Morgunblaðið - 27.01.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.01.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þetta munaði einhverjum 10 mínútum, þú veist hvernig föstudagsumferðin er, Sigga mín, og þá var búið að loka. Heimsráðstefna kvenna í atvinnurekstri Að hvetja kon- ur til þátttöku Morgunverðarfund-ur verður í utan-ríkisráðuneytinu í fyrramálið klukkan 9 vegna þátttöku íslenskra kvenna í ráðstefnunni Glo- bal Summit of Women 2004. Þátttakan er sam- starfsverkefni ráðuneytis- ins, Félags kvenna í at- vinnurekstri og Impru. Morgunblaðið lagði nokkr- ar spurningar fyrir Jónínu Bjartmarz alþingismann sem er í forsvari fyrir þátt- töku kvenna á ráðstefn- unni. – Segðu okkur fyrst frá þessari ráðstefnu, þ.e.a.s. hvar fer hún fram, hvenær og hversu lengi stendur hún, nokkur orð líka um sögu hennar? „Þetta er alþjóðleg ráðstefna kvenna í viðskiptum sem fram fer í Seoul í Suður-Kóreu dagana 27.– 29. maí næstkomandi. Ráðstefn- una sækja konur í viðskiptalífi og stjórnmálum víða að úr heiminum. Þátttakendur hafa verið um 500 talsins og hefur ráðstefnan verið haldin árlega undanfarin ár, en er sú tíunda á síðustu fjórtán árum. Síðast var ráðstefnan haldin í Marakesh og er reynt að fara með hana sem víðast. Meðal heiðurs- og aðstoðarráðstefnustjóra hafa verið tveir kvenforsetar, Vigdís Finnbogadóttir og Mary Robin- son, forseti Írlands, varaforsetar og fjöldi kvenráðherra frá ýmsum löndum. Það er búist við svipuðum fjölda þátttakenda að þessu sinni.“ – Hafa íslenskar konur áður tekið þátt í ráðstefnunni? „Já, árið 2002 var ráðstefnan haldin í Barcelóna og þá fór sendi- nefnd 17 íslenskra kvenna á ráð- stefnuna. Undirbúningur þeirrar sendinefndar var unninn í góðu samstarfi við viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytis, Félag kvenna í atvinnurekstri og Impru þannig að við höfðum mjög breið- an og fjölbreyttan hóp. Auk þess að sækja ráðstefnuna sjálfa skipu- lögðu viðskiptaþjónustan og sendiráðið í París, viðskiptafundi fyrir konurnar, þannig að þær gætu komist í tengsl við aðila sem væru áhugaverðir samstarfsaðilar fyrir þær á Spáni, hvort sem var í út- eða innflutningi. Þessi ferð skilaði góðum árangri og mikilli reynslu fyrir þær konur sem tóku þátt.“ – Hver er yfirskrift ráðstefn- unnar að þessu sinni? „Markmiðið með ráðstefnunni er að hvetja konur til þátttöku í al- þjóðlegum viðskiptum með mynd- un viðskiptatengsla á milli kvenna alls staðar að úr heiminum. Áhersla ráðstefnunnar nú er á nýtingu tækni í viðskiptum, en auk þess er við undirbúning og skipulag hverju sinni lögð megin- áhersla á kynningu á lausnum og leiðum framhjá og yfir þær hindr- anir sem víða verða á vegi kvenna, jafnt í stjórnmálum, viðskiptalífi og innan stjórnsýsl- unnar. Þátttakendum gefst að þessu sinni gott tækifæri til að kynnast viðskiptalífi í Asíu auk þess að komast í tengsl við konur frá ýmsum heimshlutum.“ – Hver er akkurinn af því að halda til ráðstefnu þessarar? „Þátttakan í ráðstefnunni í Barcelóna skilaði bæði viðskipta- tengslum við aðila á Spáni og víð- ar og var ekki síst mjög lærdóms- rík fyrir þátttakendur. Tengslamyndun í viðskiptum í al- þjóðlegu samhengi byggist ekki síst á að sækja ráðstefnur og kom- ast í sambönd, bæði við konur í viðskiptum og stjórnsýslu. Slík samskipti og tengsl geta greitt verulega fyrir viðskiptum.“ – Er ráðstefnan að einhverju leyti stefnumótandi, alþjóðlega, í þemaefnum sínum hverju sinni? „Asía varð fyrir valinu nú, enda þrjú ár síðan ráðstefnan hefur verið haldin á þessum ört vaxandi heimsmarkaði. Í þetta sinn verður í fyrsta skipti um að ræða við- skiptasýningu þar sem konur geta kynnt vörur sínar og þjónustu í sölubásum, svokölluð „Womens Expo, WEXPO“. Með þessu munu skapast auknir möguleikar á að stofna til viðskiptasambanda og komast í kynni við aðra í svip- uðum geirum. Áhersla verður lögð á tækni og tölvunotkun til að auð- velda viðskipti og á ráðstefnunni verður starfræktur gagnagrunn- ur þar sem konur geta skráð sig eftir vöru- og þjónustusviðum, til þess að komast í samband við hentuga viðsemjendur og í gagn- leg viðskiptatengsl.