Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HARALDUR JÓHANNSSON, Skeljanesi 2, lést laugardaginn 24. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. Sérstakar þakkir eru færðar síra Braga Skúlasyni og starfsfólki Landspítala í Fossvogi fyrir umönnun og umhyggju við hinn látna. Edda Rakel Imsland. Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KARL FRIÐRIK SCHIÖTH, Mávanesi 15, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðju- daginn 10. febrúar kl. 10.30. Unnur Hjaltadóttir Schiöth, Svava Schiöth, Óskar Bjartmarz, Hjalti Schiöth, Halla Bryndís Jónsdóttir, Karl Ottó Schiöth, Helga Halldórsdóttir, Linda Hrönn, Jökull, Karl Friðrik, Ottó Axel og Óðinn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HERMANN GUÐJÓNSSON, Fornhaga 22, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtu- daginn 5. febrúar. Gústaf H. Hermannsson, Guðríður Hermannsdóttir, Þráinn Ingólfsson og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR ARASON bifvélavirkjameistari, Tjarnarlundi 12B, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 11. febrúar kl. 13.30. Hulda Þórarinsdóttir, Ari Halldórsson, Lütfiye Kaptan Halldórsson, Gyða Þuríður Halldórsdóttir, Jón Ragnarsson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI SIGURJÓNSSON flugvélstjóri, Þórsgötu 6, Reykjavík verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánu- daginn 9. febrúar kl. 13.30. Ásdís M. Gísladóttir, Einar R. Sumarliðason, Edith S. Gísladóttir, Þóra Íris Gísladóttir, Jón Árnason, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF ERLA HJALTADÓTTIR, Borgargerði 9, Reykjavík, andaðist á heimili sínu aðfaranótt föstudagsins 6. febrúar sl. Jarðarför auglýst síðar. Magnús Einarsson, Svanborg A. Magnúsdóttir, Guðmundur H. Davíðsson, Hjalti Magnússon, Susana Papazion, Anna S. Magnúsdóttir, Atli Þór Kárason og barnabörn. ✝ Stefán Aðal-steinsson fæddist í Krosshjáleigu á Berufjarðarströnd 18. nóvember 1923. Hann lést á dvalar- heimilinu Helgafelli á Djúpavogi 19. jan- úar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Aðalsteins Pálssonar (f. 1889) og Karólínu Auðuns- dóttur (f. 1893), sem lengst af bjuggu á Djúpavogi og reistu sér húsið Svalbarð á tanganum milli Innri- og Ytri- Gleðivíkur. Karólína og Aðal- steinn eignuðust tíu börn. Elst var Guðbjörg, f. 1916, d. 1969; Frið- rika Margrét, f. 1917, d. 2002; Katrín Auðbjörg, f. 1919, d. 1977; Pálmundur og Ingi- björg, létust í frum- bernsku; Stefán, sem hér er minnst; Har- aldur, f. 1926; Karl Ingimundur, f. 1927, d. 1996; Björn, f. 1931; og Lilja, f. 1933. Eftirlifandi eigin- kona Stefáns er Rósa Elísabet Jónsdóttir, f. 1926, frá Tóvegg í Kelduhverfi. Þau eignuðust sex börn sem öll eru á lífi. Þau eru: Hafsteinn Esjar, f. 1944; Pálína, f. 1949; Jón Að- alsteinn, f. 1954; Ingibjörg Helga, f. 1957; Sóley, f. 1959; og Guð- björg, f. 1968. Útför Stefáns var gerð frá Djúpavogskirkju hinn 24. janúar. Andlát góðs kunningja míns, Stef- áns Aðalsteinssonar í Rjóðri í Djúpa- vogi, kom okkur vinum hans og kunn- ingjum á óvart. Þennan sama dag og dagana á undan, höfðum við séð til hans á ferð á jeppanum, eins og svo oft áður, að sinna ýmsum viðgerðar- og smíðaverkefnum. Ekki voru margar vikur liðnar síð- an við höfðum séð hann leysa land- festar og halda út á fjörðinn á trillunni með handfærið og byssuna til að svip- ast um eftir veiði. Þó höfðum við rennt grun í að heilsa hans væri eitt- hvað að gefa sig, þar sem hann hafði um tíma verið á dvalarheimilinu sér til hvíldar og hressingar. Stefán ólst upp í stórum systkina- hópi, elstur fjögurra bræðra. Stefán byrjaði ungur sjómennsku og sjó- mennska varð hans aðalstarf og var hann ýmist formaður á minni bátum, er hann eignaðist og gerði út, eða skipverji á stærri skipum hjá öðrum útgerðarfélögum, m.a. á skipum Bú- landstinds hf. á Djúpavogi. Ungur að árum var Stefán heiðr- aður fyrir einstætt björgunarafrek, er hann einn á báti bjargaði mörgum mönnum af litlum báti, sem hvolft hafði fyrir utan höfnina á Djúpavogi í janúar 1944. Í bókinni „Þrautgóðir á raunastund“ (3. bindi bls. 69 –70) seg- ir svo: „Þennan dag hafði Stefán Að- alsteinsson, Djúpavogi, verið að reyna að koma vél báts síns í gang, og er það hafði tekist, verður honum litið út á voginn og sér þá í svartan kjöl bátsins. Brá hann þegar við og hélt til hjálpar. Tókst honum að bjarga níu mannanna.