Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 54
SKOÐUN
54 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„HÖNNUN er auðlind,“ segir
Svavar Gestsson, sendiherra í Stokk-
hólmi, í grein í Morgunblaðinu í nóv-
ember á nýliðnu ári. Til þess að
virkja auðlindina, hönnun, enn frekar
en gert hefur verið segir sendiherr-
ann að allir þeir sem
hlut eigi að máli verði
að standa saman, þétt.
Það sé mikilvægt því
að úrtöluraddirnar séu
háværar svo sem eðli-
legt sé þegar erfitt sé
að sjá samhengi hlut-
anna sem skyldi.
Til þess að leggja ís-
lenskri hönnun lið hef-
ur sendiráðið í Stokk-
hólmi ákveðið að undir-
búa íslenska hönnun-
arsýningu í Svíþjóð á
árinu 2005 og í haust
verður einnig efnt til hönnunarsýn-
ingar í París. Þetta eru vissulega
gleðitíðindi fyrir alla þá sem starfa á
sviði hönnunar sem og þeirra sem
vilja veg íslenskrar hönnunar sem
mestan og eru sannfærðir um að
verðmæti felst í hönnun, verðmæti
sem getur skilað sér margfaldlega til
íslenska þjóðarbúsins sé rétt á mál-
um haldið.
Sýningin Mót sem Form Íslands
stóð fyrir og haldin var á Kjarvals-
stöðum árið 2000, þótti takast vel.
Sýningin var einn liður í röð viðburða
sem tengdust verkefninu Reykjavík
menningarborg. Þarna uppgötvuðu
margir sem ekki höfðu áður leitt hug-
ann að hönnun að hún er allt í kring-
um okkur og verður daglega á vegi
okkar jafnt í smáu sem stóru.
Kannski er gamli ópalpakkinn eitt
besta dæmið, umbúðir utan um vin-
sælt sælgæti, sem eru svo nátengdar
vörunni að enginn hugsar út í að
pakkinn er verk hönnuðar og hefur
án efa átt stóran hlut í að draga at-
hygli margra að ópalinu sjálfu sem í
honum er.
Marka þarf ákveðna
hönnunarstefnu
Mót var góð sýning en það vantaði að
fylgja henni eftir. Þar kemur til kasta
stjórnvalda sem þurfa að marka
ákveðna hönnunarstefnu og koma á
fót hönnunarmiðstöð rétt eins og
frændur okkar á hinum Norðurlönd-
unum hafa gert. Í desember 2002
skipaði Valgerður Sverrisdóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, nefnd
sem ætlað var að meta hver ávinning-
ur væri af hönnunarmiðstöð hér á
landi. Í skipunarbréfi nefndarinnar
segir að hönnun skipi sífellt veiga-
meira hlutverk í fram-
leiðslu og markaðs-
setningu á tímum
harðnandi samkeppni
og styttri líftíma vöru
og þjónustu. Þar segir
líka að gildi hönnunar
hafi aukist á síðari árum
sökum almennrar þró-
unar í átt til svokallaðra
þekkingarhagkerfa, þar
sem vægi mannlegra
auðlinda og þekkingar
fari vaxandi. Enn-
fremur segir í skip-
unarbréfinu: „Góð
hönnun eykur jafnframt verðmæta-
sköpun og styrkir verulega sam-
keppnishæfni fyrirtækja. Stærri fyr-
irtæki eiga þó að öllu jöfnu
auðveldara með að sinna hönnun en
þau smærri, vegna stærðarhag-
kvæmni þó að mikilvægi hönnunar sé
ekki minni fyrir þau smærri. Þar sem
íslensk fyrirtæki eru yfirleitt smá á
erlendan mælikvarða er mikilvægt
að þau hafi þekkingu sem og gott að-
gengi að hönnun og ráðgjöf á því
sviði.“
Stefnan mörkuð á hinum
Norðurlöndunum
Nefndinni var ætlað að meta ávinn-
ing af rekstri hönnunarstöðvar fyrir
íslenskt efnahagslíf og koma með til-
lögur í því sambandi. Nefndin hefur
skilað af sér greinargerð um mál-
efnið en hún hefur enn ekki verið
birt. Fullyrða má að ávinningur hér á
landi af hönnunarmiðstöð yrði veru-
legur en til samanburðar má nefna að
markaðsátak, hönnunarmiðstöðvar
sem Írar settu á fót fyrir nokkrum
árum, er talið hafa skilað mjög góð-
um árangri. Það er því ekki úr vegi
að skora nú á iðnaðarráðherra, Val-
gerði Sverrisdóttur, að hrinda í fram-
kvæmd hugmyndum um íslenska
hönnunarmiðstöð og um leið að
marka íslenska hönnunarstefnu. Í því
