Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Fannborg 5.
Fataúthlutun þriðju-
daga kl. 16–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, kl. 9 jóga,
kl. 13 postulínsmálun.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 9–12.30
bókband, kl. 9 leikfimi,
kl. 9.30 dans, kl. 9.45
boccia, kl. 13–16.30
smíðar, kl. 20.30 línu-
dans.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–16
handavinna, kl. 10–
11.30 sund, kl. 14–15
dans.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 10 samveru-
stund, kl. 14 félagsvist.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handav.-
stofan opin og vefnaður,
kl. 13.30 myndband.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Kl. 9–16
vinnustofa, tréskurður,
postulín, kl. 10–11 leik-
fimi, kl. 12.40 verslun-
arferð, kl. 13.15–13.45
bókabíll.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 11 leikfimi, kl.
13 föndur og handa-
vinna. Kl. 15 söng- og
harmónikkustund í
borðsal.
Félagsstarf eldri borg-
ara Mosfellsbæ, Dval-
arheimilinu, Hlaðhömr-
um. Kl. 13–16 föndur,
spil og bókband kl. 16–
17 leikfimi og jóga. Kl.
16 spænska.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Stólaleikfimi
kl. 9.30, kvennaleikfimi
kl. 10.20 og kl. 11.15,
spænska framh. kl.
11.30, glerbræðsla og
pílukast kl. 13. Öldrun-
arfulltrúi með viðtöl í
Garðabergi, tímapant-
anir í s. 525 8590 og
820 8553.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli.
Opnað kl. 9. Prjóna-
stund, leikfimi í Bjark-
arhúsi kl. 11.30
Brids og og biljard 13,
saumur kl. 13.30.
Félag eldri borgara í
Kópavogi verður með
„Opið hús“ fyrir félags-
menn og gesti þeirra kl.
14 í Félagsmiðstöðinni
Gjábakka lau. 31. jan.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Leikfélagið Snúður og
Snælda æfing kl. 13.
Skák kl. 13. Alkort kl.
13.30. Mið.: Göngu-
Hrólfar ganga frá Ás-
garði kl. 10. Söngvaka
kl. 20.30
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 10 létt ganga
og fl. kl. 13. boccia.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9–17 handavinna, kl.
9.30 gler og postulíns-
málun, kl. 9.05 og kl.
9.55 leikfimi, kl. 10.50
róleg leikfimi, kl. 14
ganga, kl. 14.45 boccia,
kl. 19 brids.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.05 og 9.55 leik-
fimi, kl. 9. 15 postulíns-
málun, kl. 10 ganga, kl.
13–16. Handavinnu-
stofan opin, , kl. 13
bridskennsla. Fundur
hjá hláturkúbbnum í
kvöld kl. 20.
Hraunbær 105. Kl. 9
postlín og glerskurður,
kl. 10 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl. 12.15 versl.ferð,
kl. 13 myndlist og línu-
dans . kl. 15 línudans.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9–10 boccia, kl. 9–16.30
handavinna, kl. 13.30
helgistund.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun Fundur í
Miðgarði kl.10.
Norðurbrún 1. Kl. 9-
16.45 opin vinnustofa,
kl. 10–11 boccia, kl. 14
leikfimi.
Vesturgata 7.Kl. 9.15–
12 skinnasaumur, kl.
9.15–15.30 handavinna,
kl. 9.15–16 postulín, kl.
10.15–11.45 enska, 13–
16 spilað og bútasaum-
ur. Mið. 28. jan. kl.
13.15 kemur Anna
Þrúður Þorkelsdóttir,
sendifulltrúi Rauða
krossins, í heimsókn.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9.30 glerskurður og
morgunstund, kl. 10
leikfimi, kl. 13 hand-
mennt, og postulín, kl.
14 félagsvist.
