Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FROST ACTIVITY
Ólafur Elíasson
Námskei› fyrir börn og fullor›na.
Björgólfi Thor Björgólfssyni og Samson Eignarhaldsfélag, er sannur hei›ur a› veita s‡ningunni brautargengi.
Allt um kring – Listsmi›jur
Listsmi›ja fyrir 6 - 9 ára. Laugardag 31. janúar kl. 10.30 – 15
Listsmi›ja fyrir 10 - 12 ára. Laugardag 7. febrúar kl. 10.30 – 15
Hi› sanna e›a myndin af sannleikanum – Listsmi›ja fyrir 13 - 15 ára
Laugardag 21. febrúar kl. 10.30 – 15
Listsmi›ja fyrir alla fjölskylduna
Sunnudag 15. febrúar kl. 13 – 15
R‡mi og tími /Sta›ur og stund – Dagur á safninu
Námskei› fyrir listunnendur. Sunnudag 22. febrúar kl. 10.30 – 15
Skráning á námskei›in er í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi, í síma 590 1200
og um netfang fraedsludeild@reykjavik.is - Sjá nánar á www.listasafnreykjavikur.is
ÞEIM sem höfðu verið atvinnulausir lengur en
sex mánuði fjölgaði um 630 eða 82% á síðasta ári
frá árinu á undan. Þeir voru að meðaltali 1.398 á
árinu 2003 en 768 á árinu 2002. Hlutfall þeirra
sem höfðu verið atvinnulausir í langan tíma óx að
sama skapi úr um að vera tæpur fimmtungur af
öllum atvinnulausum í það að vera rúmur fjórð-
ungur.
Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofn-
unar um atvinnuástandið í desember, þar sem
tekin er saman þróun hvað varðar atvinnu-
ástandið á síðasta ári. Hlutfall atvinnulausra
hækkaði um tæpt prósentustig á árinu og var at-
vinnuleysið 3,4% af mannafla á vinnumarkaði á
árinu 2003 samanborið við 2,5% á árinu 2002. At-
vinnuleysi óx á öllum atvinnusvæðum í fyrra frá
árinu áður og hlutfallslega meira hjá körlum en
konum. Þá fjölgaði atvinnulausum hlutfallslega
aðeins meira á höfuðborgarsvæðinu en á lands-
byggðinni og atvinnuleysið óx hlutfallslega mest í
aldurshópnum 20-24 ára, þó engar verulegar
breytingar hafi orðið milli ára að því er varðar ald-
urssamsetningu hinna atvinnulausu, samkvæmt
upplýsingum Vinnumálastofnunar.
Ekki séríslenskt fyrirbæri
Í nýjum hagvísum Seðlabankans er fjallað sér-
staklega um vinnumarkaðinn og athygli vakin á
því að hægt dragi úr atvinnuleysi þrátt fyrir aukið
framboð lausra starfa, öran vöxt einkaneyslu,
aukið fjármagn til atvinnuskapandi aðgerða og
stórframkvæmdir við virkjanir. Segir að hagvöxt-
ur án atvinnusköpunar sé ekki séríslenskt fyr-
irbæri og tengist meðal annars aukinni framleiðni
í upphafi efnahagsbata, auk þess sem hugsanlegt
sé að þau atvinnutækifæri sem í boði séu henti
ekki hinum atvinnulausu. Það birtist í aukningu
atvinnuleysisins á síðasta ári á sama tíma og laus-
um störfum hafi fjölgað um helming. Þar geti
samsetning atvinnuleysisins komið til.
Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu sé nokkru
meira en á landsbyggðinni ef Suðurnesin séu und-
anskilin og það virðist stafa af því að dreifing at-
vinnulausra og lausra starfa eftir búsetu hafi verið
í ójafnvægi. Þannig séu um 70% atvinnuleysisins á
höfuðborgarsvæðinu, þar sem einungis um 30%
lausra starfa hafi verið.
Þarf í auknum mæli að leita
eftir erlendu starfsfólki
„Fjölgun nýrra atvinnuleyfa frá miðju ári 2003
sýnir að þrátt fyrir nokkurt atvinnuleysi þarf í
auknum mæli að leita eftir erlendu starfsfólki.
Þessi þróun kemur einnig fram í því að fyrstu 9
mánuði sl. árs fluttu 369 fleiri erlendir ríkisborg-
arar til landsins en frá landinu. Á sama tíma fluttu
hins vegar enn fleiri íslenskir ríkisborgarar frá
landinu, þannig að nettóbrottflutningur var 272
manns, eða svipaður og allt árið 2002,“ segir enn-
fremur í hagvísunum.
