Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 41 ✝ Guðný HrefnaKristinsdóttir Pullen fæddist á Seyðisfirði hinn 14. júní 1940. Hún lést á heimili sínu í Pa- nama City í Flórída hinn 22. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Jóhann Kristinn Friðriksson útgerð- armaður, f. 25. ágúst 1907, d. 23. júní 1993, og Jónína Ágústa Gústafsdótt- ir, f. 11. ágúst 1913. Systkini Hrefnu eru Friðrik Eld- járn Kristinsson, f. 13. sept. 1935; Hlín Gústafína Kristinsdóttir, f. 2. jan. 1937; Þórarinn Kristins- son, f. 26. nóv. 1942; Hjördís Björg Kristinsdóttir, f. 2. nóv. 1944; Gústaf Kristinsson, f. 1. sept. 1949 og Guðmundur Björg- vin Kristinsson, f. 5. sept. 1958, d. 27. febr. 1994. Hrefna fluttist með foreldr- um sínum og systk- inum til Djúpavogs 1944 og ólst hún þar upp. Árið 1958 giftist Hrefna eftirlifandi eiginmanni sínum, Kenneth L. Pullen, og eignuðust þau tvær dætur og einn son. Þau eru Linda Lee Contreras, f. 2. júlí 1959 (f. Pullen), Lori Lee Pullen, f. 29. ágúst 1960, og Kristinn Lee Pullen, f. 2. desember 1962. Einnig var Hrefna orðin amma og langamma. Útför Hrefnu fór fram frá Heritage Funeral Home Chapel í Panama City 25. janúar. Ég kveð þig með söknuði, elsku Hrefna mín, og þakka algóðum Guði fyrir að ég skyldi fá að vera hjá þér síðustu vikurnar sem þú lifðir hér á jörð og sjá hvað þú tókst hlutskipti þínu með miklu æðruleysi og yf- irvegun. Hvernig þú kvaddir er mér mikill styrkur í sorginni. Ég geymi svo ætíð okkar minningasjóð sem er fullur af góðum endurminningum alveg frá því að við vorum að alast upp saman og fram á síðustu stundu sem við fengum að eiga saman. Ég er þess fullviss að þar sem þú nú dvelur ert þú laus við allar þján- ingar og að hið eilífa ljós umvefur þig. Ég vil svo kveðja þig að sinni með þessum orðum: Hvar er upphaf hvar er endir? Hvernig fæ ég svar við því? Eilífðin þó oss á bendir að við hittumst öll á ný. (H.B.K.) Þín elskandi systir, Hjördís Björg Kristinsdóttir. GUÐNÝ HREFNA KRISTINSDÓTTIR PULLEN ✝ Ingunn Lárus-dóttir fæddist 30. desember 1949. Hún lést á gjörgæslu á LSH í Fossvogi 31. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Lárus Óskar Þorvaldsson, f. 15.6. 1926, og Sveinbjörg Eiríksdóttir, f. 8.9. 1929. Systkini Ing- unnar eru: Sigríður Ósk, f. 21.4. 1957, og Lárus Ágúst, f. 19.5. 1961, d. 2.10. 1997. Hinn 28. nóvember 1979 giftist Ingunn Loga Guð- jónssyni, f. 19.12. 1949. Foreldrar hans eru Guðjón Sigurðsson, f. 29.3. 1913, og Oddný Björnsdóttir, f. 30.7. 1911, d. 25.2. 1992. Börn þeirra eru Gylfi Már, f. 11.5. 1972, Oddný Þóra, f. 28.10. 1973, og Ósk- ar, f. 30.5. 1980, d. 5.1. 1998. Ingunn lauk námi í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og vann lengst af við verslun. Útför Ingunnar fór fram í Fossvogskapellu í kyrrþey 4. febrúar. Hinn 31. janúar síðastliðinn lést systir mín Ingunn Lárusdóttir á 55. aldursári Þegar ég læt hugann reika og hugsa um Ingu eins og hún var köll- uð þá dettur mér í hug birta og hjálpsemi en Inga var björt yfirlitum og bar af sér góðan þokka. Alltaf var hún mætt þegar einhver var að flytja. Þá saumaði hún gard- ínur, þreif og málaði. Ef einhver var veikur kom hún og hlúði að honum. Foreldrum okkar var hún stoð og stytta. Ég minnist margra góðra stunda er við áttum saman á ferðalögum