Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 47
STJÓRN Manchester United til-
kynnti í gær að farið yrði rækilega í
saumana á öllum leikmannakaupum
félagsins undanfarna mánuði. Ensku
meistararnir hafa verið ásakaðir um
misferli varðandi kaupin á Tim How-
ard, Kleberson og David Bellion síð-
asta sumar, sagt var að óeðlilega há-
ar upphæðir hefðu þá runnið til
umboðsmanna, þar á meðal til sonar
Alex Fergusons, knattspyrnustjóra.
ROY Gardner, stjórnarformaður
Manchester United, sagði í yfirlýs-
ingunni að Ferguson legði til hvaða
leikmenn væru keyptir, en kæmi
ekki nálægt samningagerð eða fjár-
hagslegri hlið mála. Tveir hluthafar í
félaginu saka Ferguson um að eiga
hlut að máli og leggjast gegn því að
honum verði boðin framlenging á
samningi sínum við félagið, sem
rennur út eftir rúmt ár.
BYRON Scott var í gær sagt upp
störfum sem þjálfara bandaríska
körfuknattleiksliðsins New Jersey
Nets, en undir hans stjórn hefur liðið
leikið til úrslita um NBA-titilinn
undanfarin tvö ár. Scott hefur ekki
náð liðinu á flug það sem af er tíma-
bilsins og á dögunum lenti hann í úti-
stöðum við besta leikmann liðsins,
Jason Kidd, eftir 47 stiga tap gegn
Memphis. Lawrence Frank, aðstoð-
arþjálfari, stýrir liðinu út leiktíðina
en það hefur verið selt nýjum eig-
endum sem hyggjast flytja það frá
New Jersey til Brooklyn.
JOE Cole, leikmaður Chelsea, þarf
að taka út tveggja leikja bann vegna
atviks sem gerðist á síðasta keppn-
istímabili og verður ekki með í leikj-
um gegn Blackburn og Charlton í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Cole fékk síðbúið bann fyrir áramót-
in, vegna atviks í leik í apríl á síðasta
ári en þá var hann leikmaður West
Ham. Hann áfrýjaði úrskurðinum en
í gær tilkynnti enska knattspyrnu-
sambandið að bannið myndi standa.
SKAUTASAMBAND Íslands til-
kynnti í gær að 11 ára drengur,
Starkaður Hróbjartsson, hefði sett
Íslandsmet í 100 metra skautahlaupi
á móti í Noregi í síðustu viku. Hann
hljóp vegalengdina á 15,7 sekúndum
og átti sjálfur fyrra metið, 16,3 sek-
úndur, sem hann setti í nóvember.
ÞESSI vegalengd var fyrst viður-
kennd til keppni árið 2002 og var því
ekki á dagskrá þegar skautahlaup
voru mest iðkuð hér á landi, á sjötta
áratug síðustu aldar. Síðastur til að
setja Íslandsmet í skautahlaupi á
undan Starkaði var Björn Baldurs-
son sem setti met í 1.500 metra
hlaupi í Lillehammer árið 1958.
FRÉDRIC Kanoute, sóknarmaður
Tottenham, skoraði tvö mörk fyrir
Malí sem sigraði Kenía, 3:1, í úrslita-
keppni Afríkumóts landsliða í knatt-
spyrnu í gær. Sterkt lið Senegals
mátti sætta sig við markalaust jafn-
tefli gegn Burkina Faso.
FÓLK
Brooks
á förum
frá ÍR
EPLUNUS Brooks, bandarísk
stúlka, sem leikið hefur með 1.
deildar liði ÍR í körfuknattleik
kvenna er farin frá liðinu og
mun ekki leika fleiri leiki í vet-
ur. Brooks óskaði sjálf eftir
því að verða leyst undan samn-
ingi sínum við félagið en hún
hefur átt við veikindi að stríða
undanfarnar vikur. ÍR er sem
stendur í neðsta sæti deild-
arinnar með 4 stig en ekki hef-
ur verið tekin ákvörðun um
hvort annar leikmaður verður
fengin í hennar stað. Brooks
lék 12 leiki með ÍR og skoraði
að meðaltali 20 stig í leik og
tók 18,4 fráköst í leik. Það er
því ljóst að hún skilur stórt
skarð eftir sig í liði ÍR.
Lavrov skellti marki sínu í lás álöngum köflum og missi Svíar af
farseðlinum til Aþenu á Ólympíuleik-
ana í sumar eiga þeir eflaust eftir að
skella skuldinni á Lavrov.
„Það er alltaf gaman að spila á
móti Svíum. Eftir að við töpuðum
fyrir þeim í úrslitaleiknum á HM
1990 hafa leikir þjóðanna einkennst
af gríðarlegri baráttu þar sem menn
hafa tekist hraustlega á. Liðin bera
mikla virðingu hvort fyrir öðru og
oftar en ekki hafa leikirnir verið
miklir sálfræðileikir,“ segir Lavrov
sem varði 16 af 37 skotum sænsku
leikmannanna í leiknum þar af mörg
úr dauðafærum.
