Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 25
yrði skipta einnig máli, t.d. hvort
löndin eiga eigin gaslindir eða eru
háð innflutningi. Fjölbreytnin er
meiri og ástandið flóknara í Evrópu
en Bandaríkjunum.
Hvernig er með stöðlun búnaðar á
þessu sviði?
„Við höfum unnið að setningu
staðla í Bandaríkjunum frá 1988. Ég
var áður framkvæmdastjóri banda-
rískra samtaka um gasknúna bíla.
Það voru fyrstu samtök hagsmuna-
aðila um notkun jarðgass á bíla. Fyr-
ir níu árum var ég beðinn um að
koma til Evrópu og koma evrópsku
ENGVA-samtökunum af stað.
Stöðlunarferlið er mjög flókið.
Samtímis því að byggja upp stað-
bundna staðla reynum við að ná fram
alþjóðastöðlum með tilstilli Samein-
uðu þjóðanna og ISO. Eitt af hlut-
verkum okkar er að reyna að vinna
að gerð nýrra staðla og samræma
þessa staðla í alheimsstaðal.
Þeir sem vinna að efnarafölum og
vetnisnotkun líta til jarðgasbílaiðn-
aðarins til að læra af því sem við höf-
um gert. Við gerð staðla er þrennt
mikilvægast: Öryggi, öryggi, öryggi.
Öryggi og rekstraröryggi búnaðar-
ins vekur traust hjá neytendum; að
hlutirnir virki eins og til er ætlast og
enginn bíði skaða af.“
Eru gasknúnu bílarnir að ryðja
brautina fyrir aðrar tegundir af
óhefðbundnu bílaeldsneyti?
„Við erum að koma inn í aldar-
langa sögu bílatækninnar og reynum
að laga okkur að iðnaði sem býr á
vissan hátt við stöðnun. Við erum
ekki að blanda okkar eldsneyti við
eldsneyti sem fyrir er, líkt og þegar
metanóli er blandað við bensín. Við
erum að bjóða valkost – annað en
bensín og dísil. Fljótandi gas-iðnað-
urinn (LPG) er á sama róli og þrýsti-
gasiðnaðurinn (CNG). Eins vetnið,
eldsneyti framtíðarinnar. Ég geri
greinarmun á sérfræðiþekkingu og
öðru varðandi þessa nýju stóru orku-
gjafa í bílum og íblöndun gamla elds-
neytisins. Við erum að kynna nýtt
eldsneyti í stað þess gamla.“
Hver er helsta hindrunin sem sú
hugmynd að knýja bíla með jarðgasi
hefur mætt?
„Stærsta hindrunin er að ná utan
um staðnaða tækni ríkjandi elds-
neytisgerða og notkun olíuiðnaðar-
ins, bílaiðnaðarins og jarðgasiðnað-
aðarins á þeim. Þessar rótgrónu
atvinnugreinar standa gegn breyt-
ingum. Ég nota gjarnan þá samlík-
ingu að við séum maurinn og þeir fíll-
inn. Við trítlum fyrir fætur fílsins og
reynum að fá hann til að breyta um
stefnu. Kyrrstaðan er fíllinn.“
Telur þú að markmið fram-
kvæmdastjórnar ESB um að óhefð-
bundið eldsneyti verði orðið 20%
eldsneytisnotkunar árið 2020 sé
raunhæft?
„Ég held að það sé raunhæft, ef
allir sem hlut eiga að máli taka sér
tak og vinna að því heilshugar. Já, ég
held að það sé framkvæmanlegt.
Held ég að það náist? Það er spurn-
ing sem er erfiðara að svara. Ég tel
að lykillinn felist í evrópskri löggjöf,
tilskipun um aðra kosti í eldsneyti en
þá hefðbundnu.
Neytendur hafa einkum áhyggjur
af fjárhagshliðinni. Sparar maður á
því að aka á jarðgasi? Við þurfum að
byrja á að svara þeirri spurningu. Ef
við gerum það ekki, hverjir munu þá
kaupa bílana og eldsneytið?
En hið knýjandi afl heildarmynd-
arinnar til lengri tíma litið hlýtur að
vera framsýnar ríkisstjórnir sem
móta langtíma stefnu og hafa getu til
að viðhalda samfellu í stefnumótun
sinni.
Ég trúi því að ef við getum í sam-
einingu skapað þetta laga- og reglu-
gerðaumhverfi þá muni það hvetja til
framfara og að hagsmunaaðilar muni
sjá gildi þess sem við erum að gera.
Þetta er að gerast. Aðilum ENGVA
hefur fjölgað úr 63 í meira en 270.
Við reynum að verka hvetjandi og
uppörvandi á þróunina. Við erum
örugglega á réttri braut.“
TENGLAR
..............................................
www.engva.org
www.iangv.org
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 25
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
VIÐSKIPTI mbl.is
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050