Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 49
bílar
Áskrifendum Morgunbla›sins
b‡›st smáaugl‡sing í bla›inu
Bílar fyrir a›eins
995 kr.
Fólkið sem þú vilt ná til
les sama blað og þú!
Ertu a› hugsa um a› selja bílinn flinn? Far›u árangursríkustu
lei›ina og augl‡stu hann í bla›inu Bílar.
Pantanafrestur er til kl. 12 á flri›judögum. Panta›u núna í
síma 569 1111 e›a sendu tölvupóst á augl@mbl.is
-alltaf á miðvikudögum
KVIKMYNDASAFN Íslands sýn-
ir í kvöld þýsku myndina Hinir
þungbæru tímar eða Die bleierne
Zeit eftir Margarethe Von Trotta.
Sögusviðið er Þýskaland árið 1968
og fjallar um systurnar Juliane og
Marianne. Juliane er blaðamaður
en Marianne meðlimur í hryðju-
verkasamtökunum Baader-
Meinhof. Báðar eru þær að berjast
fyrir breyttri stöðu kvenna í sam-
félaginu en á ólíkan hátt.
Margarethe Von Trotta hóf feril
sinn með handritsskrifum og að-
stoðarleikstjórn en lék svo í mynd-
um manna eins og Rainer W.
Fassbinder og Volker Schlöndorff.
Hinir þungbæru tímar er frá 1981,
var hennar þriðja mynd og kom
henni á kortið sem einni af athygl-
isverðustu leikstjórum Þýska-
lands.
Mynd vikunnar hjá
Þungbærir
tímar von
Trotta
Sýningar eru á þriðjudags-
kvöldum kl. 20.00 og á laug-
ardögum kl. 16.00.
Miðasala er opnuð hálftíma fyrir
sýningu og miðaverð er kr. 500.
Kvikmyndasafni
Íslands
FYRSTU stjörnur tuttugustu og sjöundu kvik-
myndahátíðarinnar í Gautaborg byrjuðu að blika í
augum manna og myndavéla á föstudaginn var.
– „Hér er látið við mann eins og kvikmynda-
stjörnu,“ sagði menntamálaráðherra Sví́þjóðar, Ma-
rita Ulvskog, í vígsluræðu hátíðarinnar, „það gerist
hvergi annars staðar,“ bætti hún við og gantaðist
með það sem ástæðu fyrir hve gaman væri að koma
á Gautaborgarhátíðina.
„Ég hef séð margs konar vígslumyndir á þeim níu
árum sem mér hefur verið falið að segja hátíðina
setta,“ sagði Ulvskog í ræðu sinni: „Í fyrra Kopps
eftir Josef Fares, öðru sinni mynd eftir Susan Tas-
limi og ég hef meira að segja séð norska dogma-
mynd! Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vígslumyndin
er íslensk,“ sagði Ulvskog sem lagði áherslu á að
einatt væri sammerkt með öllum íslenskum mynd-
um hversu mjög þær hrærðu í huga manns.
Dramatíkin felst í náttúrunni
Íslenskri kvikmyndagerð virtist ekki bregðast
bogalistin að þessu sinni ef marka má viðtökur á
Kaldaljósi, opnunarmynd hátíðarinnar í ár. Hilmar
Oddsson mætti ásamt fríðu fylgdarliði og sinni
fjórðu bíómynd:
„Aðeins eitt vil ég segja: Það er heiður að vera
hér, því þetta er frábær hátíð,“ sagði leikstjóri
Kaldaljóss áður en vígslusýningin hófst, en hún var
um leið frumsýning myndarinnar á erlendri grund.
Friðrik Þór Friðriksson og Anna María Karls-
dóttir mættu í framleiðendahlutverkum og þeir
feðgar Ingvar E. Sigurðsson og Áslákur Ingvarsson
voru einnig á staðnum og komu fram að lokinni sýn-
ingu og var fagnað á þann hátt að ekki fór á milli
mála að þeir voru stjörnur kvöldsins.
