Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 21
AUSTURLAND
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 21
Smáauglýsingar á mbl.is
Nú getur þú bæði pantað smáauglýsingu til birtingar á mbl.is eingöngu
og einnig fengið auglýsinguna birta á smáauglýsingasíðum Morgunblaðsins.
Smáauglýsingar á mbl.is, vinsælasta vefsvæði landsins,
með yfir 150.000 gesti á viku.
Frítt til 1. mars.
Smáauglýsing sem eingöngu er birt á mbl.is vefnum er ókeypis til 1. mars.
Innifalið er 160 stafa auglýsing með mynd og birting í einn dag.
N†TT Á NE
TINU
Forsíða Viðskipti Atvinna Fólkið Smáauglýsingar
Laugardagur | 27. janúar | 2004
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
BL
2
31
51
0
1/
04
Fundum útvarpað | Á fundi
sveitarstjórnar Austurbyggðar
hinn 20. janúar sl. var í fyrsta
skipti útvarpað frá fundinum um
allt hið nýja sveitarfélag. Var
skömmu fyrir fund lokið við að
tengja nýjan útvarpssendi á
Stöðvarfirði, sem endurvarpar
merki sendisins á Fáskrúðsfirði til
Stöðfirðinga.
Fjarðabyggð | Leit að heitu vatni í
Fjarðabyggð stendur nú yfir. Bor-
uð var vinnsluhola á Eskifirði í
fyrra og borun síðari holunnar
sem vinna á er að ljúka. Vonast er
til að þessar tvær holur gefi nægj-
anlega mikið heitt vatn fyrir Eski-
fjörð. „Við fórum í þetta hitaleit-
arverkefni 1998 og menn ákváðu
að gera frumleit á öllum þremur
stöðunum og vera nokkuð sam-
stiga með þá“ segir Guðmundur H.
Sigfússon hjá umhverfissviði
Fjarðabyggðar.
„Út úr þeirri frumleit komu vís-
bendingar á öllum stöðunum og
ákveðið var að byrja frekari leit á
Eskifirði. Ástæðurnar fyrir því
voru að þar er grynnra niður á
fast, auðveldara að bora og að-
stæður til leitar eru að mörgu leyti
betri en á hinum stöðunum. Menn
staðsettu þar vinnsluholu og bor-
uðu hana. Núna er heitavatnsleit-
inni að ljúka á Reyðarfirði og stað-
setning vinnsluholu að verða klár.
Frekari leit á Norðfirði bíður um
stundarsakir“ segir Guðmundur.
Heitavatnsleit að
ljúka á Reyðarfirði
Fjarðabyggð | Í kjölfar stjórnsýslu-
úttektar í Fjarðabyggð seint á síð-
asta ári var ákveðið að leggja
áhaldahúsin þrjú á Reyðarfirði,
Eskifirði og í Neskaupstað niður í
núverandi mynd, sem og stöður
bæjarverkstjóranna þriggja sem
þar hafa starfað. Í staðinn kemur
ein þjónustumiðstöð sem verður
með tvær starfsstöðvar til að byrja
með.
Hefur þessi ákvörðun valdið tölu-
verðum titringi, einkum á Reyð-
arfirði.
„Okkur fannst ógerlegt annað en
að hafa stöðvarnar beggja vegna
skarðs“ segir forstöðumaður um-
hverfissviðs, Guðmundur H. Sigfús-
son.
„Við eigum tvö vel búin áhalda-
hús í Neskaupstað og á Eskifirði og
þar verða starfsstöðvar. Áhaldahús-
ið á Reyðarfirði býr við þröngan
kost en þar verður tækjageymsla
og aðstaða sumarstarfsfólks áfram.
Í þjónustumiðstöðinni mun einn að-
ili, forstöðumaður, stjórna allri
starfseminni. Undir honum verður
stöðvarstjóri í hvorri þjónustumið-
stöð um sig, sem sér um daglega
verkstjórn. Markmiðið er að ein-
falda stjórnunina og gera þjón-
ustuna markvissari og skilvirkari.
