Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ S krifað var undir samn- inga við aðaleiganda fyrirtækisins, hrað- flutningafélagið United Parcel Services, UPS, en kaupverð fæst ekki uppgefið. Einnig var samið við UPS um áframhaldandi viðskipti við félagið. Nýir eigendur ætla sér stóra hluti á Írlandi og um leið og bæta á við verk- efnum og auka veltuna verður nafni fyrirtæk- isins breytt í Air Atl- anta Engineering Ltd. með formlegri vígsluat- höfn í vor. Stjórn fyr- irtækisins skipa Magn- ús Þorsteinsson, aðaleigandi Atlanta, sem er stjórnarformað- ur, Hafþór Hafsteins- son, forstjóri Atlanta, og Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson, aðstoðar- maður forstjóra. Viðskiptin fengu í lok janúar samþykki Þró- unarsjóðs Shannon- sveitarfélagsins en fyrirtækið hefur notið styrkja úr sjóðnum til margra ára. Hefur Atlanta einnig gengið frá samningum við sjóðinn um nýja styrki. Fjárhæð styrkjanna er trún- aðarmál milli samningsaðila. Miðast umræddir styrkir að stærstum hluta að því að skapa ný störf eða nýja verkkunnáttu. Þannig hafa eigendur verið gerðir ábyrgir fyrir endur- greiðslu styrkja ef fækkun verður á starfsmönnum fyrirtækisins. Eig- endur Atlanta tóku yfir skuldbind- ingar UPS við sjóðinn, sem falla svo niður að fullu árið 2007. Að sögn Haf- þórs hefur Þróunarsjóður Shannon gegnt veigamiklu hlutverki í at- vinnulífinu á svæðinu. Flugvöllurinn skapar hátt í fjögur þúsund störf fyr- ir íbúa Shannon og næsta nágrennis og fyrir tilstuðlan sjóðsins telst flug- völlurinn vera svonefnt frísvæði. Þangað er hægt að flytja iðnaðarvör- ur erlendis frá, fullvinna þær innan svæðisins og flytja aft- ur úr landi án þess að greiða af þeim skatta eða önnur gjöld. Bend- ir Hafþór á að svipuð áform hafi verið uppi hér á landi á sínum tíma, en ekki gengið eftir enn. Verkefnum bætt við Eins og fram kom í Morgunblaðinu 20. janúar sl., þegar fyrst var greint frá áformum Atlanta á Írlandi, veltir Shannon MRO um ein- um milljarði króna á ári og hefur ríflega 150 starfsmenn í vinnu. Eru langflestir þeirra á aldrinum 18 til 40 ára, eða um 80% af heildarfjölda, sem talið er mjög jákvætt upp á framtíðarmögu- leika fyrirtækisins að gera. Þetta er eitt af þremur stærstu fyrirtækjun- um á Írlandi á sviði viðgerða, við- halds og skoðana á flugvélum, og er stór vinnuveitandi á svæðinu, sem er skammt norður af borginni Limer- ick. Eigendur Atlanta reikna með að velta fyrirtækisins aukist um hálfan milljarð á þessu ári og fjölga þurfi starfsmönnum um þrjá tugi, auk fjárfestinga í nýjum búnaði. Munar þar öllu um að bæta á við fleiri verk- efnum þannig að fyrirtækið þjónusti ekki aðeins vélar Atlanta, UPS og Ís- landsflugs, sem er að hluta í eigu sömu aðila og Atlanta, heldur einnig eitthvað af vélum þeirra flugfélaga sem fara um Shannon-flugvöll, en ár- lega fara um 2,5 milljónir farþega um völlinn og 50 þúsund tonna flug- frakt. Meðal flugfélaga sem lenda í Shannon eru British Airways, Ryanair, Air Canada, Delta Airlines, Aer Lingus, Continental Airlines og US Airways. Til að bæta við verkefnum þarf Shannon MRO að fá leyfi írskra flug- málayfirvalda til að þjónusta fleiri flugvélategundir. Til þessa hefur