sambandi ætti að vera auðvelt að
fylgja dæmi Dana, Norðmanna, Svía
og Finna sem allir hafa markað sér
ákveðna hönnunarstefnu sem sögð er
hafa gagnast vel. Danir settu á fót
nefnd sem gerði úttekt á hönn-
unarmálum og kom með tillögur sem
birtast í umfangsmikilli skýrslu sem
danska atvinnumálaráðuneytið gaf út
í júní 1997, Designfremme i er-
hvervslivet og Regeringens De-
signredegörelse. Í Svíþjóð nefnist
hönnunaráætlunin sem þar hefur
verið hrundið af stað Framtids-
former: Sveriges handlingsprogram
för arkitektur, formgivning og de-
sign. Í Finnlandi hefur verið gefið út
plaggið Design 2005, Government
Decision-in-Principle on Finnish De-
sign Policy 15.06. 2000. Í Noregi hef-
ur iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið
skipað nefnd sem ætlað er að kanna
hvernig hönnun nýtist sem tæki til að
auka verðmæti og stuðla að framför-
um á ýmsum sviðum. Fyrir tveimur
árum ákvað norska stjórnin einnig að
leggja aukið fé til hönnunar og styðja
m.a. með því Norsk Designråd og
norska hönnun.
Íslensk hönnun kynnt
í sendiráðunum
Fram að þessu höfum við Íslendingar
verið langt á eftir öðrum Norður-
landaþjóðum þegar kemur að því að
styðja hönnun og hönnuði. Við gæt-
um þó með góðu átaki komist langt
áleiðis til hagsbóta fyrir íslenska
hönnuði sem sækja nú verulega á
bæði hér heima og erlendis. Hönnun-
arsýningar á borð við þær sem halda
á í Stokkhólmi og París eru vissulega
stór liður í að kynna íslenska hönnun.
Stjórnvöld geta kynnt íslenska hönn-
un með öðrum hætti og hafa reyndar
verið að gera það með því að búa ís-
lenskar sendiráðsskrifstofur hús-
gögnum og búnaði sem íslenskir
hönnuðir eiga heiður af og er auk
þess í flestum tilvikum framleiddur
hér á landi. Með því móti eru verk ís-
lenskra hönnuða „á sýningu“ allan
ársins hring víða um heim. Í Morgun-
blaðsgreininni segir Svavar Gestsson
sendiherra ennfremur: „Með því að
hafa íslenska hönnun í sendiráðinu
erum við að sýna íslenska menningu;
hún birtist til dæmis í ballett, popp-
tónlist, óperusöngvurum, bókmennt-
um og glæsilegum hestum. Það
finnst engum tiltökumál; en þegar
kemur að hönnun húsgagna birtast
vandlætingargreinar. Af hverju? Það
er umhugsunarefni því hönnun er
líka menning.“
Sem dæmi um íslenska hönnun í
sendiráðum erlendis má nefna að á
skrifstofu Fastanefndar Íslands hjá
NATO í Brussel eru fundarhúsgögn
hönnuð af Sturlu Má Jónssyni og
framleidd hjá Á. Guðmundssyni.
Sama er að segja um skrifstofu- og
fundarhúsgögn á skrifstofu sendi-
ráðsins í London en þar er einnig að
finna sófa og stóla hannaða af Guð-
björgu Magnúsdóttur. Húsgögn
sendiráðsskrifstofanna í Kaup-
mannahöfn og Ottawa í Kanada eru
hönnuð af Guðrúnu Margréti Ólafs-
dóttur, Oddgeiri Þórðarsyni, Erlu
Sólveigu Óskarsdóttur og Pétri B.
Lútherssyni. Í sendiherrabústaðnum
í Maputo í eru stólar og sófi frá GÁ
húsgögnum, hönnun Guðbjargar
Magnúsdóttur. Á skrifstofu sendi-
ráðsins í Stokkhólmi eru húsgögn frá
Á. Guðmundssyni o.fl. og hönnuðirnir
eru Sturla Már Jónsson, Sigurður
Gústafsson og Leó Jóhannsson. Ís-
lenska sendiráðið í Berlín er gott
dæmi um verk íslenskra arkitekta og
hönnuða. Arkitekt hússins er Pálmar
Kristmundsson, arkitekt/pk-hönnun
arkitektar. Í lýsingu arkitektanna á
verkinu segir m.a. „Eitt af mark-
miðum verkefnisins var að sendiráðið
bæri íslensku hug- og handverki fag-
urt vitni. „ Um þetta segir Ingimund-
ur Sigfússon, nú sendiherra í Tokyo
en þá í Berlín í viðtali við Hús og hí-
býli að sendiráðsbyggingin hafi hlotið
mikið lof. Húsgögn séu öll sérsmíðuð
og sömuleiðis innréttingar en hvort
tveggja sé hannað af pk-hönnun og
framleitt af Smíðastofu Sigurðar R.