Af liðunum tólf sem eftir eru á
Evrópumótinu berjast sex um eitt
ólympíusæti sem í boði er. Það eru
Svíar, Danir, Serbar, Svisslending-
ar, Tékkar og gestgjafarnir, Slóven-
ar.
Svíar hafa enn ekki orðið
Ólympíumeistarar
Svíar geta ekki hugsað þá hugsun
til enda ef þeim tekst ekki að komast
til Aþenu en gullið er eini málmurinn
sem hið sigursæla lið Svía hefur enn
ekki tekist að vinna. Bengt Johans-
son, þjálfari Svía, á sér þann draum
að ljúka 15 ára ferli sem landsliðs-
þjálfari með ólympíugull í hendi en
undir hans stjórn hafa Svíar unnið 13
stórmót af þeim 15 sem þeir hafa
keppt í, þar af tvö heimsmeistaramót
og fjögur Evrópumót.
„Ég vona að Svíar verði með á Ól-
ympíuleikunum í Aþenu enda yrði
mjög undarlegt að keppa á stórmóti
þar sem Svíar væru ekki á meðal
þátttakenda,“ sagði Lavrov.
Lavrov og félagar hans hömpuðu
gullinu á Ólympíuleikunum í Sydney
fyrir fjórum árum en Rússar hafa
síðan þá ekki staðið á efsta palli á
stórmóti.
Lavrov vill Svía til Aþenu
ANDREI Lavrov hinn 42 ára gamli markvörður Rússa hefur oftar en
ekki gert Svíum grikk á stórmótum í handknattleik. Engin undan-
tekning varð á því á sunnudaginn þegar Rússar báru sigurorð af
Svíum, 30:27, í lokaumferð A-riðilsins á Evrópumótinu í handknatt-
leik í Slóveníu.
Sigfús Sigurðsson náði sér ekki á
strik sem var miður þar sem hann
er stór hlekkur í keðju liðsins í fleiri
en einum skilningi, maðurinn sem
öll lið óttast ásamt Ólafi.
Hent út í djúpu laugina
Ragnar Óskarsson var lítið sem
ekkert notaður í vináttuleikjunum
við Pólverja í haust og einnig nú
síðasta mánuðinn. Því var honum
ætlað alltof stór hlutverk að „bjarga
hlutunum“ þegar allt var komið í
óefni á móti Tékkum. Ásgeir Hall-
grímsson steig sín fyrstu skref nú á
stórmóti í flokki fullorðinna. Sama
gerðist með hann og Ragnar, Ás-
geiri var hent út í djúpu laugina í
síðasta leiknum þegar spenna var í
hópnum í stað þess að láta hann
leysa Einar Örn af í hinum leikj-
unum tveimur og leyfa honum að-
eins að fá þef af reynslu þannig að
hann væri e.t.v. reiðubúnari að taka
við keflinu þegar á reyndi.
Róbert Sighvatsson lék lítið og
einnig nafni hans Gunnarsson sem
fékk fimm mínútur í síðasta leikn-
um og komst aldrei í gang á sínu
stórmóti. Róbert Gunnarsson er
hins vegar maður sem verður að
veðja meira á á næstu mánuðum og
árum og fá stærra hlutverk í liðinu
því krafta þarf og verður að nýta.
Gunnar Berg Viktorsson var
skyndilega kallaður inn í 16 manna
hópinn á sunnudagsmorguninn fyr-
ir leikinn við Tékka. Spyrja má
hvers vegna? Til hvers að hafa hann
í liðinu þegar hann var ekkert lát-
inn spila. Það var endalaust hægt
að bíða eftir að Dagur jafnaði sig og
ríkur vilji til að láta á hann reyna.
Hvers vegna ekki þá að láta reyna á
Gunnar. Ef honum var ekki treyst-
andi til að koma a.m.k. inn í vörnina
hvers vegna var þá verið að velja
hann yfir höfuð?
Mikið hefur verið rætt um álag á
leikmönnum íslenska landsliðsins
sem leika í Þýskalandi og svo sem
ýmislegt e.t.v. til í því. Dagur, Pat-
rekur og Ólafur leika t.d. ekki í
Þýskalandi en samt náðu þeir sér
ekki á strik. Bestu menn íslenska
liðsins nú, Snorri, Rúnar, Guð-
mundur og Garcia leika í Þýska-
landi. Fyrir tveimur árum þegar ís-
lenska liðið lék á EM léku enn fleiri
leikmenn Ísland í Þýskalandi, léku
sex til átta leiki í desember áður en
að undirbúningi landsliðsins kom.