Langtímaatvinnulausum
fjölgaði um 82% í fyrra
Um fjórðungur atvinnulausra hefur verið atvinnulaus lengur en í sex mánuði
JAFNRÉTTISNEFND kirkjunnar
hefur komist að þeirri niðurstöðu
að jafnréttisáætlun hafi ekki ver-
ið virt við val á sendiráðspresti í
London á síðasta ári. Sr. Sigurður
Arnarson var skipaður í stöðuna
en hinn umsækjandinn, sr. Sigríð-
ur Guðmarsdóttir, kvartaði yfir
niðurstöðu meirihluta hæfis-
nefndar.
Sigríður, sem stundar nú dokt-
orsnám í Bandaríkjunum, sagðist
í samtali við Morgunblaðið vera
mjög ánægð með niðurstöðu jafn-
réttisnefndar og bjóst fastlega við
því að fara með málið fyrir kæru-
nefnd jafnréttismála.
Jafnréttisnefnd kirkjunnar tek-
ur ekki undir þau rök hæfis-
nefndar að starfsreynsla umsækj-
enda sé sambærileg vegna
umfangs þjónustu þess umsækj-
anda sem var valinn. Telur nefnd-
in hæpið að bera saman ólík
prestsembætti með þessum hætti
þar sem ljóst sé að vinnuskilyrði
séu gjörólík. Í hæfisnefnd áttu
sæti sr. Jón Bjarman, fulltrúi
kirkjunnar, Sverrir Haukur
Gunnlaugsson sendiherra, fulltrúi
utanríkisráðuneytisins, og Una
Björk Ómarsdóttir lögfræðingur,
fulltrúi Tryggingastofnunar, en
þessir þrír aðilar standa að
prestsembættinu í London. Una
Björk taldi Sigríði hæfari en Sig-
urð en sat hjá við afgreiðslu máls-
ins.
Í auglýsingu um starfið var
sagt „æskilegt“ að umsækjendur
hefðu framhaldsmenntun og
„helst“ á sviði sálgæslu eða
sjúkrahúsþjónustu. Báðir umsækj-
endur höfðu framhaldsmenntun
og í rökstuðningi hæfisnefndar
var lögð áhersla á að nám sr. Sig-
urðar hefði haft beina tilvísun til
starfsins. Jafnréttisnefnd telur að
þar sem sr. Sigríður hafi lokið
M.Phil-gráðu eftir þriggja ára há-
skólanám, og sé vel á veg komin
með doktorsnám, sé óumdeilt að
framhaldsmenntun hennar sé mun
viðameiri en sr. Sigurður hafi.
Telur jafnréttisnefndin sig ekki
geta tekið undir niðurstöðu meiri-
hluta hæfisnefndar. Vísar nefndin
þar til laga um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla, leið-
beinandi reglna biskups og jafn-
réttisáætlunar kirkjunnar. Bendir
nefndin á að konur séu í miklum
minnihluta innan prestastéttar og
af fjórum starfandi prestum í
þjónustu við Íslendinga á erlendri
grundu sé engin kona.
Jafnréttisnefnd kirkjunnar um
ráðningu sendiráðsprests í London
Jafnréttisáætlun
var ekki virt
FÆRÐIN á vegum landsins hefur
verið ágæt undanfarið og vöru-
flutningar út á land gengið vel, þótt
hríðar loki heiðum af og til. Þessi
lyftaramaður skilaði sínu við að af-
ferma flutningabílinn á áfangastað
til að hann kæmist sem fyrst af stað
aftur, enda allra veðra von og rétt
að nýta ferðaveðrið þegar það
gefst.
Morgunblaðið/Rax
Sem fyrst af stað aftur...
VÍSINDARÁÐ Landspítala – há-
skólasjúkrahúss lýsir yfir í ályktun
sem samþykkt var í gær verulegum
áhyggjum af niðurskurði hins opin-
bera til LSH og að hætta sé á að vís-
indastarf verði fyrir óafturkræfum
skaða.
Vísindaráð hvetur mennta- og
heilbrigðisyfirvöld til að snúa þessari
þróun við og stuðla að stóraukinni
vísindastarfsemi enda muni slíkt
átak geta leitt til betri heilbrigðis-
þjónustu og aukins hagvaxtar.
Í ályktuninni segir m.a. að áhrif
niðurskurðarins á vísindastarf blasi
nú þegar við. Í fyrsta lagi sé 30 millj-
óna króna beinn niðurskurður til
þessara mála sem meðal annars fel-
ist í uppsögn á starfsfólki er styðji
vísindastörf eða vinni einungis vís-
indavinnu. Þetta sé mjög bagalegt
þar sem þessi hlekkur vísindastarfs
á LSH var veikur fyrir.
