Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KRISTJÁN Þór Júlíusson,bæjarstjóri á Akureyri,segir að þeir tæplega 300þúsund íbúar sembyggja Ísland verði að
starfa saman sem ein heild til að geta
viðhaldið frekari vexti. Þjóðin hafi
ekki efni á því að gjá myndist á milli
höfuðborgar og landsbyggðar – en
margt bendi reyndar til að sú gjá sé
nú þegar staðreynd. „Innbyrðis ríg-
ur virðist því miður vera vaxandi,“
segir hann og bætir við: „Ég held að
ástæða þess sé fyrst og fremst mis-
munandi afstaða fólks til þess hvern-
ig á að nýta landið eða hvort það
skuli nýtt yfirhöfuð. Það endurspegl-
ast ágætlega í umræðunni um verk-
efnið fyrir austan, virkjunina og ál-
verið; meðal þeirra sem vilja ekki
róta við steinvölu uppi á hálendinu
eru sumir þekktir hér á landi fyrir
andstöðu gegn hvalveiðum og nýt-
ingu þeirra afurða, þannig að afstaða
þeirra til þess hvernig á að lifa af í
landinu er allt önnur en meginhluta
landsmanna.“
Áttu við að það fólk geri sér ekki
grein fyrir því á hverju þjóðin lifir í
raun og veru?
„Ég held að þarna hafi slitnað
töluvert á milli. Það vakti t.d. athygli
mína þegar niðursveiflan var að hefj-
ast á hlutabréfamarkaðinum fyrir
um það bil þremur árum, að sérfræð-
ingur á einni greiningardeild verð-
bréfafyrirtækis sagði allt útlit fyrir
það að undirstaða íslensks efnahags
væri enn sem komið er sjávarútveg-
urinn! Þegar á reyndi runnu þessi
sannindi upp fyrir mönnum en veru-
leikinn sem búinn hafði verið til áður
var allt annar; þá átti vöxtur í upp-
lýsingatækni, líftækni og hugbúnað-
argerð að standa undir lífsgæðum
hér á landi. Þá fór í umræðunni lítið
fyrir grunninum; framleiðsluat-
vinnuvegunum og verðmætasköpun-
inni þar.
Ég er ekki að gera lítið úr hugvit-
inu og því sem það getur áorkað en
einhvers staðar þurfa að verða til
efnisleg verðmæti sem hægt er að
mæla í krónum og aurum, svo unnt
sé að fæða og klæða þjóðina.
Sama rótleysi endurspeglast í um-
ræðunni um upptöku á auðlinda-
gjaldi eða veiðileyfagjaldi, eða hvað
svo sem á að kalla það, í sjávarútvegi;
það er ekkert skrýtið þótt hún komi
upp hjá þeim sem eru ekki í jafn-
nánum tengslum við grunnatvinnu-
veginn og fólk almennt um landið.
Þetta gjald hefur verið kallað lands-
byggðarskattur, sem getur vel verið
rétt, en ég kýs að kalla það frekar
sérstakan skatt á grunnatvinnuveg
þjóðarinnar sem þá er orðinn skatt-
lagður með öðrum hætti en aðrar at-
vinnugreinar. Ég óttast að umræðan
sé rekin áfram án þess að menn horfi
til þess hversu mikla þýðingu sjávar-
útvegurinn hefur fyrir afkomu
flestra fjölskyldna í þessu landi. Ég
tel að vísu að sum sjávarútvegsfyr-
irtæki landsins séu komin að
ákveðnum takmörkunum í vexti,
vegna stjórnvaldsákvarðana. Í því
sambandi má nefna kvótaþakið, sem
ég tel úrelt og að hamli vexti fyr-
irtækja. Í okkar tilfelli er ótvírætt að
þessar takmarkanir setja vexti Ak-
ureyrar ákveðnar skorður ásamt því
að ég tel einnig þessar reglur hamla
frekari verðmætasköpun í atvinnu-
greininni til skaða fyrir allt þjóðfé-
lagið.
