Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 39 HUGVEKJA HRAFNHILDUR Ásta Þorvalds- dóttir hefur verið sett skrifstofu- stjóri almennrar skrifstofu í umhverfisráðu- neytinu frá 1. febrúar sl. til þriggja ára. Hún gegnir starfinu í afleysingum fyrir Þórð H. Ólafsson skrifstofustjóra sem mun gegna starfi fulltrúa um- hverfisráðuneyt- isins í sendiráði Íslands í Brussel. Hrafnhildur Ásta hefur starfað sem deildarstjóri fjármáladeildar í umhverfisráðuneytinu frá árinu 1999 og jafnframt sem deildarstjóri rekstrardeildar frá árinu 2003. Hún starfaði sem fjármálastjóri Lands- bókasafns Íslands – Háskólabóka- safns á árunum frá 1994 til 1999 og hjá Hagsýslu ríkisins frá 1992 til 1994. Hún lauk námi í viðskiptafræði frá HÍ árið 1983 og mastersnámi frá Háskólanum í Álaborg árið 1992. Hrafnhildur er fædd 1958, gift Yngva Ólafssyni og eiga þau 4 börn. Skrifstofustjóri í umhverfis- ráðuneytinu Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir Samtök atvinnulífsins halda opinn fund þriðjudaginn 10. febr- úar nk., kl. 8–10, í Húsi atvinnulífs- ins, Borgartúni 35, 6. hæð. Yfir- skrift fundarins er „Vernd skipa, farms og farþega“. Þar verður fjallað um væntanlega löggjöf um siglingavernd og áhrif hennar – eftirlit, kostnað, umsýslu o.fl., m.a. fyrir útflytjendur, skipafélög og hafnir. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, setur fund- inn. Erindi halda: Sigurbergur Björnsson skrifstofustjóri, Sigurður Skúli Bergsson forstöðumaður, Hörður Blöndal framkvæmdastjóri og Ólafur J. Briem framkvæmda- stjóri. Snjóbrettanámskeið Brettafélag Íslands í samvinnu við Ölgerðina Egil Skallagrímsson mun í vetur bjóða upp á snjóbrettanámskeið fyr- ir byrjendur sem lengra komna. Námskeiðið hefur hlotið nafnið „Brettaskóli Mountain Dew“. Boðið verður upp á námskeið í ýmsum flokkum, ýmist flokkað eftir aldri, styrkleika, kyni eða blandað, allt eftir því hvað hverjum og einum hentar best. Námskeiðin eru fyrst og fremst kennsla á snjóbretti en einnig verður farið yfir öryggis- atriði og viðhald búnaðar. Skráning fer fram í verslunum Brims á Laugavegi og í Kringlunni en allar nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu Brettafélags Íslands, www.big- jump.is. Á NÆSTUNNI ÁSDÍS J. Rafnar hæstaréttarlög- maður hefur opnað lögmannsstofu á nýjan leik í Húsi verslunarinnar, 2. hæð, Kringlunni 7, Reykjavík, undir nafninu Rafnar lögfræðiþjón- usta. Ásdís rak um árabil lögmanns- stofu í Reykjavík í samstarfi við systur sína Ingibjörgu Þ. Rafnar hrl. og fleiri lögmenn. Einnig starfaði hún sem fram- kvæmdastjóri Læknafélags Íslands 1999–2002 en hefur á síðasta ári stundað framhaldsnám í Bretlandi. Ásdís starfar í samvinnu við lög- menn Lögfræðiþjónustunnar, þá Ingólf Hjartarson hrl., Kristján Ólafsson hrl., Sigurð Sigurjónsson hrl. og Önnu L. Bjarnadóttur, hdl. Hægt er að komast í samband við Ásdísi með því að senda póst á net- fangið arafnar@isjuris.is. Ásdís J. Rafnar Opnar lög- mannsstofu FÉLAG íslenskra sjúkraþjálfara og Stéttarfélag sjúkraþjálfara hafa sent áskorun til stjórnar Landspít- ala – háskólasjúkrahúss (LSH) og heilbrigðisyfirvalda. „Félag íslenskra sjúkraþjálfara og Stéttarfélag sjúkraþjálfara lýsa þungum áhyggjum af niður- skurðaráformum innan LSH. Fyr- irhuguðum aðgerðum