Þjónustumiðstöðin
Sléttuvegi 11. Kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13–
16 keramik, taumálun,
almennt föndur, kl. 15
bókabíllinn.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum kl.11
Félag eldri borgara í
Gjábakka. Brids kl. 19.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði kl. 20,
Sjálfsbjörg, Hátúni 12.
kl. 20 bingó.
Íslenska bútasaums-
félagið. Félagsfundur í
kvöld kl. 20 í Safnaðar-
heimili Háteigskirkju.
Breyting á dagskrá:
M.a.: Heidi sýnir
skyggnur frá Frakk-
landi
Þjóðdansafélag
Reykjavíkur.Opið hús í
kvöld kl. 20.30, að Álfa-
bakka 14A.
Í dag er þriðjudagur 27. janúar,
27. dagur ársins 2004. Orð dags-
ins: Drottinn er ljós mitt og full-
tingi, hvern ætti ég að óttast?
Drottinn er vígi lífs míns, hvern
ætti ég að hræðast?
(Sl.. 27, 1.)
Atli Rafn Björnsson, for-maður Heimdallar,
boðar nýjar lausnir í heil-
brigðismálum í grein á
vefritinu Tíkinni. „Fjár-
hagsvandi heilbrigðis-
kerfisins og þá sérstak-
lega Landspítalans hafa
verið mikið til umræðu
síðustu vikur og daga,“
segir Atli Rafn. „Vandinn
er þó alls ekki nýr af nál-
inni heldur orðið að um-
fjöllunarefni í kjölfar til-
mæla heilbrigðisráðherra
og fjárlaganefndar til
sjúkrahússins að því beri
að standa við fjárlög en
viðvarandi framúrkeyrsla
hefur einkennt rekstur
sjúkrahússins um langt
skeið.
Yfirmenn Landspítalanshafa brugðist við með
því að boða uppsagnir til-
tekis fjölda starfsmanna
og bent á að laun vegi um
70% af heildarkostnaði
við heilbrigðisþjónustu.
Margir efast hins vegar
um að uppsagnirnar muni
skila sjúkrahúsinu ætluð-
um árangri þar sem þær
bitni aðallega á læknum
og hjúkrunarfólki en ekki
á þeim fjölmörgu yfir- og
millistjórnendum sem
starfa við sjúkrahúsið.
Markmiðið virðist vera að
bjarga sjúkrahúsinu tíma-
bundið fyrir horn þegar
langtímamarkmið ættu
frekar að vera höfð í
huga.
Heimdallur og fleiriungir sjálfstæðis-
menn hafa nú í nokkurn
tíma hvatt stjórnvöld til
að endurskoða heilbrigð-
iskerfið með breytingu á
rekstrarfyrirkomulaginu
í huga. Tillögur Heimdall-
ar fela í sér aukið sam-
starf ríkisins við einka-
aðila um rekstur heil-
brigðisþjónustu þannig að
virkja megi kosti einka-
framtaksins innan geir-
ans. Á þann hátt telja
Heimdellingar að ríkið
geti aukið samkeppni inn-
an geirans, bætt nýtingu
fjármuna sem renna til
málaflokksins og um leið
aukið valfrelsi þeirra sem
nota þjónustuna.
Hins vegar er ekki veriðað leggja til breyt-
ingar á almannatrygg-
ingakerfinu og því er
rangt að halda því fram
að einkaframkvæmd muni
leiða af sér ,,tvöfalt
kerfi“, eitt fyrir þá efna-
meiri og annað fyrir þá
efnaminni.
Sú staðreynd að stærstiflokkur vinstrimanna
á Alþingi hefur tekið und-
ir sjónarmið Heimdellinga
er ánægjuleg. Það eykur
líkurnar á að meirihluti
Alþingis verði hlynntur
auknu samstarfi ríkis- og
einkaaðila um rekstur
heilbrigðisþjónustu. Ærið
verkefni virðist hins veg-
ar vera að sannfæra for-
ystumenn Framsóknar-
flokksins um ágæti
þessara hugmynda því sá
flokkur virðist enn vera
fylgjandi þeirri stefnu að
farsælast sé að setja fleiri
plástra á kerfi sem er að
springa,“ segir Atli Rafn
Björnsson á Tíkinni.