Undirbúningurinn var ekkert erf-
iðari en þá, sennilega voru leiknir
fleiri hörkuleikir þá en nú ef eitt-
hvað var þannig að ekki er hægt að
tala um álag á leikmenn sé meira nú
en áður og þar af leiðandi hafi þeir
síður náð sér á strik.
Þjálfarinn verður að
líta í eigin barm
Þegar öllu er á botninn hvolft
verður landsliðsþjálfarinn, Guð-
mundur Þórður Guðmundsson, að
líta í eigin barm og velta stöðu sinni
fyrir sér nú að leikslokum. Hann
verður að velta því fyrir sér hvað
sem öllum samningum við HSÍ við-
víkur hvort hann sé þess megnugur
að komast lengra með liðið, hvort
aðferðir hans virki lengur á leik-
menn og hvort þeir hafi á þeim trú.
Hvort hann nái lengur til leikmanna
og takist að smita þá af baráttuanda
og gleði sem þarf til þess að ná ár-
angri á stórmóti. Hvernig stendur á
því að leikmenn klúðra á annan tug
dauðafæra í einum leik? Er það
vegna þess að spennustig leik-
manna er of hátt? Það var ekki ein-
leikið hvernig farið var með dauða-
færin í leikjunum þremur í
Slóveníu. Þjálfarinn verður að velta
fyrir sér og skoða ofan í kjölinn all-
an leik íslenska landsliðsins auk
fyrrgreindra atriða áður en hann
tekur ákvörðun um að halda áfram
þjálfun landsliðsins eftir frammi-
stöðuna í Slóveníu. Ef þjálfarinn
nær ekki lengur til manna verður
hann að velta stöðu sinni fyrir sér. Í
vikunni fyrir mótið, að lokinni
keppni í Danmörku, sagði Guð-
mundur að íslenska liðið væri á
réttri leið, það var á ágætri leið ein-
mitt þá, en þegar haldið var til Slóv-
eníu tók það skyndilega U-beygju,
hvers vegna? Íslenskur handknatt-
leikur stendur ekki það traustum
fótum að hann megi við annarri eins
útreið á Ólympíuleikunum í Aþenu í
sumar eða á HM í Túnis eftir ár,
komist þá íslenska landsliðið til
Túnis.
Á næstu vikum verða allir sem að
landsliðinu snúa að fara rækilega
yfir sín mál, skuldinni verður ekki
skellt alfarið á leikmenn liðsins, að
þeir hafi ekki verið í æfingu o.s.frv.
Þegar öllu er á botninn hvolft liggur
ábyrgðin fyrst og fremst hjá lands-
liðsþjálfaranum sem nú hefur feng-
ið að kynnast því súra eftir að hafa
kynnst því sæta á síðustu árum.
Celje, 26. janúar 2004.
Ívar Benediktsson
Morgunblaðið/Sverrir
Einar Örn Jónsson og Sigfús Sigurðsson, landsliðsmenn í handknattleik, samherjar þeirra og
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hafa í mörg horn að líta á næstunni.
ÍSLENSKU landsliðskonurnar í
danska 1. deildarliðinu Tvis Holste-
bro létu mikið að sér kveða þegar
liðið sigraði Sindal, 31:18, á útivelli
í fyrradag. Samtals skoruðu Íslend-
ingarnir 18 af mörkum Tvis Holste-
bro, Hrafnhildur Skúladóttir 8,
Hanna G. Stefánsdóttir 6, Kristín
Guðmundsdóttir 3 og Inga Fríða
Tryggvadóttir 1 en hún fiskaði að
auki fjögur vítaköst í leiknum.
Eftir því sem fram kemur á vef
Tvis Holstebro átti Helga Torfa-
dóttir stórleik á milli stanganna en
hún varði vel á þriðja tug skota. Ís-
lendingaliðið er í öðru sæti í vest-
urhluta 1. deildarinnar með 22 stig,
tveimur færra en Esbjerg.
Skoruðu 18
fyrir Tvis
HRAFNKELL Helgason, knatt-
spyrnumaður úr Fylki, sleit kross-
band í hné á æfingu hjá félaginu
síðasta fimmtudag. Niðurstaða úr
myndatöku sem staðfesti þetta lá
fyrir í gær, samkvæmt frétt á vef
Fylkis. Þar með er mjög ólíklegt að
hann nái að leika eitthvað með Ár-
bæjarliðinu á komandi tímabili.
Hrafnkell er 26 ára miðjumaður
eða varnarmaður sem hefur verið
einn af lykilmönnum Fylkis undan-
farin ár. Hann lék 17 leiki með lið-
inu í úrvalsdeildinni í fyrra og skor-
aði tvö mörk en árin þar á undan
lék hann yfirleitt ekki heil tímabil
með liðinu vegna náms í Bandaríkj-
unum.
Hrafnkell
er úr leik