Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elsku amma Kata og afi Geiri. Ég verð ævinlega þakklát fyrir öll þau ár sem ég fékk að eyða með ykk- ur þó að þau hafi verið alltof fá. Það er svo erfitt að kveðja ykkur bæði með svo stuttu millibili. Þegar þið fóruð yfir móðuna miklu þá fór stór hluti af mér með ykkur, og það besti hlutinn af mér. Ef ég hefði ekki þekkt ykkur væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag. Það var sama hvað þið gerðuð þá lærði maður alltaf eitthvað nýtt af ykkur. Því miður get ég ekki sagt allt sem mig langar að segja við ykkur en það sem ég segi ekki hér í þessari grein geymi ég í hjarta mínu, og þangað get ég alltaf leitað ef mér líð- ur illa eða þarf að tala við ykkur. Þessi grein er eiginlega opinberun fyrir alla hversu yndislegt og gott GUÐGEIR GUÐMUNDSSON OG KATRÍN S. BRYNJÓLFSDÓTTIR ✝ Guðgeir Guð-mundsson fædd- ist í Vík í Mýrdal 19. mars 1927. Hann andaðist á Hjallatúni í Vík 30. desember síðastliðinn. Katrín Sigrún Brynjólfs- dóttir fæddist á Þykkvabæjar- klaustri 14. septem- ber 1926. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 2. jan- úar síðastliðinn. Út- för þeirra var gerð frá Víkurkirkju 10. janúar. fólk þið voruð. Það sem ég er eigin- lega stoltust af er þegar fólk var að líkja mér við þig amma, þótt að ég vissi ekki hvað var svona líkt með okkur, var ég samt alltaf jafn ánægð með það að vera líkt við yndislegustu, fallegustu og bestu manneskju í heimi. Langa vegi haldið hef, hindrun slegið frá mér, til þín dregist torveld skref til að deyja hjá þér. (Sveinn Hannesson frá Elivogum.) Einnig vil ég setja hér smá brot úr söngtexta sem hreif mig á þessum tímamótum. Ef ég myndi hætta að anda í dag vona ég að þetta lag segi þeim sem lifa mig að þeir verði að elska sig. Því líði tímabil frá fæðingu og þangað til þú lygnir aftur augunum í hinsta sinn. (Í svörtum fötum.) Ykkar að eilífu Berglind Guðmundsdóttir. Þegar minnst er ömmu Kötu og afa Geira eins og þau voru oftast kölluð þá hrannast minningarnar upp í meira lagi. Það sem maður minnist þó mest er hversu yndislegar þessar manneskj- ur voru. Örlæti þeirra átti sér engin takmörk og voru þau alltaf tilbúin að leggja sitt af mörkum til að hjálpa öðr- um. Minningar mínar með ömmu og afa eru margar og góðar. Til að mynda man ég að afi kenndi mér fyrst að keyra niðri í fjörunni í Vík þegar ég var svo lítill að þrátt fyrir að afi sæti undir mér þá var tæpt að ég næði að sjá út. Amma kenndi mér einnig margt skemmtilegt en eitt þeirra var til dæm- is hvernig ætti að baka flatkökur en ég náði því aldrei alveg þannig að ég hjálpaði bara við að ganga frá þeim og svoleiðis. Það væri hægt að tala enda- laust um ömmu og afa og það hvað þau kenndu mér margt gott sem ég mun muna alla mína ævi, en nú þegar komið er að því að kveðja ömmu og afa þá kveð ég þau með söknuð í hjarta en um leið ánægður yfir öllum góðu stund- unum sem ég átti með þeim. Takk fyrir allt, amma og afi, og guð blessi ykkur, minning ykkar er ljós í lífi mínu. Reynir Ingi Árnason. Guðjón Matthíasson, harmonikuleikari og tónskáld, er allur sem holdi klæddur einstaklingur. Hann andaðist á Grund, dvalar- og hjúkr- unarheimili, 