska úrvalsdeildarliðsins Glasgow
Rangers en Ronald hefur verið liðs-
maður þess undanfarin ár. Saman
hafa bræðurnir leikið með Ajax,
Barcelona og hollenska landsliðinu.
FÓLK
BIKARMEISTARAR síðustu
tveggja ára, Arsenal, taka á móti
Eiði Smára Guðjohnsen og félögum
í Chelsea í 16 liða úrslitum ensku
bikarkeppninnar en dregið var í
gær. Þess má geta að Arsenal lagði
Chelsea í bikarúrslitaleik í Cardiff
2002, 2:0, og þá sló Arsenal Chelsea
út í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar
í fyrra. Þá gerðu liðin jafntefli á
Highbury 2:2, en Arsenal vann síð-
an á Stamford Bridge, 3:1.
Arsenal hefur haft góð tök á
Chelsea og það þarf að fara allt aft-
ur til 1947 í janúar, til að finna bik-
arviðureign liðanna, sem Chelsea
hefur fagnað sigri. Arsene Wenger,
knattspyrnustjóri Arsenal, leyfði
sér þann munað að hvíla Thierry
Henry í viðureigninni á Highbury í
fyrra.
Manchester United tekur á móti
grönnum sínum í City eða Totten-
ham, en liðin eiga eftir að leika
öðru sinni í 32 liða úrslitunum en
fyrri leiknum lauk með jafntefli.
Everton eða Fulham tekur á móti
West Ham og Liverpool fær
Portsmouth í heimsókn. Þá tekur
Tranmere á móti Swansea, Telford
eða Millwall fær Burnley í heim-
sókn, Sunderland mætir Birm-
ingham og Bjarni Guðjónsson og fé-
lagar í Coventry mæta Sheffield
United, ef þeir sigra Colchester.
Leikirnir verða 14. og 15. febrúar.
Meistararnir í Arsenal
taka á móti Chelsea
Þetta gekk bara ágætlega hjámér,“ sagði meistarinn í sam-
tali við Morgunblaðið. Það má
segja að listdansinn sé í ættinni því
systir hennar, Helga Margrét, varð
Íslandsmeistari í eldri flokki árið
áður en Audrey Freyja sigraði þar
fyrst. „Systir mín æfir ennþá og
hún sér um að þjálfa mig líka. Hún
var byrjuð að æfa nokkru á undan
mér og ég skellti mér einu sinni
með henni á æfingu og hef verið að
síðan,“ segir meistarinn, en hún
hefur æft listhlaup í ein sex ár.
Hún býr á Akureyri og hefur gert
utan eitt ár sem hún bjó í Man-
chester, en faðir hennar er bresk-
ur. Á næstu dögum liggur leið
hennar til Svíþjóðar þar sem hún
verður eini fulltrúi Íslands á Norð-
urlandamótinu í listhlaupi. „Ég
geri mér nú ekki miklar vonir enda
erum við Íslendingar nokkuð á eftir
öðrum þjóðum í listdansi. Ég hef
bætt mig nokkuð en veit samt að ég
verð í neðri kantinum,“ segir Aud-
rey Freyja sem æfir á hverjum
degi, stundum ansi hreint snemma
því hún er oft mætt klukkan sex að
morgni á svellið. Hún segir að um
100 krakkar æfi skauta á Akureyri
og að áhuginn hafi aukist mikið síð-
ari ár.
En hvað þarf til að vera góður í
listhlaupi? „Það er nú ansi margt
skal ég segja þér. Það þarf meðal
annars að vera liðugur og þó að það
líti ef til vill ekki út fyrir að þörf sé
á að hafa gott úthald þá er það
nauðsynlegt.“
Varðandi búningana sem stúlk-
urnar keppa í segir hún að það sé
ekki verra að kunna aðeins að
sauma.
„Annars sér mamma aðallega um
þá hlið, en það þarf nýjan búning
við hverja nýja æfingu,“ segir Aud-
rey Freyja sem segir frjálsu æfing-
arnar yfirleitt skemmtilegri en
skylduæfingarnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Audrey Freyja er tignarleg þar sem hún svífur um svellið.
Þriðji titillinn í röð
hjá Audrey Freyju
AUDREY Freyja Clarke, 16 ára stúlka frá Akureyri, varð um helgina
Íslandsmeistari í listdansi á skautum. Hún er svo sem ekkert óvön
því enda var þetta þriðja árið í röð sem hún sigrar í junior-flokki og
árið þar á undan varð hún meistari í novice-flokki.
