Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR
46 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
BLAK
1. deild kvenna
Þróttur R. - Þróttur N..............................3:1
(25:10, 25:21, 21:25, 25:11).
Þróttur R. - Þróttur N..............................2:3
(22:25, 25:16, 20:25, 25:13,11:15).
Staðan:
Þróttur N. 8 5 3 18:15 704:719 18
Þróttur R. 6 4 2 16:10 603:524 16
KA 4 3 1 10:6 371:320 10
HK 6 0 6 5:18 432:547 5
1. deild karla
Þróttur R. - HK .........................................1:3
(25:22, 14:25, 18:25, 12:25).
Stjarnan - ÍS ..............................................3:1
(23:25, 25:23, 25:22, 25:19).
Staðan:
Stjarnan 6 5 1 16:6 512:461 16
ÍS 6 3 3 14:14 593:580 14
HK 6 4 2 14:10 529:497 14
Þróttur R. 6 0 6 4:18 427:523 4
KNATTSPYRNA
Afríkukeppnin
Túnis - Rúanda ......................................... 1:1
Kongó - Gínea ........................................... 1:2
Kamerún - Alsír........................................ 1:1
Zimbabve - Egyptaland........................... 1:2
Malí - Kenía............................................... 3:1
Senegal - Burkina Faso ........................... 0:0
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
New Jersey - Boston...........................110:91
Dallas – Sacramento ...........................108:99
Minnesota - Phoenix .............................99:95
Chicago – Toronto .................................96:89
Memphis – Denver ..............................106:88
Atlanta – Detroit ...................................91:82
Houston – Orlando ................................99:87
Staðan:
Atlantshafsriðill: New Jersey 22/20 (52%),
Boston 22/24 (48%), New York 20/26
(43,5%), Philadelphia 19/25 (43%), Miami
18/26 (41%), Washington 13/29 (31%), Or-
lando 12/33 (27%).
Miðriðill: Indiana 33/13 (72%), Detroit 29/
16 (65%), New Orleans 25/19 (57%), Mil-
waukee 24/19 (56%), Toronto 20/22 /48%),
Cleveland 15/28 (35%), Atlanta 14/31 (31%),
Chicago 13/31 (30%).
Miðvesturriðill: Minnesota 30/12 (72%),
San Antonio 29/16 (65%), Dallas 28/16
(64%), Houston 26/17 (60%), Memphis 25/
18 (58%), Denver 26/20 (57%), Utah 21/22
(49%).
Kyrrahafsriðill: Sacramento 30/12 (71%),
L.A. Lakers 26/15 (64%), Seattle 22/20
(53%), L.A Clippers 18/23 (44%), Golden
State 18/25 (42%), Portland 17/24 (42%),
Phoenix 16/29 (36%).
GOLF
Bandaríska mótaröðin, Bob Hope Classic,
Kaliforníu, par 72:
Phil Mickelson ..........................................330
(68-63-64-67-68)
Vann eftir umspil.
Skip Kendall .............................................330
(63-68-68-66-65)
Jay Haas....................................................331
(65-68-64-67-67)
Jonathan Kaye..........................................332
(67-70-66-65-64)
Ben Crane .................................................334
(68-64-65-69-68)
Jesper Parnevik .......................................334
(67-68-66-65-68)
Kenny Perry .............................................334
(64-66-69-64-71)
Bernhard Langer .....................................335
(67-67-69-68-64)
Rodney Pampling.....................................336
(70-67-67-66-66)
Chris Riley ................................................336
(68-64-69-70-65)
Harrison Frazar .......................................336
(73-67-66-63-67)
Kent Jones ................................................336
(69-65-68-68-66)
Kirk Triplett .............................................336
(66-65-68-63-74)
TENNIS
Opna ástralska meistaramótið í Melbo-
urne.
Einliðaleikur karla, 16 manna úrslit:
(8) David Nalbandian, Argentínu vann Gu-
illermo Canas, Argentínu 6-4 6-2 6-1.
(3) Juan Carlos Ferrero, Spáni vann And-
rei Pavel, Rúmeníu 6-4 3-6 6-3 6-2.
Hicham Arazi, Marokkó vann (10) Mark
Philippoussis, Ástralíu 6-2 6-2 6-4.
(2) Roger Federer, Svíþjóð vann (15) Lley-
ton Hewitt, Ástralíu 4-6 6-3 6-0 6-4.
