Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 50
SKOÐUN
50 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Tvíhyggja
SVEIFLUR milli tveggja and-
stæðra póla eru hluti af tvískautóttu
eðli tilverunnar. Pól-
arnir tveir eru hvor
fyrir sig undirstaða
hvor annars. Það væri
enginn dagur án næt-
ur, ekkert hvítt án
svarts osfrv. Samfélag
manna er í okkar landi
samansett af þremur
grunneiningum: Rík-
isvaldi (öll þrjú sviðin),
Frjálsum markaði og
Borgaralegu sam-
félagi. Í þessu sam-
félagi manna eru svo
iðulega dregnar línur.
Hversu langt við sem
samfélag getum sam-
þykkt nálgun að pól-
unum án þess að sú
nálgun falli utan þess
sem er sam-félagslega
samþykkt og við-
urkennt sem „norm“
sem endurspeglast í
lögum, reglum, og við-
teknum gildum og við-
miðum samfélagsins.
Hvar og hvernig liggur þá hinn fé-
lags-hagfræðilegi (socio-economic)
rammi, á hverju er hann byggður og
hver ber ábyrgð á smíði hans? Er
hann byggður á kantískri vís-
indahyggju, afsprengi kristinnar
trúar, krógi öflugra markaðs „hag-
vaxtar- og gróða-þarfa“, eða dyggða
húmanisma og getur verið að und-
irstaða hans og allra meðvitaðra afla
sem móta hann sé ómeðvitað,
breyskt eðli mannanna? Hvaða ein-
ing af fyrrgreindum þremur ein-
ingum samfélagsins hefur mest mót-
unaráhrif á rammann og þá
væntanlega breytni manna innan
hans?
Heilbrigt kerfi
Nú er það ætlan mín í þessum grein-
arstúf að horfa sérstaklega á heil-
brigðiskerfið í þessu „dualíska“ sam-
hengi, en það verður ekki svo glatt
einangrað frá samfélaginu þó annað
mætti halda í ljósi þess sem birst
hefur á síðum þessa blaðs að und-
anförnu. Kerfi heilbrigðis snýst ekki
einungis um krónur, rekstr-
arumhverfi, samlegðaráhrif eða
samninga við sérfræðinga. Það er
ekki kerfið sjálft sem er aðalvanda-
málið. Það er ranghugsunin sem
snýst um að eina leiðin til að taka á
auknum heilbrigðisvanda, eða er
ekki best að tala um veikindavanda,
landsmanna sé að glíma við afleið-
ingar (vandann) án þess að reyna um
of að móta félags-hagfræðirammann
sem stór hluti orsakanna sprettur
úr. Það eru orsakaþættirnir sem að
stórum hluta leiða til þeirra afleið-
inga sem kerfið þarf svo að takast á
við. Orsakir sem hinn félags-
hagfræðilegi rammi og einingarnar
þrjár eiga þátt í að móta. Það er hið
íslenska samfélag sem nú býr við ný-
frjálshyggju og mark-
aðsvæðingu sem er sá
„external“ orsakavald-
ur heilsufarsvanda sem
við getum átt við. Ef
horft er til heilbrigðis
og veikinda sem and-
stæðna á tvískauta pól-
um og veikindi séu eitt-
hvað sem allir vilja
forðast og öll samfélög
vilja vera án þá hlýtur
að vera hægt að álykta
að heilbrigðiskerfið
eigi og vilji stefna að
því að eyða sjálfu sér.
Stefni að þeirri út-
ópísku mynd að allir
séu heilbrigðir.
Heilbrigð tvíhyggja
Nú langar mig að líta á
líðan, þ.e. veikindi og
heilbrigði sem fasta
(health quotient =HQ)
sem staðsettur er á
hlutlægri mælistiku
líkri og þeirri sem sett
er upp á mynd A, og að sá fasti sé
ávallt hjá hverjum og einum ein-
staklingi sambland af heilsu og veik-
indum.
Hámark veikinda, eða ójafnvægis
(dis-ease) er á öðrum endanum en
hámarkað jafnvægi (ease) er hinn
póllinn. Huglæg líðan einstaklings í
samfélagi endurspeglast alltaf af
hlutfalli jafnvægis og ójafnvægis í
hlutlægum fasta (HQ). Þessi líðan er
svo greind með huglægum greining-
arkerfum læknavísindanna og hug-
lægri þekkingu lækna en skilar sér
sem hlutlæg útkoma, m.ö.o. sem
greindur sjúkdómur eða heilbrigði.
