Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 38
LISTIR 38 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ IN TRANSIT er samvinnuverkefni leikhúsfólks frá Íslandi, Englandi, Danmörku og Noregi. Sýningin er byggð á viðtölum við fólk frá við- komandi löndum og hafa leikhóp- urinn og leikstjórinn unnið handrit sýningarinnar út frá sögum viðmæl- enda. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um hversu sterk arf- leifð okkar er, nú þegar hugtakið „landamæralaus Evrópa“ verður að sífellt meiri veruleika. Sú aðferð sem notuð var við sköp- un verksins kallast „storytelling“ og er byggð á frásagnarhefð og tján- ingarmöguleikum leikarans. Sýn- ingin er því byggð á þeirri sagna- hefð sem okkur er í blóð borin. Hún á erindi við fjölþjóðlegan áhorf- endahóp á öllum aldri og verður sýnd á Englandi, í Danmörku og í Noregi í mars og apríl. Frumsýning verksins verður á litla sviði Borg- arleikhússins í kvöld klukkan 20, en héðan fer sýningin, sem flutt er á ensku, í ferð til Bretlands, Noregs og Skotlands. Það er leikhópurinn Thalamus sem stendur að verkefninu, en hann er stofnaður af ungum íslenskum leikurum sem hafa nú þegar haslað sér völl í íslensku leikhúslífi; Birnu Hafstein sem leikur í Chicago í Borgarleikhúsinu, Erlendi Eiríks- syni úr Rómeo og Júlíu með Vest- urportinu, Sólveigu Guðmunds- dóttur sem leikur í Meistaranum og Margarítu í Hafnarfjarðarleikhús- inu og Margréti Kaaber sem leikið hefur í Prumpuhólnum hjá Mögu- leikhúsinu. Öll eiga þau það sameig- inlegt að hafa stundað nám í Bret- landi og unnið þar með alþjóðlegum hópi listamanna. Auk þeirra leika í sýningunni Maiken Bernth frá Dan- mörku, Oliver Burns frá Noregi og Sean McGlynn frá Englandi. Sögunum safnað víða Þær Birna Hafstein og Margrét Kaaber segja að það sé ekki algengt í íslensku leikhúsi að sjá leikverk sem byggð eru á frásagnarhefð. Þær kynntust aðferðinni í námi sínu í London, og segja hana bæði áhuga- verða og mjög skemmtilega. „Með því að safna sögum frá öllum lönd- unum sem við unnum þetta í erum við líka að kanna hvort mikill munur sé á sögum eftir löndum, og hve sterkt við höldum í sérkenni okkar sem þjóða,“ segir Margrét. „Maður verður svo auðmjúkur að fá að tala við ókunnugt fólk, sem opnar hjarta sitt og talar um sína innstu drauma og þrár við okkur. Það var alveg frábært, því við vissum ekki hverju við gátum búist við.“ Birna segir að hópurinn hafi ekki verið að leita að neinu sérstöku fólki, heldur bara al- menningi, – þessu venjulega fólki sem maður mætir í hversdeginum. „Frásagnarhefðin byggist líka mik- ið á því að fanga einfaldleikann í góðri sögu; – það er hugmyndin á bak við þetta,“ bætir Birna við. Hún býr enn í London, stórborg, þar sem milljónir hittast fyrir tilviljun dag- lega, en sjást jafnvel aldrei aftur. „Það er ótrúlegt hvað fólk þar er hugrakkt að opna sig við bláókunn- ugt fólk. Fólk í stórborgum kann þetta, og sér þetta jafnvel sem eina tækifærið til að ræða við viðkom- andi. Á Íslandi er víst að fólk þekkist einhvern veginn, gegnum annað fólk, og stemmningin er allt öðru- vísi.