Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 38. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Biðin er loks
á enda
Beðið með eftirvæntingu eftir nýrri
plötu Noruh Jones | 26
Tímarit | Viljum að hér vaxi upp hugsandi fólk Andlitslyfting í
takt við tímann Fékk bakteríuna en ekki bakteríurnar Atvinna
| Hyggjast draga úr fjárfestingum Er vélsmiður draumastarfið?
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300
Tímarit og Atvinna í dag
HÆGT væri að fullnægja eldsneyt-
isþörf 3–4 þúsund bíla á höfuðborg-
arsvæðinu miðað við núverandi um-
svif Metans hf. Að sögn Björns H.
Halldórssonar, framkvæmdastjóra
Metans hf., er tæknilega mögulegt
að framleiða mun meira gas úr líf-
rænum úrgangi hér á landi. Hann
segir að með framtíðarþróun ætti að
vera hægt að knýja stóran hluta bíla
á höfuðborgarsvæðinu með innlendu
metani.
Björn segir metanið mun um-
hverfisvænna eldsneyti en bensín
með tilliti til losunar gróðurhúsaloft-
tegunda og fleira. Metanið sjálft er
óæskileg gróðurhúsalofttegund, sem
myndast m.a. við rotnun lífræns úr-
gangs. Við að brenna því í bílvél eða
á annan hátt verði neikvæð umhverf-
isáhrif þess mun minni. Nú aka 44
metanknúnar bifreiðir um göturnar,
en þær nota ekki nema 3,5% af met-
aninu sem dælt er upp úr urðunar-
stað SORPU í Álfsnesi.
Talið að innlent eldsneyti
geti knúið 3–4 þúsund bíla
Innlent og umhverfisvænt/20
BERTEL Haarder, flóttamannaráðherra
hægristjórnarinnar í Danmörku, telur að Dan-
ir taki við of mörgum ómenntuðum flótta-
mönnum sem eigi erfitt
með að samlagast danska
samfélaginu.
Danir hafa tekið við 500
flóttamönnum á ári að
beiðni Sameinuðu þjóðanna
og hingað til valið fólk sem
hefur mesta þörf fyrir að-
stoð – oft veikt fólk, aldrað
og börn.
Haarder sagði í viðtali við
dagblaðið Politiken á föstu-
dag að hann vildi breyta þessari stefnu. Þegar
flóttamennirnir væru valdir ætti að taka tillit
til menntunar þeirra og þess hvort þeir töluðu
fleiri en eitt tungumál.
„Lakasta flóttafólkið hefur lítinn kost á að fá
atvinnu og aðlagast í Danmörku. Þótt þetta
snúist aðeins um 500 manns á ári er þetta byrði
fyrir sveitarfélögin,“ sagði Haarder.
Ráðherrann bætti við að Danir hefðu tekið
við fólki með litla eða enga menntun, en Kan-
adamenn veldu menntað fólk. Hafa ýmsir
hneykslast á ummælum ráðherrans.
Bertel Haarder
Kaupmannahöfn. AFP.
Vill að Danir
velji mennt-
að flóttafólk
KANNANIR bentu til, að öldungadeildarþing-
maðurinn John Kerry myndi vinna öruggan
sigur í forkosningum demókrata í þremur ríkj-
um nú um helgina. Spillir það ekki, að Dick
Gephardt, fulltrúadeildarþingmaður fyrir Mis-
souri, sem hefur dregið sig út úr forkosninga-
baráttunni, hefur lýst yfir stuðningi við hann.
Kerry, sem hefur sigrað í sjö af níu ríkjum
hingað til, var spáð 52% atkvæða í Michigan og
bar þar höfuð og herðar yfir helstu keppinauta
sína, þá Howard Dean, John Edwards og Wes-
ley Clark. Var engum þeirra spáð meira en 8%
atkvæða. Kosið var í Michigan og Wash-
ingtonríki í gær en í Maine í dag.
Á sama tíma og Kerry virðist vera að
tryggja sér útnefningu demókrata sem for-
setaframbjóðandi, hefur George W. Bush for-
seti átt mjög undir högg að sækja. Í fyrradag
skipaði hann nefnd til að fara yfir þau leyni-
þjónustugögn, sem notuð voru til að réttlæta
Íraksinnrásina, og í gærmorgun ætlaði hann
að koma fram í sjónvarpi og svara þar spurn-
ingum blaðamanna. Var búist við, að hart yrði
að honum sótt.
John Kerry
spáð sigri
Detroit. AFP.
FJÖLDI manns sat fastur í ófærð í blindhríð á
Norður- og Austurlandi aðfaranótt laugardags
og var á hádegi í gær ekki enn búið að koma öll-
um til bjargar. Var óttast um 50 manns sem
festust á leið frá þorrablóti í Hjaltalundi á Aust-
ur-Héraði. Björgunarsveitarmenn komu nítján
þeirra til bjargar á snjóbílum en hinir skiluðu
sér heim af sjálfsdáðum. Um hundrað manns
voru einnig veðurtepptir á þorrablótinu.
