Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Metan hf. er ungt fyr-irtæki, stofnað 20.ágúst 1999, og hefurþann tilgang aðmarkaðssetja og dreifa metani til orkunotenda. Einn- ig að þróa umhverfisvæna orku- gjafa. Fyrirtækið var upphaflega stofnað til að hreinsa hauggas sem myndast við rotnun lífræns úrgangs á urðunarstaðnum í Álfsnesi. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Metans hf. og deildarstjóri tækni- og þróunardeildar Sorpu, segir ákvörð- un um söfnun hauggassins hafa ver- ið tekna vegna umhverfisvernd- arsjónarmiða. Hauggasið sem myndast í Álfsnesi inniheldur um 55% metan (CH4), 42% koldíoxíð (CO2) og aðrar lofttegundir eru um 3%. Metan hefur um 21 falt meiri gróðurhúsaáhrif heldur en sama þyngd af koldíoxíði og því mikilvægt að varna því að það berist út í and- rúmsloftið. Metanið er skilið frá hauggasinu í sérstakri hreinsistöð þar sem beitt er svonefndri þvegils- aðferð og gasið hreinsað í vatni. Metanið er síðan þurrkað að dagg- armarki við -30°C kulda og því þjappað á þrýstiflöskur. Hreinleiki metansins er þá orðinn 95–98%. Í fyrra voru notuð hér á landi um 712 tonn, eða rétt um milljón Nm3 (normalrúmmetra) af metani úr Álfsnesi. Gasið var notað sem öku- tækjaeldsneyti og til að knýja raf- stöð Orkuveitu Reykjavíkur í Álfs- nesi. Sparnaður í útblæstri gróðurhúsalofttegunda vegna starf- semi Metans hf. á árinu 2003 nam rúmlega 15 þúsund tonnum af CO2. Björn segir ljóst að um verulegan ávinning sé að ræða í umhverfislegu tilliti, þótt erfitt geti verið að gera grein fyrir honum á auðskilinn hátt. Hins vegar megi leggja mat á slíkan ávinning út frá fjárhagslegum for- sendum. Sé miðað við verðlagningu koltvíoxíðs í sænska skattkerfinu er sparnaðurinn af minnkun CO2 út- blástursins um 53 milljóna króna virði, en sé miðað við hæsta viðmið- unarverðverð á koltvíoxíðútblæstri í Svíþjóð nemur sparnaðurinn 215 milljónum króna. Þá er miðað við svonefnda líftímagreiningu elds- neytistegunda. Að sögn Björns hef- ur ekki verið gerð tilraun til slíks mats hér á landi, en í raun bendi ekkert til þess að niðurstöður slíks mats yrðu aðrar hér en í Svíþjóð. Nýr orkugjafi á markað Upphaflega hugmyndin var að safna hauggasinu og brenna því ef ekki fyndust nein not fyrir það. Björn segir að fljótlega hafi menn séð að það var hrein sóun á orku að brenna gasinu. En það er ekki ein- falt mál að hasla nýju eldsneyti völl hér á landi. Rafmagnið er framleitt með vatnsafli og kostar tiltölulega lítið. Varmaorkan er einnig ódýr, að minnsta kosti þar sem jarðhita nýtur við. „Það er erfitt að keppa við þessa orkugjafa, heitt vatn og rafmagn, hvort sem er á efnahagslegum for- sendum eða umhverfislegum, því þeir eru ódýrir og umhverfisvænir,“ sagði Björn. „Þá er ekki nema eitt eftir sem hægt er að keppa við og það er innflutt eldsneyti. Þar eru nokkrar flugur slegnar í einu höggi. Framleiðsla innlends metans á bíla sparar þjóðfélaginu peninga í inn- flutningi, það sparar útblástur frá ökutækjum og það minnkar neikvæð áhrif af urðunarstaðnum á umhverf- ið. Allt þetta varð til þess að menn horfðu mest til ökutækjaeldsneytis þegar hugað var að nýtingu met- ans.“ Óvenjuleg aðferð Björn segir að SORPA bs. og Metan hf. hafi notið ráðgjafar frá sænsku fyrirtæki, SWECO, allt frá upphafi metanverkefnisins. SWECO mun vera það ráðgjafarfyrirtæki í Svíþjóð sem hefur hvað mesta þekk- ingu á „biogasi“, gasi af lífrænum uppruna sem hefur verið nefnt lífgas á íslensku. Birni þykir sú nafngift þó ekki góð. Notkun metansins hér er nokkuð önnur en hjá Svíum. „Okkar aðferð er fremur óvenju- leg,“ segir Björn. „Það sem kemur úr sorphaugnum er hauggas, þegar búið er að hreinsa heitir það metan. Ég veit ekki til þess að notað sé met- an úr hauggasi á bíla í Svíþjóð. Hins vegar nota þeir metan úr úrgangi frá skolphreinsistöðvum og eru með sérstakar gasstöðvar sem búa til metan úr lífrænum úrgangi. Þar er algengast að menn búi til varma eða rafmagn úr því gasi sem til fellur á urðunarstöðum.