Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 61 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú hefur tæknilega hæfi- leika auk mikils næmis. Þú ferð vandlega yfir hlutina áður en þú fellir dóm og fyr- ir vikið þykir þú forspár. Ef þú treystir á sjálfa/n þig mun árið nýtast vel. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Venus er í merki þínu og mun hjálpa þér að eiga sam- skipti við aðra. Nú er ákjós- anlegur tími til að til að ryðja gömlum ágreiningi úr vegi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú gætir þurft að annast ein- hvern annan eða láta þínar þarfir mæta afgangi vegna þess að einhver þarf á hjálp þinni að halda. Rétt er að sinna kallinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Á næstu dögum er rétti tím- inn til að huga að hópefli og skemmta sér með vinum. Þú munt njóta þín í hvers kyns mannfagnaði. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt þú kunnir að starfa við annað er sennilegt að þú verðir beðin/n um aðstoð við listrænt verkefni af ein- hverjum toga. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nú er rétti tíminn til að fara í ferðalag til að slappa af, þótt það kunni að vera hægara sagt en gert. Þú þarft á til- breytingu að halda og gætir orðið þér úti um hana á heimaslóðum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir átt von á búbót í gegnum maka eða félaga. Velgengni annarra gæti komið sér vel fyrir þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú átt erfitt með að sýna um- hyggju þessa dagana og það mun koma sér vel í um- gengni við vini og þína nán- ustu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Allt sem snertir starfið mun ganga betur nú en áður. Þú munt eiga auðveldara með að starfa með öðrum og þeir með þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú átt auðvelt með að ná sambandi við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki, skemmtanir og frí. Aðrir munu njóta samvista við þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Samskipti við foreldra og fjölskyldu munu batna og þú munt í þokkabót taka til hendinni heimafyrir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur sterka löngun til að koma auga á fegurðina í um- hverfi þínu og munt kunna að meta listaverk sem dag- lega ber fyrir augu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Næstu vikurnar eru ákjósan- legar til samninga um fjár- mál. Þú hefur líka hug á að bæta í fataskápinn og auga- stað á listmunum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VÖGGULAG Rokkið er úti, og regnið á rúðunni streymir. Hjá vöggunni þinni eg vaki og veit, að þig dreymir. Eg veit, að þig dreymir í vöggunni þinni, að nóttin sé harpa og Heimir hræri auðmjúka strengi. Dreymi þig – dreymi þig lengi. Kristinn Reyr LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí 2003 í Lágafells- kirkju þau Rósa Viggósdóttir og Emil Magnússon. Áfram heldur bridsprófið, 10 þrautir, þar sem mest eru gefin 10 stig fyrir rétta lausn. Í þetta sinn er lesand- inn í austur í vörn gegn fjór- um spöðum: Þraut fimm: Norður ♠1053 ♥K8 ♦DG32 ♣D1095 Austur ♠64 ♥ÁD65 ♦74 ♣ÁK862 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Það er út af fyrir sig fræðilegt vandamál hvort austur eigi að blanda sér í sagnir við tveimur spöðum, annaðhvort með dobli eða þremur laufum, en hér hefur hann tekið varfærna af- stöðu. Ókosturinn við dobl er sá að makker gæti svarað með þremur tíglum, og lauf- ið er heldur óþétt til að þola innákomu á þriðja þrepi. En allt er þetta málinu óviðkomandi. Vandinn er að hnekkja fjórum spöðum. Það hefði verið ljúft að fá út hjarta, en makker byrjar á laufsjöunni, sem er ann- aðhvort ein á ferð eða