Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
Tengdamóðir mín,
Ólöf Óskarsdóttir, er
nú látin aðeins 58 ára
gömul. Fyrir 12 árum
kynntist ég þessari
merkilegu konu. Ég fann það strax
að hér var á ferð kona með sterkan
persónuleika og afar góða mann-
kosti, svona kom hún mér fyrir sjón-
ir:
Eiginkona sem var elskuleg, trú
og trygg, stoð og stytta.
Móðir sem elskaði börnin sín afar
heitt og hvatti þau áfram bæði í leik
og starfi.
Amma sem sýndi barnabörnum
sínum hvernig ömmur eru bestar og
tók í taumana þegar þolinmæði for-
eldranna þraut.
Amma sem föndraði, söng, púslaði
og aðstoðaði alltaf yngsta fjölskyldu-
meðliminn í að vinna í Gettu betur
spilinu.
ÓLÖF
ÓSKARSDÓTTIR
✝ Ólöf Óskarsdótt-ir fæddist í Sól-
gerði á Höfn í Horna-
firði 26. maí 1945.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 2. janúar síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Djúpavogskirkju 10.
janúar.
Amma sem passaði
þegar mamma og pabbi
fóru til útlanda og gerði
þá daga að samfelldri
hátíð.
Tengdamóðir sem
hafði alltaf trú á mér og
fékk mig til að trúa því
að ég hefði staðið mig
vel, þrátt fyrir að falla á
prófinu.
Vinkona sem var svo
lífsreynd að hún miðl-
aði til mín góðum ráð-
um, studdi mig á erfið-
um stundum og
gladdist með mér á
góðum stundum.
Sumarbústaðareigandi og gróður-
unnandi. Henni leið best í sumarbú-
staðnum sínum með eiginmanninum.
Kona sem var vinmörg og leið vel í
þeirra hópi við söng og leik.
Baráttukona sem hélt reisn sinni
fram á síðustu stundu og gafst aldrei
upp. Konan sem lék á krabbameinið
með því að skilja það eftir í veik-
burða líkamanum en hennar fallega
sála sveif á vit nýrra og spennandi
verkefna hjá guði. Eiginkona, móðir,
tengdamóðir, systir, amma, og vin-
kona sem gaf okkur allar þessar fal-
legu og skemmtilegu minningar.
Hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Þórey Dögg Jónsdóttir.
Hún Ólöf amma var ótrúleg kona,
þrátt fyrir mikil veikindi var hún
alltaf manna hressust og duglegust.
Ekki vildi hún heyra á það minnst að
hætta að vinna, hún bara varð alltaf
að vera að gera eitthvað, vinna, vera
í skóla, hjálpa ömmubörnunum að
læra, hjálpa Ingólfi og Kristínu á
Kaffihorninu, sinna bústaðnum,
passa okkur barnabörnin og margt
fleira. Í eitthvert af síðustu skiptun-
um sem við hittum hana ömmu og
vorum með henni, þá var haldið lítið
ættarmót heima, við hlustuðum á
jólatónlist og kveiktum á kertum og
við barnabörnin; Tinna Dögg, Elvar
Freyr, Ólöf Rún, Sævar Örn og Guð-
björg Halldóra, sátum við eldhús-
borðið og föndruðum með ömmu
okkar sem vildi endilega sitja hjá
okkur þrátt fyrir að hún hafi verið
þreytt og vanmáttug. Þetta var besti
dagur sem við höfðum átt saman í
langan tíma. Við munum öll geyma
þennan dag í huga okkar og við
hugsum til þessa dags þegar sökn-
uðurinn sækir á. En nú er amma
okkar farin til guðs og er hætt að
vera veik og finna til. Nú er hún orð-
in að engli sem passar okkur og er
alltaf með okkur í huga og hjarta.
Takk fyrir allt, besta amma.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Tinna Dögg, Elvar
Freyr og Ólöf Rún.