“ Sorphaugurinn í Álfsnesi gefur frá sér meira metan en nú eru not fyrir á bíla. Auk 44 metangasdrif- inna bíla, sem eru í notkun á höf- uðborgarsvæðinu, er Orkuveita Reykjavíkur með gasknúna rafstöð í Álfsnesi og er uppsett afl hennar 840 kW, áætluð ársframleiðsla 4,3 GWh sem nægir þúsund heimilum. Gas- rafstöðina er einnig hægt að knýja með olíu og gæti hún sem slík gegnt hlutverki vararafstöðvar ef gasið yrði notað til annars. „Bílarnir nýta ekki nema 3,5% af gasinu,“ segir Björn. „Hitt fer í að knýja rafstöðina eða er brennt. Við gerðum tilraun með Borgarplasti hf. í að nota metan í staðinn fyrir inn- flutta flotaolíu. Það voru ákveðin tæknileg vandamál sem fylgdu því, en að mestu tókst þetta mjög vel og vonandi verður framhald innan skamms á því verkefni.“ Aðspurður segir Björn að ekki sleppi mikið metan út í andrúms- loftið úr urðunarstaðnum í Álfsnesi. Urðunin þar er gerð með skipuleg- um hætti, þannig að vitað er hvar mest myndast af gasi. Björn telur að mögulegt sé að vinna gas úr gömlum sorphaugum, en t.d. gömlu haug- arnir í Gufunesi hafi ekki verið skipulagðir með slíka vinnslu í huga sem geri væntanlega erfiðara og dýrara að vinna þar gas en á skipu- lögðum urðunarstað. Ýmsir möguleikar í metani Víða um heim er hafin framleiðsla á metani úr lífrænum úrgangi í þar til gerðum verksmiðjum. Björn segir að Sorpa hafi athugað það að blanda saman svínaskít og pappa og fram- leiða úr því gas. Þetta er framkvæm- anlegt en tæknin er fremur dýr enn sem komið er. Björn sagði að víða erlendis sé það þáttur í hreinsun skólps að skilja frá lífræn efni sem hægt er að nýta til gasgerðar. Þann- ig er hægt að minnka umfang úr- gangs og nýta hann. Sorpa fær hins vegar eingöngu föst efni til urðunar úr skólphreinsistöðvum Reykjavík- ur. „Við höfum ekki skoðað það neitt sérstaklega að fara út í gasfram- leiðslu, ef til vill vegna þess að okkur hefur ekki þótt ástæða til þess að svo komnu máli. Þessu máli hefur ekki verið sýndur nægur áhugi. Það hlýt- ur hins vegar að koma að því ein- hvern tímann hér að gasgerð verði hluti af skólphreinsun. Alla vega á stærri stöðum, eins og á höfuðborg- arsvæðinu. Við hjá SORPU höfum haft hug- myndir um að búa til það sem kallað er orkuhleifur. Í stað þess að vera með urðunarstað, sem er lokað eftir urðun, hulinn jarðvegi og ekkert hreyfður eftir það, þá verði lífrænn heimilisúrgangur flokkaður og sett- ur í haug sem yrði lokað með jarð- vegi. Í hann yrðu lagðar gasleiðslur og jafnvel hitalagnir og unnið úr honum gas í 3 til 5 ár. Þegar rotnun lífrænu efnanna er lokið er haug- urinn grafinn út og það sem eftir er má nýta í jarðgerðarefni. Þannig yrði ekki um eiginlega urðun að ræða heldur væri hægt að nota sama staðinn til sorpeyðingar aftur og aft- ur. Þetta er hugmynd sem kom upp fyrir nokkrum árum og við höfum fullan hug á að skoða hana betur.“ Björn segir marga möguleika leynast hér til gasframleiðslu. Hann nefnir til dæmis hugmynd um að nýta úrgang úr erfðabreyttu byggi, sem tilraunir eru gerðar til að nýta í lyfjaframleiðslu. Menn vilji ekki að úrgangurinn úr því komist í snert- ingu við náttúruna. Því sé kjörið að búa til úr því gas í verksmiðju. Kost- urinn er sá að það einfaldar verk- smiðjuframleiðslu ef um einsleitt hráefni er að ræða. En það er fleira sem hentar vel til gasgerðar. „Sláturúrgangur og blóð sér- staklega er mjög gott hráefni til gas- gerðar. Stærstu sláturhúsin eru ekki á höfuðborgarsvæðinu og því ekki forsendur til að skoða það hér. En það getur allt breyst. Það er mjög al- gengt, t.d. í Danmörku, að menn búi til gas úr húsdýramykju. Danir hafa valið þá leið að búa til rafmagn eða hita úr gasinu, enda hafa þeir hvorki jarðhita né vatnsafl.