Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
S
krifað var undir samn-
inga við aðaleiganda
fyrirtækisins, hrað-
flutningafélagið United
Parcel Services, UPS,
en kaupverð fæst ekki
uppgefið. Einnig var
samið við UPS um áframhaldandi
viðskipti við félagið. Nýir eigendur
ætla sér stóra hluti á Írlandi og um
leið og bæta á við verk-
efnum og auka veltuna
verður nafni fyrirtæk-
isins breytt í Air Atl-
anta Engineering Ltd.
með formlegri vígsluat-
höfn í vor. Stjórn fyr-
irtækisins skipa Magn-
ús Þorsteinsson,
aðaleigandi Atlanta,
sem er stjórnarformað-
ur, Hafþór Hafsteins-
son, forstjóri Atlanta,
og Þorsteinn Ólafur
Þorsteinsson, aðstoðar-
maður forstjóra.
Viðskiptin fengu í lok
janúar samþykki Þró-
unarsjóðs Shannon-
sveitarfélagsins en fyrirtækið hefur
notið styrkja úr sjóðnum til margra
ára. Hefur Atlanta einnig gengið frá
samningum við sjóðinn um nýja
styrki. Fjárhæð styrkjanna er trún-
aðarmál milli samningsaðila. Miðast
umræddir styrkir að stærstum hluta
að því að skapa ný störf eða nýja
verkkunnáttu. Þannig hafa eigendur
verið gerðir ábyrgir fyrir endur-
greiðslu styrkja ef fækkun verður á
starfsmönnum fyrirtækisins. Eig-
endur Atlanta tóku yfir skuldbind-
ingar UPS við sjóðinn, sem falla svo
niður að fullu árið 2007. Að sögn Haf-
þórs hefur Þróunarsjóður Shannon
gegnt veigamiklu hlutverki í at-
vinnulífinu á svæðinu. Flugvöllurinn
skapar hátt í fjögur þúsund störf fyr-
ir íbúa Shannon og næsta nágrennis
og fyrir tilstuðlan sjóðsins telst flug-
völlurinn vera svonefnt frísvæði.
Þangað er hægt að flytja iðnaðarvör-
ur erlendis frá, fullvinna þær innan
svæðisins og flytja aft-
ur úr landi án þess að
greiða af þeim skatta
eða önnur gjöld. Bend-
ir Hafþór á að svipuð
áform hafi verið uppi
hér á landi á sínum
tíma, en ekki gengið
eftir enn.
Verkefnum bætt við
Eins og fram kom í
Morgunblaðinu 20.
janúar sl., þegar fyrst
var greint frá áformum
Atlanta á Írlandi, veltir
Shannon MRO um ein-
um milljarði króna á
ári og hefur ríflega 150
starfsmenn í vinnu. Eru langflestir
þeirra á aldrinum 18 til 40 ára, eða
um 80% af heildarfjölda, sem talið er
mjög jákvætt upp á framtíðarmögu-
leika fyrirtækisins að gera. Þetta er
eitt af þremur stærstu fyrirtækjun-
um á Írlandi á sviði viðgerða, við-
halds og skoðana á flugvélum, og er
stór vinnuveitandi á svæðinu, sem er
skammt norður af borginni Limer-
ick.
Eigendur Atlanta reikna með að
velta fyrirtækisins aukist um hálfan
milljarð á þessu ári og fjölga þurfi
starfsmönnum um þrjá tugi, auk
fjárfestinga í nýjum búnaði. Munar
þar öllu um að bæta á við fleiri verk-
efnum þannig að fyrirtækið þjónusti
ekki aðeins vélar Atlanta, UPS og Ís-
landsflugs, sem er að hluta í eigu
sömu aðila og Atlanta, heldur einnig
eitthvað af vélum þeirra flugfélaga
sem fara um Shannon-flugvöll, en ár-
lega fara um 2,5 milljónir farþega
um völlinn og 50 þúsund tonna flug-
frakt. Meðal flugfélaga sem lenda í
Shannon eru British Airways,
Ryanair, Air Canada, Delta Airlines,
Aer Lingus, Continental Airlines og
US Airways.
