Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.01.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ U ndanfarið hefur mér þótt þetta blessaða hugtak, „frelsi“, vera í skrýtnum darraðardansi. Því hefur verið útjaskað þannig að það er því sem næst merkingar- laust hvað hugsandi fólk varðar. Eða hvað? Eins og George W. Bush notar það er þetta allt hið einfaldasta mál. Eða hvað? Án þess að ætla að staðsetja mig neitt sérstaklega á hinni póli- tísku línu, eða hring eins og sumir hugsa það, langar mig til að velta þessu aðeins fyrir mér. Ég er ekki langt til hægri, og þó ég hafi einu sinni talið mig vera langt til vinstri, get ég ekki gengist við þeim stimpli heldur. Best er að líta á eftirfarandi pistil sem hug- leiðingar upplýsts alþýðumanns sem hefur stundum furðað sig á þeirri einhliða umræðu sem tíðk- ast hérlendis í kringum þetta stóra hugtak. „Dygðin er meðalvegur tveggja lasta,“ sagði Aristó- teles og einu sinni var mér kennt að öfgar væru ekki af hinu góða. En hér er ég reyndar að gefa mér að það að vera kommúnisti eða frjáls- hyggjumaður sé öfgakennt og einhverjir myndu aldrei skrifa undir það. En geymum þær vangaveltur þar til síðar! Alltént hefur mér fundist vera búið að smætta þetta hugtak um of undanfarið. Frjálshyggja, eink- um er lýtur að peningaviðskipt- um, hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár. Þá virðist sem áhrif Bandaríkjanna í orðræðu hins vestræna heims verði æ rík- ari, og það þrátt fyrir að núver- andi forseti þar sé afar umdeildur maður. Með þessu fer líka sú stað- reynd, að ef fólk játast undir vinstri skoðanir fremur en hægri er það umsvifalaust kallað komm- únistar, oftar en ekki með hæðn- istón, og því nánast neitað um þátttöku í vangaveltum um frelsið og samfélagslega þætti þess. Eins og ég skynja þetta í dag þykir meira en sjálfsagt að hampa frels- inu, og það án sterkra eða djúpra raka. Það er líkt og þetta sé það einfalt mál að ekki taki því, eða það sé hreinlega ekki við hæfi, að pæla aðeins í þessu. Þ.e. hvernig þetta umtalaða frelsi virkar í reynd. Ég held að það sé t.d. aldrei hægt að impra nægilega oft á því hvernig helsti boðberi frelsis í samtímanum, Bandaríkjastjórn, heldur hundruðum manna í gísl- ingu, án dóms og laga, í Guant- anamo á Kúbu. Núverandi Bandaríkjastjórn má þó eiga það að hún gengru alla leið hvað frels- ið varðar. Þeir taka sér fullkomið frelsi til að skilgreina hvað frelsi er! Og auðvitað er tvískinnungur hvað þetta varðar í gangi alls staðar í heiminum. Manni hættir við að grípa til Bandaríkjanna sem dæmi einfaldlega vegna þess hversu oft og iðulega málefnum þessa ríkis er haldið að manni. Kommúnisminn klúðraði þessu. Við vitum það öll. Eins og einhver sagði: „Þið fenguð ykkar tækifæri og glopruðuð því niður.