Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 60
DAGBÓK 60 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Vigri kemur í dag. Fréttir Fjölskylduhjálp Ís- lands Eskihlíð 2–4 í fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum og fatnaði, mánudaga kl. 13–17. Úthlutun mat- væla og fatnaðar þriðjudaga kl. 14–17. Sími á skrifstofu er 551 3360, netfang dal- ros@islandia.is, gsm hjá formanni 897 1016. Mannamót Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Spari- dagar Hótel Örk 15. til 19. mars. Skráning í rútuna sem fer frá Hraunseli sunnudaginn 14. mars kl. 16, í Hraun- seli, sími 555 0142. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ. Pútt- kennsla í Íþróttahúsinu Varmá, á sunnudögum kl. 11–12. Gerðuberg, félagsstarf. Leikhúsferð í Þjóðleik- húsið „Sólin gleymdi dagsins háttatíma“, skráning hafin, s. 575 7720. Á morgun koma gestir frá Vest- urgötu 7 eftir hádegi. NA (Ónefndir fíklar). Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opn- ir fundir kl. 21 á þriðju- dögum í Héðinshúsinu og á fimmtudögum í KFUM&K, Austur- stræti. ITC Harpa. Fundur verður þriðjudaginn 10. febrúar kl. 20 á þriðju hæð í Borgartúni 22. Gestir velkomnir. Tölvupóstfang ITC Hörpu er itch- arpa@hotmail.com, heimasíða http:// www.life.is/itcharpa. Nánari upplýsingar gefur Guðbjörg í síma 553 0831. Kvenfélag Bústaða- sóknar. Aðalfundurinn verður mánudaginn 9. febrúar kl. 20 í safn- aðarheimilinu. Bólstaðarhlíð 43. Fimmtudaginn 12. febrúar verður farið á safnasýninguna í Gerðubergi og á eftir veður heitt súkkulaði og meðlæti á A. Han- sen. Endað á sýningu Ingveldar Einarsdóttur á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Lagt af stað stundvíslega kl. 13.30. Skráning í síðasta lagi miðvikudaginn 11. febr- úar, sími 568 5052. Skátamiðstöðin. End- urfundir skáta eru ann- an mánudag í mánuði. Næsta samverustund verður mánudaginn 9. febrúar kl. 12. Súpa og brauð. Jóhanna Krist- insdóttir segir frá ferð íslenskra kvenskáta á skátamót í Finnlandi sumarið 1949. Styrkur. Opið hús verð- ur í Skógarhlíð 8 þriðju- daginn 10. febrúar kl. 20. Fundarefni: Þóar- inn Sveinsson yfirlækn- ir: krabbamein og ald- ur, Garðar Mýrdal eðlisfræðingur: geisla- meðferð, allir velkomn- ir. Minningarkort Minningarkort Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar ( K.H.), er hægt að fá í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, 220 Hafn- arfirði s. 565 1630 og á skrifstofu K.H., Suðurgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544 5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í s. 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í s. 551 7868 á skrifstofu- tíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingadeildar Landspítalans í Kópa- vogi (fyrrverandi Kópa- vogshæli), s. 560 2700 og skrifstofu Styrkt- arfélags vangefinna, s. 551 5941, gegn heim- sendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í s. 565 5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroskahjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í s. 588 9390. Hranfkelssjóður (stofn- að 1931) minningarkort afgreidd í s. 551 4156 og 864 0427. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í s. 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Í dag er sunnudagur 8. febrúar, 39. dagur ársins 2004, Níu- viknafasta. Orð dagsins: Honum bera allir spámennirnir vitni; að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrirgefningu syndanna. (Post. 10, 43.)     