Ólafssonar og Desform. Auk þess séu
í sendiráðinu stólar sem Erla Sólveig
Óskarsdóttir húsgagna- og iðnhönn-
uður hafi hannað. Á skrifstofu sendi-
ráðsins í Tokyo eru húsgögn hönnuð
af Yrki-arkitektum og í sendiherra-
bústað eru sófasett og borðstofu-
húsgögn hannað af Yrki en stólar
hannaðir af Þórdísi Zoëga. Loks er
tímaritastandur í sendiráðinu í Hels-
inki, hönnun Guðmundar Einars-
sonar.
Japanska keisarafjölskyldan
og íslensk hönnun
Eftir þessa upptalningu má svo ekki
gleyma að í Brussel, Ottawa og í
Tokyo eru sérhönnuð glös frá Gler í
Bergvík, verk þeirra Sigrúnar Ein-
arsdóttur og Sörens S. Larsen. Þess
glös eru einmitt frábært dæmi um
áhrif þess að nýta, kynna og sýna
verk íslenskra hönnuða í sendiráðum
Íslands hvar sem þau eru í heim-
inum. Glösin rötuðu nefnilega inn á
borð japönsku keisarafjölskyldunnar
eftir að fulltrúar hennar höfðu notið
þess að handfjalla þau og drekka úr
þeim í veislu í sendiráðinu í Tokyo.
Íslensk stjórnvöld eru vissulega á
réttri leið. Í Danmörku er það inn-
kaupastefna hins opinbera að skoða
danskar vörur áður en ákvörðun um
vörukaup er tekin. Eins ættum við
ævinlega að líta í kringum okkur og
huga að því hvað til sé íslenskt sem
uppfyllir óskir og þarfir í hverju til-
viki fyrir sig, áður en annað er keypt.
Samt sem áður verður alltaf að hafa
til hliðsjónar að kaupa verður það
sem passar hverju sinni en sé ís-
lenska hönnunin jafngóð þeirri er-
lendu á hún að verða fyrir valinu. Ef
ekkert er til sem hæfir er ef til vill
ástæða til að gefa einhverjum tæki-
færi til þess að hrinda af stað fram-
leiðslu á hlutum sem kannski hafa
þegar verið hannaðir en eru ekki
komnir í framleiðslu. Það hefur svo
sannarlega áhrif á markaðsetningu
íslenskrar hönnunar erlendis þegar
fólk kemur í sendiráðin og sér hvað
íslenskir hönnuðir hafa upp á að
bjóða.
Vantar herslumuninn
Margt hefur verið jákvætt gert til að
stuðla að auknum framgangi ís-
lenskrar hönnunar en ekki má
gleyma að huga að framtíðinni. Nú
vantar bara herslumuninn. Koma
þarf upp hönnunarmiðstöð sem ekki
má vera háð einstaklingum heldur
rekin af hinu opinbera og svo vantar
enn stefnu ríkisstjórnarinnar í hönn-
unarmálum eins og nefnt var hér að
framan. Hvorugt verkefnið ætti að
þurfa að verða mjög kostnaðarsamt.
Oft hefur verið talað um virði
hönnunar og nú hefur Aflvaki hf.,
fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar,
lýst yfir vilja til að finna rétta aðila til
að vinna skýrslu þar um. Þegar
skýrslan liggur fyrir mun koma í ljós
að hönnun er mikils virði og verð-
mætin verða til á ýmsum sviðum.
Sem dæmi má taka umbúðir utan um
fiskinn okkar. Væri hann einungis
settur í plastpoka og utan á þá
stimplaðar lögboðnar upplýsingar
vekti hann ekki sömu athygli og þeg-
ar hann er kominn í fallega hannaðar
umbúðir. Það fer ekki á milli mála að
velhannaðar umbúðir auka verðgildi
fisks jafnt sem annarra vara og auð-
velda sölu þeirra. Virði góðrar hönn-
unar er óumdeilanlegt. Þar við bætist
að íslensk hönnun er hluti af íslenskri
menningu á sama hátt og bók-
menntir, myndlist og tónlist þótt
menn hafi ekki hampað henni til
jafns við þessar listgreinar enn sem
komið er.
