Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 10.20. B.i. 14 Kvikmyndir.com Tilnefning til óskarsverðlauna1 Sannkölluð kvikmyndaperla í anda Forrest Gump. Í leikstjórn Tim Burtons. Sýnd kl. 5.45 og 8.Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. „Glæsilegt ævintýri. Hreinn unaður frá upphafi til enda.“ Fréttablaðið SV Mbl. BILL MURRAY SCARLETT JOHANSSON TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE-VERÐLAUNA. M.A. SEM BESTA MYNDIN OG BESTI AUKALEIKARI MIÐAVERÐ KR. 500. FRUMSÝNING FRUMSÝNING ÓHT Rás2 Allir þurfa félagsskap „Dýrmætt hnossgæti“ EPÓ Kvikmyndir.com Vann 3 Golden Globe Besta gamanmynd Besta handrit Besti gamanleikari í aðalhlutverki Ein athyglisverðasta mynd ársins ann olden lobe esta ga an ynd esta handrit esti ga anleikari í aðalhlutverki Ein athyglisverðasta ynd ársins Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta mynd, besti leikstjóri, besta handrit og besti leikari í aðalhlutverki 4 Sýnd kl. 2 og 4. Íslenskt tal Sýnd kl. 2. HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 1.40, 3.45, 5.50 og 8. Stórskemmtileg gamanmynd með Brittany Murphy (8 Mile og Just Married) sem fer að passa ríka litla stelpu eftir að hún stendur uppi peningalaus. Með hinni frábæru Dakotu Fanning. Tilnefning til óskarsverðlauna1 Sýnd kl. 10.15. B.i. 14 ára.Sýnd kl. 4 og 8. B.i. 12. kl. 2, 6 OG 10 Yfir 90.000 gestir TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE-VERÐLAUNA. M.A. SEM BESTA MYNDIN OG BESTI AUKALEIKARI 11 Tilnefningar til óskarsverðlauna Kvikmyndir.com ÓHT Rás2 Sýnd kl. 2.30, 5.20, 8 og 10.40.Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. Sannkölluð kvikmyndaperla í anda Forrest Gump. Í leikstjórn Tim Burtons. „Glæsilegt ævintýri. Hreinn unaður frá upphafi til enda.“ Fréttablaðið SV Mbl. FRUMSÝNING Sýnd kl. 2. Með ísl. tali. Allir þurfa félagsskap Vann 3 Golden Globe Besta gamanmynd Besta handrit Besti gamanleikari í aðalhlutverki Ein athyglisverðasta mynd ársins ann olden lobe esta ga an ynd esta handrit esti ga anleikari í aðalhlutverki Ein athyglisverðasta ynd ársins „Dýrmætt hnossgæti“ EPÓ Kvikmyndir.com Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta mynd, besti leikstjóri, besta handrit og besti leikari í aðalhlutverki4 Ekki er svo langt síðan svo virt-ist sem franskir tónlist-armenn væru í þann mundað leggja undir sig heiminn. Etienne de Crecy / Motorbass, Kid Loco, Alex Gopher, Les Rythmes Di- gitales, Daft Punk, Cassius, Dimitri from Paris og Air voru á allra vörum, báru með sér nýjar hugmyndir, ljúfa söngvæna raftónlist í bland við frum- lega útúrsnúninga á tónlistarhefðum. Hápunktur þessarar bylgju var und- ir lok síðasta áraugar en eins og hendi væri veifað var allt fallið í ljúfa löð aftur, Frakkarnir eiginlega allir horfnir. Sú hljómsveit sem lengst náði í frönsku raftónlistarbylgjunni var Air, sem varð gríðarlega vinsæl þó aldrei hafi hún náð hátt á vinsælda- listum. Fyrsta breiðskífa sveit- arinnar, Moon Safari, seldist þó mjög vel en aðallega rataði tónlistin í sjón- varp – auglýsingar og sjónvarps- þætti. Hún var einhvern veginn þannig, forvitnileg og skringileg án þess þó að vera ögrandi og skrýtin. Framhaldið var þó annað en menn kannski bjuggust við. Air-menn eru þeir Nicolas Godin og Jean-Benoît Dunckel. Þeir hafa verið vinir frá táningsaldri, kynntust í skóla og stofnuðu saman hljómsveit sem kallaðist Orange. Sú sveit náði nokkurri hylli meðal raftónlistarvina í Frakklandi en mætti litlum skiln- ingi hjá plötufyrirtækjum svo þeir gáfust upp á hljómsveitastússi um tíma, Godin fór að læra arkitektúr en Dunckel í kennaraskóla til að læra til stærðfræðikennara. Með fram náminu hélt Godin áfram að semja tónlist og átti meðal annars lag á safnplötu frá Virgin í Frakklandi sem