“ En inn- ræting í hina áttina er síst til blessunar að mínu viti. Einhvern tíma var mér sagt frá gullna með- alveginum. Ég er farinn að halda að eina vitið sé að halda sér eins og kostur er sem næst honum. Eitt er það sem í raun rak mig að þessum skrifum, þrátt fyrir að ég hafi lengi gælt við að ryðjast fram á ritvöllinn með þetta efni. Það er netauglýsing frá Frjáls- hyggjufélaginu sem ég sá á vefn- um batman.is, sem mætti kalla al- mennan afþreyingarvef. Þar segir eitthvað á þessa leið: „Kynlíf er löglegt - peningar eru löglegir - þess vegna ætti kynlíf gegn greiðslu að vera löglegt.“ Vonandi er ég ekki einn um það að finnast þetta heldur mikil ein- földun á gangi lífsins. Hver gengst t.d. við þessu: „Bílar eru löglegir - áfengi er löglegt - þess vegna ætti maður að geta keyrt um drukkinn“? Menn tala oft um val þegar frelsið ber á góma. Að maðurinn sé ætíð frjáls til að velja. Gott og vel, þetta er líklega rétt - á papp- írnum. En hvernig er þetta í reynd? Er vændiskona að velja sér starfsgrein sína? Getur það verið að aðrir hlutir ýti henni út í eitthvað sem hún myndi undir öðrum kringumstæðum aldrei velja sér? Eru ástæður fátæktar, hungursneyðar og haturs ekki ör- lítið flóknari en það að þetta sé bara út af því að fólk lifi ekki við nægilegt „frelsi“? Er virkilega hægt að standa á bakvið þannig samfélagsmynstur - með góðri samvisku - að jafn lítillækkandi og ómanneskjulegur gjörningur og að selja líkama sinni hæstbjóð- anda sé sjálfsagður? Stundum finnst mér eins og almennt sið- ferði sé bara orðið að einföldum reikningi í dag. Og hvernig er með ábyrgðina? Sjálfur Davíð Oddsson hefur réttilega bent á að frelsi fylgi ábyrgð. Sú gamla tugga er í fullu gildi. Við búum í „samfélagi“, ekki „einfélagi“. Einhverjum kann að þykja það hippalegt að tala um samstöðu og samábyrgð. Það sé jafnvel „kommúnískt“ að tala svona (communal = samfélags-; al- mennings-; sameignar-). Ég er bara hræddur um að hugsjónir þeirra sem berjast hvað ötulegast fyrir frelsinu geri stundum ekki ráð fyrir „manneskjunni“. Ein- hverjir segja þá: „Frjálshyggja í sinni hreinustu mynd er mann- úðlegasta hugmyndafræði sem til er.“ En kommúnisminn flaskaði á því sem mér finnst öfga-frelsis- hamparar vera að klikka á sömu- leiðis. Maðurinn er breyskur, mennirnir eru mismunandi eins og þeir eru margir og það er ekki hægt að skikka mannveruna und- ir einn stóran sannleik, líkt og kommúnisminn reyndi á sínum tíma og líkt og sumir halda að hægt sé að gera í dag. Það er ekki til neins að tala í hringi um frelsi og meira frelsi og halda að í því liggi lausn allra skapaðra hluta. Að lokum vil ég segja að ég dá- ist að fólki sem fer í þessa hluti af ástríðu. Þannig er uppáhalds- þingmaðurinn minn á hægri vængnum Pétur Blöndal. Ég virði líka Frjálshyggjufélagið, því seint væri hægt að saka þá um geðl- uðruhátt. Einmitt vegna þessa hvet ég sérstaklega frelsis-trú- boða eins og þá að stinga hausn- um betur í bleyti. Frelsið er yndislegt - en líka margrætt og flókið um leið. Frelsi? Eins og ég skynja þetta í dag þykir meira en sjálfsagt að hampa frelsinu, og það án sterkra eða djúpra raka. Það er líkt og þetta sé það einfalt mál að ekki taki því, eða það sé hreinlega ekki við hæfi, að pæla aðeins í þessu. VIÐHORF Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ✝ Bergljót Ólafs-dóttir fæddist á