Einliðaleikur kvenna, 16 manna úrslit:
(25) Lisa Raymond, Bandaríkjunum vann
Tatiana Golovin, Frakklandi 6-2 6-0.
(6) Anastasia Myskina, Rússlandi, vann (9)
Chanda Rubin, Bandaríkjunum 6-7 (3-7)
6-2 6-2.
(2) Kim Clijsters, Belgíu vann (20) Silvia
Farina Elia, Ítalíu 6-3 6-3.
(22) Patty Schnyder, Svíþjóð vann (29)
Nathalie Dechy, Frakklandi 6-2 6-4.
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, RE/MAX-deildin:
Vestmannaeyjar: ÍBV - Fram..............19.15
Í KVÖLD
Varnarleikurinn sem var aðal ís-lenska landsliðsins í Svíþjóð
var ekki svipur hjá sjón, einkum 6/0
vörnin, en 5+1 gekk nokkuð vel
gegn Ungverjum og Tékkum, þegar
hún var reynd undir lok leikjanna
þegar öll vötn virtust hvort sem var
falla til Dýrafjarðar. Fyrir ári, fyrir
HM í Portúgal, var því velt upp á
síðum Morgunblaðsins í viðtali við
Geir Sveinsson hvort ekki væri rétt
að íslenska landsliðið hefði getað
leikið fleiri varnarafbrigði en það
gerði og gerir enn. Var það skoðun
Geirs að rétt væri að hafa fleiri
tromp uppi í erminni. Sú umræða
átti ekki upp á pallborðið víða en nú
þegar öllu er á botninn hvolft átti
þessi umræða fullan rétt á sér og á
enn. Á móti má hins vegar benda á
að á meðan íslenska landsliðið getur
ekki leikið sína aðalvörn af meiri
festu og einbeitingu en það gerði að
þessu sinni hvort það sé þá hrein-
lega í standi til að ráða við fleiri
varnaraðferðir. Aðeins einn aðal-
póstanna í varnarleiknum réð að
mínu mati við hlutverk sitt, Rúnar
Sigtryggsson, sem var einn fárra
leikmanna sem náði að leika betur á
EM en á HM í fyrra.
Varnarleikinn verður að taka
föstum tökum á næstu mánuðum í
undanfara Ólympíuleikanna ef ekki
á einnig illa að fara þar. Sterk vörn
var eitt helsta tromp íslenska lands-
liðsins á EM fyrir tveimur árum
sem skilaði sér í því að margar
sterkar þjóðir voru lagðar að velli.
Sterkum varnarleik fylgja einnig
hraðaupphlaup en á þessum tveim-
ur þáttum unnust margir góðir
sigrar fyrir tveimur árum, ólíkt því
sem nú var raunin.
Þegar dæmið er gert upp kemur í
ljós að aðeins þrjár þjóðir fengu á
sig fleiri mörk en íslenska landsliðið
í riðlakeppni EM, Pólland 108,
Portúgal 101 og Tékkland 97. Hjá
Íslandi voru skoruð 96 mörk. Við
berum okkur gjarnan saman við
Dani og Svía á handknattleiksvell-
inum, Danir fengu á 74 mörk og
Svíar 79. Samt varði t.d. danski
markvörðurinn Kasper Hvidt ekk-
ert betur en Guðmundur Hrafn-
kelsson og Reynir Þór Reynisson
þegar litið er á tölfræði riðlakeppn-
innar. Í riðlakeppni EM fyrir
tveimur árum voru skoruð 72 mörk
hjá íslenska liðinu, 24 færra en nú.
Segir þetta ekki ýmislegt um í
hverslags ógöngum varnarleikur ís-
lenska landsliðsins er um þessar
mundir?
Í aðdraganda mótsins höfðu
margir áhyggjur af markvörslunni,
hún yrði Akkilesarhæll liðsins. Að
leikslokum kemur í ljós að svo er
ekki þótt full djúpt í árinni væri
tekið að segja að hún verið verið
framúrskarandi, en hún var vel við-
unandi, einkum gegn Slóvenum og
Ungverjum, og í raun að mínu mati
betri en slakur varnarleikur bauð
að mörgu leyti upp á.