fyrirtækið aðallega gert við og skoð- að Boeing-vélar af gerðinni 727 og 737, m.a. í eigu Íslandsflugs, og DC8- Atlanta ætlar sér stóra hluti á Írlandi Morgunblaðið/Björn Jóhann Gengið var í vikunni frá samningum um kaup flugfélagsins Atlanta á viðhaldsfyrirtækinu Shann- on MRO Ltd við flugvöllinn í Shannon á vest- urströnd Írlands. Björn Jóhann Björnsson var þarna á ferðinni á dögunum, kynnti sér starfsem- ina og ræddi við stjórnendur og starfsmenn. Hafþór Hafsteinsson Þ egar gengið var um snyrtilegt og nýtísku- legt athafnasvæði Shannon MRO og rætt við stjórnendur og starfsmenn var ekki annað að heyra en Írarnir væru mjög jákvæð- ir í garð nýju íslensku eigendanna hjá Atlanta. Bjartsýni var ríkjandi um betri tíð með blóm í haga, en tap hefur verið á rekstrinum und- anfarin ár. Einnig mátti finna mikinn áhuga starfsmanna á eyjunni í norðri og ljóst að Atlanta þarf að standa fyrir einhvers konar Íslands- kynningu fyrir Írana. Einn starfs- maðurinn, sem greinilega stundaði hrossarækt í frístundum sínum, spurði hvort íslenski hesturinn væri ekki mögnuð skepna og fékk hann að sjálfsögðu jákvætt svar! Atlanta kann til verka Framkvæmdastjóri Shannon MRO verður áfram John O’Lough- lin, en hann býr yfir nærri 40 ára starfsreynslu í viðhaldsrekstri flug- véla. Hann kom til starfa hjá Shan- non MRO í ársbyrjun 1997 og hafði þar áður starfað hjá Aer Lingus í þrjá áratugi, auk tveggja ára hjá bandarísku fyrirtæki á svipuðu sviði í London. „Ég var upphaflega ráð- inn tímabundið til að undirbúa sölu á Shannon MRO en hér er ég enn,“ segir hinn geðþekki Íri með bros á vör þegar hann tekur á móti blaða- manni á skrifstofu sinni í höf- uðstöðvunum. O’Loughlin líst vel á eigendur Atlanta og áform þeirra á Shan- non-flugvelli og segist hafa hitt „kaptein“ Arngrím Jóhannsson, stofnanda flugfélagsins, þegar fyrr- um vinnuveitandi sinn í London hefði reynt að komast í viðskipti við Atlanta – en með litlum árangri í það skiptið. O’Loughlin hefur einn- ig tekið á móti Magnúsi Þorsteins- syni, aðaleiganda Atlanta, og ber honum vel söguna. „Þeir kunna greinilega til verka og við fögnum kaupum þeirra. Þetta á eftir að verða jákvætt fyrir báða aðila. Atl- anta er framarlega á sínu sviði og vel þekkt í hinum alþjóðlega flug- heimi. Ég hefði ekki samþykkt að halda áfram hjá fyrirtækinu nema að hafa tröllatrú á nýjum eig- endum. Ég sé Atlanta fyrir mér í „úrvalsdeild“ flugfélaga eftir tíu ár,“ segir hann ákveðinn á svip. Starfsmenn afar jákvæðir í garð nýrra Morgunblaðið/Björn Jóhann John O’Loughlin, framkvæmdastjóri Shannon MRO, t.v., og Kevin O’Sullivan fjármálastjóri bera saman bækur sínar á skrifstofu þess fyrrnefnda. Báðir hafa þeir mikla reynslu á sínu sviði en O’Loughlin vann t.d. í 30 ár hjá Aer Lingus. Viðhaldsstöð Shannon MRO var tekin í notkun í október árið 2002 en skýlið rúmar í hvert sinn eina Boeing 747-vél eða tvær til þrjár minni flugvélar. Til þessa hefur Shannon MRO aðallega unnið við Boeing-vélar af gerðinni 727 og 737 en nú bætast fleiri við með eign- araðild Atlanta, sem flýgur á stærri Boeing-vélum; 747, 757 og 767. Með þessu er ætlunin að ná fleiri verkefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.