Þetta er atvinnugrein sem við
kunnum sennilega hvað best að
vinna við, þetta er atvinnugrein sem
hefur lagt undir sig mikla starfsemi
víða um lönd hér við Norður-Atlants-
haf, sem sannar það enn og aftur að
kunnátta Íslendinga á þessu sviði er
almennt mjög mikil. Það hefði eng-
inn trúað því fyrir tiltölulega fáum
árum að við ættum eftir að ráða yfir
veiðiheimildum stórþjóða á borð við
Þjóðverja eða Breta en í dag nýta Ís-
lendingar þann kvóta að stórum
hluta.“
Sameining nauðsynleg
Sameining sveitarfélaga er mjög á
döfinni um þessar mundir og Krist-
ján Þór segir nauðsynlegt að af henni
verði.
„Vinnan er rétt að fara í gang, hún
gengur hægt en ég held að flestir séu
sammála um að sveitarfélögin þurfi
með einhverjum hætti að mæta sí-
vaxandi kröfum. Þau ráða ekki við
verkefni sem þeim er ætlað að sinna;
þrátt fyrir allt tal manna um það vit-
um við að úti um allt land eru íbúar
sem fá ekki þá þjónustu sem þeim
ber samkvæmt lögum.“
Kristján er hlynntur því að sveit-
arfélög við Eyjafjörð sameinist. „Við
sjáum glöggt dæmi um það hér í
Eyjafirði að sveitarfélögin ráða ekki
við verkefni sín; vegna hreppamarka
og togstreitu milli sveitarfélaga ráða
sveitarstjórnarmenn á Eyjafjarðar-
svæðinu ekki einu sinni við það verk-
efni að finna sameiginlega framtíð-
arlausn fyrir svæðið varðandi
sorpförgun. Það er fyrst og fremst
vegna sveitarfélagamarka; allir
horfa á þau og vilja ekki hafa sorp-
förgun á sínu svæði, en hún má vera í
bakgarði náungans. Slík hugsun er
löngu úr sér gengin.“
Kristján heldur áfram:
„Menn hér á Eyjafjarðarsvæðinu
búast frekar við að af sameiningu
sveitarfélaga verði og nú, í aðdrag-
anda þess að hafið er samstarf á
landsvísu um mikla sameiningu
sveitarfélaga, sér maður þess strax
merki að sveitarstjórnarmenn eru
því miður farnir að búa sig undir
þessa sameiningu með því að eyða
fjármunum einhvers staðar úti í
óræðri framtíð. Það eru áform um
fjárfestingar hér út og suður um all-
an fjörð sem eru mjög umdeilanlegar
og væru ekki á dagskrá ef menn
væru að hugsa þetta svæði sem eina
heild.“
Gerir það sameiningu erfiðara en
ella eða kemur jafnvel í veg fyrir
hana?
„Að einhverju leyti mun þetta
klárlega gera sameiningu erfiðari en
ella.“
Hver er draumaniðurstaðan í þín-
um huga; er það að allur Eyjafjörð-
urinn verði eitt sveitarfélag?
„Draumastaða mín er sú að við
stokkum upp það kerfi sem sveitar-
stjórnarstigið er. Ég álít að ef sveit-
arfélögum verður fækkað úr 104 í 40
eða 50, eins og rætt hefur verið um,
sé það mikil þjóðfélagsbreyting og
þá eigum við að standa svo að mál-
um, að minni hyggju, að það muni um
það. Að við förum að vinna með sveit-
arfélögin með allt öðrum hætti en
gert hefur verið hingað til. Að þetta
stjórnsýslustig fái aukin verkefni og
vinni af meiri ábyrgð en það hefur
gert fram til þessa. Verkefni sveitar-
félaganna eru næst íbúunum, nær-
þjónusta sem kölluð er, og það verð-
ur að segjast alveg eins og er að eft-
irgjöf sveitarfélaganna í þjónustu við
íbúana er oft á tíðum meiri en á rík-
isvísu og ég fullyrði að víða um land
eru sveitarfélög að sýsla með verk-
efni sem þau eru ekki skuldbundin til
að hafa með höndum að lögum. Og
það er auðvitað liður í því hvernig
fjárhag þeirra er háttað. Það breytir
þó ekki þeirri skoðun minni að oftar
en ekki erum við að innleiða alls kon-
ar tilskipanir erlendis frá yfir ís-
lenskt samfélag sem lendir oftast á
sveitarfélögunum að framkvæma, án
þess að þau fái jafnframt markaða
tekjustofna til að standa undir þess-
um verkefnum.