Vindheimum í Tálknafirði 30. júní 1916. Hún lést á Landspítalanum 20. janúar síðastliðinn. Foreldrar Bergljót- ar voru hjónin Ólaf- ur Kolbeinsson, f. á Hreimstöðum í Borgarfirði 24. júní 1863, og Jóna Sigur- björg Gísladóttir, f. á Skriðnafelli á Barðaströnd 20. júlí 1880. Systkinin á Vindheimum urðu 16: Guðrún, f. 1902, d. 1977, Jón Bjarni, f. 1903, d. 1987, Gísli, f. 1905, d. 1911, Kristrún, f. 1906, d. 1993, Sigur- fljóð, f. 1908, d. 1996, Anna, f. 1909, d. 1999, Unnur, f. 1911, d. 1998, Gísli, f. 1913, d. 1993, Snæ- björg, f. 1914, Valdís, f. 1916, d. 1934, Ragnhildur, f. 1918, d. 1996, Kristján, f. 1919, d. 1997, María Heiðrún, f. 1921, d. 1979, Magnús, f. 1922, og Aðalheiður, f. 1926. Bergljót giftist Óla Diðrikssyni frá Langholti í Flóa, f. 19. maí 17. ágúst 1955, kvæntist Helgu Guðjónsdóttur fóstru, f. 16.3. 1956, þau slitu samvistum. Þau eiga tvö börn: Rut, f. 24.1. 1980, og Guðjón Óla, f. 8.7. 1984. Sam- býliskona Sigurðar er Margrét Rósa Einarsdóttir. Áður átti Bergljót dóttur, Guðrúnu Sigríði sálfræðing, f. 6. desember 1938, faðir hennar var Guðmundur Val- grímsson, f. 1911, d. 2002. Guðrún á þrjú börn, Francis Woloszyk, f. 20.3. 1960, Emil Kurtz, f. 30.7. 1962, og Karen Kauneckas, f. 21.12. 1963. Þau búa í Bandaríkj- unum. Bergljót fluttist til Guðrúnar systur sinnar níu ára gömul og bjó í Reykjavík alla sína tíð. Hún vann í Vinnufatagerðinni, tók sveins- próf í kjólasaumi 1946 og í fram- haldi af því meistarapróf. Hún rak saumastofu og hélt námskeið um margra ára skeið. Hún var um tíma formaður Kjólameistara- félagsins, sat í Iðnfræðsluráði og barðist fyrir menntunarmálum iðngreinarinnar. Hún sótti marg- sinnis námskeið í Þýskalandi og í Noregi. Hún tók próf frá Kenn- araskólanum 1954 og kenndi við Iðnskólann í Reykjavík frá 1965 með hléum þar til hún lét af störf- um vegna aldurs. Útför Bergljótar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1912, d. 1990. Þau slitu samvistum. Þau eiga fimm börn, þau eru: 1) Jóna Sigur- björg læknaritari, f. 5. maí 1944, gift Árna Jónssyni kennara, f. 11. sept. 1938, d. 6. febr. 2000, hún á fimm syni, Benjamín, f. 13.12. 1961, Leif, f. 12.12. 1962, Eirík Óla, f. 3.12. 1963, Jón, f. 20.4. 1967 og Þóri Örn, f. 13.1. 1969. 2) Sævar Karl klæð- skeri, f. 14. ágúst 1947, kvæntur Erlu Þórarinsdótt- ur verslunarstjóra, f. 27.3. 1946, þau eiga tvo syni, Þórarin Örn, f. 22.9. 1967, og Atla Frey, f. 4.5. 1972. 3) Bergljót Valdís kennari, f. 27. febrúar 1950, gift Gústaf Edilonssyni rakarameistara, f. 29.11. 1948, þau eiga fjögur börn, Stein, f. 24.12. 1971, Loga, f. 4.3. 1983, Lind, f. 30.5. 1984, og Silju, f. 30.6. 1986. Þau búa í Noregi. 