“ Eldra fólkið viðræðubetra Talað var við fólk á öllum aldri, en einn aldurshópur var þó áberandi viðræðubestur. „Eldra fólkið hefur frá svo miklu að segja, og þekkir tíma sem við höfum aldrei upplifað. Mér fannst magnað að heyra til dæmis eldra fólk tala um það þegar það kynntist, og var mjög ástfangið ennþá, – það var svo frábært,“ segir Birna. Margrét segir að að í úr- vinnslu verksins hafi líka komið á daginn að eldra fólkið var betra við- ureignar. „Orðræðan hjá eldra fólk- inu var ríkari að öllu leyti, og við höfðum úr miklu meira að moða úr því efni. Eldra fólkið hefur bæði meiri orðaforða og meiri lífsreynslu, og vandar betur til þess sem það segir,“ segir Margrét. Kristina R. Berman hannaði leik- mynd og búninga. Lýsing er í hönd- um Halldórs Óskarssonar. Hljóð- mynd semur Halldór Björnsson. Leikstjórinn sem ýtti verkefninu úr vör heitir Greg Thompson, en hann er listrænn stjórnandi AandBC Theatre Company í Bretlandi. Greg hefur meðal annars sett upp sýn- ingar hjá The Young Vic og The Ro- yal Shakespeare Company í London. Vegna anna í London hefur annar breskur leikstjóri tekið við af Greg sem fylgt hefur sýningunni eftir og lokið uppfærslunni. Sá heitir Rex Doyle, hefur víðtæka leikhúsreynslu og kennir leiklist í Guildford School of Acting í London. Verkefnið hlaut styrki frá Evrópusambandinu – Culture 2000, Reykjavíkurborg, Flugleiðum, menntamálaráðuneyt- inu og SPRON og er sýnt í samvinnu við Borgarleikhúsið. Leikverk byggt á frásagnarhefð Morgunblaðið/Golli Birna Hafstein í biðsalnum í In transit, leikverki byggðu á frásagnarhefð. ÞEGAR ég var að alast upp naut nútímatón- list ekki mikilla vinsælda. Ég man eftir útvarps- viðtali við Þórunni Ashkenazy þar sem hún sagði að Vladimir maður hennar spilaði aldrei nútímatónlist, hvorki íslenska né erlenda. Hún væri alltof köld og fráhrindandi, „bara“ tækni, eins og hún orðaði það. Tónlistargagnrýnendur sem skrifuðu um tónleika Musica Nova um og upp úr 1960 virðast hafa verið á sömu skoðun og í langan tíma á eftir var álit almennings á nú- tímatónlist að mestu óbreytt. Í Pressunni fyrir rúmum tíu árum var t.d. fullyrt að ef Atli Heimir Sveinsson tónskáld myndi segja opinberlega um fyrirhugaða tónleika rokksveitarinnar Iron Mai- den í Laugardalshöllinni að þar væru á ferðinni áhugaverðir tónlistarmenn myndi það tryggja að ekki sála kæmi á tónleikana. Nú hefur sjálfsagt verið ástæða fyrir þessu viðhorfi, án þess að ég fari nánar út í þá sálma hér. Það hefur samt verið að breytast til batn- aðar á síðustu árum, ef marka má orð Kjartans Ólafssonar, formanns Tónskáldafélags Íslands, í viðtölum á undanförnum dögum. Venjulega hef- ur verið húsfyllir þegar íslenskar tónsmíðar í stærri kantinum hafa verið frumfluttar á síðustu árum og er greinilegt að fólki finnst nútíma- tónlist aðgengilegri en áður. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til að múgur og margmenni komi á hverja tónleika Myrkra músíkdaga þegar þeir eru haldnir daglega, en fyrst stærri viðburðir eru ágætlega sóttir er ekki ástæða til annars en bjartsýni. Hugsanlega er því kominn tími til, eins og ýjað var að í Fréttablaðinu fyrir skemmstu, að breyta nafni hátíðarinnar í Bjarta músíkdaga! Eins og lokaatriði í geimtrylli Með þessu er ekki verið að halda fram að öll nútímamúsík sé góð. Er tónlist nítjándu aldar er flutt heyrir maður bara það besta sem samið var; sagan hefur þegar fellt dóm sinn. Myrkir músíkdagar eru hins vegar vettvangur nýrrar tónlistar og auðvitað er hún misjöfn að gæðum eins og annað. Ég er sannfærður um að ein- hverjar þessara tónsmíða eigi eftir að falla í gleymsku fyrr eða síðar, þannig hefur það ætíð verið. Snilldin er ávallt sjaldgæf, þótt hún sé kannski algengari núna en hún var fyrir fáein- um áratugum. Ég held til dæmis að tónverkið Loft eftir Jón- as Tómasson muni gleymast fljótt. Það var frumflutt af Steingrími Þórhallssyni organista ásamt Blásarasveit Reykjavíkur undir stjórn Kjartans Óskarssonar í Langholtskirkju á þriðjudagskvöldið. Verkið er um tíu mínútna langt og hófst á inngangi langra og dapurlegra tóna, en þeir voru fremur ósamstæðir innbyrðis. Mest áberandi var lítt frumleg hrynjandi; sama lengdargildið heyrðist endurtekið aftur og aftur í hægum takti og var það þreytandi er á leið. Næst tók organistinn við og lék einfalt og að mínu mati barnalegt stef aftur og aftur, var inn- koma hans órökrétt og passaði ekki við það sem á undan var gengið. Lokakaflinn, þegar organ- istinn og blásararnir kölluðust á í sífellu, var sömuleiðis ekki markvisst skrifaður; raddir mis- munandi blásturshljóðfæra áttu illa saman og hljómuðu þegar verst lét eins og umferðarhnút- ur þar sem allir liggja á flautunni. Mun betri var Sónata a 14 eftir Tryggva M. Baldvinsson, en þar var úrvinnsla einfaldra tón- hendinga fagleg, heildarbygging verksins var gædd samræmi og var tónmálið aðgengilegt, auk þess sem tónlistin var prýðilega raddsett fyrir tvo málmblásarakóra. Ef hægt er að gagn- rýna tónsmíðina fyrir eitthvað þá er það helst að hún var dálítið fyrirsjáanleg. Persónulega fannst mér það þó ekki koma að sök því léttur óhugnaður einkenndi stemninguna, ljúfur hroll- ur sem var bara ánægjulegur! Var ekki laust við að verkið minnti á músíkina í Predator-mynd- unum, en þær fjalla um geimveru sem kemur til jarðar í skjóli nætur og fer á mannaveiðar. Ef þessi myndlíking er höfð í huga var ein- leikur Víkings Heiðars Ólafssonar í konsert fyr- ir píanó og blásara eftir Stravinsky eðlilegt framhald, en hann var eins og lokaspretturinn í geimtrylli þar sem heil pláneta er sprengd í loft upp. Víkingur er afburða píanisti með gríðar- lega tækni; leikur hans var hvass eins og tónlist- in krefst, hratt fingraspil var sérlega tært, háskaleg heljarstökk eftir hljómborðinu svo örugg og þróttmikil að það hrikti í flyglinum. Þetta var frábær flutningur og veisla fyrir eyr- un. Leikur blásarasveitarinnar var í heild dálítið ónákvæmur, en þar sem flestir liðsmenn hennar voru nemendur verður sveitin ekki gagnrýnd frekar hér. Kjartan stjórnaði samt með styrkri hendi og í konsertinum eftir Stravinsky fylgdi hann Víkingi ágætlega. Glæsilegur píanókonsertinn hefði verið full- kominn endir á dagskránni ef Loft Jónasar hefði ekki verið leikið aftur, en endurflutningurinn var fyrirfram ákveðinn; hann var ekki aukalag. Sennilega var tilgangurinn að leyfa fólki að átta sig betur á tónlistinni, en það heppnaðist ekki og var þetta