hærra frá tvíspili. Hvernig á að verjast? – – – Norður ♠1053 ♥K8 ♦DG32 ♣D1095 Vestur Austur ♠D9 ♠64 ♥G97432 ♥ÁD65 ♦965 ♦74 ♣74 ♣ÁK862 Suður ♠ÁKG872 ♥10 ♦ÁK108 ♣G3 Lausn: Eitt vekur sér- staka athygli: suður á ekkert sérlega mikið af punktum fyrir stökki sínu í fjóra spaða. Sem bendir til að hann sé að melda svolítið út á góða skiptingu. Það má slá því föstu að hann eigi ÁK í tígli og ÁK í spaða a.m.k. Og sennilega á hann tíu spil í báðum litum, 5–5 eða 6–4. Ef þetta er rétt ályktað þá fær austur sennilega aldrei nema einn slag á hjarta. En til að byrja með ætti hann að taka fyrsta slaginn á laufás, ekki kóng, því ef makker á eitt lauf er rétt að sýna styrk í hjartanu. Síðan kemur laufkóngur. Þegar makker fylgir þar lit er örugglega best að leggja niður hjartaás áður en þriðja laufinu er spilað. Þá er nóg að makker eigi Dx í spaða eða Gxx. Stig: Ofanrakin vörn: 10 stig. (Og líka fyrir KÁ í laufi, hjartaás og lauf, þó ekki sé það jafn nákvæmt.) Fyrir að spila ÁK og áttu í laufi færðu 4 stig, en 3 fyrir KÁ og áttu. Meira er ekki að hafa. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 e6 5. e3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. g4 dxc4 8. Bxc4 b6 9. e4 Bb7 10. e5 c5 11. exf6 Bxf3 12. fxg7 Hg8 13. Dxh7 Rf6 14. Bb5+ Ke7 15. Bg5 Bf4 16. Dh3 Bxh1 17. Bxf4 Dxd4 18. Dg3 Re4 19. Dh4+ Df6 20. g5 Df5 21. O-O-O Had8 22. Hxd8 Kxd8 23. Bd3 Hxg7 24. Rxe4 Hh7 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Bermúda. Boris Gelfand (2709) hafði hvítt gegn Alexand- er Shabalov (2623). 25. Bc7+! og svartur gafst upp enda verð- ur hann manni undir eftir 25... Kxc7 26. Dg3+ e5 27. Rf6. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Giov- anni Vescovi (2633) 7 vinn- inga af 10 mögulegum 2. Boris Gelfand (2709) 6½ v. 3. Sergei Movsesjan (2639) 6 v. 4. Viorel Iordachescu (2634) 4 v. 5. Alexander Shabalov (2623) 3½ v. 6. Bartlomiej Macieja (2653) 3 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Glæsileg hús og íbúðir Dollarinn mjög hagstæður 70-75% lán og lágir vextir Upplýsingar í síma 4076283606 netfang: sigridreal@aol.com Sími 698 1635. Flórída - Flórída MEÐ MORGUNKAFFINU         FRÉTTIR NÍTJÁN ára piltur hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og fíkniefnalaga- brot. Tveir aðrir menn, 20 og 22 ára, sem ákærðir voru í sama máli, hlutu 30 daga og þriggja mánaða fangelsi en refsing þeirra var skilorðsbundin til þriggja ára. Tveir mannanna brutust inn í íbúðarhúsnæði í Grafarvogi í apr- íl í fyrra og stálu fartölvu að verðmæti um 200.000 kr. og GPS- tæki að verðmæti um 75.000 kr. Sá er þyngstan dóminn hlaut var einnig dæmdur fyrir fíkni- efnalagabrot í málinu, en hann reyndist hafa í vörslu sinni 8,85 grömm af amfetamíni á heimili sínu er afskipti voru af honum höfð daginn eftir framangreint innbrot. Á hann langan sakarferil að baki þrátt fyrir ungan aldur og hefur ítrekað hlotið skilorðs- dóma og ítrekað rofið skilorð. Sakarferill þess er þriggja mánaða dóminn hlaut er einnig nokkur og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar, ásamt því að hann braust inn í íbúðarhús og framdi brot sitt í félagi við annan mann. Jafnframt var horft til þess að hann játaði brot sitt greiðlega. Sá er léttasta refsingu hlaut var dæmdur fyrir hlutdeild í þjófnaði með því að hafa veitt hinum tveimur upplýsingar um aðstæður og innbú í íbúðarhús- næðinu sem þeir brutust inn í, en greiða átti honum fyrir upplýs- ingarnar með fíkniefnum. Dóminn kvað upp Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari. Nítján ára dæmdur í 12 mánaða fangelsi FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali GENGI GJALDMIÐLA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.