“ Stefán var snjall veiðimaður og hafði yndi af að dveljast á fjöllum bæði á rjúpna- og refaveiðum, enda oft til hans leitað, ef refir gerðust skeinuhættir sauðfé bænda. Dali og fjöll inn af syðstu fjörðum Austfjarða þekkti hann vel og átti þar mörg spor. Oftast fór hann þar um fótgangandi, enda léttur á fæti og þrekmikill. Auk sjómennskunnar var Stefán einn af þeim sem stundaði vörubílaakstur á fremur lélegum vegum. Ók hann um skeið nýjum Bedford-vörubíl sem Kaupfélag Berufjarðar keypti milli 1940–50. Var sá bíll mikið notaður til að flytja nauðsynjavörur heim til bænda á félagssvæðinu. Kom sér þá oft vel þrek og dugnaður Stefáns. Ég minnist þess enn frá árunum upp úr 1940 að hafa stundum séð til Stefáns fótgangandi með byssu um öxl í birtingu með stefnu á Búlands- dal. Á þeim árum létu menn af Djúpa- vogi sig ekki muna um að skokka að heiman inn í Búlandsdalsbotn, 12–14 km leið, skjóta rjúpur og bera heim að kvöldi byrði sem stundum mun hafa vegið 40–60 kg. Þetta var einn þáttur í að sjá heimilinu farborða og ekki um neinar bílferðir að ræða á þeim árum. Oft var Stefán Aðalsteinsson fremst- ur í þessum veiðimannaflokki, fyrstur á veiðisvæðið, fengsælastur og léttur á fæti á heimleið með drjúga byrði í rökkri eða jafnvel vetrarmyrkri. Rúmlega sjötugur tók Stefán að sér skipstjórn á farþegaferjunni Gísla í Papey og sá um það starf í þrjú sum- ur með ágætum, enda þaulkunnugur þessari leið þar sem harðir straumar streyma og krappar öldur rísa. Einn- ig annaðist hann gæslu vita á Beru- fjarðarsvæðinu um tíma. Hagur var Stefán á tré og járn svo sem verið hafði Aðalsteinn faðir hans. Síðustu árin hér við Gleðivíkina greip hann í að smíða nokkra litla báta, ým- ist fyrir sjálfan sig eða vini og kunn- ingja, báta sem dugðu ágætlega til skemmtunar og mataröflunar fyrir heimili eigendanna. Þau Stefán og Rósa byggðu sér hús á sjávarbakkanum skammt frá Sval- barði og nefndu Sæbakka. Þar ólust upp sex börn þeirra, tveir drengir og fjórar stúlkur. Á efri árum fluttu þau í minna húsnæði nær daglegri þjón- ustu. Síðustu árin hafa þau búið í Rjóðri, en Stefán síðustu mánuðina dvalið að mestu á dvalarheimilinu Helgafelli. Innilegar samúðarkveðjur viljum við hjónin færa Rósu og fjöl- skyldu hennar. Ingimar Sveinsson. STEFÁN AÐALSTEINSSON ✝ Þórný Magnús-dóttir fæddist í Borgarnesi 3. nóvem- ber 1923. Hún lést á Droplaugarstöðum 29. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ragnhildur Hannesdóttir, f. 4.7. 1905, d. í mars 1969, og Magnús Þórðar- son, f. 24. júlí 1900, d. í ágúst 1932. Stjúp- faðir Jón Ásgeir Guð- mundsson, f. 18.6. 1895, d. í febrúar 1981. Systkini Þór- nýjar eru Helga Magnúsdóttir, f. 1922, d. 2003, Þórður, f. 1927, dá- inn 1987, óskírð systir, fædd og dáin 1931, og Hörður Jónsson, f. 1934. Þórný ólst upp í Reykjavík. Hún gift- ist 16. júlí 1955 Guð- mundi Kolbeini Ei- ríkssyni, prentara, f. 19.9. 1906, d. 22.9. 