“ Björn gerði grófa áætlun um hve mikla orku væri hægt að vinna hér á landi úr „biogasi“ og komst að því að fræðilega væri hægt að vinna 248 GWh en tæknilega mögulegt að vinna 122 GWh á ári. Það eru um 20,3 milljónir Nm3 af metani eða 14,5 milljón tonn. Gróðurhúsaáhrif þessa magns eru um 304,5 milljónir tonna af CO2. Þetta gas gæti komið í stað 15,2 milljóna lítra af 95 oktana bens- íni væri það notað á ökutæki. Metan mengar minna en bensín. Björn segir að mælingar á útblæstri annars vegar metanbíls og bens- ínbíls sýni að metanbíllinn sendi frá sér 20% minna af koldíoxíði. Í raun sé þó koldíoxíð sparnaðurinn nær 100% því metanið sé ekki upprunnið í jarðefnaeldsneyti heldur sé um náttúrulega hringrás kolefnis að ræða. Spurður um efnahagslegan ávinn- ing bendir Björn á að SORPA reki urðunarstaðinn, sjái um gassöfn- unina og hreinsunina. „Það er sam- félagslegur kostnaður, því það kost- ar sitt að losna við úrgang. Fyrir þá sem aka á metangasknúnum bílum í dag er eldsneytið 20% ódýrara á hverja orkueiningu en 95 oktana bensín. Bílarnir eru hins vegar dýr- ari í innkaupi en bensínbílar af sömu gerð. Gasbúnaðurinn kostar um 200 til 300 þúsund krónur. Það hefur fengist afsláttur af vörugjaldi upp á 120 þúsund krónur. Það gilti til síð- ustu áramóta, en ég hef góðar vonir um að þetta verði framlengt. Það þarf að aka í 3–4 ár til að vinna upp verðmuninn á eldsneytisbúnaðinum, miðað við verðið á gasi og bensíni í dag.“ Er það orðið fýsilegur kostur fyrir almenning að fá sér metanbíl? „Stóri ókosturinn er að það er bara ein afgreiðslustöð fyrir metan enn sem komið er. Ef fólk sættir sig við annmarkann sem fylgir því er ekkert sem mælir á móti því að al- menningur fái sér metanbíl. Svo má spyrja hvað sé að því þótt bíllinn sé aðeins dýrari í innkaupi? Umhverf- isvernd kostar sitt!“ Björn sagðist ekki hafa reiknað út hvað sparaðist í innflutningi með notkun á innlendu eldsneyti en taldi það gefa auga leið að þetta væri gott fyrir viðskiptajöfnuðinn. Nú aka 44 bílar knúnir metani um götur höfuðborgarsvæðisins. Þetta eru tvíbrennibílar sem geta einnig nýtt bensín. Klárist metanið er ein- falt að skipta yfir í bensínnotkun. „Það er til nóg metan og gróflega áætlað gætum við séð 3 til 4 þúsund bílum fyrir gasi með því sem kemur upp af urðunarstað SORPU í Álfs- Innlent og umhverfisvænt Nú aka 44 bílar um götur höfuðborgarsvæðisins knúnir íslensku eldsneyti, metani, frá Metan hf. Hægt væri að fullnægja eldsneytisþörf 3.000 til 4.000 bíla miðað við núverandi umsvif fyrirtæk- isins og er tæknilega mögulegt að framleiða mun meira metan. Guðni Einarsson ræddi við Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóra Metans hf.              "  "!         #$   #   % !& #  %!& $% &' () )% $% *% )% +%   '(    '   )*+    , ! Björn H. Halldórsson við metanáfyllingarstöðina hjá Esso. ,   -    .    / $%%$ $%%(       !" #   $ %     &'# #    ( )  ("!  * #   '( +$  #   '( +$  ,- -./0 -1/( .23 .03 $*% '( ('% 0% &1(0% +1%&( (4/( 100 521/( 0%+ )+ 2'1''+ 201%$'                  GASKNÚNIR bílar eru mun um- hverfisvænni en bílar knúnir bensíni eða dísilolíu. Gasknúnu bílarnir senda frá sér um 20% minna af gróðurhúsalofttegund- inni koldíoxíði en þeir sem brenna fljótandi eldsneyti á borð við bensín eða olíu. Eins er minna af köfnunarefnisoxíði og sótögnum í útblæstri gasknúnu bílanna. Af gasknúnum bílum eru bílar knúnir lífgasi mun betri kostur heldur en bílar knúnir jarðgasi, að teknu tilliti til umhverfis- áhrifa. Jarðgasið er jarðefnaelds- neyti og þegar það brennur leys- ist úr læðingi koldíoxíð sem bætist við það sem fyrir var í um- hverfinu. Lífgasið er hins vegar endurnýjanleg orkulind og ekki unnið úr jarðolíu eða olíulindum. Það er hluti af náttúrulegri hringrás bindingar og losunar koldíoxíðs. Talið er að um þriðjungur af allri losun koldíoxíðs komi frá samgöngutækjum og því mik- ilvægt að draga úr þeirri mengun. Þrátt fyrir að bensínknúnir bílar verði æ fullkomnari með tilliti til mengunarvarna fjölgar þeim ört svo mengandi áhrif bílaflotans minnka ekki í sama mæli og tækninni fleygir fram. Umhverfisvænn kostur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.