barst víða, meðal annars í hendurnar á Mo’ Wax mönn- um sem gáfu lagið út í Bretlandi. Um það leyti voru þeir Godin og Dunckel teknir að vinna saman aftur, nú undir nafninu Air, og áhuginn í Bretlandi og síðar í Bandaríkjunum varð til þess að nú vildu allir gefa þá út. Fyrsta skífan, áðurnefnd Moon Saf- ari, kom svo út sumarið 1998. Næsta verkefni Air-manna var að gera tónlistina við kvikmynd Sophia Coppola, The Virgin Suicides, sem kom út tveimur árum á eftir Moon Safari og var almennt vel tekið, dreg- ur nokkuð dám af Moon Safari þó hún sé frekar safn af hugmyndum og hugdettum en heilsteypt plata, átti heldur ekki að vera það og ekki að vera næsta eiginlega plata á eftir Moon Safari. Byrjað upp á nýtt Þegar kom að því að taka upp nýja hljóðversplötu voru þeir félagar orðnir leiðir á stemningunni á Moon Safari, að því er þeir segja sjálfir. Þeir gátu ekki hugsað sér að gera þá plötu aftur, vildu gera eitthvað nýtt og forvitnilegt og helst að byrja upp á nýtt, ef svo má segja, gleyma öllu sem þeir höfðu áður gert. Afrakst- urinn varð 10,000 Hz Legend, kom út 2001, plata sem fáir kunnu að meta og enn færri keyptu. Lítil sala á skíf- unni var þeim eðlilega nokkurt áfall og ekki síður sú yfirhalning sem þeir fengu frá gagnrýnendum sem áður máttu ekki vatni halda af hrifningu – nú tættu þeir þá Godin og Dunckel í sig og fundu þeim allt til foráttu. „Okkur fannst 10,000 Hz Legend það besta sem við höfðum gert fram að því,“ segja þeir í dag: „Og okkur finnst hún enn vera frábær plata.“ Eftir átökin við að kynna 10,000 Hz Legend tóku þeir félagar sér stutt frí til að ná áttum, en komu sér síðan af stað aftur á næstsíðasta ári, eyddu árinu að mestu í hljóðveri sínu í París, sömdu 40 lög. Átján þeirra voru samin við skáldsögu ítalska rit- höfundarins Alessandro Barrico og nítján voru fyrir ballett eftir franska danshöfundinn Angelin Preljocaj. Að þeim verkum loknum tóku þeir svo til við að búa til plötu fyrir sjálfa sig, settu saman tíu lög til viðbótar og kölluðu Talkie Walkie. Tvö laganna á plötunni enduðu reyndar í kvik- myndum, eitt, Alone In Kyoto, í myndinni Glötuð þýðing eftir Sofia Coppola, sem gerði einnig The Virg- in Suicides, og hitt, Mike Mills, var skrifað fyrir kvikmynd félaga þeirra Mike Mills. Eitt af því sem gerði Moon Safari eins heilsteypta og hún vissulega er var að þeir Godin og Dunckel unnu hana nánast að öllu leyti sjálfir. Á nýju skífunni eru þeir aftur einir á ferð og syngja líka allt sjálfir. Að því er þeir segja sjálfir varð tónleikaferð vegna 10,000 Hz Legend til þess að þeir ákváðu að syngja allt sjálfir, enda þá búnir að syngja allt sem þurfti að syngja á ríflega 100 tón- leikum. Rabblabb í stað labbrabb Nafn plötunnar hefur orðið mörg- um tilefni vangaveltna, en að sögn Air-manna er það einmitt eins og Frakkar kalla fyrirbærið, þ.e. rabb- labb í stað labbrabb. „Það rímar við það hvernig við búum til tónlist, snú- um hlutunum við,“ sagði Godin í við- tali fyrir skemmstu og bætti við að þeir syngju á ensku vegna þess að þeir væru ekki nógu góðir til að geta slegið í gegn á frönsku. Þeir segja plöturnar sýna þroska- feril þeirra: Á Moon Safari kveðja þeir sakleysi æskunnar, á 10,000 Hz Legend glíma þeir við það að vera miðaldra og á Talkie Walkie eru þeir búnir að sættast við lífið, lognið á eft- ir storminum – platan fjalli um ást- ina; á henni sé allt það sagt sem þeir þori ekki að segja upphátt við stúlk- ur. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Lognið á eftir storminum Franska hljómsveitin Air sló í gegn fyrir löngu með forvitnilega og skringilega tónlist en hvarf síðan sjónum manna um hríð. Nú snýr Air aftur með plötu sem þykir á við það besta sem frá henni hefur komið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.