með fjölskyldum okkar, á föndur- kvöldum, í sumarbústaðaferðum og við fleiri tilefni. Alltaf var gott að leita til Ingu. Inga átti við vanheilsu að stríða undanfarin ár af völdum umferðar- slyss er hún varð fyrir. Afleiðingar slyssins settu mjög mark sitt á hana og urðu henni fjötur um fót við að lifa eðlilegu lífi og leiddu til þess að hún þurfti að dvelja á stofnunum síð- ustu æviárin. Þrátt fyrir skerta and- lega getu og líkamlega fötlun tók hún örlögum sínum af æðruleysi og var þakklát fyrir þá hjálp sem henni var veitt. Fyrir það skal þakkað hér og góðar kveðjur sendar að Arnar- holti á Kjalarnesi þar sem Inga dvaldist lengst af eftir að hún slas- aðist. Síðustu vikurnar dvaldi hún á nýrri deild á hjúkrunarheimilinu Eir. Þar var hún nær fjölskyldu og vinum og hægara um vik að heim- sækja hana. Að leiðarlokum kveð ég kæra systur og bið Guð að blessa hana. Sigríður Ósk. Inga frænka dó síðastliðinn laug- ardag. Mér þótti mjög vænt um hana og mér þykir mjög vænt um minn- ingarnar sem ég á um hana. Þegar ég var lítil man ég eftir því þegar ég gisti hjá þeim Loga. Hjá þeim leið mér alltaf vel, auk þess sem mér fannst ég eignast þrjú systkin í stuttan tíma. Inga var hjartahlý, fal- leg og góð kona sem þótti afar vænt um fjölskyldu sína. Ég mun varð- veita minningu hennar í hjarta mínu. Björg. Í örfáum orðum langar mig að minnast glæsilegu vinkonu minnar Ingunnar. Ég fékk hringingu á mánudagsmorguninn 2. feb. og var mér tilkynnt að Ingunn væri dáin og það kom mér mikið á óvart því ég hafði hitt mömmu hennar fyrir tveim vikum og spurt frétta af Ingunni. Hún var svo glöð að dóttir hennar væri komin á Eir þar sem hún væri búin að fá góðan og fallegan sama- stað þar sem færi vel um hana, og styttra væri fyrir sig að heimsækja dóttur sína. Gladdist ég með henni og var ég búin að plana að fara til hennar fljótlega en kallið kom áður en ég kæmist til hennar, og í hjarta mín græt ég það að hafa ekki verið búin að sjá hvað vel fór um hana á nýja staðnum. Ingunn var mjög illa farin eftir mörg áföll í lífinu síðustu ár. Hún missti bróður sinn á voveiflegan hátt árið 1997, og þrem mánuðum síðar tók yngsti sonur hennar líf sitt. Höfðu þessar hörmungar mikil áhrif á hana og átti hún erfitt með að vinna úr þeim miklu sorgum sem börðu á dyr hjá henni. En áður en allt þetta gekk yfir hana átti hún gott líf, og vorum við nokkrar vinkonur sem hittumst reglulega og fórum saman í sum- arbústað og gerðum okkur glaðan dag. Ingunn var ein af þeim, hún var alltaf flottust af okkur og mikil dama. Í þessum ferðum var eldaður góður matur og drukkið gott rauðvín og ættjarðarlögin tekin. Spjallað var langt fram á nótt og farið í heita pottinn og skemmtum við okkur vel í þessum ferðum. Það var líka margt brallað. Í einni ferðinni tókum við öll sængurföt og allar tuskur sem fund- ust og bjuggum við til síða kjóla úr tuskunum og klæddum okkur upp fyrir matinn. Skemmtum við okkur vel. Við rifjuðum oft þessar ferðir okkar upp og alltaf vorum við jafn ánægðar með okkur og öll uppátæk- in í okkur. En elsku Ingunn mín, nú ert þú farin og ert sjálfsagt fegin að fá svefninn langa. Þú varst orðin þreytt og lúin, kæra vinkona. Ég kveð þig með sorg í hjarta mín. Guð geymi þig, Ingunn mín. Þín vinkona Hulda Fríða. INGUNN LÁRUSDÓTTIR Elsku Valli