STAKSTEINAR
Fleiri plástra á
heilbrigðiskerfið?
Víkverji skrifar...
Víkverji framdi lögbrot á sunnu-daginn. Að hans viti var það engu
að síður gert með góðri samvisku.
Lögbrotið lýtur að áfengiskaupum,
þ.e.a.s. einokun ríkisins á smásölu
áfengis í verslunum. Víkverji keypti
nefnilega tvær bjórflöskur á veit-
ingastað, „undir borðið“, og fór með
þær heim til sín. Þó að Víkverji dags-
ins hallist meira til vinstri á flestum
sviðum pólitíkurinnar varð þessi sena
á veitingastaðnum til að opna augu
hans fyrir því að hvað sölu á áfengi
varðar er Ísland gersamlega á stein-
öld. Nauðsynlegt frelsi á þessu sviði
er pínlega augljóst. Að fullorðinn
maður geti ekki lallað sér út í næstu
verslun á sunnudegi og keypt tvo
bjóra er út í hött.
x x x
Senan á veitingastaðnum varkostuleg. Víkverji fann sig allt í
einu í hlutverki vafasams kóna á
fjórða áratugnum, semjandi við við-
sjálan sprúttsala. Gjörðin atarna var
eins og í bíómynd þar sem Víkverji
skiptist á lymskulegum augngotum
við afgreiðslustúlkuna sem ákvað að
sjá í gegnum fingur sér í þetta sinnið.
Loforð voru gefin um að stinga flösk-
unum beint í matarpokann sem var á
gólfinu. Síðan var rölt út, með barna-
legan fiðring í maganum sem sagði
Víkverja að hann hefði komist upp
með eitthvað.
x x x
Þrátt fyrir að Víkverja finnist þessiuppákoma fyrst og fremst hlægi-
leg á hún að vera fullkominn óþarfi.
Ef mannskepnuna langar í eitthvað
tiltekið verður hún sér úti um það.
Eins og „rússnesku“ raðirnar í
ÁTVR á föstudögum og laugar-
dögum gefa til kynna, ásamt hinum
lúmsku áfengisauglýsingum þar sem
allir þykjast vera að auglýsa léttöl á
meðan tilgangurinn er einn; að aug-
lýsa áfengan bjór. Hér verður að
gera gangskör að því að breyta lög-
unum, þar sem þau eru hreinlega
ekki í takti við það sem eðlilegt getur
talist.
x x x
Fyrst Víkverji er byrjaður á játn-ingunum getur hann svo sem líka
viðurkennt að hann hefur farið inn í
landið með innkaupapoka með ostum
og skinku – vöru sem reyndar fæst í
búðum á Íslandi, en var engu að síður
ekki með uppáskrifað heilbrigðis-
vottorð yfirdýralæknis. Af þessu lög-
broti hefur Víkverji heldur ekkert
samviskubit. Hann telur sig ekki
hafa skaðað neinn með þessum ólög-
lega innflutningi sínum, nema ef vera
kynni hagsmuni einokunarapparata
landbúnaðarins. Honum finnst það
a.m.k. langsótt að búfénaður gæti
farið að lasnast vegna þess að Vík-
verji fái sér danskan ost og ítalska
skinku heima hjá sér.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvort ætli sé betra, kippa undir
borðið eða að bjórsalan sé uppi á
borðinu?
Svínasúpan og
Fréttablaðið
SVÍNASÚPAN átti svona
að vera andsvar Stöðvar 2
við Spaugstofunni (reynd-
ar held ég að Sigurjón
Kjartansson eigi nú mik-
inn hlut að máli varðandi
það, en hann hefur mikið
hallmælt Spaugstofunni í
þætti sínum Zombie og
áður Tvíhöfða, og sagt að
þetta sé tími til að gera
eitthvað). Ég er búinn að
horfa á alla þættina sem
hafa verið sýndir, og ég
verð að segja að þetta er
bara ekkert fyndið. Þurr
húmor en samt fínt efni til
að sofna yfir.
