Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Engva er skammstöfun áEuropean Natural Gas Ve-hicle Association (Evrópsksamtök um jarðgasbíla). Markmið samtakanna er að byggja upp lífvænlegan og arðbæran mark- að fyrir gasknúin ökutæki í Evrópu, meðal annars með hliðhollu stjórn- málalegu og efnahagslegu umhverfi sem hvetur til þróunar gasbílatækni auk þess að byggja upp dreifi- kerfi fyrir gasbílaelds- neyti. Í markmiðslýs- ingu ENGVA kemur fram að samtökin styðja beina notkun jarðgass til vetnis og notkun vetnis sem elds- neytis þegar til lengri tíma er litið. ENGVA lítur svo á að samtökin gegni forystuhlutverki innan vaxandi gasbíla- iðnaðar og þjónustu- hlutverki gagnvart fé- lögum samtakanna. Notkun gasknúinna bíla hefur vaxið mikið frá stofnun ENGVA 1994. Samkvæmt nýjum tölum frá IANGV, sem eru alþjóðleg samtök um gasknúin ökutæki, er nú vel á fjórðu milljón gasknúinna öku- tækja í notkun í heiminum. Þar er Argentína fremst í flokki með um 1,2 milljónir gasknúinna bíla. Hvatinn að útbreiðslu gass sem bílaeldsneyt- is þar í landi mun hafa verið efna- hagskreppan mikla sem gerði bensín óhagstæðari kost en gas. Bensínbíl- um var breytt með einföldum búnaði til að brenna gasi. Notkun gasknúinna ökutækja er einnig að verða algeng í nokkrum löndum Evrópu og er þar Ítalía lang- fremst í flokki með um 400 þúsund gasknúin ökutæki. Gasknúnir bílar hafa haslað sér völl í jafn ólíkum löndum og Bandaríkjunum, Egyptalandi, Rúss- landi, Indlandi, Indó- nesíu, Kanada og Nýja-Sjálandi. Í fyrra var haldin Evrópuráðstefna ENGVA í borginni Porto í Portúgal, sem blaðamanni gafst kost- ur á að sækja. Auk fjölda erinda um stöðu mála innan og utan Evrópu var þar einnig vörusýning þar sem tækjaframleiðendur sýndu framleiðslu sína. Portúgal er eitt þeirra landa þar sem gasknúnum farartækjum fjölgar. Landið fær jarðgas um gaslögn frá Norður-Afríku. Í kjölfarið hafa verið keyptir gasknúnir strætisvagnar til nota í Lissabon og Porto og í kjölfar- ið koma leigubílar sem knúnir eru gasi. Að sögn dr. Ruis Rio, borgar- stjóra Porto, er ætlunin að fjölga gasáfyllingarstöðvum fyrir gasbíla í borginni og hvetja þannig til aukinn- ar notkunar gasbíla. Strætisvagna- fyrirtækið í Porto, STCP, gerir nú út 175 gasknúna strætisvagna og er það um þriðjungur vagnaflotans. Þess má geta að Porto tekur þátt í CUTE-verkefninu, líkt og Reykja- vík, og eru þrír vetnisknúnir stræt- isvagnar til reynslu í borginni. Dr. Jeffrey M. Seisler er forseti alþjóðasamtaka um jarðgasdrifna bíla, IANGV, og einnig fram- kvæmdastjóri ENGVA. Hann var fyrst spurður hvort ENGVA væru að eflast. „Þegar við byrjuðum 1994 voru meðlimir samtakanna 63 talsins og þeir komu frá um 15 löndum. Í dag eru rúmlega 270 meðlimir frá 35 löndum. Auk Evrópu koma þeir frá Ameríku, Afríku, Mið-Austurlönd- um og Asíu og Kyrrahafssvæðinu. Þeir eiga sameiginlegt að hafa áhuga á því sem er að gerast í Evrópu á þessu sviði. Eins hafa þeir áhuga á að eiga viðskipti við Evrópu. Í sum- um tilvikum vilja þeir fylgjast með þróun evrópskrar tækni með inn- flutning í huga. Meðal þeirra sem eiga aðild að ENGVA eru bílafram- leiðendur, t.d. Fiat, Iveco, Daimler- Chrysler, BMW, Volvo Car, Volvo Truck and Bus. Allt fyrirtæki á heimsmælikvarða. Eins eiga aðild gasfyrirtæki víða um lönd og fram- leiðendur íhluta fyrir þennan mark- að. Til dæmis fyrirtæki sem smíða breytingasett til að breyta bensín- vélum fyrir gas. Eins þjónustuaðilar og ráðgjafafyrirtæki. Jafnvel borgir verða meðlimir því þær gera út gasknúnar bifreiðar og vilja verða hluti af þessu samskiptaneti.