Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ M akedónía er eitt af fyrrum lýðveld- um Júgóslavíu á vestanverðum Balkanskaga og hefur á stuttri ævi mátt reyna ýmislegt. Landið var á barmi borgarastyrjaldar árið 2001 en alþjóðasamfélaginu tókst að koma í veg fyrir að stríð brytist út með því að fá deilandi fylkingar að samninga- borðinu. Friðarsamkomulag var undirritað við Ohrid vatn í ágúst 2001 sem mið- ar að því að auka réttindi minnihluta- hópa í landinu og er nú unnið að því að koma því að fullu til framkvæmda. Vandamálin sem blasa við Make- dóníu eru þó fjölþætt. Gríðarleg spill- ing, há glæpatíðni og mikil fátækt til viðbótar við spennu sem enn má finna milli ólíkra þjóðfélagshópa. Ástandið hefur þó smám saman færst til betri vegar frá því Ohrid- samkomulagið var undirritað og vill meirihluti íbúa vinna áfram að því að byggja upp samfélag þar sem ólíkir þjóðfélagshópar búa saman í sátt og samlyndi. Stjórnvöld í Makedóníu telja að framtíð landsins sé innan Evrópusambandsins og Atlantshafs- bandalagsins, í samfélagi vestrænna þjóða, og vinna nú að því markmiði. Þannig lauk „Concordiu“ síðustu alþjóðlegu hernaðaraðgerðinni sem ætlað var að tryggja öryggi í landinu í desember síðastliðnum. Hermenn á vegum „Concordiu“ voru staðsettir á víð og dreif um svæðið þar sem átök- in geisuðu árið 2001 og áttu þannig að koma í veg fyrir að upp úr syði milli ólíkra þjóðfélagshópa. „Con- cordia“ var fyrsta hernaðaraðgerð Evrópusambandsins og var Ísland eitt þeirra 26 Evrópulanda sem tóku þátt í aðgerðinni, en aðildarríki sem og lönd utan sambandsins tóku þátt í aðgerðinni. Undirrituð starfaði þar á vegum Íslensku friðargæslunnar á upplýsingaskrifstofu hersins. Eftir að „Concordiu“ lauk tók lög- regluaðgerðin „Proxima“ við, sem einnig er á vegum Evrópusambands- ins og hefur það hlutverk að hjálpa makedónsku lögreglunni að taka á spillingu og vinna bug á glæpahópum sem vaða uppi í landinu. Sambúð margra ólíkra þjóðerna Rúmar tvær milljónir manna búa í Makedóníu, sem er um fjórðungur Íslands að flatarmáli. Lengi vel var skipting þjóðarinnar ekki þekkt, þar sem Albanar hunsuðu í mótmæla- skyni manntal sem gert var árið 1994. Þá eru upplýsingar um barns- fæðingar, dauðsföll og fólksflutninga ekki eins vel skráðar og hér á landi. Í desember síðastliðnum voru niður- stöður manntals sem gert var í nóv- ember 2002 birtar. Manntalið var gert í tengslum við Ohrid-samkomu- lagið og með alþjóðlegu eftirliti sem Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri fór fyrir. Í ljós kom að 64% þjóðarinnar eru Makedóníumenn, 25% Albanar, 4% Tyrkir, 3% sígaunar, 2% Serbar, 1% Bosníumenn og 0,5% vlakar (Vlachs), sem tala tungumál sem líkist mjög rúmensku. Makedónar tala makedónsku, sem er slavneskt tungumál, líkist mjög búlgörsku og serbnesku og er rituð með kýrilísku letri. Þeir eru rétttrún- aðarmenn en makedónska rétttrún- aðarkirkjan hefur ekki hlotið viður- kenningu af nágrönnum sínum Serbum, sem segja Makedóníu til- heyra serbnesku kirkjunni. Albanar tala aftur á móti albönsku og eru eiga fleiri börn og hafa til þessa ekki notið jafnmikillar menntunar. Þá gegndu hlutfallslega mun færri Alb- anar stjórnunarstöðum innan ríkis- ins auk þess sem fáir Albanar voru í lögreglunni eða hernum. Kraumaði óánægja því undir niðri meðal Alb- ana sem fannst verulega á sig hallað. Orðið „Albanar“ kemur í raun hvergi fyrir í Ohrid-samkomulaginu, heldur gengur það út á að auka rétt- indi þeirra minnihlutahópa sem mynda 20% af samfélaginu. Til að samkomulagið hefði einhvern laga- legan grundvöll var því nauðsynlegt að gera nýtt manntal sem var gert í nóvember 2002, eins og áður sagði. Það var því talið afar mikilvægt að Albanar næðu því að vera fimmtung- ur þjóðarinnar til að friðurinn héldi, annars hefði verið hætt við að átök brytust út að nýju. Albanar reyndust vera 25% þjóðarinnar. Samkomulagið veitir Albönum m.a. rétt til að tala albönsku á make- dónska þinginu, fá vegabréf með alb- önskum texta, rétt eins og make- dónskum, og eiga samskipti við stjórnvöld á sínu tungumáli. Þá er nú unnið að því að fjölga Albönum og öðrum fulltrúum minnihlutahópa í stjórnsýslu landsins, lögreglunni og hernum. Þannig á að vera tryggt að í eftirlitsferðum lögreglu um þau svæðið þar sem Albanar búa séu bæði lögreglumenn af makedónskum og albönskum uppruna. Einnig