“ – Hvaða þjóðir taka þátt í ráðstefnunni? „Það eru í raun konur frá öllum heimsálfum sem sækja ráðstefn- una. Frá upphafi hafa fulltrúar frá um 50 löndum tekið þátt í fyrri ráðstefnum. Þegar þetta birtist hafa aðilar af 30 þjóðernum þegar skráð sig á ráðstefnuna í maí.“ – Hafa íslenskar konur mikið til málanna að leggja á ráðstefnu sem þessari? „Ég tel að íslenskar konur hafi heilmikið til málanna að leggja og okkar framlag hefur verið mikils metið. Viðskipta- sendinefndin sem sótti ráðstefn- una í Barcelóna vakti mikla at- hygli fyrir gott skipulag og athyglisverðan kynningarbækling þar sem fram komu upplýsingar um konurnar, fyrirtæki þeirra og þann vettvang sem þær störfuðu á. Íslenskar konur eru í farar- broddi á mörgum sviðum og geta miðlað af reynslu sinni.“ Jónína Bjartmarz  Jónína Bjartmarz er fædd í Reykjavík 23. desember 1952. Maki er Pétur Þór Sigurðsson hæstaréttarlögmaður. Þau eiga tvo syni, Birni Orra (1985) og Erni Skorra (1989). Stúdentspróf KHÍ 1974. Lög- fræðipróf HÍ 1981. Er alþing- ismaður og á setu í fjölda nefnda. Hefur um árabil verið formaður Heimila og skóla – Lands- samtaka foreldra og einn af stofnendum Félags kvenna í at- vinnurekstri og formaður fyrstu tvö árin. Hefur verið fulltrúi Ís- lands í skipulagsnefnd ráðstefn- unnar „Global Summit of Wom- en“ síðustu ár. Þessi ferð skilaði góðum árangri Lagastofnun og lagadeild Háskóla Íslands Málstofur vorið 2004 l il l l l i Allir velkomnir Málstofur Lagastofnunar og lagadeildar í stjórnskipunarrétti, verða haldnar á miðvikudögum kl. 12:15 í Lögbergi, stofu 101. 14. janúar: Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild HÍ og Úlfar Hauksson, stjórnmálafræðingur; Sérstaða og einkenni stjórnarskrár fyrir Evrópu. 28. janúar: Viðar Már Matthíasson, prófessor við lagadeild HÍ; Nýtt gallahugtak fasteignakaupalaga. 4. febrúar: Hafsteinn Þór Hauksson laganemi; Stjórnarskrárhyggja og stjórnarskrárígildi alþjóðlegra mannréttindasáttmála. 18. febrúar: Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og stundakennari við lagadeild HÍ; Heimilisfesti skattaðila og skattaleg álitaefni tengd breytingum á henni. 25. febrúar: Sigurður Líndal prófessor emeritus og Guðmundur Hálfdánarson prófessor; Þjóðarhugtakið og stofnun fullvalda ríkja í nútímanum. Samanburður á stöðu Íslands og Færeyja í sögulegu samhengi. 10. mars: Valur Ingimundarson dósent og Björn Ingi Hrafnsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra; Ísland og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Markmið og væntingar til setu Íslands í ráðinu. 17. mars: Kristján Gunnar Valdimarsson, forstöðumaður hjá Landsbanka Íslands og stundakennari við lagadeild HÍ; Skattasniðganga. 21. apríl: Róbert Ragnar Spanó, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og lektor við lagadeild HÍ; Aðildarhugtak stjórnsýsluréttar - Dómur Hæstaréttar 19. júní 2003 (mál nr. 83/2003): Samkeppnisstofnun gegn Hf. Eimskipafélagi Íslands. 28. apríl: Þórdís Ingadóttir, aðjúnkt við lagadeild HÍ; Alþjóða sakadómstólar. Föstudagur 6. febrúar kl. 13:30: Hvar liggur valdið? Ráðstefna haldin í tilefni af aldarafmæli heimastjórnar og þingræðis á Íslandi, í samstarfi forsætisráðuneytis og Háskóla Íslands; Lagastofnunar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, í hátíðarsal Háskólans. Nánar auglýst síðar. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.