“ Hvernig er staða jarðgasknúinna bíla í Evrópu samanborið við Banda- ríkin? „Það er reginmunur á mörgum sviðum. Eitt er fjöldi bílanna, í Bandaríkjunum eru um 130 þúsund jarðgasknúnir bílar og 1.300 áfyll- ingarstöðvar. Í Evrópu eru flestir jarðgasbílar á Ítalíu, yfir 400 þúsund og 460 áfyllingarstöðvar. Í Banda- ríkjunum er mjög einsleitt umhverfi, gasiðnaður er ein atvinnugrein, bíla- framleiðslan er önnur atvinnugrein. Þegar við reynum að ná til mismun- andi hópa viðskiptavina í Bandaríkj- unum eða mögulegra meðlima þá er- um við að eiga við atvinnugreinar sem í stórum dráttum hafa sömu við- horf.“ Dr. Seisler segir að Evrópa sé ekki jafn einsleit, í hverju landi verði að taka tillit til mismunandi lífsvið- horfa, ólíkra tungumála og menning- ar. Ólík land- og jarðfræðileg skil- Við erum á réttri braut ENGVA eru samtök sem stofnuð voru 1994 til að hvetja til notkunar á gasknúnum bílum í Evrópu. Guðni Einarsson ræddi við dr Jeffrey Seisler, fram- kvæmdastjóra ENGVA. .' & / 0 1 &  2'"# 3+ 4 (+ &'   $ 6 &  78    . $%%(    . 3-$%%( 0 4 (+ 78 9 : ;(+  <! 0=.*> 44 4(13 5(33 2233 ? ,@@- -;133 .1333 42333 433033 -;133 -2411 -041. -;433 (3232 ((3.3 .1333 42333 44-41 23325 5;133 -.3333 -2;-2; 433033 452333 143333 --35-43 Dr. Jeffrey Seisler Verksmiðjur til framleiðslu álífgasi og áfyllingastöðvarfyrir gasbíla eru í tólfsænskum borgum. Áætl- anir eru um að reisa fimm verk- smiðjur til viðbótar. Í september síðastliðnum voru alls 4.260 gasknú- in ökutæki í Svíþjóð. Þá hafði gasknúnum bílum fjölgað um 28% frá ársbyrjun 2003. Ríflega helm- ingur leigubíla í Gautaborg og 90% leigbíla í Malmö eru knúnir lífgasi. Gasið er er allt frá 30 til 44% ódýr- ara en bensín, sem hvetur til notk- unar þess. Þá fylgja því ýmis fríð- indi í sumum byggðarlögum að eiga gasknúinn bíl. Í Gautaborg og Mölndal geta gasbílaeigendur til dæmis lagt frítt á bílastæðum í eigu borganna. Umhverfisávinningur er mikill, að því er fram kemur í minn- isblaði frá SWECO. Minni loft- mengun og þar með bætt heilsa fólks er talin virði 100 þúsund bandaríkjadala á hvern strætisvagn knúinn lífgasi á ári. Gas unnið úr úrgangi Peter Boisen, ráðgjafi sænska gasiðnaðarins, hélt erindi á ráð- stefnu ENGVA og lýsti möguleikum lífgass sem unnið er úr lífrænum úr- gangi svo sem seyru úr skólp- hreinsistöðvum, húsdýramykju, matarleifum, lífrænu heimilissorpi og öðru slíku. Boisen benti á að úr því sem einn maður skilar frá sér á ári mætti vinna orku upp á eina megavattstund. Það er einn tíundi af því sem fjölskyldubíll eyðir með hóflegri notkun. Víða um Evrópu er ónotað ræktunarland. Væri stunduð þar ræktun með orkuvinnslu í huga mætti fá um 29 MWh orku af hverj- um hektara á ári. Ræktunarland sem nú er hvílt gæti það fullnægt 6–7% af þörf Evrópu fyrir öku- tækjaeldsneyti. Hægt er að vinna orku úr úrgangi frá timburvinnslu og skógrækt sem gefur um 1 MWh af orku á hvern hektara á ári. Að öllu samanlögðu ætti lífgas unnið úr úrgangi, sérstakri orkuræktun og frá skógrækt að geta fullnægt meira en fjórðungi orkuþarfar allra ökutækja í Evrópu. Verksmiðjur til framleiðslu á líf- gasi eru víða í Evrópu eða gasi er safnað úr sorpurðunarstöðum eins og hjá SORPU í Álfsnesi. Í Aust- urríki eru t.d. 196 stöðvar sem vinna lífgas, 40 stórar og litlar gasverk- smiðjur í