Í lögum um fjármálafyr-irtæki eru ákvæði sem hafa það að markmiði að tryggja dreifða eignarað- ild í sparisjóðum lands- ins, segir Ögmundur Jón- asson á heimasíðu sinni og vitnar í 70. grein lag- anna þar sem segir: „Stofnfjáreigendur skulu eiga jafnan atkvæðisrétt nema öðruvísi sé ákveðið í samþykktum sparisjóðs. Þó er einstökum stofn- fjáreigendum aldrei heimilt, fyrir sjálfs sín hönd eða annarra, að fara með meira en 5% af heildaratkvæðamagni í sparisjóði.“     Ögmundur segir síðan:„Í Skagafirði hafa staðið deilur um yfirráð yfir Sparisjóði Hóla- hrepps. Kaupfélag Skag- firðinga á þar stofnfé og í seinni tíð hafa und- irstofnanir og dótturfyr- irtæki kaupfélagsins og síðan í ofanálag einstakir stjórnarmenn á þessum bæjum öðlast stofnhluti. Þykir öðrum stofnfjár- höfum kaupfélagsmenn vilja gerast nokkuð fyrir- ferðarmiklir og bent á framangreinda 5% reglu. Fjármálaeftirlitið virðist hafa verið nokkuð vakl- andi í túlkunum sínum en þó heldur hallast á sveif með kaupfélags- mönnum í tilraunum þeirra til að klífa 5%- múrinn. “     Á fimmtudaginn gerðistþað síðan, segir Ög- mundur, að kaupfélags- stjórinn í Skagafirði, Þórólfur Gíslason, sendi inn á borð Efnahags- og viðskiptanefndar erindi með ósk um að lögum verði breytt á þann veg að 5% reglan verði hrein- lega numin brott. Í rök- semdafærslu kaupfélags- stjórans sagði m.a. um núverandi aðstæður: „Aðilar með 27% stofn- fjár neita þeim aðilum sem sviptir hafa verið at- kvæðisrétti að selja mök- um sínum eða öðrum fjölskyldumeðlimum stofnféð til þess að deilan um sviptingu atkvæð- isréttar verði ekki lengur til staðar, en hún er uppi vegna þess að þessir að- ilar vinna hjá samstæðu Kaupfélags Skagfirðinga (starfsmenn KS samstæð- unnar eru nú um 500– 600) Rétt er að geta þess að ef þeir hættu að vinna hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga eða félögum á veg- um þess þá fá þeir at- kvæðisréttinn…“     Ögmundur segir þettarétta ályktun „en er það boðlegt virðulegu Kaupfélagi Skagfirðinga að ganga þetta langt til þess að stjórnendur og áhrifamenn í Kaupfélag- inu innlimi Sparisjóð Hólahrepps í sitt ríki? Eftir því sem ég fregna snýst deilan ekki um stofnfjárhluti starfs- manna Kaupfélagsins al- mennt heldur um lyk- ilaðila sem stýra því fyrirtæki og þar með yf- irráð Kaupfélags Skag- firðinga yfir Sparisjóði Hólahrepps.“ STAKSTEINAR Vill reglu um hámarks- atkvæðisrétt burt Víkverji skrifar... Víkverja finnst að umhverf-issóðar séu farnir að færa sig upp á skaftið – það er að segja menn sem bera ekki virðingu fyrir umhverfi sínu í umgengni. Það hef- ur lengi loðað við hóp Íslendinga að kasta ýmsu lauslegu úti á götum um borg og bæ. Henda ýmsum hlutum út úr bílum á ferð um þétt- býli og úti á vegum á landsbyggð- inni. Margir hafa leikið þann leik að skilja ýmislegt drasl eftir á tjald- svæðum eða í þjóðgörðum víðs veg- ar um land. Sumir leika þann leik að taka til í görðum og á lóðum sínum – setja ýmsan garðúrgang í poka og koma þeim síðan út fyrir lóðarmörk sín. Umhverfissóðar hafa nú séð sér nýj- an leik á borði til gera umhverfi sitt sóðalegt. Þeir eru byrjaðir að koma ýmsum heimilisúrgangi fyrir í pokum og kössum við blaðagáma víðs vegar um bæ. Það má oft sjá haug af ýmsum úr- gangi í pokum og pappakössum við blaðagám við verslunarmiðstöðina Grímsbæ við Bústaðaveg. Þegar hvessir fýkur úrgangurinn um allt nágrennið, íbúum til ama og leiðinda. Víkverji telur að það sé löngu kominn tími til að skera upp herör gegn um- hverfissóðum, sem bera ekki virðingu fyrir umhverfi sínu. x x x Það er ljóst að margir eru afaróánægðir með breytingar sem hafa verið gerðar og eru fyrirhugaðar í millilandaflugi Flugleiða. Nú þegar þurfa farþegar að greiða fyrir ávaxta- safa og gosdrykki, sem áður voru ókeypis og flugfreyjur helltu ávaxta- safa úr könnum í glös farþega. Eftir breytingarnar eru litlar fernur seldar á mismunandi verði, allt frá 86 