hefur Fátækt land með mikinn metnað Morgunblaðið/Nína B Jónsdóttir Neyðin kennir naktri konu að spinna – og fátækum að bjarga sér. Þessir félagar urðu á vegi blaðamanns í bænum Debar við landamæri Albaníu. Ekki er óalgengt að sjá hestvagna á ferð innan um bílana á götum höfuðborgarinnar Skopje. Þessi rússneski skriðdreki sem tilheyrði makedónska stjórnarhernum fékk lengi að ryðga óáreittur á aðaltorginu í þorpinu Matejce frá því átökunum lauk. Hann var fjarlægður af stjórnvöldum í vopnasöfnuninni í lok síðasta árs. Rúmum tveimur árum eft- ir að komið var í veg fyrir borgarastyrjöld í Makedón- íu hefur ástandið í landinu færst til betri vegar þótt enn sé á brattann að sækja. Fátækt, spilling og glæpir eru meðal þeirra mörgu vandamála sem blasa við þessu litla landi sem var heimili Nínu Bjarkar Jónsdóttur lung- ann úr síðasta ári. Margir trúa því ein- mitt að lausnin fyrir Makedóníu sé að gerast aðili að ESB þar sem skipting makedónsku þjóð- arinnar í þjóðfélags- hópa myndi þá ekki skipta jafnmiklu máli. Atvinnuleysi í Make- dóníu er gríðarlegt eða um 40% og meðallaunin aðeins um 180 evrur, eða um 16.000 íslenskar krónur á mánuði. múslimar. Hafa þessir hópar búið saman öldum saman á þessu svæði, yfirleitt í sátt og samlyndi. Þó hefur sáralítil blöndun orðið milli þessara hópa. Hjónabönd þar sem Makedón- ar og Albanar rugla saman reytum eru t.d. mjög fátíð. Makedónía deilir við nágranna sína um meira en réttmæti make- dónsku kirkjunnar. Nágranni Make- dóníu í suðri, Grikkland, hefur ekki viðurkennt að landið sé kallað „Makedónía“. Í Norður-Grikklandi er hérað sem heitir Makedónía og hafa Grikkir mótmælt því harðlega á alþjóðavettvangi að landið sé kallað því nafni. Formlegt heiti landsins er því „fyrrum Júgóslavíulýðveldið Makedónía“. Af praktískum ástæð- um verður nafnið „Makedónía“ notað í þessari grein. Albanar vildu aukin réttindi Makedónía stóð lengi vel fyrir ut- an þau heiftarlegu átök sem áttu sér stað um vestanverðan Balkanskag- ann í kjölfar þess að Júgóslavía leyst- ist upp á tíunda áratug síðustu aldar. Upp úr sauð þó í febrúar 2001 þegar til átaka kom milli albanskra skæru- liða, sem kölluðu sig National Li- beration Army eða UCK og börðust fyrir auknum réttindum Albana, annars vegar og makedónska stjórn- arhersins hins vegar. Stærstu stjórnmálaflokkarnir á þeim tíma skrifuðu undir friðarsam- komulagið þar sem kveðið var á um að vopnahlé tæki þegar í stað gildi og skæruliðar myndu afhenda vopn sín í skiptum fyrir aukin réttindi minni- hlutahópa. Í næstu kosningum á eftir bauð fram stjórnmálaflokkurinn DUI (Democratic Union of Integra- tion), sem fyrrverandi skæruliðaleið- toginn Ali Ahmeti leiðir, en hann fór áður fyrir UCK. Þessi flokkur situr nú í ríkisstjórn ásamt SDSM (Sósíal- demókrötum) og LDP (Liberal- demókrötum). Albanar búa einkum í vestanverðri Makedóníu, við landamæri Albaníu og Kosovo. Pristina í Kosovo, er að- eins 96 km frá Skopje, höfuðborg Makedóníu. Albanar eru að jafnaði mun fátækari en Makedóníumenn, .-   #. 3    (3((245 ,@@, - &  3/2 3 - "   # , = .$ 4 G" . ' ( ( $ F@     H & G 3 . - # $ % & ' ( ) * $ 4 5 6 7 6  8  9 : ; / :  ;  / : 9 ; < 4 4  : =  /I >   :   : = / : )' $0 MAKEDÓNSK stjórnvöld stóðu fyrir vopnasöfnun í lok síðasta árs, en vopnaeign er mikil í landinu. Alls er talið að allt að hálf milljón vopna sé þar óskráð, en yfirvöld dreifðu t.d. vopnum til íbúa landsins þegar átökin geisuðu í landinu árið 2001. Fjölmörg slys verða á ári hverju þar sem ólögleg vopn koma við sögu. Það tíðkast t.d. hjá Albönum að skjóta af byssum upp í loftið um áramót, í brúðkaupum og öðrum gleðistundum. Sumrin eru tími brúðkaupanna og kemur það fyrir á hverju sumri að fólk slasist og jafn- vel látist, eftir að verða fyrir voða- skoti. Þannig hefur brúðkaups- gleðin oft fengið snöggan endi. Alls safnaðist 7.571 vopn í vopna- söfnuninni síðasta ár, til viðbótar við rúmlega 100 þúsund skot af ýmsum kalíberum, 1,257 sprengjur, 165 kíló af sprengiefni, 1,001 vopn- hluta og tæpa 500 metra af sprengiþræði. Þeir sem reynast eiga ólögleg vopn í fórum sínum, nú eftir að vopnsöfnuninni lauk, gætu átt yfir höfði sér allt að tíu ára fang- elsisdóm eða 300.000 denara sekt, sem er um 420 þúsund ís- lenskar krónur, eða um 26 með- almánaðarlaun. Vopnaeign algeng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.