frændi. Já, það er ekki auðvelt að setjast niður og skrifa um þig, því mér hefur fundist þú eiga að vera eilífur hérna hjá okkur. En svo er ekki með neinn. Þú hef- ur alltaf verið svo hress og ljúfur með þitt fallega bros og góðu lund. En margs er að minnast og þá koma fyrst upp í hugann heimsókn- irnar með foreldrunum til ykkar Önnu í Austurbæjarskólann. Það var alltaf vel tekið á móti okk- ur og aldeilis gaman hjá okkur krökkunum í öllum þeim leikjum sem við fórum í. Nú svo man ég eftir ferðinni okk- ar á Laugarvatn og auðvitað margt annað sem kemur upp í hugann og ég læt ósagt hér. Það var mikill kærleikur á milli ykkar pabba þótt árin hafi verið mörg á milli, og margt hafið þið baukað saman síamstvíburarnir. Þú skilur hvað ég meina, elsku frændi, Hann hefur misst mikið, bæði góðan vin og félaga. Það verður skrítið á ættarmótinu okkar í sumar þar sem þú mætir ekki, það vantar mikið aðalstuðkarl- inn og með mesta úthaldið. En svona er nú lífið, þú ert örugg- lega ánægður að vera núna búinn að hitta Önnu þína sem fór frá þér fyrir mörgum árum. Ég þakka þér fyrir að vera svona lengi með okkur og vera okkar helsti hlekkur og fyrirmyndin ekki slæm. Ég ætla að reyna að feta í þín fót- spor að vera með skapið í lagi. Það er dýrmætast af öllu í þessu lífi. Ég votta fjölskyldu þinni og VALGEIR MATTHÍAS PÁLSSON ✝ Valgeir MatthíasPálsson fæddist í Unuhúsi í Reykjavík 6. júlí 1911. Hann lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Blönduósi 9. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 16. janúar. systkinum samúð mína Hafðu þökk fyrir allt, elsku Valli. Þín bróðurdóttir, Þórunn Sigurðar. Elsku afi. Það hafði mikil og sterk áhrif á mig þegar ég frétti það hjá mömmu að þú vær- ir kominn til ömmu. Það var jú það sem þú hafðir þráð í þó nokk- urn tíma. Í gegnum huga minn þutu ótal góðar minningar frá þeim stundum sem ég átti með þér á Blönduósi. Þú varst alltaf til í að fara með mér á Willis-jeppanum þínum ótroðnar slóðir í nágrenni Blöndu- óss. Eins og t.d. upp í Vatnahverfi og víðar. Ég man að í þessum ferð- um þá sungum við alltaf svo mikið saman. Lög eins og „Gamli Nói“, „Allir krakkar“ og fleiri og fleiri. En tvö lög þráðir þú öðrum fremur en það voru lögin „Afi minn fór á hon- um rauð“ og „Afi minn og amma mín úti á Bakka búa“. Það var oft ansi hljómfagurt í jeppanum þegar við þöndum raddböndin. Enda söng- menn miklir. Þú varst einnig alltaf rosalega duglegur við að fara með mig í sund- laugina á Blönduósi. Þá vorum við nafnarnir alltaf mættir klukkan fimm. Við biðum oft þó nokkurn tíma fyrir utan laugina, en svo opn- aði Valli fyrir okkur, og vorum við þá ekki lengi að koma okkur ofan í. Þegar ég átti heima í Garða- byggðinni vorum við yfirleitt alltaf saman. Við hittumst oft á dag, eig- inlega sama hvernig veðrið var. Allt- af komst þú askvaðandi í Garða- byggðina í gegnum skafla og storma. Þér fannst gaman að vera úti í vondum veðrum að leik í snjón- um. En nú ertu kominn til ömmu. Þér mun líða vel þar. Hafðu það gott, afi minn. Ég hugsa um þig og bið góðan Guð að vernda þig og ömmu. Valgeir Matthías Pálsson. Jæja, þá er komið að því – ég að rita minn- ingarorð um pabba minn. Þeir eru ótaldir sem hafa samhryggst mér undanfarna daga vegna þín. Allir minn- ast þín sem mikils