4) Sigurður Hilmar, f. 8. febrúar 1953, dáinn sama ár. 5) Sigurður Hilmar pípulagningameistari, f. Af hverju minnti hún mig oft á Coco Chanel? Báðar úr sveit, ólust upp hjá ættingjum, fluttu til borg- arinnar og höfðu þetta óskeikula auga fyrir formi og efnum. Þá er samanburðurinn búinn. Önnur í landi með aldalanga hefð fyrir listum og tísku, hin hér á klakanum þar sem var á brattan að sækja fyrir handíðir og hönnun. Bergljót átti fimmtán systkini og börnin fóru að heiman eins fljótt og mögulegt var að vinna fyrir sér. Það sem var sérstakt fyrir heimilið á Vindheimum í Tálknafirði var að systurnar sneru aftur um leið og þær voru búnar að koma sér fyrir í vinnu og tóku með sér barn til að ala upp. Það var Guðrún systir Bergljótar sem ól hana upp í Reykjavík. Daginn eftir komuna varð að kaupa skó á barnið á sauðskinnsskónum. Þær bjuggu á Brekkustíg og litlu stúlk- unni fannst leiðin löng og torsótt. Um kvöldið voru för og rauðir blettir sem sveið í á fótunum. Þessi borg sem varð heimkynni hennar setti strax mark á hana. Strax í barnaskóla sýndi hún þetta listræna handbragð sem einkenndi öll verk hennar. Kennarar hvöttu til frekara náms en öldin var andsnúin févana sveitafólki sem þráði mennt- un. Eftir vinnu í saltfiski þar sem verkstjórar öskruðu á konur en töl- uðu kumpánlega við karla fékk hún laun sem dugðu henni til náms í Kvennaskólanum. Í vinnunni fengu unglingar helmingi lægri laun en karlar en urðu samt að bera börur á móti þeim. Það var ekki mikið um sanngirni eða réttlæti í heimi lítil- magnans. Í skólanum fékk hún fyrstu verðlaun fyrir handavinnu og draumurinn var Kunstflidskolen í Kaupmannahöfn. Hún vann fyrir sér í vistum þar sem vinnukonan var þriðja flokks borgari, svaf á háaloft- um eða í gluggalausu herbergi í kjallara. Ekki lét hún baslið smækka sig. Braust til mennta, varð kjóla- meistari, hélt vinsæl og eftirsótt námskeið. Hún var afar eftirsótt til sauma enda fagmaður fram í fing- urgóma. Hún hélt sjálf tískusýningu á Hótel Sögu til að vekja athygli á greininni, hvers hún væri megnug. Hún fór á Iðnþing eftir Iðnþing til þess að fá greinina inn í skólann svo nemar fengju lögboðna kennslu. Síð- ar varð hún sjálf kennari og núna starfa þrír kennarar í IR sem voru nemar hennar – ekki lítið framlag. Allt þetta gerði hún samhliða stórri fjölskyldu og sótti námskeið í BERGLJÓT ÓLAFSDÓTTIR ✝ Rebekka Lúth-ersdóttir, sem aldrei var kölluð annað en Lóa, fædd- ist í Reykjavík 27. janúar 1917. Hún andaðist á Hjúkrun- arheimilinu Eir í Reykjavík 17. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Lúther Hróbjarts- son, f. 24. maí 1888, d. 14. mars 1978, og Steinunn Jónsdóttir, f. 3. apríl 1886, d. 15. júlí 1942. Hún var tekin í fóstur tveggja ára af Þórði Eyjólfssyni og Guðrúnu Sæ- mundsdóttur frá Vindheimum í Ölfusi. Alsystkin Lóu voru Sigur- björt Clara Lúthersdóttir, f. 12. ágúst 1911, d. 18. febrúar 2001, Hróbjartur Lúthersson, f. 2. októ- ber 1914, d. 3. febrúar 1998, Lóu og Óskars eru: 1) Þórður, f. 5. febrúar 1940, maki Bryndís Krist- insdóttir, f. 21. maí 1940. Börn þeirra eru: a) Örn, f. 4. apríl 1961; b) Guðrún, f. 27. apríl 1962; c) Hrafn, f. 22. júní 1973. 2) Guð- mundur Rúnar, f. 4. október 1947, maki Ólöf Ingibjörg Guðjónsdótt- ir, f. 23. september 1947. Börn þeirra eru: a) Berglind, f. 17. febr- úar 1966; b) Íris, f. 4. júlí 1972; c) Guðjón Óskar, f. 3. október 1975. 