Ólafur getur ekki einn
borið uppi sóknarleikinn
Sóknarleikurinn var líkt og svo
margt annað hjá íslenska landslið-
inu að þessu sinni, svona upp og of-
an.
ikið mæðir á Ólafi Stefánssyni
sem því miður virðist ekki vera í
jafngóðri æfingu nú og þegar hann
lék í Þýskalandi enda sagði hann í
viðtali við Morgunblaðið í gær að nú
yrði hann að hugsa sín mál. Hitt er
ljóst einnig að Ólafur getur ekki
borið uppi sóknarleik íslenska liðs-
ins, þótt hann sé frábær handknatt-
leiksmaður og þá er honum með
öllu ómögulegt að vinna heila
keppni fyrir íslenska landsliðið,
jafnvel þótt hann væri sprækari en
hann nú er. Snorri Steinn Guðjóns-
son lék vel og er kærkomin viðbót
við íslenska sóknarleikinn, áræðin,
klókur ásamt einstökum leikskiln-
ingi gerir hann að manni sem hægt
er að binda ríkar vonir við. Jaliesky
Garcia lék einnig nokkuð vel, betur
en hann gerði í fyrstu leikjum með
íslenska landsliðinu og má binda
vonir við að hann sæki enn frekar í
sig veðrið á næstu árum. Guðjón
Valur Sigurðsson var talsvert frá
sínu besta. Hann, líkt og Ólafur
leikur stórt hlutverk í sóknarleikn-
um og er liðinu afar mikilvægur,
enda óþrjótandi vinnuþjarkur sem
gefst aldrei upp. Guðjóni gekk hins
vegar afar illa að nýta opin færi í
keppninni sem því miður reyndist
afar dýrt þegar upp var staðið.
Gylfi fékk ekki tækifæri
Einar Örn Jónsson hefur ekki
náð að sýna sitt rétta andlit með ís-
lenska landsliðinu í tvö ár og að
leikslokum má velta því fyrir sér
hvort Guðmundur Þórður Guð-
mundsson landsliðsþjálfari hafi
ekki veðjað á rangan hest í stöðu
vinstri hornamanns, heldur hefði
átt að láta Gylfa Gylfason leika og
gefa Einari frí að þessu sinni. Gylfi
er að vísu lægri í loftinu, en hann
hefur hins vegar leikið vel í Þýska-
landi í vetur og er markahæsti ís-
lenski handknattleiksmaðurinn í
deildinni um þessar mundir ásamt
Guðjóni Val. Gylfi er afar fljótur og
lipur og góður hraðaupphlaupsmað-
ur sem nýtir sín færi vel og hefur
fyrir vikið notið verðskuldaðrar at-
hygli hjá félagi sínu, Wilhelmshave-
ner.
Patrekur langt frá sínu besta
Engum vafa er undirorpið að
mínu mati að Patrekur Jóhannes-
son hefur aldrei leikið betur með ís-
lenska landsliðinu í handknattleik
en á EM fyrir tveimur árum, sást
mikilvægi hans og stykur e.t.v. best
þegar hann meiddist áður en kom
að undanúrslitaleikjunum með þeim
afleiðingum að hann var nær ekki
með í þeim. Patrekur hefur átt erf-
itt uppdráttar í allan vetur á Spáni
vegna meiðsla og var því miður ekki
sá mikli styrkur sem hann getur
verið þegar hann er í standi. Pat-
rekur skoraði aðeins eitt mark á
EM að þessu sinni en nærri 40 fyrir
tveimur árum. Vegna skorts á leik-
æfingu og leikformi tel ég það vera
mistök að nota Patrek ekki meira í
undirbúningsleikjunum fyrir mótið,
spila hann í form og láta hann síðan
hefja leik gegn Slóveníu á EM til að
auk enn sjálfstraustið sem virðist
ekki vera eins og best verður á kos-
ið eftir mótbyrinn á leikvellinum
síðustu mánuði.
Dagur Sigurðsson hafði glímt við
meiðsli í þrjár vikur áður en að EM
kom og hefði átt að fara með liðinu
til Slóveníu, sem leikmaður. Það
kom vel í ljós þegar á hólminn var
komið að hann var ekki klár í slag-
inn. Samtals lék hann í 25 mínútur í
tveimur leikjum og átti tíu mis-
heppnuð markskot.
Skuldinni ekki skellt
alfarið á leikmenn
VONBRIGÐI og aftur vonbrigði er niðurstaðan hjá íslenska landslið-
inu í handknattleik nú þegar það er úr leik á Evrópumótinu í hand-
knattleik í Slóveníu. Liðið hélt frá landinu í gær þar sem árangur
þess var fjarri öllum vonum, bæði leikmanna, stjórnenda liðsins en
ekki síst íslensku þjóðarinnar sem sat heima og fylgdist með af
miklum áhuga og vonaðist eftir að geta upplifað á ný þá gleðidaga
sem íslenska landsliðið veitti henni í skammdeginu á EM fyrir
tveimur árum. Að þessu sinni má segja að framganga liðsins hafi
verið að flestu leyti gjörólík. Tvö töp og eitt jafntefli í riðlakeppninni
og Ísland hélt heim ásamt Úkraínu, Póllandi og Portúgal sem einnig
ráku lestina í sínum riðlum.