Hvar línan (DSM-ICD) liggur milli
heilbrigðis og sjúkdóms mótast af
fræðum læknavísindanna en hlýtur
að vera mjög huglæg að því gefnu að
bæði greiningarkerfi læknavísind-
anna er huglæg breyta og þeim er
beitt á huglægan hátt. Staða lín-
unnar ákvarðast einnig af félags-
hagfræðilega rammanum og hvernig
hann í pólitísku hugmyndafræðilegu
landslagi er mótaður. Hvað er það
þá sem hefur áhrif á hvar línan ligg-
ur og hverjir hagnast á tilfærslu
hennar?
Módelin tvö
Það eru tvö módel sem liggja til
grundvallar því hvernig tekið er á
heilsu manna og heilsufarsbrestum.
Bæði eiga rætur sínar að rekja til
Forn-Grikkja og endurspegla tvo
ólíka póla sem síðar í mannkynssög-
unni má finna í skilgreiningum
John’s Locke á þeim tveimur grein-
um annars vegar einstaklingshyggju
og hins vegar samhyggju (collectiv-
ism) sem sprottnar eru af sama
meiði. Gríski guðinn Asclepius er
tákngervingur annars pólsins og
dóttir hans Hygieia hins. Munur
þessara ólíku módela liggur í því að
módel læknavísindanna (Asclepius)
liggur í kantískri vísindanálgun, eða
að taka á vandanum eftir að hann er
kominn upp á hlutlægan hátt og
beita læknisfræðilegri pathíólógíu
og hlutlægum aðferðum á meðan
hitt módelið (Hygieia) leggur
áherslu á félags-hagfræðilega orska-
þætti og hvernig megi búa samfélag
manna þannig úr garði að samlegð-
arhlutfall heilsu allra (maximised
collective HQ) sé sem hæst, þar sem
lögð er áhersla á félgas- og hag-
fræðilega þætti svo sem húsakost,
atvinnuleysi, fátækt og almennan
velferð. Um þessi tvo módel, lækn-
isfræðimódelið og félags-hag-
fræðilega módelið er tekist á nú á
tímum. Á öðru módelinu græðir
markaðurinn meira en hinu. Annað
byggist á aðfleiðingum veikinda á
meðan hitt snýst um orsakavalda
heilsu. Annað snýst um kantísk hlut-
læg náttúruvísindi en hitt huglæg fé-
lagsvísindi. Annað einblínir á ein-
staklinginn á meðan hitt snýr meira
að samlegðarhag félagsins; sam-
félagsins. Af þessum módelum eru
sprottinn umdeild hugtök eins og
sjúkdómavæðing og pillutengdar
forvarnir (forvarnafaraldur) sem
bæði náttúru- og félagsvísndamenn
s.s. Ivan Illich, Rene Dubos, Robert
Laing, Aaron Antonovsky, Michael
Fiztpatrik ofl. ásamt Jóhanni Ágúst
Sigurðssyni hér heima hafa mótað
og tekist á um. Það er ljóst að grein-
ar þessara tveggja ólíku að-
ferðafræða við að takast á við heilsu-
far manna eru sprottnar frá
skilgreiningum á sameiginlegum
meiði John’s Locke um eðli sam-
félaga og eiga sér því djúpa pólitíska
skírskotun. Mig langar aðeins að
færa þessi módel nær okkur í tíma
og hver mín sýn er á átök milli þess-
ara tveggja nálganna í samtíma okk-
ar á Íslandi.
„Þarfir“ og fullnæging
Í maí sl. skrifaði undirritaður grein í
þetta ágæta blað um hagfræði ham-
ingjunnar. Þar komu fram nið-
urstöður ráðstefnu hagfræðinga í
Mílan með nóbelsverðlaunahafann í
hagfræði 2002 sálfræðinginn Daniel
Kahneman í fararbroddi, þess eðlis
að hagvöxtur og hamingja héldust
ekki í hendur og að eina leiðin til að
viðhalda hagvexti en jafnframt öðl-
ast aukna verga þjóðarhamingju
sem fylgdi hagvextinum væri að þeir
betur efnuðu gæfu meira til sam-
félagsins og sam-neyslunnar. Á okk-
ar tímum virðist þessi samfélags-
væna hugsun í ætt við trúarlegt sið-
ferði skjóta skökku við þar sem
einstaklingurinn virðist sam-
félaginu ofar. Getur verið að frjáls-
hyggjan og hinn frjálsi markaður
hafi að einhverju leyti stuðlað að
aukinni einstaklingsvæðingu? Mark-
aðurinn græðir jú óumdeilanlega
meira á stökum einingum manna en
hópi manna í samneyslu. Eru gróða-
sjónarmið markaðarins andstæð
sam-félagi? Nærist markaðurinn
ekki á ójafnvægi (dis-ease) sem er
sam-félaginu og allri einingu óhag-
Eftir Héðin Unnsteinsson
’Auk þess erþað morgunljóst
að fyrir mark-
aðinn er meira
upp úr veik-
indum að hafa
en heilli brá.‘
Héðinn Unnsteinsson
Af heilu brigði
og hálfu
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Föt fyrir
allar konur
Til leigu mjög glæsilegt skrif-
stofu- og þjónusturými sem er á
götuhæð, með gluggum á 3
vegu. Húsnæðið er fullinnréttað
á vandaðan hátt og eru með
innkeyrsluhurðum. Um er að ræð 2 einingar sem skiptast í 168 fm og
216 fm. Laust nú þegar. Upplýsingar gefa Fjárfesting fasteignasala í
sima 562 4250 og Gunnar í síma 693 7310.
