Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Alain Juppé, fyrrverandi forsætis-ráðherra Frakklands og leiðtogiUMP, flokks Jacques Chiracs for-seta, stendur keikur þrátt fyrir aðundirréttur hafi sakfellt hann fyr-
ir brot á lögum um fjármögnun stjórnmála-
flokka. Juppé tilkynnti í vikunni að hann hygð-
ist ekki hætta afskiptum af stjórnmálum og að
hann myndi ekki láta af embætti borgarstjóra
í Bordeaux nema áfrýjunarréttur staðfesti úr-
skurðinn. Engu að síður er ljóst að dómurinn
er stjórnmálaferli hans ekki til framdráttar og
stefnir auk þess forystumálum UMP í óvissu,
því margir litu til Juppé sem arftaka Chiracs á
forsetastóli.
Juppé var á föstudag fyrir rúmri viku
dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fang-
elsi fyrir ólögmæta meðferð almannafjár þeg-
ar hann annaðist fjárreiður Parísarborgar í
borgarstjóratíð Chiracs. Að auki var Juppé
meinað að gegna opinberu embætti í tíu ár, en
þar sem hann áfrýjaði dómnum getur hann
setið áfram í borgarstjórastólnum í Bordeaux,
að minnsta kosti þar til áfrýjunarréttur hefur
kveðið upp úrskurð.
Undirréttur komst að þeirri niðurstöðu að
Juppé hefði haft vitneskju um og stuðlað að
óeðlilegum tengslum milli borgarstjóraemb-
ættisins í París og einkafyrirtækja, sem tryggt
hafi sér verkefni fyrir hið opinbera gegn því að
taka sjö meðlimi flokks þeirra Chiracs, RPR
(undanfara UMP), á launaskrá á árunum
1989–1995. Á þessum tíma var Juppé bæði
fjármálastjóri borgarinnar og formaður RPR.
Hann hefur staðfastlega neitað sök og segir að
mennirnir sjö hafi allir verið í raunverulegum
störfum fyrir borgina. Lýsti hann því yfir eftir
að úrskurður var kveðinn upp að dómurinn
væri óréttlátur og óhóflegur, en hann var
þyngri en saksóknari hafði farið fram á.
Á þriðja tug fyrrverandi embættismanna í
borgarstjórn Parísar eða RPR hafa sætt
ákæru fyrir tengd mál.
Erfitt mál fyrir Chirac og UMP
Dómurinn yfir Juppé kemur sér illa fyrir
UMP nú, þegar aðeins nokkrar vikur eru til
sveitarstjórnarkosninga. Og sem fyrr segir
þykir dómurinn hafa dregið verulega úr lík-
unum á því að Juppé verði arftaki Chiracs í
forsetaembættinu, jafnvel þótt úrskurður
áfrýjunarréttar liggi ekki fyrir, og tómarúm
þykir hafa myndast í forystusveit flokksins.
Auk þess er málið vitaskuld hið vandræðaleg-
asta fyrir Chirac sjálfan, sem þykir varla geta
fríað sig ábyrgð, hafandi gegnt borgarstjóra-
embættinu í París á þeim tíma sem um ræðir.
En Chirac nýtur sem forseti friðhelgi og þarf
því ekki að óttast ákæru vegna málsins, að
minnsta kosti ekki á meðan hann situr á for-
setastóli.
Juppé, sem varð á unga aldri skjólstæð-
ingur Chiracs, hefur forðast að bendla forset-
ann við málið. Chirac hefur að sama skapi bor-
ið blak af stuðningsmanni sínum og bauð
honum til kvöldverðar í forsetahöllinni á
mánudagskvöld. Ýmsir aðrir ráðamenn hafa
einnig lýst stuðningi við Juppé, svo sem for-
sætisráðherrann Jean-Pierre Raffarin. Svo
virðist ennfremur sem stór hluti frönsku þjóð-
arinnar hafi samúð með Juppé, því í skoð-
anakönnun sem gerð var á fimmtudag kvaðst
ríflegur meirihluti svarenda þeirrar skoðunar
að hann kæmi hreint fram. Yfir sex af hundr-
aði sögðust einnig styðja þá ákvörðun hans að
láta ekki af pólitískum embættum fyrr en
áfrýjunardómstóll hefði tekið málið til með-
ferðar.
Spilling á öllum stigum
Mál Juppé er langt frá því að vera einsdæmi
í Frakklandi, þótt ekki séu mörg dæmi um að
svo háttsettir menn hafi verið sakfelldir fyrir
spillingu. Meðal fyrirmenna sem tengst hafa
stórum spillingarmálum á undanförnum árum
án þess að hljóta dóm má nefna Roland Dum-
as, fyrrverandi utanríkisráðherra, og François
Mitterrand, fyrrverandi forseta, auk núver-
andi forseta, sem hefur sætt ásökunum um að
hafa notað fé úr sjóðum Parísarborgar til að
greiða fyrir ferðalög sín og fjölskyldu sinnar.