3) Sigurður Páll, f. 26. júní 1956, maki Ragnheiður Gunnarsdóttir, f. 29. mars 1958. Börn þeirra eru: a) Egill Orri, f. 14. apríl 1984; b) Snorri Páll, f. 18. apríl 1990. Langömmubörn Lóu eru ellefu. Lóa og Óskar bjuggu allan sinn búskap í Vesturbænum, fyrst á Túngötu 30 og síðan í fjörutíu og þrjú ár í Sörlaskjóli 90 í Reykja- vík. Lóa starfaði framan af ævinni sem húsmóðir, en um fimmtugs- aldur hóf hún störf hjá Hótel Loft- leiðum við ýmislegt og starfaði þar í rúmlega tuttugu ár. Útför Lóu fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Helga Steinunn Lúth- ersdóttir, f. 3. júlí 1919, d. 27. apríl 1996, Hilmar Jón Hlíðar Lúthersson, f. 3. janúar 1921, d. 18. júní 1979, Björgvin Lúthersson, f. 9. maí 1926, d. 18. febrúar 2000, og sammæðra Skarphéðinn Jónsson, f. 16. febrúar 1907, d. 18. febrúar 1990. Lóa ólst upp hjá fósturfor- eldrum sínum, fyrst í Vindheimum og síðar í Reykjavík. Hinn 17. desember 1938 giftist Lóa Óskari Dagbjarti Ólafssyni, brunaverði, f. 22. júní 1912, d. 24. febrúar 1993. Foreldrar hans voru Ólafur Þorvarðarson, f. 8. janúar 1873, d. 8. janúar 1918, og Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 27. júlí 1874, d. 17. júlí 1960. Börn Ég gleymi aldrei þeirri stund þegar amma passaði mig eitt sinn og ég datt af hjóli og fékk sár á enn- ið. Amma fékk hálfgert áfall og var uppistandið þvílíkt að hún vafði höf- uðið á mér með handklæði, hélt á mér um alla íbúð og leyfði mér að skoða í dularfulla skartgripaskrínið sitt sem vanalega enginn mátti kíkja í. Amma var sjálfstæðismaður alla ævi, sagði að það sæist langar leiðir á fólki ef það var í Sjálfstæðis- flokknum. Hún hélt því fram að allir vel klæddir myndarlegir menn væru sjálfstæðismenn og þetta gilti um konurnar líka. Bragakaffi keypti hún hún hvorki né drakk því hún sagði að það væri framsóknarkaffi. Hún neitaði líka einu sinna að gang- ast undir aðgerð nema að fá að kjósa Sjálfstæðisflokkinn utankjörstaðar áður því það væri ekki öruggt að hún myndi vakna aftur. Amma og afi voru afar ólík hjón. Afi var sívinnandi, bæði sem bruna- vörður hjá Slökkvistöð Reykjavíkur og samhliða því vann hann í saltfiski hjá SÍF til margra ára. Að hans mati var vinnan það sem skipti máli í þessu lífi. Hann stundaði ekki sam- kvæmislífið með ömmu né ferðaðist með henni til útlanda, fannst betra að vera heima, lesa í bók eða horfa á íþróttir og sérstaklega fótboltann. Þau voru KR- ingar og var fylgst vel með öllum leikjum félagsins og var afi einn af dyggustu félagsmönnum KR. Eftir að afi lést í febrúar 1993 þá seldi hún húsið í Sörlaskjólinu og keypti sér íbúð við Eiðismýri 30 þar sem hún dvaldi í fáein ár. Hún var greind með heilabilun fyrir sjö árum og frá þeim tíma hefur heilsu henn- ar hrakað hægt og sígandi þar til hinn 17. janúar að hún fékk hvíldina. Lífshlaup hverrar mannesku er stutt, tíminn er ótrúlega fljótur að líða sem minnir okkur á að njóta lífsins meðan það varir og það gerði amma. Hún átti gott líf, ólst upp hjá vel bjargálna fólki og skorti aldrei neitt, var tiltölulega heilsuhraust og REBEKKA LÚTHERSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.