Það er lagt að okkur að fara
meira með nýframkvæmdir í útboð,
þannig að verkefni þjónustumið-
stöðvar verða fremur á viðhalds-
sviðinu. Þar sem Reyðarfjörður er
sá bæjarhluti sem er að stækka
mest verða nýframkvæmdir mestar
þar og þá væntanlega flest útboðs-
verk. Á móti kemur að viðhaldsv-
inna vegur þyngra á Eskifirði og í
Neskaupstað. Annars ætla menn nú
bara að spila þetta eftir hver þörfin
er, þessi ákvörðun þarf ekki að
gilda um aldur og ævi fremur en
aðrar ákvarðanir.“
Þrjú áhaldahús lögð niður
Fjarðabyggð | „Það brennur orðið
mest á Fjarðabyggð að tengja
norður- og suðurfirðina saman
með göngum,“ segir Guðmundur
H. Sigfússon, forstöðumaður um-
hverfissviðs Fjarðabyggðar, að-
spurður um samgöngumál í sveit-
arfélaginu.
„Oddsskarðsgöngin eru í of
mikilli hæð og það háir verulega
öllum flutningum“ heldur Guð-
mundur áfram. „Hér eru þessi
stóru framleiðslufyrirtæki, Eskja
á Eskifirði og Síldarvinnslan í
Neskaupstað, sem setja megnið af
sinni framleiðslu beint í útflutning
frá Eskifirði. Öllum gámunum er
ekið yfir skarðið yfir á Eskifjörð
og hér eru stórir flutningabílar
endalaust á ferðinni yfir þennan
háa fjallveg, sem ekki er gerður
fyrir þessi þungu ökutæki, flykki
með 40 feta gámum fullum af fiski.
Við viljum fá fullvaxin göng úr
Fannardal yfir á Eskifjörð til að
tengja staðina saman í lítilli hæð.
Það er líka lífsnauðsynlegt fyrir
sveitarfélagið að tengjast betur
saman til að mynda eina sterka
heild. Bættar samgöngur með
nothæfum jarðgöngum eru for-
senda fyrir því. Það er svo stór
hluti af vörum fluttur með bílum,
auk þess sem almenningur er
miklu meira á ferðinni að það
verður að bæta samgöngur og
stytta ferðatímann. Fólk sækir
vinnu og skóla milli fjarða en það
er nauðsynlegt til að auka fjöl-
breytni á vinnumarkaði og á
möguleikum til náms. Krafa um
bættar samgöngur hlýtur að áger-
ast mjög núna,“ segir Guðmund-
ur.
Krafa um bættar
samgöngur ágerist
FLUGMÁLASTJÓRN og Björg-
unarsveitin Vopni-Örn hafa samið
um kaup á nýjum björgunarbát til
Vopnafjarðar. Kaupverð björg-
unarbátsins og tengds búnaðar er
ríflega tvær og hálf milljón króna.
Leggur Flugmálastjórn til eina
milljón, með eignarhluta 38,4% og
björgunarsveitin rúma eina og
hálfa milljón og á 61,6% í bátnum.
Hann verður geymdur í húsi björg-
unarsveitarinnar, sem annast allan
rekstur og tryggir að hann sé alltaf
í útkallshæfu ástandi.
Nýr björgun-
arbátur á
Vopnafjörð
Sprungið berg | Vandamál hafa
komið upp í gangagerðinni milli Fá-
skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar
vegna klosssprungins bergs. Er það
einkum Reyðarfjarðarmegin í göng-
unum sem sprungur valda erf-
iðleikum og hefur það hægt nokkuð
á framgangi verksins. Þurfti að
styrkja göngin verulega og steypu-
sprauta, auk þess sem losa þurfti
laust berg úr lofti á tveimur stöðum
og lofthæð þar orðin á ellefta metra í
stað sjö metra jafnaðarhæðar. Göng-
in eru nú orðin um 2,7 km að lengd
og er verkið á áætlun.
UNGIR Fjarðabyggðarbúar fagna nú hækkandi
sól með brosi á vör og birtu í sinni: F.v. Hákon
Huldar Hákonarson leiðir Elísabetu Sif Ingv-
arsdóttur, Tómas Axel Steinarsson, Elísa Björg
Sindradóttir og Pétur Guðni Kristinsson. Þau
dansa hér sólardansinn af mikilli innlifun.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Ungviði með sól í sinni