Breska tímaritið Prospect vitnar í franska fé-
lagsfræðinginn Pierre Lascoumes, sem bendir
á að þeir, ásamt fleiri háttsettum mönnum sem
komið hafa við sögu í spillingarmálum, hafi
gengið í sömu skólana og verið hluti af ákveð-
inni elítu sem deili sameiginlegum gildum og
hugmyndafræði. Lascoumes heldur því fram
að þeir eigi einnig sameiginlega þá sannfær-
ingu að þeir séu hafnir yfir lög og reglur.
Í úttekt í janúarhefti Prospect segir að spill-
ing þekkist á öllum stigum viðskiptalífs og
stjórnmála í Frakklandi. Dæmi eru tekin af
kjörbúðum, þar sem kaupmenn krefji fram-
leiðendur um sérstaka þóknun fyrir að hafa
vörur þeirra á boðstólum, og bæjar- og sveit-
arstjórnum, þar sem byggingaverktakar þurfi
oft að vinna ýmis einkaviðvik fyrir stjórnmála-
menn til að tryggja sér verkefni á vegum hins
opinbera, eða jafnvel greiða þeim mútur í
beinhörðum peningum.
Almannafé í fjárhirslur Sósíalistaflokksins
Eitt stærsta hneykslismál síðustu áratuga
snertir fjármögnun Sósíalistaflokksins í valda-
tíð François Mitterrands. Flokkurinn beitti
sér frá stofnun árið 1971 mjög fyrir því að
byggja og bæta opinberar byggingar á borð
við ráðhús, skóla, sjúkrahús, lögreglu- og
slökkvistöðvar. Engin lög voru þá í gildi um
fjármögnun stjórnmálaflokka. Sósíalistaflokk-
urinn kom á fót sérstöku fyrirtæki, Urba, sem
veitti ráðgjöf um opinberar framkvæmdir, svo
sem um staðsetningu bygginga og ráðningu
arkitekta og verktaka, og hafði umsjón með
útboðum. Fjöldi sveitarfélaga undir stjórn
sósíalista nýtti sér þessa þjónustu Urba, sem
þáði að launum 3% af heildarkostnaði við verk-
ið. 40% af þessu fé, sem greitt var af al-
mannafé, runnu til rekstrar Urba, 30% féllu í
skaut þess embættismanns sem samdi um
verkið, og loks runnu 30% í kistur Sósíalista-
flokksins.
Mitterrand var kjörinn forseti Frakklands
árið 1981 og á þeim tíma hafði Sósíalistaflokk-
urinn einnig meirihluta á þingi og í þúsundum
sveitarstjórna. Rekstur Urba óx og dafnaði,
sem og fjárhirslur Sósíalistaflokksins. Þegar
leið á níunda áratuginn beindist þó vaxandi at-
hygli að starfseminni og gagnrýnisraddir tóku
að heyrast. En eftir að Mitterrand náði endur-
kjöri árið 1988 notaði hann aðstöðu sína til að
veita friðhelgi öllum kjörnum fulltrúum sem
voru undir rannsókn vegna fjármálamisferlis.
Það endurtók hann árið 1990, eftir að rann-
sókn tveggja lögreglumanna hafði leitt sann-
leikann um starfsemi Urba í ljós.
Ráðherra og hjákona hans tengd
mútuhneyksli Elf
Af öðrum stórum spillingarmálum má nefna
hneykslið í kringum Elf-olíufélagið, sem kom
upp um miðjan síðasta áratug.
Einn þeirra sem tengdust málinu var Rol-
and Dumas, fyrrverandi utanríkisráðherra, en
hann var ákærður fyrir að hafa notið góðs af
greiðslum úr ólöglegum sjóði Elf, sem talið er
að hafi verið notaður til mútugreiðslna og ým-
issa vafasamra viðskipta, bæði innan og utan
Frakklands. Olíufélagið var á þeim tíma í rík-
iseigu en hefur síðan verið einkavætt. Dumas
var sagður hafa útvegað fyrrverandi hjákonu
sinni, Christine Deviers-Joncour, hálaunað
starf hjá Elf og síðan þegið frá henni gjafir
sem olíufélagið hefði greitt í því skyni að hafa
áhrif á ákvarðanir hans sem utanríkisráð-
herra. Undirréttur dæmdi Dumas árið 2001 í
tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir þessar sakir,
en áfrýjunardómstóll í París sýknaði hann í
janúar 2003.