14. des. sl., og skorti þá rúma fjóra mánuði á að verða 85 ára. Hann var jarðsettur tæpri viku síðar að Ingjaldshóli, þar sem ætt- fólk hans hvílir. Guðjón hafði sterk- ar taugar til átthaganna á Snæfells- nesi. Hann orti ljóð um þá og samdi lög við þau mörg hver. Er þau að finna á hinum mörgu hljómplötum, sem frá honum komu. Síðast kom út geislaplatan „Kveðja til átthag- anna“, sem Skífan hf. gaf út. Árið 1991 stóðum við Guðjón að útgáfu hljómplötunnar Tíminn líður. Vafa- mál er, að sú plata hefði litið dagsins ljós ella. Guðjón var alla ævi lítt fjáður maður, og var það hemill á útgáfu tónverka hans. Þegar ég ámálgaði við Guðjón, að tími væri til kominn, að út yrðu gefin á hljóm- plötu hin mörgu skráðu lög hans, var viðkvæðið jafnan, að til þess að svo mætti verða þyrfti fé, og það væri ekki í hans vörslu. Sorglegt fannst mér, því að vitanlega eru peningar, þótt ágætir séu oft, ekki listinni æðri. Þeir koma og hverfa. Nú er víst of seint um þetta að tala. Guðjón átti sér ekki sterka aðila, sem styddu við bakið á honum fjár- hagslega eða hugsjónalega. Svo virt- ist sem hann væri sniðgenginn af þeim, er tónlistarmálum ráða hér- lendis. Þó skal þess getið, að hann hlaut einhver skipti verðlaun fyrir bestu danslögin. Lög eins og Pip- arsveinapolki, Kveðja til átthag- anna, Stýrimannavals og Til æsku- stöðvanna eiga sér framhaldslíf, ef svo má að orði kveða, og er það meira en sagt verði um marga þá dægurtónlist, sem hærra er hamp- GUÐJÓN MATTHÍASSON ✝ Guðjón Matthías-son fæddist í Ein- arslóni í Breiðavík- urhreppi á Snæfellsnesi 30. apr- íl 1919. Hann lést á Dvalarheimilinu Grund í Reykjavík 14. desember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Ingj- aldshólskirkju 20. desember í kyrrþey. að. Það er sem vissir menn eigi að standa upp úr, en aðra skuli þögnin geyma. Nokkrir velunnarar Guðjóns stóðu fyrir tónlistarhátíð, er hann varð 75 ára. Templara- höllin við Eiríksgötu var þéttsetin aðdáend- um Guðjóns, er hlýddu á ágæta listamenn flyja hvert tónverkið eftir annað eftir tón- skáldið. Það var allt til sóma, en opinberir að- ilar stóðu ekki að þess- ari tónahátíð, heldur vinir og aðdá- endur. Þegar Guðjón varð 80 ára komu allmargir vina hans og vel- unnara saman á efri hæð í Húsi mál- arans við Bankastræti. Þá var Guðjón orðinn nokkuð hrumur líkamlega, en andinn samur og jafn. Sonur Guðjóns, Sverrir, hinn landskunni söngvari, mælti nokkur orð, svo og sá, sem þetta rit- ar. Eins og áður sagði lést Guðjón á Grund, þar sem hann dvaldi nokkr- ar síðustu vikurnar, sem hann lifði. Ég heimsótti hann þar. Þá var mjög af honum dregið. Lengi bjó hann einn í íbúð sinni í Vesturbæ Reykja- víkur. Þar heimsótti ég hann oft. Jafnan greip hann þá í harmonikuna sína og lék fjörug danslög. Gaman væri, ef einhver samtök eða einstak- lingar tækju sig saman og gæfu út það, sem best er til af óútgefnum lögum Guðjóns. Það væri þarft verk. Ég þekkti Guðjón í meira en hálfa öld. Kynntist honum fyrst á Hellis- sandi, er hann heimsótti móður sína, Hansborgu Jónsdóttur á Grund. Með honum var sonurinn Sverrir, sem fyrr er getið, þá tveggja ára, og söng tónrétt lag fyrir mig. Mun slíkt fátítt um börn á þeim aldri. Frá