er ætlað að skila sparnaði en ekki er fyrirséð hvernig sá sparnaður skilar sér með því að skera niður þjónustu á end- urhæfingarsviði. Fækkun stöðugilda sjúkraþjálfara leiðir til minni þjón- ustu þeirra við sjúklinga. Markmið spítalans er að stytta legutíma hvers sjúklings en það er alveg ljóst að með skertri þjónustu sjúkraþjálfara getur legutíminn lengst, þar sem sjúklingar hafa síður færni til að út- skrifast. Ennfremur má búast við endurinnlögnum vegna ótímabærra útskrifta. Einnig vekur það furðu að loka eigi fyrir þjónustu endurhæfingar- deildarinnar í Kópavogi. Er það okk- ar mat að með þeirri aðgerð séu yf- irvöld og stjórnendur að taka ákvörðun sem ekki er séð fyrir end- ann á. Á endurhæfingardeildinni í Kópavogi hefur byggst upp dýrmæt sérþekking í meðferð fjölfatlaðra einstaklinga. Hver á að þjónusta þá og hvar mun sú meðferð fara fram? Það er siðlaust að leggja niður þjón- ustu við þessa einstaklinga áður en þeim er tryggð þjónusta annars staðar. Hvers eiga þessir einstak- lingar að gjalda sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér? Tvímælalaust er þessi þjónusta á ábyrgð ríkisins og í sameiningu þurfa yfirvöld og spítalinn að finna ásættanleg úrræði á endurhæfingarþjónustu þessara einstaklinga. Stjórnendur spítalans eru að sinna sínum skyldum og skera niður, en það er nokkuð ljóst að ef af verður þá eru „góð ráð“ dýr. Sparnaður þarf ætíð að vera hag- kvæmur. Ennfremur vilja félögin hvetja stjórnvöld til að láta verða af þeirri fyrirætlan sinni sem kemur fram í heilbrigðisáætluninni til ársins 2010 og skipa sem fyrst í þverfaglegt end- urhæfingarráð. Sú vinna þarf að fara fram áður en niðurskurðarhnífnum er beitt innan endurhæfingarsviðs LSH.“ Mótmæla sparnaði á Landspítala Þorrinn erfjórði mán-uður vetrarsamkvæmtforn- íslensku tímatali, og við upphaf hans tald- ist veturinn hálfn- aður. Hann er fyrir nokkru kominn, eins og alþjóð veit, reið í hlað á bóndadaginn, sem að þessu sinni bar upp á 23. janúar. Á mörgum bæjum nýtur sólar ekki yfir köldustu mánuðina, einkum á Austur- landi, Norðurlandi og á Vestfjörðum. Að þessu leytinu eru Sunnlendingar heppnari en aðrir Íslendingar. Ég er samt efins um, að þeir átti sig fyllilega á hvað þeir í raun og veru eru lán- samir, eða hugsi mikið um gildi þessa. Ekki fyrr en þeir taka sig upp og dvelja um hríð yfir mesta skammdegistímann í dreifbýl- inu, í áðurnefndum landshlutum. Því „enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.“ Það hefur lengi verið siður í hinum þröngu fjörðum og dölum landsins að fagna á einhvern hátt komu sólargeislanna, eftir nokkurra vikna fjarveru þeirra, eða jafnvel mánaða. Heimildir um orðið sólarkaffi yfir þesslags gleði er til a.m.k. frá því um aldamótin 1900, og annað heiti, töluvert yngra, er sólardagur. Sem dæmi má nefna, að Pat- reksfirðingar eru með slíka hátíð 6. janúar, Ísfirðingar oftast 25. janúar, en Arnfirðingar og Seyð- firðingar (og fleiri Austfirð- ingar) 2. febrúar. Sumstaðar tíðkaðist það, og gerir e.t.v. enn, að hagyrðingur var fenginn til að yrkja „sólar- ljóð“ í tilefni dagsins. Á Bíldudal varð eftirfarandi til, og skín gleði, virðing og eftirvænting úr hverju orði, eins og sjá má: Komdu sæl að sunnan sól í dalinn minn. Öllum flytur yndi ástarkossinn þinn. Allt