ASKALIND – KÓPAVOGUR
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALA ehf.
Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is
Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir.
Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl.
Til leigu
Um er að ræða glæsilega 138
fm efri sérhæð í tvíbýli ásamt
33 fm nýstandsettum bílskúr á
frábærum stað í Norðurbæ
Hafnarfjarðar.
Hæðin skiptist í 2 rúmgóðar
stofur með arni. 2 til 3 svefn-
herbergi (búið er að opna á milli
2ja herb. ekkert mál að breyta
aftur í 2 herb.) á sér gangi.
Tvennar svalir. Húsið stendur á frábærum stað stutt frá skól-
anum. Stutt í alla þjónustu. Áhv. byggingasj. 2,7 millj.
Verð 18,9 millj.
Gjörið svo vel að líta inn
Sigrún og Gísli taka vel á
móti ykkur.
Sími 568 5556
BREIÐVANGUR 40
OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG,
MILLI KL. 14 OG 17
Veitingahús/rekstur til sölu
Steikhús Selfoss
Spennandi tækifæri í ört vaxandi bæ og hringiðu ferðaþjónustu á
Suðurlandi. Steikhús Selfoss er fullbúið veitingahús ásamt
söluskálanum Ásnum í sama húsi. Fullkomið og glæsilegt eldhús
með frysti- og kæliklefa ásamt öllu lausafé sem eldhúsinu fylgir.
Fallegur bar, borð og stólar í sal fyrir 46 manns. Koníaksstofa með
leðursófasetti. Allt mjög nýlegt. Stærð húss 200 fm og 54 fm
útipallur. Leigusamningur fylgir, einnig möguleiki að kaupa
fasteignina sem stendur á eignalóð.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga, Austurvegi 38, Selfossi
í síma 482 4800.www.arborgir.is
Austurvegi 38 • 800 Selfossi
Sími 482 4800 • Fax 482 4848
arborgir@arborgir.is - www.arborgir.is
Mjög gott 159 fm parhús með
bílskúr. Vel skipulagt hús með góðu
útsýni yfir Víðidal. Neðri hæð skiptist
í forstofu, þvottahús, eldhús og
gestasalerni. Efri hæð skiptist í fjögur
svefnherbergi og baðherbergi.
Bílskúr með hita og köldu vatni.
V. 18,4 m.
Verið velkomin. Sölumenn eignalistans taka vel á móti ykkur.
SIGURÐUR ÖRN SIGURÐARSON, LÖGGILTUR FASTEIGNASALI
www.eigna.is – eigna@eigna.is – sími 530 4600
Hólaberg 56
Opið hús, sunnudag, á milli kl. 15 og 16
Erum með í einkasölu fullinnréttað stórglæsilegt 400 fm skrifstofuhúsnæði sem getur
verið til afh. strax, þrátt fyrir leigusamning sem rennur út í maí 2004. Húsnæðið er vel
skipulagt með fjölda lokaðra skrifstofa í bland við opið vinnurými. Auðvelt að breyta og
aðlaga veggjakerfi nýrri starfsemi. Fullkomið fundarherbergi, móttaka og eldhús m.
góðri innr. Parket. Halogenlýsing. Nýjar tölvulagnir og tölvurekki til staðar. Lyfta. Sturta.
Svalir. Allt til alls - bara stinga í samband og fyrirtækið er komið á fullan snúning. Allar
nánari uppl. á skrifstofu okkar. Ath. einnig kemur til greina að leigja húsnæðið.
Til sölu í Hlíðasmára
Sími 511 2900
Skipholti 50b, 105 Reykjavík