! " #"
9:%
0;
!
;<!
7:!;
+0
.0/
.///
!00
=>
==
$
456%
%##7-!.-12--./2228
?@<
A@
!@<
.2+
1,//
02/
456%
%##7--,--.--18
BCD!$
)BCD!$
6E@!@<
!$
BCD!$
F
6E@!@<
A@
1!$
G
!$
H;4
!
02/
./0
0/2
./2,
0220
0220
!02,
!/2+
!02,
!02,
-!
./0
-.20
=I
=>
=>
=>
==
==
==I
==>
&% ?GG % 9
456%
%##7-.!-1/---8
?GG <
< 2 +2 22
2 +2 22
2 +2 22
2 +2 22
SLÓVENÍUBRÉF
ZINEDINE Zidane, knattspyrnumaður hjá Real
Madrid, viðurkenndi fyrir rétti á Ítalíu í gær að
hann hefði notað fæðubótarefnið kreatín um tíma
þegar hann lék með Juventus. Tveir frammámenn
Juventus eru fyrir rétti vegna meintrar lyfjanotk-
unar nokkurra leikmanna Juve á fjögurra ára
tímabili á síðasta áratug. Auk Zidanes mæta fyrir
réttinn þeir Didier Deschamps og Alessandro Del
Piero, en talið er að þeir hafi verið látnir taka efn-
ið í óheyrilega miklu magni. Efnið er ekki á bann-
lista en mikil notkun þess er talin geta haft sömu
áhrif og ólögleg efni. Paolo Montero sagði að
hann hefði verið látinn taka efnið skömmu eftir að
hann gekk til liðs við félagið 1996. Af öllum þeim
fæðubótarefnum sem eru á markaði hérlendis er
kreatín einna vinsælast. Kreatín er framleitt í lík-
amanum í talsverðu magni og að auki er það að
finna í kjötvörum og í fiski.
Zidane notaði
kreatín um tíma
FORRÁÐAMENN enska úrvalsdeildarliðsins
Leeds United sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar
sem fram kemur að nú standi yfir viðræður um
sölu á félaginu. Það er hópur fjárfesta frá York-
shire sem hefur hug á því að eignast meirihluta í
félaginu en þeir vilja ekki gefa það upp hverjir
það eru, fyrr en samningar séu í höfn. Samninga-
ferlið er flókið þar sem greiðslustöðvun blasir við
Leeds sem skuldar rúma 10 milljarða kr. og þarf
liðið a.m.k. 650 millj. kr. til þess að endar nái sam-
an í rekstrinum á þessu keppnistímabili. Liðið er
sem stendur í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og
verður af miklum tekjum falli það í 1. deild í vor.
Í gær fékk félagið frest í fjóra sólarhringa, áður
en það verður sett í fjárhagslega gjörgæslu. Fyrir
klukkan 17 á föstudag þarf að liggja fyrir hvernig
eigi að vinna Leeds út úr þeim fjárhagslegu
þrengingum sem nú ógna tilveru félagsins.
Viðræður um
kaup á Leeds
ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í
knattspyrnu, sagði við norska blaðið Adresse-
avisen í gær að hann ætti ekki von á að
meiðslin sem hann varð fyrir á æfingu hjá
Manchester City á laugardaginn yrðu sér
lengi til trafala. Árni Gautur lék fyrir vikið
ekki með City gegn Tottenham í enska bik-
arnum á sunnudag. Hann kvaðst tilbúinn í
slaginn á ný eftir 2–3 daga en hann fékk högg
á læri. „Ég hefði getað spilað ef ekki hefði
verið annar kostur fyrir hendi, en ég skil
mjög vel að Keegan skyldi ekki taka áhætt-
una á að nota mig. Ég hefði átt í vandræðum
með að beita mér með boltann og hefði getað
gert illt verra með því að spila,“ sagði Árni og
sagðist vonast eftir því að standa í marki City
þegar félögin mætast aftur á heimavelli Tott-
enham í næstu viku.
Árni tilbúinn
á ný í vikunni