Til að bæta við verkefnum þarf
Shannon MRO að fá leyfi írskra flug-
málayfirvalda til að þjónusta fleiri
flugvélategundir. Til þessa hefur
fyrirtækið aðallega gert við og skoð-
að Boeing-vélar af gerðinni 727 og
737, m.a. í eigu Íslandsflugs, og DC8-
Atlanta ætlar sér
stóra hluti á Írlandi
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Gengið var í vikunni frá samningum um kaup
flugfélagsins Atlanta á viðhaldsfyrirtækinu Shann-
on MRO Ltd við flugvöllinn í Shannon á vest-
urströnd Írlands. Björn Jóhann Björnsson var
þarna á ferðinni á dögunum, kynnti sér starfsem-
ina og ræddi við stjórnendur og starfsmenn.
Hafþór Hafsteinsson
Þ
egar gengið var um
snyrtilegt og nýtísku-
legt athafnasvæði
Shannon MRO og rætt
við stjórnendur og
starfsmenn var ekki annað að
heyra en Írarnir væru mjög jákvæð-
ir í garð nýju íslensku eigendanna
hjá Atlanta. Bjartsýni var ríkjandi
um betri tíð með blóm í haga, en
tap hefur verið á rekstrinum und-
anfarin ár. Einnig mátti finna mikinn
áhuga starfsmanna á eyjunni í
norðri og ljóst að Atlanta þarf að
standa fyrir einhvers konar Íslands-
kynningu fyrir Írana. Einn starfs-
maðurinn, sem greinilega stundaði
hrossarækt í frístundum sínum,
spurði hvort íslenski hesturinn væri
ekki mögnuð skepna og fékk hann
að sjálfsögðu jákvætt svar!
Atlanta kann til verka
Framkvæmdastjóri Shannon
MRO verður áfram John O’Lough-
lin, en hann býr yfir nærri 40 ára
starfsreynslu í viðhaldsrekstri flug-
véla. Hann kom til starfa hjá Shan-
non MRO í ársbyrjun 1997 og hafði
þar áður starfað hjá Aer Lingus í
þrjá áratugi, auk tveggja ára hjá
bandarísku fyrirtæki á svipuðu sviði
í London. „Ég var upphaflega ráð-
inn tímabundið til að undirbúa sölu
á Shannon MRO en hér er ég enn,“
segir hinn geðþekki Íri með bros á
vör þegar hann tekur á móti blaða-
manni á skrifstofu sinni í höf-
uðstöðvunum.
O’Loughlin líst vel á eigendur
Atlanta og áform þeirra á Shan-
non-flugvelli og segist hafa hitt
„kaptein“ Arngrím Jóhannsson,
stofnanda flugfélagsins, þegar fyrr-
um vinnuveitandi sinn í London
hefði reynt að komast í viðskipti
við Atlanta – en með litlum árangri
í það skiptið. O’Loughlin hefur einn-
ig tekið á móti Magnúsi Þorsteins-
syni, aðaleiganda Atlanta, og ber
honum vel söguna. „Þeir kunna
greinilega til verka og við fögnum
kaupum þeirra. Þetta á eftir að
verða jákvætt fyrir báða aðila. Atl-
anta er framarlega á sínu sviði og
vel þekkt í hinum alþjóðlega flug-
heimi. Ég hefði ekki samþykkt að
halda áfram hjá fyrirtækinu nema
að hafa tröllatrú á nýjum eig-
endum. Ég sé Atlanta fyrir mér í
„úrvalsdeild“ flugfélaga eftir tíu ár,“
segir hann ákveðinn á svip.
Starfsmenn afar jákvæðir í garð nýrra
Morgunblaðið/Björn Jóhann
John O’Loughlin, framkvæmdastjóri Shannon MRO, t.v., og Kevin O’Sullivan fjármálastjóri bera saman bækur sínar á
skrifstofu þess fyrrnefnda. Báðir hafa þeir mikla reynslu á sínu sviði en O’Loughlin vann t.d. í 30 ár hjá Aer Lingus.
Viðhaldsstöð Shannon MRO var tekin í notkun í október árið 2002 en skýlið
rúmar í hvert sinn eina Boeing 747-vél eða tvær til þrjár minni flugvélar.
Til þessa hefur Shannon MRO aðallega unnið við Boeing-vélar af gerðinni 727 og 737 en nú bætast fleiri við með eign-
araðild Atlanta, sem flýgur á stærri Boeing-vélum; 747, 757 og 767. Með þessu er ætlunin að ná fleiri verkefnum.