1987. Dóttir þeirra er Þórdís Guð- mundsdóttir, f. 1950, maki Helgi Hákon Jónsson, f. 1939, börn hennar Örn Símonarson og Klara Helgadóttir. Sonur Guðmundar frá fyrra hjónabandi er Runólfur Þór, sem býr í Bandaríkjunum. Hans börn eru Gústaf, Ingibjörg Svana, Arn- heiður, Leifur og Erna Petrea. Útför Þórnýjar fór fram í kyrr- þey. Klukkan er 17 mínútur yfir mið- nætti fimmtudaginn 29. janúar 2004. Við erum stödd í sjúkrastofu á Drop- laugarstöðum nánasta fólkið hennar, ég, Dísa, konan mín og einkadóttir hennar, börnin okkar tvö, Klara og Öddi, auk Harðar bróður hennar, uppáhaldsfrændans í fjölskyldunni. Þórný tengdamóðir mín er að draga andann í síðasta sinn. Aldrei hefi ég áður fundið jafnsterk bönd tengja saman þennan litla hóp. Ég kynntist Dísu fyrir nærri 28 ár- um og var þá ekki allsendis velkominn hjá Þórnýju. Guðmundur pabbi Dísu sagði við mig að hún mundi aldrei við mig tala, hann þekkti sína konu. Það fór þó svo að með okkur tókst samband sem ekki var í anda tengda- mömmusagnanna, heldur átti eftir að eflast og styrkjast þar til yfir lauk. Saman keyptum við húsið Berg- staðastræti 50a. Við Dísa settumst að á efri hæðunum tveim og Þórný og Guðmundur niðri. Reyndist þetta giftusamlegt sambýli í yfir 20 ár sem allir nutu góðs af. Börnin okkar af nánd, umhyggju og kennslu afa og ömmu og eftir að Guðmundur féll frá 1987 bjó Örn sonur okkar að mestu niðri hjá ömmu sinni. Þá gat Dísa bet- ur sinnt mömmu sinni í veikindum hennar vegna nándarinnar búandi í sama húsi. Þórný reyndist barnabörnum mín- um af fyrra hjónabandi besta langamma sem „amma niðri á Bestó“. Þórný var einstök kona. Hún var svo mikill sjúklingur alla tíð að Dísa átti ekki von á því að hún næði 40 ára aldri. Hún gerði gott betur en hún varð 80 ára í nóvember síðastliðnum. Öll árin var hún stöðugt inn og út af spítala. Mest þjáði hana slæmur astmi, en auk þess nærri allt sem nöfnum tjáir að nefna. Margoft vor- um við kölluð til í skyndi til að kveðja hana, en í hvert sinn reis hún upp aft- ur. Sumir vildu meina að hún lifði á þrjóskunni, en ég var í engum vafa um að hennar einstaka létta lund og það að hafa stöðugt gaman af lífinu í öllum sínum veikindum var hennar lífskraftur, slíkur kraftur að hann var beinlínis smitandi og streymdi til okk- ar sem nutum návistar hennar. Eitt sinn fyrir mörgum árum keyrði ég hana í eftirlit upp á Land- spítala til Friðþjófs Björnssonar læknis, en hann annaðist hana árum saman. Kom hann þá siglandi fram ganginn til mín inn á biðstofuna til að taka í höndina á mér og þakka mér fyrir að sinna Þórnýju. Samband þeirra sem læknis og sjúklings var sérstakt og fannst mér þakkarhlut- vekinu eilítið við snúið. Minnisverð atvik eru ótalmörg í hennar sjúkrasögu. Síðast fyrir tveim árum var hún liggjandi á sjúkrahús- inu í Fossvogi og við þar stödd enn einu sinni til að kveðja. Svo kvalin var hún, að þrátt fyrir hámarksskammt kvalastillandi lyfja fannst mér andlit hennar eins og málverk Munks, Ópið. Læknirinn tjáði okkur að hans ágisk- un væri að maginn hefði rifnað og væri það orsök kvalanna. Vildi hann skera hana upp með það sama og freista þess að lina þjáningarnar, vita- skuld upp á von og óvon. Morguninn eftir heimsóttum við Þórnýju á gjör- gæsludeild spítalans. Hún var geisl- andi af gleði og lífi og hefði verið til í að stökkva framúr hefði hún ekki ver- ið tengd fjölda leiðslna við hin ýmsu lækningatæki. Minningarnar úr sam- búðinni eru margar og ekki síður tengdar gleðilegum atburðum á Bergstaðastræti og víðar, svo sem jól- um, fermingu barnanna og ferðum okkar saman, t.d. ferð til Skotlands á 70 ára afmæli Þórnýjar, hennar fyrstu og einu utanlandsferð um dag- ana. Þórný var alltaf miðpunktur lífs- gleðinnar. Síðustu tvö árin var Þórný vistuð á Landspítala, lengst af á Landakoti, en þó fær um að heim- sækja okkur öðru hvoru til helgar- dvalar á okkar nýja stað í Garðabæ, sem hún samgladdist okkur með af heilum hug. Lokastaðurinn var svo í þrjá mánuði á Droplaugarstöðum. Ég kveð elskaða tengdamóður mína sem ég bæði virti og dáði. Ég sakna hennar sárt. Helgi Hákon. ÞÓRNÝ MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.