Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 2
„MEÐ frumvarpi til laga um erfða- fjárskatt er gert ráð fyrir nýjum 10% skatti á arf til líknar- og menningar- samtaka og með þessum skatti er verið að herja á okkur,“ segir Ragn- ar Gunnarsson, starfsmaður Kristni- boðssambandsins. Ragnar segir að fyrirhuguð skatt- lagning sé sár, ekki síst vegna þess að yfirleitt sé um að ræða samtök, sem byggist á miklu sjálfboðaliða- starfi, og fái þau arf sé hann gjarnan frá hugsjónafólki sem hafi verið með í starfinu. „Við lítum á skattlagn- inguna sem ákveðna aðför að okkur,“ segir hann. Að sögn Ragnars hófst þessi að- för, eins og hann nefnir aðgerðirnar, að félögunum með breytingum á skattakerfinu 1987. Fram að því hafi gefendur til líknar- og menningar- málafélaga fengið upphæðina upp að ákveðnu marki frádregna frá skatti, rétt eins og á hinum Norðurlöndun- um, en þessi frádráttur hafi verið af- lagður. Fjármagnstekjuskatturinn hafi líka bitnað á þessum félögum en svo virðist sem verið sé að gera ýms- um félögum eins erfitt fyrir og hægt er með aukinni skattlagningu. „Ef einhver vill gefa 50 milljónir til svona góðs starfs þá klípur ríkið strax af 5 milljónir,“ segir Ragnar og leggur áherslu á mikilvægi þess að gjafir til líknar- og menningarmálafélaga séu skattfrjálsar. Kemur illa við Krabbameinsfélagið Valgerður Jóhannesdóttir, fjár- málastjóri Krabbameinsfélagsins, tekur í sama streng. „Við erum mjög undrandi á þessari stefnubreytingu stjórnvalda gagnvart mannúðar- og líknarfélögum sem, ef af verður, mun koma hart niður á málefnum þeirra,“ segir hún. „Erfðagjafir til Krabbameins- félagsins frá einstaklingum eru fé- laginu mjög mikils virði og nýtast til fjölþættrar starfsemi félagsins,“ segir Valgerður. „Málefnin sem fé- lagið vinnur að eru gefendunum mik- ilvæg og þess vegna munar um að upphæðin renni óskert til félagsins,“ bætir hún við og spyr hvort það sé vilji almennings að stjórnvöld fari að skattleggja framlög einstaklinga til mannúðar- og líknarfélaga. Frumvarp til laga um erfðafjárskatt Herjað á líkn- ar- og menn- ingarsamtök FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÓFÆRT VÍÐA UM LAND Í gærmorgun var ófært allt frá Norðurárdal í Borgarfirði, norður um og austur á land og suður með landinu. Hjá Vegagerðinni minnast menn ekki jafn mikillar ófærðar svo víða á landinu á sama tíma í mörg ár. Margir voru fastir í bílum uppi á heiðum og fjölmargir björg- unarsveitarmenn unnu aðfaranótt laugardags og fram eftir degi við að bjarga fólki úr bílum. Fjöldi manns varð veðurtepptur á þorra- blóti á Héraði og veður varð til þess að starfsmenn við Kárahnjúka sátu fastir í vinnuvélum. Gasknúnir bí lar Hægt væri að fullnægja elds- neytisþörf 3–4 þúsund bíla á höf- uðborgarsvæðinu miðað við núver- andi umsvif Metans hf. Tæknilega er mögulegt að framleiða mun meira gas úr lífrænum úrgangi hér á landi. Með framtíðarþróun ætti að vera hægt að knýja stóran hluta bíla á höfuðborgarsvæðinu með innlendu metani. Kerry á s igurbraut Kannanir bentu til, að öld- ungadeildarþingmaðurinn John Kerry mundi bera öruggan sigur úr býtum í forkosningum demó- krata í þremur ríkjum um helgina, í Michigan og Washingtonríki í gær og í Maine í dag. Í Michigan var honum spáð 52% atkvæða en engum keppinauta hans meira en 8%. Eins og staðan er nú, virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Kerrys. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur hins vegar átt undir að högg að sækja vegna vaxandi efasemda um röksemd- irnar fyrir Íraksstríðinu. Vil l menntað f lóttafólk Bertel Haarder, flóttamannaráð- herra Danmerkur, telur, að Danir eigi aðallega að taka við flóttafólki, sem hefur einhverja menntun og getur aðlagast dönsku samfélagi. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Dagbók 60/61 Listir 34/38 Staksteinar 60 Af listum 34 Krossgáta 62 Forystugrein 36 Kirkjustarf 62 Reykjavíkurbréf 36 Þjónusta 62 Hugvekja 39 Auðlesið efni 63 Minningar 40/46 Leikhús 64 Skoðun 40/54 Fólk 64/69 Brids 57 Bíó 66/69 Myndasögur 58 Sjónvarp 70/71 Bréf 58/59 Veður 71 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið "Sumarsól 2004" frá Úrvali Útsýn. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞAÐ VAR mikið neistaflug á Granda fyrir helgina þar sem verkamaður var að logsjóða saman rör. Þótt vindar blésu af krafti utandyra var hlýlegt um að litast innandyra í blárri birtunni frá logsuðunni. Morgunblaðið/Heiðar Þór Gneistar á Granda SÚLAN EA landaði 400 tonnum af loðnu í Nes- kaupstað á föstudag sem Bjarni Bjarnason skipstjóri segist hafa fengið á skömmum tíma. Skipverjar hafi hins vegar orðið fyrir því óláni að fá hval í nótina, hún stórskemmst og þeir þurft að koma í land til að gera við hana. Bjarni segir umhugsunarvert hversu algengt sé að hvalir komi í veiðarfærin nú orðið. „Hvalirnir elta okkur á röndum á miðunum og álpast síðan í næturnar. Þetta gerist æ oftar, enda hefur hvölum fjölgað gríðarlega við landið. Fyrir 15 árum þótti það viðburður ef kæmi hvalur í nót. Nú er ekki vinnufriður fyrir þess- um skepnum og málið satt best að segja að verða dálítið alvarlegt. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem hvalur skemmir fyrir okk- ur veiðarfærið og hefur af okkur dýrmætan tíma á miðunum. Við lentum í þessu á síldinni í haust, sem er óvanalegt, og þá ekki aðeins einn heldur tvo. Það var mokveiði hjá öllum loðnu- flotanum í nótt en við urðum frá að hverfa vegna þessa. Þegar hvalirnir lenda í nótinni æða þeir í gegnum hana og rífa hana stundum mjög illa, sérstaklega ef mikið er af loðnu í henni. Núna var skaðvaldurinn hnúfubakur, hvalur sem ekki hefur mátt drepa í heilan mannsaldur. Þessi skaði gleymist stundum í umræðunni. Lítil út- gerð eins og okkar hefur orðið af milljónum eða milljónatugum vegna þess afla- og veið- arfæratjóns og áhöfnin unnið hundruð klukku- stunda við að sauma saman nótina eftir þessi kvikindi. Mér finnst það furðuleg afstaða hjá mönnum, sem vilja aðeins leyfa útlendingum að horfa á hvalina hér við land, en hugsa ekkert um hvað hvalirnir éta af fiski á hverju ári eða skemma af veiðarfærum. Þessir menn ættu að koma og krafla með krákunum í nótina með strákunum hér í frostinu,“ sagði Bjarni. Skipverjar á Súlunni EA fengu hnúfubak í nótina á loðnumiðunum Morgunblaðið/Ómar Hnúfubakar geta valdið skaða á veiðarfærum eins og skipverjar Súlunnar hafa reynt. „Hvalirnir elta okkur á röndum“ AF ÖRYGGISÁSTÆÐUM hafa söluaðilar ákveðið í samráði við markaðsgæsludeild Löggildingar- stofu að hætta tímabundið sölu tveggja tegunda barnavagna, Simo Kombi Supreme og Jysk Amalie. Unnt er að breyta hæðarstillingu á vögnunum með handfangi og í ákveðinni stöðu er bilið á milli hand- fangsins og grindarinnar þannig að hengingarhætta getur stafað af fyrir barnið, ef höfuð þess festist milli handfangs og grindar. Á það við um báðar tegundir barnavagnanna. Varasamir barna- vagnar teknir úr sölu LÖG um fjármálafyrirtæki sem snerta stofnfjárhluti í spari- sjóðum, stjórn sjálfseignar- stofnunar og fleira voru gefin út í Stjórnartíðindum á föstu- dag, en þar með öðluðust þau formlegt lagagildi. Þar með er tryggt að fundur stofnfjáreig- enda SPRON, sem boðaður hefur verið nk. þriðjudag, verð- ur að taka tillit til þeirra. Viðskiptaráðuneytið óskaði sérstaklega eftir því að Stjórn- artíðindi yrðu prentuð á föstu- dag. Búið að prenta Stjórnar- tíðindi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.