Hvers vegna er íslensk hönnun
ekki talin með?
Í áramótaávarpi sínu sagði forseti Ís-
lands, Ólafur Ragnar Grímsson, að
framlag okkar til nýsköpunar, fersk-
leiki í hugmyndum og listalífi, nýj-
ungar í vísindum, tækni og atvinnu-
háttum mundi einkum ráða orðspori
okkar á komandi árum. Hann sagði
einnig að á liðnu ári hefði ungri kyn-
slóð tekist að vekja enn meiri áhuga
annarra þjóða á samtímamenningu
okkar Íslendinga. Hann nefndi síauk-
inn áhuga erlendis á verkum ís-
lenskra rithöfunda, á íslenskri mynd-
list og dansi en kannski líður ekki á
löngu þar til íslensk hönnun verði
einnig nefnd í slíkri upptalningu. Ís-
lenskir hönnuðir hafa sýnt með verk-
um sínum og þeim verðlaunum og
viðurkenningum sem þeir hafa hlotið
erlendis að þeir eru óumdeilanlegur
og mikilsverður hluti íslenskrar
menningar.
Hönnun er hluti
íslenskrar menningar
Eftir Eyjólf Pálsson ’Koma þarf upp hönn-unarmiðstöð sem ekki
má vera háð einstak-
lingum heldur rekin af
hinu opinbera…‘
Eyjólfur Pálsson
Höfundur er húsgagnaarkitekt.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala
NAUSTAHLEIN - GARÐABÆ - PARHÚS
Nýkomið í einkasölu sérlega
fallegt 78 fm parhús á einni
hæð. Parket. Sólskáli.
Ræktaður garður. Góð
staðsetning. Útsýni. Þjónusta
við Hrafnistu. Laust strax.
Hagst. lán byggsj. ca 4 millj.
Verð 16,2 millj.
NAUSTAHLEIN - GBÆ - PARHÚS M. BÍLSKÚR
Nýkomið í einkasölu á þessum
frábæra stað mjög gott parhús á
einni hæð ásamt góðum bílskúr
með geymslulofti, samtals um
101 fm. Húsið stendur á
fallegum útsýnisstað og skiptist í
forstofu, þvottahús, hol, eldhús,
garðskála, stofur og svefnherbergi. Gólfefni eru parket og flísar.
Fallegur gróinn garður. Útsýni. Eignin er laus strax.
ELDRI BORGARAR
Netfang: kjoreign@kjoreign.is
Heimasíða: www.kjoreign.is
Sími 533 4040 • Fax 533 4041
Opið í dag frá kl. 12-14
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
Ármúla 21 • Reykjavík
jöreign ehf
Dan V.S. Wiium hdl.,
lögg. fasteignasali
Erlendur Davíðsson,
lögg. fasteignasali
Hákon R. Jónsson,
sölumaður
Ólafur Guðmundsson
sölustjóri,
4RA HERB.
KLEPPSVEGUR Góð 4ra herbergja endaíbúð á 1. hæð. Íbúðin skiptist í rúmgóða
forstofu, eldhús, 3 svefnherbergi, bað, eldhús og stofu. 2 geymslur í kjallara ásamt 2
frystihólfum. Þvottahús í kjallara. Verð 12,7 millj., áhv. 8,7 millj. húsbréf og viðbótarlán.
LJÓSHEIMAR - LYFTUHÚS Mikið endurnýjuð og falleg 4ra herb. íbúð á 8.
hæð í lyftuhúsi. Glæsilegt útsýni. Vandaðar innréttingar og nýstandsett baðherbergi.
Parket. Suðvestursvalir. Áhv. húsbréf 5,8 millj. Verð 13,5 millj. nr. 3679
VESTURGATA Rúmgóð 4ra herb. íbúð á 3. hæð í fjórbýlishúsi. Sérþvottahús í
íbúð. Svalir í suðvestur. Íbúðin getur verið laus fljótlega. Áhv. húsbréf 5,0 millj. Verð
13,8 millj. nr. 3801
RAÐ- OG PARHÚS
NEÐSTALEITI Vandað parhús á tveimur hæðum með innb. bílskúr.
Geymslukjallari undir hluta hússins. Arinn, frábært útsýni. Afhending strax. Frábær
staðsetning. Hús í góðu ástandi. Verð 35,0 millj. nr. 2506
SELBRAUT - SELTJ.NES. Sérlega fallegt endaraðhús á tveimur hæðum með
innbyggðum tvöf. bílskúr. Sígildar og vel með farnar innréttingar. Rúmgott hús með
fallegum garði. Stærð hússins er 281 fm. Uppl. á skrifstofu.