leiðinlegur endir á tónleikunum. Þar sem ringulreiðin ríkir Í Salnum í Kópavogi kvöldið eftir hélt áfram að blása ef svo má að orði komast, en þá komu fram þau Kristjana Helgadóttir flautuleikari og Ingólfur Vilhjálmsson klarinettuleikari og fluttu þau fyrst Koh-Loh I og II eftir Giacinto Scelsi. Það var innhverfur tónaseiður þar sem hljóð- færin tvö blönduðust einstaklega vel saman og var verkið fallega leikið. Hver einasti tónn var skýrt mótaður og flæðið sem einkennir tónlist- ina skilaði sér fyllilega í túlkuninni. Síður áhugaverð tónsmíð sem Elliott Carter samdi í tilefni sextugsafmælis Pierre Boulez var næst á dagskránni. Hér var andrúmsloftið fjör- legra en í verki Scelsis, en þótt tónlistin hljómaði eins og hundrað önnur verk þar sem ringulreið- in ein virðist ríkja (en gerir það ekki í rauninni) var flutningurinn nákvæmur og agaður. Hugs- anlega hefði tónlistin samt komið betur út ef meiri kraftur hefði einkennt túlkunina. Hvað varðar verk Áka Ásgeirssonar, Mínus, þar sem tölva bættist við, er ég ekki viss um að þróttmeiri túlkun hefði breytt neinu. Tónsmíðin samanstóð aðallega af stökum tónum frá blást- urshljóðfærunum sem smátt og smátt mögnuð- ust upp, en tölvan gaf á sama tíma frá sér hljóð er minntu á bilað útvarp. Í hápunktinum slokkn- uðu skyndilega ljósin og ef það átti að vera fynd- ið þávirkaði það ekki. Þegar haft er í huga að ótal möguleikar felast í samspili tölvu og hljóð- færa kemur svona klén úrvinnsla nú til dags töluvert á óvart. Næsta atriði á efnisskránni var ekki miklu áhugaverðara, en það var Jodeln eftir Fabio Nieder. Má segja að það hafi farið inn um annað eyrað og út um hitt. Rómanza eftir Hjálmar H. Ragnarsson var hins vegar forvitnilegri, en þar bættist Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari í hóp- inn. Réðst hún strax á flygilinn og gaf það tóninn fyrir brjálæðislegar andstæður sem fóru í hönd, verkið var ýmist tryllingslegur leikur að krómatískum hlaupum eða svo óskaplega þung- lyndislegt að manni datt í hug að Hjálmar hefði verið að reyna að lýsa geðhvarfasýki. Flutningurinn var nokkuð vel heppnaður, samspilið var nákvæmt og hver hljóðfæraleikari með sína rödd á hreinu, en kannski var túlkunin heldur tilgerðarlegri en efni stóðu til. Í heild voru þetta ágætir tónleikar, bestur var Hjálmar og svo Scelsi en hinu hefði mátt sleppa og hafa eitthvað annað í staðinn. Léttur óhugnaðurTÓNLISTLangholtskirkja Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, Steingrímur Þórhallsson organisti, Blásarasveit Reykjavíkur. Stjórnandi Kjartan Óskarsson. Verk eftir Jónas Tóm- asson, Tryggva M. Baldvinsson og Stravinsky. Þriðjudagur 3. febrúar. MYRKIR MÚSÍKDAGAR Salurinn í Kópavogi Kristjana Helgadóttir flautuleikari, Ingólfur Vil- hjálmsson klarinettuleikari og Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari. Verk eftir Scelsi, Carter, Áka Ásgeirs- son, Nieder og Hjálmar H. Ragnarsson. Miðviku- dagur 4. febrúar. MYRKIR MÚSÍKDAGAR Jónas Sen CAPUT flytur verk eftir sjö tón- skáld á tónleikum Myrkra músík- daga í Listasafni Íslands kl. 20 annað kvöld, mánudagskvöld.Yfirskrift tónleikanna er Frá Íslandi til Uzbek- istan – heimshornatónlistin. Stjórn- andi