Danmörku, 24 í Finnlandi, fjórar verksmiðjur vinna gas úr heimilissorpi í Frakklandi, 800 gas- vinnslustöðvar eru í Þýskalandi. Í Hollandi eru 269 gasverksmiðjur sem framleiða um 11 Twh af orku á ári. Það jafnast á við tólf 100 þúsund tonna olíuskip fullhlaðin af hráolíu. Í Svíþjóð eru alls 216 gasvinnslu- stöðvar af ýmsu tagi, þar af 134 sem vinna gas úr seyru og gasi er safnað á 60 urðunarstöðum. Í bígerð er að reisa margar nýjar. Í Sviss eru á þriðja hundrað gasvinnslustöðvar. Boisen komst að þeirri niðurstöðu að framleiðsla lífgass mundi aukast og jafnframt leysa mörg vandamál. Hún drægi úr innflutningi eldsneyt- is, losun koldíoxíðs, metans og köfn- unarefnisoxíða, drægi úr lyktar- mengun og hreinlætisvanda og yki atvinnu í landbúnaði. Aukin notkun lífgass sem ökutækjaeldsneytis fylgi allir þeir kostir sem fylgi notk- un jarðgass, og ekki síst væri hún áfangi á leið til vetnissamfélagsins. Ég er bjartsýnn Mats Ekelund er eigandi og for- stjóri Strateco í Svíþjóð, en fyrir- tækið stýrir gerð aðgerðaáætlunar, Target 2020,vegna markmiða Framkvæmdastjórnar ESB til árs- ins 2020, af hálfu ENGVA. Mats Ekelund segist hafa byrjað árið 1982 að vinna að notkun nýrra orku- gjafa á bíla í stað hinna hefðbundnu. Hann hefur því fylgst með þróuninni á sviði óhefðbundins bílaeldsneytis. Eru þessir óhefðbundnu orkugjafar fyrir bíla, eins og jarðgas, orðnir raunverulegir valkostir fyrir al- menning? „Nei, það hefur ekki orðið og verður ekki fyrr en stjórn- málamenn marka stefnu og setja lög sem þörf er á og opna nýja möguleika í fjármögnun og skattlagningu. Hið opinbera verður að finna leiðir til að gera þetta raunhæfan kost fyrir almenn- ing, bæði fjárhagslega og lagalega.“ Ertu bjartsýnn á að þetta verði? „Já, ég er mjög bjartsýnn. Ég er formaður í „Target 2020“ sem mun stýra stefnumótun og upplýsinga- öflun um hvernig 10% evrópska bílaflotans eiga að verða knúin af jarðgasi árið 2020. Það er mikill kraftur að baki því starfi, þar er orkupólitík, landbúnaðarpólitík, vinnumarkaðspólitík, fjármagns- pólitík, heilsupólitík og fleira. Æ fleiri þungaviktarmenn í ákvarðana- tökunni í Brussel eru farnir að tjá sig í þessa veru. Stefnan er í þessa átt.“ Ekelund vann við fyrstu lífgas- verksmiðju Svía, í Linköping, sem vann gas úr úrgangi. „Það varð upp- hafið að víðtækri þróun sem breiðst hefur um alla Evrópu. Þar á meðal er metan-verkefni SORPU á Íslandi sem vakið hefur mikla athygli og er stórkostlegt framtak. Allir sem fást við notkun lífgass í Evrópu hafa fylgst með íslenska verkefninu.“ Telur þú að notkun lífgass eigi eftir að vaxa? „Ég tel að forsenda þess sé að teknar séu skjótari og stærri ákvarðanir yfirvalda um notkun jarðgass, því jarðgasiðnaðurinn get- ur nýtt lífgasið. Það er samhengi þarna á milli. Við byrjum með jarð- gas og þar er tæknina að finna. Notkun lífgass byggist á sömu tækni. Síðan heldur þróunin áfram og mun þróast smám saman yfir í vetnisnotkun.“ Miklir möguleikar í framleiðslu lífgass Svíar eru framarlega í framleiðslu metans úr lífrænum úrgangi, svonefnds lífgass eða biogass. Það er bæði notað til hitunar og til að knýja almenningsvagna, vörubíla, lögreglubíla og einkabíla. Peter Boisen og Mats Ekelund þekkja vel til framleiðslu lífgass. %  8   8 ? 9@, @    % ,! =   7 :  A@BC     7 & $! +''    D   ' +''  8      7   ' '  + ' % E@  @   ' ' A, ,  @ F    . Mats EkelundPeter Boisen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.