föð- ur sínum hlaut hann tónlistargáfur sínar, á því er enginn vafi. Guðjón er horfinn af sjónarsvið- inu, en tónverk hans lifa áreiðanlega lengi. Um hann mætti heimfæra það, sem ort var eftir Inga T. Lár- usson: Sumir deyja, og síðan ekki söguna meir, aðrir með söng, er aldrei deyr. (Þorst. Valdimarsson.) Auðunn Bragi Sveinsson. Elsku amma Sigur- laug, ég kveð þig með söknuð í hjarta. Mínar fyrstu minningar um ömmu Sigurlaugu eru frá því að ég var lítil stelpa og heimsótti hana á Mánagötuna. Við amma áttum margar góðar stundir þar og þá er ofarlega í huga mín- um sólbjartir dagar þar sem við sátum úti í garði. Það var eitthvað svo ævintýralegt að vera þarna í garðinum umvafin stórum trjám, grasinu sem ilmaði svo vel og sól- eyjunum sem ég safnaði saman. Einmitt þarna í garðinum kenndi amma mér að spila og saman átt- um við góðar stundir. En þetta voru einar af ófáum spilastundum ömmu því hún hafði mjög gaman af bridds sem hún spilaði fram yfir nírætt og þá síðustu árin við tölvu sem hún hafði hjá sér í herbergi SIGURLAUG JÓHANNSDÓTTIR ✝ Sigurlaug Jó-hannsdóttir fæddist á Hóli í Þor- geirsfirði í Fjörðum í Grýtubakkahreppi í Þingeyjarsýslu 7. júní 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík að morgni 28. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 5. janúar. sínu á Hrafnistu. Ég man líka að alltaf voru pönnukökur, kleinur og fleira góð- gæti á boðstólum hjá ömmu þegar hún tók á móti gestum því hún hafði svo gaman af að hafa fólk í kringum sig að spjalla við og spila. Amma Sigurlaug var yndisleg og dug- mikil kona sem hafði þá náðargáfu að geta sagt svo skemmtilega frá enda hafði hún al- veg ótrúlegt minni og oftast var stutt í hláturinn. Hún hafði upplifað mikið á ævi sinni enda tímarnir breyst ansi mikið frá því hún steig sín fyrstu spor í byrjun síðustu aldar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. E.) Elsku amma mín, Guð varðveiti þig og geymi. Þín Aðalheiður Rut (Heiða). Félagi minn og samferðamaður okkar allra, Jón Sigurgeirs- son frá Akureyri, hef- ur nú kvatt, eftir langa þjónustu við mannsandann og ekki þá síst í þágu leiðbeiningar veitta ótöldum nemendum sínum, þegar í tók hið innra á viðkvæmum aldri. Hér í Berlín höfum við Jón átt náið samneyti tæp síðustu fjögur ár, bæði sem landar og einhuga manneskjur um markmið jarðlífs- ins. En kunningsskapur okkar hófst fyrir um þrjátíu árum og JÓN AÐALGEIR SIGURGEIRSSON ✝ Jón Aðalgeir Sig-urgeirsson fædd- ist á Akureyri 24. maí 1909. Hann and- aðist í Berlínarborg 30. desember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Akur- eyrarkirkju 15. jan- úar. náði að þróast í vin- áttu á þessu örstutta tímaskeiði. Ég þakka Jóni fyrir alla hans aðstoð og umhyggju, og ekki síst fyrir skilning og hvatningu hans vegna vinnslu hugðarefna, sem ekki teljast lengur til gilda mannlífsins í dreif- hugsun nútímans. Það er ekki auðvelt að segja í örfáum orð- um, hvern mann Jón hafði að geyma. En frá mínu sjónarmiði var hann fyrst og síðast auðmaður; ekki af þeim auði sem skilinn er eftir þegar ferðinni lýkur, heldur hinum sem tekinn er með. En það skal um leið viðurkennt, að hefði Jón einnig haft vald til að beita lífsviðhorfi