Þá var verið að gera út leiðangur um hádegi í
gær að Kárahnjúkum, en í nágrenni þeirra hafði
sjúkrabíll, sem var að sækja sjúkling, setið fast-
ur í skafli frá því á föstudagskvöld. Þrettán stiga
frost var í bílnum, enda var hann ógangfær. Að
sögn Stefáns Guðmundssonar, fulltrúa í svæð-
isstjórn á Austurlandi, var ástand sjúklingsins
ekki jafn alvarlegt og talið var í fyrstu. Hann
hafði fengið botnlangakast en það var liðið hjá.
Fastir í vinnuvélum við Kárahnjúka
Þá voru 49 starfsmenn við Kárahnjúka fastir í
vinnuvélum og vinnuskúrum í fyrrinótt. „Við er-
um búnir að vera á vakt í alla nótt og höfum ver-
ið í sambandi við þessa menn. Við erum með tal-
stöðvar og síma og höfum fylgst vel með gangi
mála. Við vitum alveg hvar allir eru, það voru
sem betur fer flestir komnir í hús,“ segir Leó
Sigurðsson, öryggisstjóri Impregilo.
Tugir björgunarsveitarmanna frá sveitum
Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru að
störfum á þessum svæðum frá því á föstudags-
kvöld og þegar Morgunblaðið fór í prentun
höfðu björgunarsveitarmenn enn í nógu að snú-
ast á Austurlandi.
„Við erum búnir að vera að í alla nótt og höf-
um getað leyst nokkuð mörg verkefni. Það eru
stanslausar beiðnir, við erum búin að vera hér í
allmiklu verkefni varðandi hitaveituna, til að
tryggja öryggi hennar. Því er lokið og við erum
búin að aðstoða fólk hér sem lenti í því að það
fuku upp hurðir og gluggar. Við höfum sótt fólk
út og suður við mjög erfiðar aðstæður. Hér var
vindhraðinn 27 metrar á sekúndu á klukkutíam-
kafla, það dúraði ekki en það er aðeins að
lagast,“ sagði Baldur Pálsson, sem vann við
stjórn aðgerða. Meira að segja ökumenn mjög
breyttra bíla áttu í vandræðum með að komast
leiðar sinnar. Þá var verið að reyna að ryðja göt-
ur, en var erfitt að koma snjóruðningstækjun-
um af stað þar sem það þurfti að ryðja frá
skemmunum þar sem tækin voru geymd.
Tugir manna sátu fastir
í ófærð á Austurlandi
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Björgunarmenn tæma bílskúr við Lyngbrekku í Neskaupstað sem fylltist af snjó í fyrrinótt.
Sjúkrabíll með
sjúkling sat fastur
uppi við Kárahnjúka
Óveðrið/4
„ÞESSI glórulausa stórhríð skall
á eins og hendi væri veifað, ég
hef aldrei nokkurn tímann á æv-
inni séð annað eins. Það var al-
gjört logn, svo allt í einu voru
komnir þessir 25–27 metrar á
sekúndu,“ segir Sigríður Sigurð-
ardóttir sem sat föst ásamt vin-
konu sinni Aðalbjörgu Heiði
Björgvinsdóttur í bíl um 50
metra að heiman í fjóra tíma í
gær.
„Við vorum að keyra frá Egils-
stöðum yfir í Fellabæ, þetta er
um kílómetri. Svo allt í einu
skellur á þessi glórulausi blind-
bylur.“ Þær festust um þrjúleytið
aðfaranótt laugardags og klukk-
an sjö um morguninn kom björg-
unarsveitin þeim til bjargar á
snjóbíl. „Þá vorum við nú orðnar
frekar kaldar. Við vorum með
eitt vettlingapar og eina úlpu,
það var allt sem við vorum með.
Ég var í jakka en Aðalbjörg
hafði gleymt úlpunni í bílnum
fyrir einhverja rælni. Bíllinn
gekk illa, eftir klukkutíma hætti
hann að blása heitu lofti og fór
að blása köldu. Þannig að það
var komið niður undir frostmark
í bílnum.“
Stæðilegir björgunarmenn
fuku fram og til baka
Sigríður segir að þær hafi
fengið skýr tilmæli um það frá
lögreglu að bíða rólegar í bíln-
um. „Við erum báðar úr sveitinni
og vissum að ef við hefðum farið
út úr bílnum værum við ekki hér.
Við sáum það líka þegar menn-
irnir úr björgunarsveitinni
komu, stórir og stæðilegir karl-
menn, þeir fuku þarna fram og
til baka.“
Farið var með vinkonurnar á
Hótel Hérað þar sem þær biðu
þess að komast heim, en rétt fyr-
ir hádegi í gær var enn ófært.
Sigríður segir að björgunarsveit-
armennirnir hafi verið mjög al-
mennilegir og eins vildi hún
koma þökkum til starfsmanna
hótelsins. Þar biðu einnig fjórir
strákar sem sátu fastir í bíl rétt
hjá Sigríði og Aðalbjörgu Heiði.
„Einn strákurinn í þeim bíl var
bara í stuttermabol. Þeir voru
einnig búnir að bíða í fjóra tíma.“
Biðu í fjóra tíma rétt við heimili sitt
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins
Sigríður og Aðalbjörg bíða eftir
betra veðri á Hótel Héraði.
♦♦♦