kar- akters. Þú varst það líka, með hatt- ana þína og stafinn þinn flotta. En það var ekki það eina. Þú lagðir mark þitt á svo margt, í lífi okkar systkinanna og þeirra sem þekktu þig. En það sem ég hef hugsað mik- ið um síðan þú veiktist og vitað var að þú ættir ekki langt eftir, var hversu þú fullnaðir líf þitt. „Je ne regrette nien“ söng Edit Piaf einu sinni og ég held þú getir tekið undir það, þú hafðir einskis að iðrast. Í gullbrúðkaupsafmælinu ykkar mömmu fyrir réttum tveim árum síðan tók ég frábæra mynd af þér haldandi á nafna þínum og syni mínum, Alex Una, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér því þið voruð svo líkir. Án efa hafa einhver húmorgen frá þér komist til hans í gegnum mig. Mér fannst það líka frábært þegar þið mamma komið í heimsókn síðastliðið vor til Danmerkur og Alex hitti mömmu og spurði strax um þig. Oft þegar við spjölluðum saman þá varð mér ljóst hversu mikið þú elskaðir mömmu. Það þyk- ir mér yndislegasta minningin um þig, því þú fannst þinn ævifélaga og ást þín dalaði aldrei heldur óx ef UNI GUÐMUNDUR HJÁLMARSSON ✝ Uni GuðmundurHjálmarsson fæddist 22. júlí 1926. Hann lést 1. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ríkissal Votta Je- hóva 9. janúar. eitthvað var. Þegar við töluðum síðast saman í símann áttirðu erfitt með að tala, en þegar ég stakk upp á því að ég myndi skjótast heim og taka þig með upp í Mosó og fara að fljúga, eins og við gerðum svo oft, lifnað- irðu allur við og varst sko til. Við vissum þó báðir að þetta var meira í gríni en alvöru. Kannski kemur að því að við einhvern tíma tökum á loft saman aftur, hver veit. En eitt af því sem ég hef lært af þér, pabbi, er að það er ekkert í lífinu svo erfitt að maður komist ekki yfir það og sú lífssýn hefur greypt sig fast í mig. Sumir kalla það kannski kæruleysi; en aðr- ir stórkostlegan kost – að gera sér ekki of miklar áhyggjur af hlut- unum. Annað sem ég lærði af lífi þínu er líka staðfest af Páli postula, þegar hann sagði: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ (1. Kor. 13:13) Kærleikurinn er nefni- lega það sem heldur – hvað sem álitamálum líður, ágreiningi eða deilum. Hvort sem trú eða von okk- ar er önnur en náunga okkar eða hin sama á kærleikurinn að koma í veg fyrir ágreining. Móðir Teresa sagði einhvern tíma að ef maður dæmdi einhvern hefði maður ekki tíma til að elska hann. Þetta var eitthvað sem var þín sterka hlið, þú nenntir ekki að erfa ágreining eða dæma fólk – hljópst stundum upp en snöggur niður aftur. Rólyndi og jafnaðargeð voru þín aðalsmerki. Ég vona að sú minning sem allir þeir sem kynntust þér verði langlíf og á sama lund og ég minnist þín; sem yndislegs manns með mikinn persónuleika. Með ástarkveðju, þinn sonur, Haraldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BENEDIKT HAFLIÐASON, Njörvasundi 6, Reykjavík, sem andaðist á öldrunardeild Landspítala Landakoti mánudaginn 2. febrúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Þorsteina Sigurðardóttir, Hafliði Benediktsson, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Jónas R. Jónsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Haukur Hauksson, Erna Benediktsdóttir, Steindór Gunnarsson, Birna Benediktsdóttir, Daníel Guðbrandsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.