kr. upp í 116 kr. – mismunur á sömu vör- unni er 30 kr. Fernan er seld á 100 kr. ísl., 1 evru, 10 danskar og 10 norskar krónur. Ódýrast er að kaupa fernuna fyrir eina evru (86 kr. ís.), en dýrust er fernan er hún er keypt fyrir 10 kr. danskar (116 kr. ísl.). Vinur Víkverja var ekki ánægður með þjónustuna hjá Flugleiðum, er hann fór úr landi og kom til lands á dögunum. Hann flaug einnig með SAS á ferð sinni, þar sem allir drykk- ir um borð – frá ávaxtasafa upp í sterka drykki – voru ókeypis. Þá flaug hann með flugfélaginu Adría, sem er ekki þekkt. Þar var boðið upp á gosdrykki, ávaxtasafa, bjór og létt- vín farþegum að kostnaðarlausu. Á næstunni verður ekki borinn fram matur um borð í vélum Flug- leiða – farþegar fá brauð og kex í poka. Einn af talsmönnum Flugleiða sagði á dögunum að það væri óþarfi að bjóða upp á mat, þar sem flestir farþegar væru búnir að fá sér að borða áður en þeir færu um borð í flugvélar. Það getur vel verið að það sé rétt. Víkverji veit að flestir farþegar versla í fríhöfnum áður en þeir fara í flug. Væri því ekki þjóðráð að láta flugfreyjur hætta að teppa aðgang farþega að salernum í flugi, með því að vera að selja varning, sem flestir kaupa í fríhöfnum en fáir í háloftum – eins og slæður, snyrtivörur, sælgæti, sígarettur og vindla? Vinur Víkverja sagði að það væri ekki gott þegar hágjaldaflugfélag héldi að það gæti veitt sömu þjónustu eða verri en lágfargjaldaflugfélög. Morgunblaðið/Golli Hér hafa umhverfissóðar verið á ferð. LÁRÉTT 1 beygja, 4 glyrna, 7 veik, 8 fárviðri, 9 miskunn, 11 skrifaði, 13 hlífa, 14 jarð- arför, 15 kjáni, 17 vítt, 20 sjór, 22 seiga, 23 meðalið, 24 hafna, 25 heyið. LÓÐRÉTT 1 trjástofn, 2 komu- manni, 3 heimili, 4 stólpi, 5 fatnaður, 6 streyma, 10 svana, 12 ræktað land, 13 bókstafur, 15 áfjáð, 16 forsmán, 18 ósætti, 19 veðurfarið, 20 rófu, 21 bráðin tólg. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hraklegur, 8 pokar, 9 illur, 10 inn, 11 líran, 13 sænga, 15 barðs, 18 áttan, 21 vit, 22 lygna, 23 túðan, 24 varfærnar. Lóðrétt: 2 rýkur, 3 körin, 4 efins, 5 uglan, 6 spöl, 7 erta, 12 auð, 14 æst, 15 báls, 16 ragna, 17 svarf, 18 áttir, 19 tuðra, 20 nánd. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html ER að leita upplýsinga um hverjir eru á þessum myndum. Þeir sem þekkja fólkið og/eða geta gefið upplýsingar eru beðnir að hafa samband við Kolbein Sæmundsson í síma 5516862 eða senda upplýs- ingar á netfangið: kol- beinn@mr.is. Þekkir einhver til Ford-eyðimerk- urtrukka/steinbíts- hausa? HÉR má sjá bíl Guðmund- ar Jónassonar fjallabíl- stjóra í fjallaferð. Bíllinn var kanadískur herbíll og duglegur til þeirra verka sem Guðmundur ætlaði honum. Bílar af þessari gerð voru sérstakir meðal annars fyrir það að fram- rúðustykkið hallaði inn undir sig að framan. Þeir voru kallaðir „kanadískir Chevroletar,“ „eyðimerk- urtrukkar“ og sums staðar „steinbítshausar“ – af því þeir þóttu svo ljótir. Spurt er: Er til mynd af svona bíl í þjónustu erlends setuliðs á Íslandi – sannanlega tekin á stríðsárunum, í síðasta lagi 1945? Man einhver sem eignað- ist svona bíl eftir að hafa keypt hann af Sölunefnd setuliðseigna, eða hefur með höndum pappíra þar að lútandi? Man einhver sem eignað- ist svona bíl eftir að hafa keypt hann af innlendum innflutningsaðila, eða hefur með höndum pappíra þar að lútandi? Raunar voru fáeinir Ford-bílar einnig til hér- lendis með sama útliti. Á einhver mynd af Ford eyði- merkurtrukk/steinbítshaus í íslensku umhverfi? Saga bílsins á Íslandi 1904–2004 Sigurður Hreiðar Sími 566 6272 auto@simnet.is. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Hver þekkir fólkið? 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.