„Stærsta stjarna kvöldsins er 13 ára gömul,“ var
yfirskriftin sem blasti við daginn eftir á miðopnu síð-
degisblaðsins GT sem valdi að lyfta yngri stjörnunni
nokkur þrep upp fyrir föður sinn í bókstaflegri
merkingu á ljósmynd opnunnar með myndatextan-
um: „Á vígslukvöldinu var stærsta stjarna hátíð-
arinnar jafnframt sú yngsta.“ Sá er þar var um rætt
er hinn 13 ára gamli Áslákur Ingvarsson, en þeir
feðgar Ingvar og hann leika báðir söguhetju Kalda-
ljóss, á yngri árum og fullorðins.
Um myndina skrifar Magnus Haglund á öðrum
stað í sama blaði: „Vígslumyndin á hátíðinni í ár var
óvenju lágstemmd … Kvikmynd um draumóra og
minningar. Leikstjórinn Hilmar Oddsson þorir að
dvelja í myndunum og lætur náttúrunni eftir að sjá
um dramatíkina … Áhorfandinn fær að hugsa sjálf-
ur.“
Sama laugardag var leikstjórinn Hilmar Oddsson
í aðalhlutverki á baksíðu hátíðarblaðsins Draken í
viðtali og ljósmynd með Kaldaljóssstemningu.
Hilmar fer með lesandann í ljóslifandi heimsókn til
höfundar Kaldaljóss, Vigdísar Grímsdóttur, og seg-
ir hana hafa dreymt fyrir komu sinni löngu fyrr.
Hann segir söguna líka sprottna upp úr þeim veru-
leika að hið óskiljanlega gegni sjálfsögðu hlutverki í
lífi Íslendinga. Þótt Grímur, aðalpersóna Kaldaljóss,
eigi í erfiðleikum með að túlka sýnir bernskunnar,
þá spegli myndin jákvæða lífssýn sem gangi út á að
fyrirgefa sjálfum sér. „Um fegurð og ást og að lífið
er alltaf þess virði að lifa, hversu ómögulegar sem
kringumstæðurnar kunna að vera,“ er m.a. haft eft-
ir Hilmari, sem hafði í mörg horn að líta alla helgina.
Hann sat auk þess fyrir svörum í þættinum
„Talking heads“, snemma á laugardagskvöldið,
ásamt feðgunum Ingvari og Ásláki sem sögðu frá
samvinnu sinni í myndinni; hann kynnti myndina á
sýningu númer tvö fyrir hádegi á sunnudegi og var
mættur í viðtal hjá íslenska svæðisútvarpinu rétt
fyrir kl. 12.00 á hádegi.
„Ég vildi ég gæti hvatt landa mína til að nota
tækifærið og fjölmenna á myndina núna á hátíð-
inni,“ sagði leikstjórinn á hlaupunum, „en það er
uppselt, líka á þriðju og síðustu sýninguna sem er á
miðvikudaginn.“
Húsfyllir á Hestasögu
Á sunnudagskvöldið var heimildarmyndin Hesta-
saga, glæný mynd Þorfinns Guðnasonar, frumsýnd
undir alþjóðlega titlinum Running with the Herd.
Jón Proppé, sem er handritshöfundur og framleið-
andi myndarinnar, var á staðnum. Hann kynnti
myndina og svaraði spurningum um tilurð hennar
en húsfyllir var á þeirri sýningu og móttökurnar
spegluðu mikinn áhuga og sömuleiðis hrifningu.
Ánægja í Svíþjóð með opnunarmynd Gautaborgarhátíðarinnar
Ingvar, Áslákur og Hilmar stilla sér upp.
„Stjarna kvöldsins 13 ára“
FINNSKA rokksveitin The Rasm-
us, sem sló gegn hérlendis með
laginu „In The Shadow“, heldur
tónleika á Gauki á Stöng föstu-
daginn 6. febrúar ásamt Maus.
Miðasala hefst í dag í Japis,
Laugavegi, klukkan 10.00 en
miðaverð er 2.000 kr. Á tónleika-
daginn er húsið svo opnað kl.
20.00, Maus stígur á svið kl. 21.00
og The Rasmus hefur leik sinn
klukkustund síðar.
Miðasala hafin á The Rasmus
The Rasmus er ein heitasta rokksveit Finna um þessar mundir.