Áfrýjunarrétturinn dæmdi Deviers-Joncour
í 30 mánaða fangelsi, sem og Loïk Le Floch-
Prigent, fyrrverandi forstjóra Elf. Alfred Sir-
ven, fyrrverandi aðstoðarmaður Le Floch-Pri-
gent, sem sá um mútugreiðslusjóði Elf, hlaut
þriggja ára dóm.
Rætur spillingarinnar
Greinarhöfundur Prospect reynir að skýra
rætur víðtækrar spillingar í Frakklandi á
tvennan veg. Annars vegar segir hann við-
horfið til peninga vera annað en t.d. í Bret-
landi. Hin sögulega kaþólska afstaða til pen-
inga sé sú að þeir séu á vissan hátt markaðir af
synd. Á hinn bóginn verði varla komist hjá
notkun þeirra, og þar sem spilling sé einvörð-
ungu misnotkun á fyrirbæri sem í eðli sínu sé
syndsamlegt sé ef til vill ekki rík ástæða til að
gera mikið veður út af henni.
Hins vegar nefnir höfundur að Frakkar hafi
annað viðhorf til stjórnmálamanna en tíðkast í
hinum engilsaxneska heimi. Ekki séu gerðar
sömu kröfur um að ráðamenn þjóðarinnar séu
siðferðilega óaðfinnanlegir í einkalífinu, svo
fremi sem þeir standi sig á stjórnmálasviðinu.
Siðlaust athæfi þyki ekki endilega vítavert ef
markmiðið sé að auka almannaheill. Fræg eru
til dæmis ummæli auðkýfingsins og stjórn-
málamannsins Bernards Tapie, sem viður-
kenndi fyrir rétti að hafa framið meinsæri.
„En ég laug í góðri trú,“ bætti hann við.
„Óheiðarlegur ráðherra er betri en ógáfaður
ráðherra,“ hefur Prospect eftir lögmanninum
Jean-Pierre Versini-Campinchi. Hann hefur
verið verjandi sonar François Mitterrands í
máli er varðar ólöglega vopnasölu.
Spillingarmál valda titringi
í frönskum stjórnmálum
Röð spillingarmála hefur komið upp í frönskum stjórnmálum
og viðskiptalífi á undanförnum árum. Nú síðast var fyrrverandi
forsætisráðherra Frakklands dæmdur fyrir misnotkun á op-
inberu fé. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir rekur mál Alains
Juppé og fleiri dæmi um spillingu á æðstu stöðum.
Reuters
Alain Juppé reyndi að leiða spillingarmál hjá sér fá á fimmtudag og fór út að hjóla í Bordeaux.
Jacques Chirac forseti nýtur friðhelgi.
ALAIN Juppé er kominn
af bændum í suðvest-
urhluta Frakklands og
fæddist 1945. Hann þótti
ungur sýna óvenjulegar
gáfur og komst í hinn
virta elítuháskóla ENA í
París, sem hefur um ára-
tugi þótt vísasta leiðin til
frama í frönskum stjórn-
málum og stjórnsýslu.
Annar ENA-stúdent, Jacques Chirac,
kynntist Juppé 1976 og réð hann ræðurit-
ara. Þá var Chirac forsætisráðherra og varð
litlu síðar borgarstjóri í París. Juppé hefur
síðan stutt Chirac í gegnum þykkt og
þunnt, studdi hann t.d. dyggilega er hann
bauð sig fram til forseta 1981 og 1988, án
þess að ná kjöri. Juppé gegndi áhrifastöð-
um í stjórnsýslu Parísar í borgarstjóratíð
Chiracs, var aðstoðarfjármálaráðherra
Frakklands 1986 til 1988 og utanrík-
isráðherra frá 1993 til 1995. Það ár varð
hann forsætisráðherra og sat í tvö ár.
Juppé uppskar mikil mótmæli og óvinsæld-
ir er hann reyndi að koma á víðtækum um-
bótum á velferðarkerfinu og í stjórnsýsl-
unni. Ekki bætti úr skák að hann þótti
hrokafullur. Chirac, sem þá var orðinn for-
seti, boðaði til þingkosninga 1997, þótt þrjú
ár lifðu af kjörtímabilinu, og skoðanakönnun
fyrir kosningarnar sýndi að tveir þriðju hlut-
ar Frakka hefðu litla trú á Juppé. Svo fór að
Sósíalistaflokkur Lionels Jospins sigraði.
Juppé lagði þó ekki árar í bát. Hann var
lykilmaður í samruna hægri- og miðjuflokka
í flokkabandalagið UMP og er þar formaður.
UMP fer nú með stjórnartaumana í stjórn
Frakklands og styður forsetann. Juppé hef-
ur einnig verið borgarstjóri Bordeaux.
Þykir gáfaður
en hrokafullur
Alain Juppé.