Í öðru lagi hverfi 180 stöðugildi af
spítalanum þótt verkefnin verði enn
til staðar. Það þýði að aðrir starfs-
menn þurfi að mæta auknu álagi sem
skerði tíma þeirra og þrótt til að
sinna vísindavinnu. Í þriðja lagi sé
fyrirhugað að úthlutanir úr Vísinda-
sjóði LSH verði skertar, sem þýði
minna fjármagn til vísindarann-
sókna innan spítalans. „Niðurskurð-
ur nú skapar hættu á að kæfa þá vís-
indastarfsemi sem náð hefur að
dafna þrátt fyrir bágan kost hingað
til,“ segir í ályktuninni.
Hefur nei-
kvæð áhrif á
vísindastarf
Niðurskurður á LSH
UPPGJÖRI á ull sem bændur lögðu
inn hjá Ístex hf. haustið 2002 er að
ljúka þessa dagana. Guðjón Kristins-
son, framkvæmdastjóri Ístex, segir
að ástæðan fyrir því að uppgjörið hef-
ur dregist svo mikið sé erfið lausa-
fjárstaða fyrirtækisins. Hann segir
að stefnt sé að því að greiða inn á
haustullina frá síðasta ári 1. mars nk.
Ullariðnaðurinn hefur átt í erfið-
leikum síðustu ár og segir Guðjón að
útflutningur til Bandaríkjanna og
Kanada komi t.d. illa út. Lækkun
dollarans komi illa við fyrirtækið.
Þetta hafi leitt til þess að uppgjör við
bændur hafi dregist sem fyrirtækinu
þyki miður.
Sigurgeir Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Bændasamtakanna,
segir að Bændasamtökin hafi orðið
vör við óánægju bænda með það hvað
uppgjör á ull hafi dregist. Hann segir
að þessari óánægju hafi verið komið á
framfæri við Ístex, en Bændasamtök-
in hafi ekki viljað ganga mjög fast eft-
ir greiðslum heldur gefa fyrirtækinu
ráðrúm til að vinna sig út úr erfiðleik-
unum. Ístex sé eina fyrirtækið sem
taki við ull frá bændum og ef það
neyddist til að hætta starfsemi sé
óvíst hvort einhver annar myndi taka
við henni. Útflutningur á óþveginni
ull sé t.d. vonlaus.
Uppgjöri á
ull frá 2002
að ljúka
Í GÆR heiðraði Evr-
ópuráðsþingið Láru
Margréti Ragnars-
dóttur, fyrrverandi
alþingismann, með
því að gera hana að
heiðursfulltrúa ráðs-
ins til æviloka. Það
þýðir að hún hefur
rétt á því að taka þátt
í störfum þingsins;
hefur hún þar mál-
frelsi en ekki at-
kvæðisrétt.
„Þetta er gríðar-
legur heiður fyrir
mig,“ sagði Lára Margrét í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Hún
sagði ennfremur að Evrópuráðs-
þingið leitaði gjarnan
til heiðursfulltrúa til að
sinna ýmsum verkefn-
um á vegum ráðsins.
Lára Margrét hóf
fyrst að starfa hjá Evr-
ópuráðsþinginu árið
1991 eftir að hún var
kjörin á Alþingi. Hefur
hún gegnt þar ýmsum
trúnaðarstörfum. Hún
var m.a. formaður
nefndar, sem hafði það
verkefni að skila
skýrslu um heilsufars-
legar afleiðingar
Tjernóbil-slyssins. Þá var hún
varaforseti þingsins frá 1996 til
1999.
Lára Margrét
Ragnarsdóttir
Seturétt á Evrópuráðsþingi til æviloka
Lára Margrét
heiðursfulltrúi
♦♦♦
EINN starfsmaður við virkjunina á
Kárahnjúkum var fluttur með
sjúkrabíl á spítala á Egilsstöðum eft-
ir árekstur á svæðinu í gærkvöldi.
Tveir pallbílar lentu í árekstri á af-
leggjara niður að aðgöngum þrjú, en
lögregla segir að slæmt skyggni og
vont veður hafi verið á svæðinu þeg-
ar óhappið varð. Fjórir voru í öðrum
bílnum og slösuðust þeir ekki, en
þeir munu allir hafa verið í bílbelt-
um. Ökumaður hins bílsins var að
sögn lögreglu sennilega ekki í belti,
og kenndi hann eymsla í brjósti.
Slys við
Kárahnjúka
♦♦♦