Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Risaeðlugrín framhald ... LENGRA TIL VINSTRI ... © DARGAUD © DARGAUD MEIRA, MEIRA AÐEINS MEIRA ... STOPP!! AÐEINS HÆRRA NÚNA ... MEIRA, MEIRA, MEIRA .... JÁ NÚNA STOPP!! EITT STIG Í VIÐBÓT FYRIR ÞIG! EIGUM VIÐ AÐ HALDA ÁFRAM OG ÞÁ MEÐ SKJALDBÖKUR? JÁ, HVÍ EKKI ÞAÐ! ÞIÐ TAKIÐ EKKI FRÆNDA MINN?! ... HANN VERÐUR AÐ FÁ HJÁLP! HAFÐU ENGAR ÁHYGGJUR! ÞAÐ STÓÐ ALDREI TIL ... FYRIR ÞAÐ FYRSTA HÖFUM VIÐ EKKI PLÁSS OG Í ÖÐRU LAGI MYNDI HANN BARA ÞVÆLAST FYRIR! ÚTILOKAÐ, SARDET! VIÐ KOMUM ÚT NÚNA OG REYNDU EKKI AÐ STOPPA OKKUR! ÉG ÞARF NOKKRAR MÍNÚTUR ENN FYRIR BÍLINNN ... JÆJA FULLTRÚI! TÍMINN ER KOMINN! FLUGVÉLIN ER TILBÚIN KÓBRA! EN ... ENN ÞÁ Á LÍFI? ÉG VONA ÞÍN VEGNA AÐ SARDET HAFI STAÐIÐ SIG! ÞETTA ER EKKERT! BARA KÖTTUR SEM HEFUR NÁÐ Í MÚS! SARA! SUSS STUBBUR ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EITT sinn spurði ég í heimsókn- artíma á bæjarskrifstofu Reykja- nesbæjar, hverju það sætti að eig- endur atvinnuhúsnæðis þyrftu að greiða margfallt hærri fasteigna- gjöld á við aðra. Svörin voru loðin og helst á þá leið að atvinnurekstur kallaði á meiri þjónustu varðandi sorphirðu og lögbundið eftirlit. Tók þessu svari sem góðu og gildu. Í þá daga var hugmyndafræðin sú að kapítalistar og gróðabrallarar skyldu greiða meira en aðrir. Versl- unareigendur voru sérstaklega hrelldir með slíkum sköttum, gjald- tökum og leyfisgjöldum. Við aukið frelsi hefur svona vinstri hugmynda- fræði vikið fyrir þeirri að þeir greiði einir fyrir þjónustuna sem njóta hennar. Nú á síðustu árum hafa komið upp mál sem sýna fram á lög- leysu slíkrar einhliða gjaldtöku: Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja var gert að hættaútsendingu gíróseðla í formi ársgjalds til allra fyrirtækja á Suðurnesjum. Eftirlitinu var ekki heimilt samkvæmt lögum að inn- heimta fyrir þjónustu nema hún væri sannanlega veitt og samkvæmt sundurliðuðum reikningi þar um. Annað dæmi: Reykjanesbær inn- heimti fráveitugjald til að fjármagna fyrirhugðar framkvæmdir. Þetta var óheimil gjaldtaka. Í báðum til- vikum varbæjarfélaginu gert að endurgreiða gjaldendum, þar sem þjónustan hafði ekki verið veitt eða sérstaklega um hana samið. Svo við víkjum aftur að upphaf- inu. Skoðum gjaldskrá Reykjanes- bæjar fyrir árið 2004 og berum sam- an tvær jafnverðmætar eignir: Íbúðir A-stofn greiði fasteigna- gjöld sem nema 0.36% af fasteigna- mati. 10 milljón króna eign, fast- eignagjald, grunngjald kr. 36 þúsund. Atvinnuhúsnæði B-stofn greiði fasteignagjöld sem nema 1.65% af fasteignamati. 10 milljón króna eign, fasteignagjald, grunngjald kr. 165 þúsund. Þegar þetta er skrifað á því herr- ans ári 2004 er hægri stjórn við völd í Reykjanesbæ. Sorphirðan og heil- brigðiseftirlitið hafa verið færð frá bæjarfélaginu og eru því ekki lengur háð sérstakri viðmiðun í stofni fast- eignagjalda á atvinnuhúsnæði. Þá er vatnskatturinn gjaldfærður sérstak- lega utan fasteignagjalda A og B stofna. - Atvinnuleysi er viðvarandi og ofurvextir á fjármagn sliga til- burði manna við að stofna og reka eigin fyrirtæki, sérstaklega á þetta við um frumkvöðla. Því er ekki úr vegi að velta upp þeirri spurningu, hvort bæjarfélagið Reykjanesbær, hyggist beita sér fyrir lækkun fast- eignagjalda á eigendur atvinnuhús- næðis og færa það til jafns við annað jafn verðmætt húsnæði og/eða sund- urliða sérstaklega grundvöll þeirrar mismununar sem áður greinir? Virðingarfyllst. GUNNAR GEIR KRISTJÁNSSON Klapparbraut 8 250 Garði Vinstri sinnuð hugmyndafræði drepur frumkvæði Opið bréf frá Gunnari Geir Krist- jánssyni til Árna Sigfússonar bæj- arstjóra Reykjanesbæjar Í UMRÆÐUM frá alþingi sem sjón- varpað var 3. febr. sl. sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra: „Hin raunverulega spurning er þessi: Hví kaus forseti að vera erlendis í einka- erindum 1. febrúar, á eitt hundrað ára afmæli lýðveldisins?“ Ósköp voru að heyra þetta, heldur forsætisráðherra að nú sé árið 2044? Í Morgunblaðinu daginn eftir er þessi staðreyndarvilla svo endurtek- in á bls. 11 í greininni „Upphlaup út í himinblámann“. Nú vil ég ekki trúa því að forsætis- ráðherra hafi verið að flagga þekk- ingarleysi sínu, þegar hann talaði um hundrað ára afmæli lýðveldisins á hundrað ára afmæli heimastjórnar- innar, en skrítið er það þegar Davíð er að deila á aðra fyrir þekkingar- leysi, að heyra hann fara sjálfan með svona vitleysu. Svo endurtekur Morgunblaðið þetta daginn eftir eins og ekkert sé sjálfsagðara! Samt var í sama tölu- blaði blaðsins greinarkorn eftir þekktan hæstaréttarlögmann, þar sem spurt var: „Hvar verður Ólafur Ragnar á 60 ára afmæli lýðveldisins í sumar?“ Mér finnst ýmislegt að í þessu sambandi og t.d. vanta þarna sam- hæfingu í vinnubrögðum blaðsins. Þegar menn fara með ótvíræða sagn- fræðilega vitleysu í hita leiksins, þá á blaðið ekki að éta slíkt upp athuga- semdalaust. Morgunblaðið starfar væntanlega sem fjölmiðill í þágu al- mennings og því nákvæmari sem vinnubrögð þess eru og verða, því meiri virðingu á blaðið skilið. Að síðustu vil ég geta þess, að mér finnst að forseti og forsætisráðherra ættu að sjá sóma sinn í því, ekki síst þjóðarinnar vegna, að halda niðri deilum sín á milli. Þegar æðstu menn fara í hár saman er hætt við að fyr- irmyndirnar falli og gjaldi fyrir það virðingarlega séð. Ekki er slíkt for- dæmi gott. Íslenska þjóðin á að mínum dómi, annað og betra skilið af sínum for- ustumönnum en þeir hegði sér með slíkum hætti. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. „Hvað höfðingjarnir hafast að“ Frá Rúnari Kristjánssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.