Ég hef lengi velt því
fyrir mér hvernig Frétta-
blaðið reiknar út að blaðið
sé lesið svona og svona
mikið á hverjum degi,
vegna þess að ég hef
margoft rekist á bunka að
blaðinu víðsvegar um
borgina og t.d var gríð-
arstór bunki inni í strætó-
skýli á Hverfisgötu fyrir
helgina og allt orðið blautt
og morkið. Í blokkinni þar
sem ég bý sýnist mér
flestir bara henda þessu í
ruslið eins og hverju öðru
ruslefni.
En það getur vel verið
að það finnist fólk á rusla-
haugunum sem les Frétta-
blaðið og þaðan koma
þessar háu lesendatölur.
Gísli.
Frábært
krem (froða)
MIG langar að mæla með
froðu sem ég byrjaði að
nota á rauðan barnabossa.
Hún hreinlega þekur
bossann eins og filma. Svo
var ég í vandræðum með
fellingarnar á litla boltan-
um mínum, ég þurfti alltaf
að vera að þurrka, sér-
staklega í hálsakotinu, ég
prófaði að setja froðuna í
fellinguna og eftir það
passa ég alltaf upp á að
nota hana reglulega (eng-
in sár eða vond lykt).
Froðan heitir NAPPY
RASH og fæst í apótek-
um.
Ánægð móðir.
Vantar Mannlíf ’84
ÉG er að binda inn Tíma-
ritið Mannlíf og vantar
mig eitt blað sem er 1.
hefti 1. árgangs 1984. Þeir
sem gætu liðsinnt mér
hafi samband við Eggert í
síma 588 9969.
Ástandið á
spítölunum
EINFÖLD spurning sem
aldrei hefur verið nefnd:
Hvað kostar „skifstofu-
bákn“ spítalans eftir sam-
einingu? Og hvað er skrif-
stofuhópurinn stór?
Skrýtið að þetta hafi
ekki verið nefnt í öllum
þessum peningavandræð-
um.
Guðrún.
Tapað/fundið
Lyklar í óskilum
LYKLAR fundust í Ell-
iðaárdal. Upplýsingar í
síma 892 8747.
Dýrahald
Brúskur er týndur
BRÚSKUR er fress, grár
og hvítur skógarköttur,
ógeltur. Hann týndist sl.
fimmtudag frá Löngu-
brekku 7 í Kópavogi. Þeir
sem hafa orðið hans varir
eru beðnir að hafa sam-
band í síma 564-2274.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 lífs, 4 hárs, 7 krækti
saman, 8 lúkur, 9 megna,
11 úrkoma, 13 slægju-
land, 14 verur, 15 pat, 17
drasl, 20 öskur, 22 málm-
ur, 23 hagnaður, 24
byggja, 25 lifði.
LÓÐRÉTT
1 flögg, 2 sterk, 3 þraut-
góð, 4 ávöl hæð, 5 tilfinn-
ingalaus, 6 dimma, 10
bál, 12 lærði, 13 bók-
stafur, 15 hestur, 16
Sami, 18 dysjar, 19 trjá-
viður, 20 nabbi, 21 borg-
aði.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 holdmikil, 8 umboð, 9 illan, 10 inn, 11 lóðin, 13
narra, 15 skens, 18 hafís, 21 kýr, 22 metri, 23 önduð, 24
sannindin.
Lóðrétt:2 ofboð, 3 dáðin, 4 iðinn, 5 iglur, 6 kuml, 7 snúa,
12 iðn, 14 aka, 15 sómi, 16 eitra, 17 skinn, 18 hrönn, 19
fæddi, 20 sóði.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.