er Joel Sachs en einleikari er Pétur Jónasson, gítarleikari. „Ábyrgur fyrir þessari uppákomu er fyrst og fremst hinn þekkti bandaríski stjórnandi og Juilliard- prófessor Joel Sachs. Hann hefur m.a. staðið fyrir flutningi á íslenskri tónlist, eins og ekkert væri sjálfsagð- ara, í New York. Og eins og ekkert væri sjálfsagðara ætlum við að bjóða upp á karabíska sveiflu með Ligeti- slagsíðu, mið-asíska dulúð og úkra- ínskan harmsöng,“ segir Kolbeinn. „Við vitum að Íslendingar eru for- vitin þjóð sem þyrstir í fjölbreytta menningu og þetta er einmitt það sem beðið hefur verið eftir. Pétur Jónasson frumflytur nýtt tónverk eftir Snorra S. Birgisson. Við fylgjum líka Davíð Franzsyni „Beint niður blindgötuna“. Davíð er kornungt tónskáld sem nemur hjá meistara Brian Ferneyhough í Stan- ford og hefur vakið mikla athygli. Þetta spennandi tónverk hefur verið flutt í Kaliforníu og Ósló. Nú í fyrsta sinn í Reykjavík. Þýsk/íslenski Kaupmannahafnarbúinn Steingrím- ur Rohloff kemur með impressjón- ískan septett. Davíð og Steingrímur koma báðir til landsins til að fylgja sínum verkum eftir. Og við ætlum að flytja hina viðamiklu Kammersinfón- íu Áskels Mássonar, sem hefur verið flutt víða um lönd. En Caput spilaði hana síðast opinberlega í Lissabon fyrir allt of mörgum árum.“ Jafnt í alfaraleið og á útkjálka „Bandaríski stjórnandinn og pí- anóleikarinn Joel Sachs hefur á löngum ferli komið fram á ótal tón- leikum út um allan heim,“ segir Kol- beinn, „jafnt á þeim stöðum sem liggja í alfaraleið tónlistarmanna og hinna sem einhverjir kynnu að kalla útkjálka; El Salvador, Úzbekistan, Mongólía, Reykjavík. Á þessu ári mun hann t.d. flytja Sonatas and Int- erludes eftir John Cage bæði í Búlg- aríu og Los Angeles.“ Sachs býr í New York og kennir tónlistarsögu og kammertónlist við Juilliard-skólann. Sachs vinnur nú við að skrifa ævisögu bandaríska tónskáldsins Henry Cowell. Caput flytur nýja heimshornatónlist KASA hópur Salarins frumflytur lítt þekkt kammerverk eftir austurríska tónskáldið Johann Nepomuk Hum- mel (1778–1837) á tónleikum kl. 20 í kvöld. Hummel var mjög fær píanó- leikari og fyrrum nemandi Mozarts: Tríó ópus 35 í G-dúr fyrir fiðlu, selló og píanó; Sónata ópus 50 í D-dúr fyr- ir flautu og píanó; Tríó ópus 78 fyrir flautu, selló og píanó „Schöne Minka“ eru þau verk sem flutt verða af þeim Áshildi Haraldsdóttur á flautu, Sigrúnu Eðvaldsdóttur á fiðlu, Sigurði Bjarka Gunnarssyni, selló, Sigurgeir Agnarssyni, selló og Nínu Margréti Grímsdóttur, píanó. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Jo- hann Nepomuk Hummel er mikil- vægur hlekkur í tónlistarsögunni. Ferill hans er um margt afar athygl- isverður, faðir hans var tónlistar- maður og fyrsti kennari hins unga Johanns. Mozart kenndi honum á pí- anó án endurgjalds í tvö ár og hvatti hann svo til tónleikahalds. Hummel eyddi því nokkrum æskuárum í tón- leikahald um Evrópu og vakti mikla athygli. Hummel var að mörgu leyti barn síns tíma í tónsmíðum sínum, þær eru afar vandaðar að gerð og til- heyra að mestu klassískri tónhugs- un.“ Tónlist Johanns Nepo- muk Hummel í Salnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.