JAKOB Sigurðarson skoraði
13 stig í naumum sigri Birm-
ingham Southern-háskólans
gegn Winthrop í bandarísku
háskóladeildinni í gær, 70:69.
Jakob hitti 5 af 10 tveggja
stiga skotum sínum, einu af
þremur þriggja stiga skotum
sínum, hann setti bæði víta-
skot sín í leiknum ofan í, gaf
þrjár stoðsendingar og tók
þrjú fráköst á 35 mínútum.
Helgi Margeirsson lék ekki
með Birmingham Southern í
gær en liðið hefur unnið 13
leiki og tapað 5 á leiktíðinni.
Í vetur hefur Jakob skorað
14,4 stig að meðaltali og gefið
3,5 stoðsendingar. Um 900
áhorfendur mæta að meðaltali
á leiki liðsins en í gær var met-
aðsókn er um 2.000 áhorf-
endur mættu á svæðið.
Jakob með
13 stig í
sigri BSC
CHEN Chung-cheng, kylfingur frá
Taívan náði merkum áfanga á at-
vinnumannamóti sem fram fór í
heimalandi hans um helgina. Hinn
27 ára gamli Chung-cheng fór holu
í höggi á fyrsta keppnisdeginum á
fjórðu holu vallarins sem er um 170
metra löng. Og viti menn Chung-
cheng endurtók leikinn á laug-
ardag er hann setti hvítu kúluna
beint ofaní í fyrsta höggi og það
merkilega er að hann var staddur á
fjórðu holu á ný.
Það merkilega er að Chung-
cheng fékk engin verðlaun þar sem
aðeins voru veitt verðlaun fyrir
holu í höggi á hinum par þrjú
brautum vallarins, sem eru tvær.
En í boði var ný bifreið á þeirri
fyrri og um 4 millj. kr. í reiðufé á
þeirri síðari. Engin verðlaun voru í
boði á þeirri fjórðu.
„Ég fæ enga bíllykla afhenta á
ný,“ sagði Chung-cheng og hló eftir
að keppni lauk. „Ég get varla trúað
því að hafa farið holu í höggi tví-
vegis á sömu holunni.
Þegar ég hafði slegið með 4-
járninu vissi ég að boltinn myndi
enda nálægt holunni en ég sá hann
ekki fara ofaní,“ sagði Chung-
cheng eftir hringinn. Hann var ekki
sá eini sem fór holu í höggi á
mótinu því Jun Chul-yoo frá S-
Kóreu fékk bifreið að launum á 13.
braut eftir að hafa sett boltann
beint ofaní. Árið 2000 fóru fimm
manns holu í höggi á sama mótinu í
Asíu og er það met.
Tvisvar
holu í
höggi
SPÆNSKI kylfingurinn Seve Bal-
lesteros hefur skrifað fjórum skipu-
leggjendum golfmóta á PGA-
mótaröðinni og óskað eftir því að
honum verði boðið að taka þátt í
þeim mótum. Ballesteros hefur átt
erfitt uppdráttar undanfarin miss-
erim, en hann hefur tvívegis sigrað
á Mastersmótinu á Augusta-
vellinum, og hefur Ballesteros hug
á því að gera góða hluti á því móti
sem fram fer í apríl.
„Ég hef tekið þátt í Mast-
ersmótinu undanfarin ár án þess að
vera í leikæfingu,“ segir Balleste-
ros við enska dagblaðið The Gu-
ardian. „Ef mér verður boðið á
þessi mót mun ég taka þátt í þeim
öllum.“
Hinn 46 ára gamli kylfingur von-
ast til þess að fá tækifæri á Doral-
mótin, Honda-mótinu, Bay Hill og
BellSouth en hann hefur fengið já-
kvæð viðbrögð frá síðastnefnda
mótinu. Ballesteros hefur ekki átt
sjö dagana sæla á evrópsku móta-
röðinni og á síðasta tímabili neitaði
hann m.a. að taka á sig vítishögg
sem dæmt var á hann í móti þar
sem að hann þótti hafa leikið of
hægt. Spánverjinn breytti skor-
korti sínu og skráði ekki vít-
ishöggið og var vísað úr keppni.
„Ég sakna þess að vera ekki í
baráttunni, en ég veit ekki hve góð-
ur ég get orðið í framtíðinni en ég
verð að taka mig á og standa undir
þeim væntingum sem til mín eru
gerðar.“
Seve Ballesteros kyngir stoltinu