Allt þetta álít ég að við eigum að
stokka upp í tengslum við þessa
breytingu sem verið er að ræða á
sveitarstjórnarstiginu.“
Er það jafnvel lífsspursmál fyrir
þjóðfélagið, að þínu mati?
„Ég held það gerði okkur færari
um að spila úr því sem við höfum og
myndi líka auka skilning á milli
landshluta. Það er þörf á annarri
hugsun í þeim efnum en verið hefur.
Nú er oft á tíðum ofarlega í um-
ræðunni að það búi tvær þjóðir í
þessu landi, annars vegar sé lands-
byggðin og hins vegar höfuðborgar-
svæðið en það er engin þörf á því. Við
höfum ekki efni á því að haga okkur
þannig í 300 þúsund manna þjóð-
félagi á kletti úti í miðju Norður-Atl-
antshafi. Þetta er það smátt sam-
félag að við getum ekki leyft okkur
það.“
Hvað þarf að gera til að þetta
breytist?
„Ég held það þurfi að auka skiln-
ing manna á aðstæðum hvers um sig
og ef ég horfi á þetta út frá sveit-
arstjórnarsjónarhorninu er það kerfi
sem við búum við núna – þegar sveit-
arfélög eru með allt frá 50 íbúum upp
í 110 þúsund manns – ekki til þess
fallið að fólk hafi sama skilning á að-
stæðum eða verkefnum sem verið er
að glíma við hverju sinni.“
Áformað er að hefja viðræður um
hugsanlega sameiningu milli Siglu-
fjarðar, Ólafsfjarðar, Dalvíkur og
Akureyrar síðar í þessum mánuði.
„Málið var komið af stað og nú ætl-
um við að reyna aftur. En ég veit
ekkert hvað kemur út úr því,“ segir
Kristján.
Ólafsfirðingar hafa hingað til ekki
verið tilbúnir í sameiningu allra
sveitarfélaganna við fjörðinn. Hefur
það eitthvað breyst?
„Nei, ég hef að minnsta kosti ekki
orðið varð við að meðal sveitarstjórn-
armanna þar sé meirihluti fyrir þess-
ari stóru Eyjafjarðarsameiningu.“
Telurðu að þeir „litlu“ hræðist
þenn „stóra“ í þessum sambandi, að
þeir hræðist Akureyri einhverra
hluta vegna?
„Það er voðalega erfitt að gera sér
grein fyrir því hver ástæðan er. Það
er auðvelt að halda því fram að í sam-
einingu sé sá stóri að gleypa þann
litla, og það er hugsun sem ég hef
skilning á, en þegar skoðuð eru
svæði þar sem sveitarfélög hafa sam-
einast held ég að fulltrúar í sveitar-
stjórnum sameinaðs sveitarfélags
komi alls staðar frá af svæðinu og all-
ir hafa sama tækifæri til þess. Það er
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Kristján Þór Júlíusson: „Argasta bull að sjávarútvegur eigi að vera atvinnugrein sem bjargi sveitarfélögum utan Faxaflóa.“
Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á Akureyri, situr
í stjórn Landsvirkjunar og
er fyrrverandi stjórnar-
formaður Samherja. Skapti
Hallgrímsson ræddivið
Kristján Þór um eitt og
annað sem verið hefur á
döfinni, m.a. um sjávar-
útveg almennt, ÚA-málið
svokallaða, sameiningu
sveitarfélaga og um
fjármálastofnanir sem
hann gagnrýnir mjög.
Arð á að nota til áfram