sem andann dregur á þig fyrir vin. Vertu eins og áður ætíð velkomin. Þ. Ragnar Jónasson hefur lýst því í einni bóka sinna, hvernig þessu var háttað yst á Trölla- skaga, þ.e. í Siglufirði. Orðrétt segir hann: Það líður að vetrarsólhvörfum. Skamm- degisrökkrið grúfir yfir byggðinni. Það verður sífellt langvinnara en þó er verk- ljóst um stund á hverjum degi. Þar sem sólin sést eru áhrif hennar hverf- andi. Geislarnir eru því sem næst láréttir og birta þeirra skammvinn. Sá er þetta ritar situr við glugga og horfir út í síðdeg- ishúmið. Úti „dynur hríðin svo bitur og köld,“ snjókornin hlaðast upp í skafla og það glitrar á „hina hreinu, skæru, mjúku mjöll“ … Á næturþeli skín máninn hátt á himni og sendir töfrabirtu yfir vetrarlöndin hvítu, þar sem hvergi sér á dökkan díl. Svarbláir skuggar fylla gil og daladrög. Ótal til- brigði í glitrandi gráum og silfruðum lit- um gera landslagið torráðið og dularfullt. Fjörðurinn merlar í mánaskini og leiftr- andi norðurljósalogar skreyta dimmblátt himinhvolfið með mögnuðu sjónarspili. Að liðnum sólhvörfum byrjar að birta á ný, hægt en markvisst. Daginn fer að lengja um hænufet í senn og að því kemur að sólskinið vitjar okkar á ný þann 28. jan- úar, á sólardaginn. Þá skín björt og fögur vetrarsól yfir Hólshyrnu eftir 74 daga hlé og fagnað er í bænum… Sumardýrðin með dásemdum náttúrunnar verður brátt alls ráðandi í þessari norð- lægu byggð. Geislar sólar gylla fjöllin í blíðviðrum hinnar björtu tíðar svo að fjörðurinn allur verður ein sólskinskista. Í nóttleysum sólmánaðar skarta fjöll og dalir margþættum litbrigðum og hafflöt- urinn verður sem lýsigull kvölds og morgna. Hvað jafnast á við lognkyrrð og fegurð árla sumarmorguns, þegar tignarleg fjöll og grónar hlíðar standa á höfði í fag- urskyggndum firði? Þá eru bætt öll vetrarmein. Skemmsti dagur ársins er þegar liðinn hjá samkvæmt almanakinu, og dimman tekin að víkja – enn fengin vissa fyrir því, að myrkrið hafi ekki sigrað í hinni endalausu baráttu, heldur muni nóttlaus vorheiðríkjan koma á ný innan skamms, í öllu veldi sínu. En muna skyldum við jafn- framt og ávallt, að allt ljós, bæði það sem kemur frá sólu og annað sem við tendrum, hvort sem er á kerti eða lampa, er samt hverf- ult, eins og raunar öll hin sýni- lega veröld; bara dauft end- urskin hins eilífa. En ef hjarta þitt er upplýst af þeirri orkulind, sem á rætur í hásæti almætt- isins, ef andleg næring þín er komin um þá taug, ef sálin er björt og hlý, þá ertu í góðum málum. Því birtan hvíta, sem trúin gefur mönnunum hlutdeild í, er ekki undirorpin neinni hnignun. Og á það minnir gylltur vangakoss sólarinnar okkur um þetta leyti árs. Líka þess vegna er hann svona dýrmætur. Koss á vangann sigurdur.aegisson@kirkjan.is Nú þegar daginn er tekið að lengja á kostnað næturinnar og myrkursins, er víða fagnað á norðurhveli jarðar. Sigurður Ægisson lítur til hinna ótalmargu þröngu fjarða og dala landsins, og veltir fyrir sér þætti birtunnar í lífi íbúanna. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjáns. 436 6925 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Rakel Guðbjörnsdóttir 456 2595 696 2663 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Sigurgeir Jónasson 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.