sínu í þágu fjöldans, þá væri heimurinn betri í dag en hann er. Og þá væri íslenska lýð- veldið, sem Jón bar alla tíð mikla umhyggju fyrir, fyrirmyndarríki og til eftirbreytni öðrum þjóðlönd- um. En allt slíkt brölt var vitaskuld afarfjarri hugsun Jóns. Fyrir hann giltu allar manneskjur einfaldlega hnífjafnt. Mér er það t.d. í fersku minni frá degi annars í jólum, síðast- liðnum, þegar við hjónin hittum Jón og konu hans Detel á heimili þeirra á Haberechtstrasse, og talið barst neikvætt að umferðargötu nokkurri, sem liggur milli heimila okkar. Þar sem allt iðar í mannlífi, en útilokað er að komast áfram nema hænufet vegna almennra brota á almennum umferðarlögum. En viðbrögð Jóns við þessu voru eingöngu þau, að benda okkur vin- samlega á það: að þetta væru jú líka „allt saman sálir á mismun- andi þroskastigum, en þó allar á leið að sama marki“. Ég vil svo, fyrir mína hönd og eiginkonu minnar, Manuelu Lo- eschmann, flytja fjölskyldu Jóns á Íslandi og eiginkonu hans, lista- konunni Detel Aurand, samúðar- kveðjur og ennfremur góða ósk um bjarta framtíð. Einar Þorsteinn Ásgeirsson. Steingrímur Arason föðurbróðir minn er látinn. Steingrímur var fágætur maður sem reyndist þeim sem á vegi hans urðu vel en var einförull og lítt mannblendinn. Það voru forréttindi að fá tækifæri til að eyða tíma með honum, kynnast persónuleikanum og að hafa tæki- færi til að ræða við hann um efni af öllum toga þar sem maður kom STEINGRÍMUR ARASON ✝ SteingrímurArason fæddist á Grýtubakka í Höfða- hverfi 7. nóvember 1927. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 7. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskapellu 16. janúar. aldrei að tómum kof- unum. Þrátt fyrir að Steingrímur hefði lítið samneyti við annað fólk þá ljómaði af hon- um manngæska, um- hyggja og hlýhugur í garð þeirra sem hann umgengust. Hann leit á hinar jákvæðu hlið- ar fólks og staldraði ekki við það nei- kvæða. Hann var upp- örvandi og skemmti- legur að ræða við. Honum var annt um ættmennin og annað það fólk sem á vegi hans varð en hann bar tilfinningar sínar ekki á torg. Steingrímur var mikill náms- maður og bjó að mikilli bóklegri þekkingu en ekki síður að verk- þekkingu og útsjónarsemi. Hann var vinnusamur og samviskusamur og var treyst þar sem hann vann sem verkfræðingur, lengst af hjá Vegagerð ríkisins og hjá Vita- og hafnamálum þar sem hann gegndi ábyrgðarstöðum. Hann ferðaðist víða um landið, sérstaklega á þeim árum sem hann var hjá Vegar- gerðinni og kynntist því vel landi og þjóð. Steingrímur var örlátur en veitti sjálfum sér lítið. Ég hef alla tíð borið sterkar til- finningar til Steingríms frænda míns. Foreldrar mínir bjuggu í ná- grenni við hann í Reykjavík fyrstu tvö ár ævi minnar og var hann tíð- ur gestur á heimili okkar á þeim tíma. Á þessum árum hafði Stein- grímur mikinn áhuga á ljósmynd- un og hafa fjölskyldumyndir frá þessum árum veitt okkur mikla ánægju. Þótt samverustundirnar í gegn- um tíðina hafi verið miklu færri en ég hefði óskað, þá veitti hver og ein mér mikla ánægju og skilja eftir góðar minningar um vand- aðan mann. Steingríms verður sárt saknað. Haraldur Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.