Mín fyrsta minning
um þig, elsku bestu
amma mín, er þegar
ég var um átta ára og
dvaldi hjá þér í Báru-
götunni á Dalvík. Þú leyfðir mér
að fara í gegnum allt gamla dótið
þitt sem var þvílíkur fjársjóður og
að geta leikið sér svo í þessum
stóra garði. Alltaf fékk ég að
skríða undir sængina hjá þér eftir
að þú fórst út í frystihús en ekki
virtist furðulega kettinum þínum
standa á sama þar sem hann sat
yfir mér sofandi alveg þar til þú
komst heim í hádeginu að gefa
honum kjúkling. Þegar þú fluttir
til Reykjavíkur dvaldist ég mikið
hjá þér og þú þurftir jafnvel að
dröslast með mig í vinnuna dag-
lega.
Eftir að þú fluttir aftur norður
kom ég oft í heimsóknir til þín.
HILDUR
JÓHANNSDÓTTIR
✝ Hildur Jóhanns-dóttir fæddist á
Jarðbrú í Svarfaðar-
dal 3. október 1925.
Hún lést á Dvalar-
heimilinu Dalbæ á
Dalvík 3. janúar síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá Dal-
víkurkirkju 10. jan-
úar.
Alltaf þegar ég kom
hafðir þú mikið fyrir
mér og oftast fórum
við í göngutúr út í
Kaupfélag þar sem ég
fékk svo að velja allt í
matinn. Þú gerðir allt
til þess að mér liði vel
og hvergi hefur mér
liðið eins vel og hjá
ömmu á Dalvík.
Síðasta skiptið sem
ég dvaldi hjá þér sem
næturgestur var þeg-
ar þú varst flutt á
Dalbæ, jafnvel þá
tókst mér að fá að
vera hjá þér ólétt og veik þar sem
þú hjúkraðir mér yfir páskana.
Það var sárt að horfa á þig kveðja
þreyttan líkama en mikið varstu
falleg og friðsæl á svipinn. Ég er
líka samfærð um að þér líði vel hjá
afa og Jóni syni þínum. Þú munt
alltaf verða í minningu minni sem
glaðlega, skemmtilega, vel til
hafða og fallega amma mín.
Ég veit ekki hvort þú heyrðir í
mér þegar ég var að kveðja þig
svo mig langar að segja, þakka þér
fyrir að vera svona góð við mig
alla tíð, elsku amma mín.
Þín
Ólöf Snædís.
Elsku Alice mín,
mig langar að senda
þér nokkrar línur. Mig
óaði ekki fyrir því,
þegar ég var hjá þér á
föstudeginum 5. des-
ember og við áttum
góðar stundir, að það væri síðasta
sinn sem ég sæi þig þótt ég vissi að
ALICE
EGE LARSEN
✝ Alice Ege Larsenfæddist í Dan-
mörku 11. desember
1943. Hún lést á
Landspítalanum
hinn 9. desember síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð í kyrr-
þey.
hverju stefndi hjá þér.
Líf þitt var ekki allt-
af dans á rósum, en þú
hélst alltaf áfram bros-
andi. Þú sást um kaffi-
þjónustu bæði í Há-
teigskirkju og kirkju
Óháða safnaðarins og
alveg var sama hvern-
ig veður var, alltaf
mættir þú. Sjúkdóm-
urinn tók svo yfirhönd-
ina og þú gast ekki
meir, þó ákveðin værir
samt í að gefast ekki
upp.
Ég er þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast þér, Alice
mín, þú gafst okkur mikið, kon-
unum sem vorum með þér á fund-
unum í Háteigskirkju. Alltaf varstu
með bros á vör þegar ég kom í
heimsókn til þín, þótt ég vissi hvað
þú kvaldist.
Þegar Janet lét mig vita að þú
værir farin, þá kom það við mig,
þótt ég vissi að hverju stefndi, og
fékk ég að fylgja þér.
Við höfum sömu trú, trúna á lífið
og þó að samvistum okkar sé lokið í
bili munum við halda áfram að
styrkja þá vináttu sem tókst með
okkur síðustu ævidaga þín hér á
þessari jörð.
Ó, þá náð að eiga Jesú
einkavin í hverri þraut.
Ó, þá heill að halla mega
höfði sínu’ í Drottins skaut.
Ó, það slys því hnossi’ að hafna,
hvílíkt fár á þinni braut,
ef þú blindur vilt ei varpa
von og sorg í Drottins skaut.
Eigir þú við böl að búa,
bíðir freistni, sorg og þraut,
óttast ekki, bænin ber oss
beina leið í Drottins skaut.
Hver á betri hjálp í nauðum?
Hver á slíkan vin á braut,
hjartans vin, sem hjartað þekkir?
Höllum oss í Drottins skaut.
Ef vér berum harm í hjarta,
hryggilega dauðans þraut,
þá hvað helzt er Herrann Jesús
hjartans fró og líknar skaut.
Vilji bregðast vinir þínir,
verðirðu’ einn á kaldri braut,
flýt þér þá að halla’ og hneigja
höfuð þreytt í Drottins skaut.
(M. Joch.)
Ég kveð þig elsku Alice mín og
bið Drottin Guð að gefa aldraðri
móður þinni og börnum, Janet og
Ingvari, styrk í sorg sinni. Með
bestu kveðju, þín vinkona,
Ólöf Jónsdóttir.
Elsku Kristín mín, ég
kveð þig með miklum
söknuði. Mig langar til
að þakka þér svo margt.
Takk fyrir þinn þátt í
þeim góða manni sem sonur þinn er.
Takk fyrir alla ástúðina, umhyggjuna
og vináttuna sem þú sýndir mér í þau
tæpu þrjátíu ár sem við áttum sam-
leið. Takk fyrir að skilja eftir svo
margar góðar minningar sem við get-
um yljað okkur við um ókomin ár.
Takk fyrir alla hjálpina í veikindum
sonardóttur þinnar. Ég hefði ekki
getað hugsað mér aðra tengdamóður
en þig. Þú reyndist mér sem besta
móðir. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þótt þú værir lítil og nett kona þá
varstu svo sterk, dugleg og ég tala nú
ekki um samviskusemina. Þú ætlaðir
ekki að láta okkur finna hversu lasin
þú varst orðin. Þú vildir hlífa okkur
við áhyggjum og komst til okkar um
jólin og áramótin eins og þú varst vön
en meira af vilja en mætti. Þú sýndir
KRISTÍN E. BENE-
DIKTSDÓTTIR WAAGE
✝ Kristín ElísabetBenediktsdóttir
Waage fæddist í
Reykjavík 11. ágúst
1920. Hún lést á
heimili sínu 7. janúar
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Langholtskirkju
16. janúar.
alltaf svo mikinn styrk
þegar á reyndi og
stappaðir í mann stál-
inu. Nú líður þér vel og
ert komin í faðm hans
Gunnars þíns sem þú
hefur saknað svo sárt í
þau níu ár sem þið hafið
verið aðskilin.
Blessuð sé minning
þín. Þín tengdadóttir
Erla.
Elsku amma hvíta
mín. Þú ert besta kona
sem ég hef kynnst og
mér þótti alveg ofsalega vænt um þig.
Þú hefur kennt mér svo margt og ég
vona að ég líkist þér á einhvern hátt.
Mér þykir það mjög sárt að þú skulir
vera farin því ég hefði viljað eiga
meiri tíma með þér og að dóttir mín
hefði fengið að kynnast þér betur. Þú
varst ofsalega góð manneskja og
máttir hvergi aumt sjá, boðin og búin
að hjálpa öllum í kringum þig en vildir
sjaldan þiggja hjálp sjálf. Ég vil
þakka þér fyrir allar þær góðu stund-
ir sem við áttum saman sem voru
margar, því við gátum skemmt okkur
alveg konunglega saman. Ég mun
geyma allar þær fallegu minningar
sem ég á um þig í hjarta mínu og ég
mun aldrei gleyma þér elsku amma.
Takk fyrir að vera amma mín.
Kristín Erla.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi.