Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ásdís J. Rafnar, hæstaréttarlögma›ur, hefur á n‡ opna› lögmannsstofu, í Húsi verslunarinnar, 2. hæ›, Kringlunni 7, Reykjavík undir nafninu Rafnar lögfræ›ifljónusta. Rafnar lögfræ›ifljónusta er rekin í samvinnu vi› lögmenn Lögfræ›ifljónustunnar, flá Ingólf Hjartarson, hrl., Kristján Ólafsson, hrl., Sigur› Sigurjónsson, hrl. og Önnu L. Bjarnadóttur, hdl. Sími: 520 5588, 520 5585 og 899 2193 (GSM). Netfang: arafnar@isjuris.is Húsi Verslunarinnar Kringlunni 7 • 2 hæ› Sími 520 5588 • Fax 568 9948 • www.isjuris.is E r tónverkið byrjað? spyr blaðamaður í sjoppunni, en af- greiðslustúlkan brosir ráðleysislega. – Aldrei að vita á sinfóníutónleikum. Sem betur fer er bara verið að stilla hljóðfærin. Síðhærðar konur á sviðinu sveifla strengj- unum, gleraugnaglámar lagfæra málmgjöllin og blómin sperra krónurnar. – Hin fagra, segir eldra tónskáldið við unga tónskáldið. Fólk heilsast og kemur sér fyrir. Blaðamaður er áminntur um það af sessunaut sínum að slökkva á farsímanum. Samt eru þetta Myrkir músíkdagar. Væri ekki einmitt framúrstefnulegt ef áhorfendur slökktu ekki á farsím- unum? Ef símhringingarnar og samtölin fléttuðust saman við verkið á skiptiborði nútímatónlistar? Upphefst Flow og Fusion. Tónskáldið er ung kona sem situr í miðjum salnum og ýmist hækkar eða lækkar í elektróníkinni eftir gangi verks- ins. Hún gæti eins setið við græjurnar heima. Nema magnarinn er heil sinfóníuhljómsveit. Síðar játar hún það fyrir blaðamanni að ekki hafi mátt tæpara standa. Á æfingum hafi alltaf verið kveikt á ljósi við græjurnar, en hún hafi ekki áttað sig á því að þau væru slökkt á tónleikum! Hún hafi því þurft að fikra sig fram úr þessu í myrkrinu. Þá hafi hún ekki komið seinni geislaspilaranum í gang. Það hafi staðið á honum „I’m sleeping“. Og hann ekki vaknað fyrr en rétt áður en á reyndi, – þegar hápunkti verksins var náð. Þannig var ekki aðeins dramatík í verkinu heldur líka í salnum. Næsta verk var samið í verbúð nr. 5 í Suðurbugt við Reykjavík- urhöfn. Og eftir það berst til áhorfenda Endurskin úr norðri. Það kveik- ir óljósar minningar um snævi þakta eyju í úthafinu norðan heimskauts- baugs; fífu á slegnu túni. Loks er frumflutt sinfónía eftir ungan mann. Læknir er í húsinu. Hann hallar höfðinu að handriðinu við inngang- inn og hlustar – hjólin á stólnum minna á bugðóttar pípurnar í franska horninu. Ofar í salnum situr ungur maður í spekingslegri stellingu og baksvipurinn bendir til djúprar íhugunar. Hann sefur. Í sinfóníuhljómsveitinni eru allskyns týpur og á öllum aldri; allt frá litlum fiðlum upp í voldug selló. Þó að sumar týpurnar séu hógværari en aðrar, þá eru þetta allt spjátrungar, ýmist í gylltu eða vínrauðu. Þeir klæðast svarthvítum hljóðfæraleikurum, sem eru klæddir eins og þjón- ar á bresku óðalssetri. Þeir eru leiksoppar hljóðfæranna. Hálft hundrað fiðluboga sveiflar hendi á hljóðfæraleikurunum upp og niður og blást- urshljóðfærin sjúga úr þeim loftið. Verst er komið fyrir stjórnandanum. Öll hljóðfærin sameinast gegn honum og píska honum út, hrista hann í allar áttir, lyfta honum upp á tærnar og sveifla til höfðinu. Það er aðeins aftast á sviðinu sem hljóðfæraleikararnir hafa betur og þeir láta höggin dynja á hljóðfærunum. Á Mímisbar situr fólkið sem kann ekki að spila á hljóðfæri. Þegar eitt tónskáldið mætir á staðinn eftir tónleikana hittir hún fyrir stóra bróður. – Heyrðirðu verkið, spyr hún kankvíslega. Varstu kominn? – Já, hann heyrði þetta, segir konan hans og hlær. Ég skal votta það. – Hva, hélstu að ég hefði verið með heyrnartól að hlusta á gamlar upptökur frá handboltaleikjum, spyr hann hlæjandi. – Það er allt skemmtilegra en lýsingar frá Slóveníu, skýtur konan hans að. Það kemur upp úr dúrnum að maðurinn er einnig læknir. Enginn venjulegur læknir. Hann er læknir handboltalandsliðsins. Og skoraði hjá Ray Clemence! Í fimm vikna ferð til Liverpool árið 1976 námu læknanemar krufn- ingar á daginn og spiluðu fótbolta á kvöldin, m.a. við slökkviliðið og lög- regluna. Þetta vakti nokkra athygli og það birtist mynd af víkingunum á forsíðu eins dagblaða borgarinnar. Það varð til þess að borgarstjórinn bauð þeim til sín og spurði hvort hann gæti nokkuð gert fyrir þá. Þeir svöruðu því til að þá langaði að taka þátt í æfingu með Liverpool. Nokkrum dögum síðar var þeim boðið á æfingu eins besta félagsliðs aldarinnar og upp frá því varð það árleg hefð hjá íslenskum læknanem- um. Í lok æfingarinnar fékk hver tíu skot frá vítateigslínu á Ray Clem- ence. – Einhver skot fóru yfir, sum varði hann, en auðvitað fór ekki hjá því að nokkur skotanna rötuðu í markið, segir hann hógvær. Og þá þóttu það tíðindi að skora hjá Liverpool. Morgunblaðið/Einar Falur Leiksoppar hljóðfæranna SKISSA Pétur Blöndal sótti Myrka músíkdaga LYFJA- og snyrtivörufyrirtækið PharmArctica er um þessar mundir að setja á markað nýja vörulínu, ReykjavíkSpa, en um er að ræða sjö vörutegundir og hafa þær verið í þróun um tæplega eins árs skeið. Fyrirtækið var stofnað síðla árs 2002, en hóf starfsemi á Grenivík í maí í fyrra. Torfi Rafn Halldórsson fram- kvæmdastjóri PharmArctica sagði að starfsemi fyrirtækisins hefði gengið vonum framar og hefði ákveðnum áfanga verið náð nú með því að setja á markað nýja vörulínu sem þróuð hefði verið frá grunni inn- an fyrirtækisins. „Við erum einu inn- lendu framleiðendurnir á þessu sviði, þ.e. sem eru að framleiða sjampó og annað slíkt í verksmiðju og samkvæmt ströngustu kröfum sem gilda um slíka framleiðslu,“ sagði Torfi Rafn. Upphafið má rekja til þess að „mætir menn höfðu sam- band við okkur og veltu upp þeim möguleika að við skoðuðum slíka framleiðslu innan okkar fyrirtækis. Þeir nefndu að hér á landi væri sér- lega mikið um að fólk stundaði sund- laugar og því fylgir mikil notkun á hár- og sturtusápum og öðru sem til- heyrir. Við lögðumst aðeins yfir þetta og sáum þarna tækifæri. Nú höfum við verið að þróa þessa vöru- línu í tæpt ár og það er því ákaflega ánægjulegt að sjá árangur erfiðisins, að varan sé nú komin á markað,“ sagði Torfi Rafn. ReykjavíkSpa vörulínan er að hans sögn sérstaklega hönnuð miðað við þær aðstæður sem ríkja á höf- uðborgarsvæðinu, „við höfum unnið út frá upplýsingum frá Hitaveitu Reykjavíkur varðandi samsetningu vatnsins sem hér er notað. Það er frekar basískt og því tókum við mið af því að sjampóið væri með lágt sýrustig, en þó þannig að það skemmi ekki þau virku efni sem eru í sjampóinu, s.s. Aloe Vera og Jojoba. Við notum því blöndu af virkum jurt- um í okkar vöru og þannig ætti sjampóið að stuðla að heilbrigðum hársverði,“ sagði Torfi Rafn. Alls verða vörurnar í þessari nýju línu sjö talsins: sjampó, sturtusápa, handá- burður og fótakrem, rakakrem, lík- amskrem og svitarolló. „Ég held að menn verði ekki sviknir af þessum vörum, þær eru miðaðar við þær að- stæður sem ríkja hér á svæðinu, að ná jafnvægi í sýrustigi húðar eftir böð. Fram til þessa hafa ekki verið í boði vörur sem nákvæmlega eru miðaðar við þessar aðstæður,“ sagði Torfi Rafn. Hann benti á að þó svo væri gæti fólk hvar sem er á landinu notað vörunar. Nýju vörurnar eru þegar komnar upp í hillu í öllum stærstu verslunum og stórmörkuðum höfuðborgarinnar og í lyfjaverslanir, en unnið er að frekari dreifingu varanna, s.s. á sundstöðum og í fleiri lyfjaverslanir. „En það er mikið verk framundan að kynna þessa nýjung, við gerum okk- ur grein fyrir því,“ sagði Torfi Rafn. „En það verður vissulega gaman að sjá hverjar viðtökurnar verða, við hlökkum til að sjá hvernig menn taka þessu.“ Gengur betur en búist var við Lyfja- og snyrtivörufyrirtækið PharmArctica var stofnað síðla árs 2002 og tók til starfa í húsnæði sem áður hýsti slökkvistöð og áhaldahús Grýtubakkahrepps í maí í fyrra og hófst framleiðslan nokkru síðar eða í júní. Það hentar að sögn Torfa Rafns vel undir starfsemina. Framleiðslan er nú um eitt tonn á dag og er hún ekki fullnýtt enn. „Það hefur bara gengið ljómandi vel hjá okkur og í raun betur en við bjuggumst við,“ sagði hann. „Það fór mikil orka í að koma öllu af stað, koma sér fyrir, setja upp búnað og hefja framleiðsluna. Það er nú að baki þannig að við stefnum að því að verða sýnilegri á þessu ári, láta vita af því sem við erum að gera,“ sagði Torfi Rafn. Starfsfólki hefur fjölgað Í upphafi voru starfsmenn fimm talsins, en nú starfa tólf manns hjá fyrirtækinu. Torfi Rafn sagði að það væri í samræmi við áætlanir um vöxt þess. Nefndi hann að áætlanir gerðu ráð fyrir að allt að 20 manns myndu starfa hjá fyrirtækinu eftir þrjú ár. Hann sagði einnig að í framtíðinni væri stefnt að því að lyfjaframleiðsl- an yrði æ stærri póstur í starfsemi fyrirtækisins. „Fram til þessa höfum við meira verið í snyrtivörunum og vörum sem seldar eru í lyfjaversl- unum. Nú sér fyrir endann á því að við fáum full lyfjaframleiðsluleyfi og upp úr miðju þessu ári munum við færa okkur meira inn á lyfjageir- ann,“ sagði Torfi Rafn Halldórsson. Lyfja- og snyrtivörufyrirtækið PharmArctica á Grenivík Ný vörulína sem tekur mið af reykvísku vatni Morgunblaðið/Jim Smart Torfi Rafn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri PharmArctica, segir að starfsemi fyrirtækisins hafi gengið vonum framar. MEIRIHLUTI Íslendinga eða 53% er frekar eða mjög hlynntur því að ríkið innheimti vegtolla á bilinu 50 til 500 kr. til greiðslu hluta kostn- aðar við sérstaklega kostnaðarsöm vegamannavirki s.s. jarðgöng og mislæg gatnamót. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnun- ar sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Leið ehf. Bolungarvík á ýms- um þáttum er varða akstur og sam- göngubætur. Fram kom að 64% svarenda eru mjög eða frekar hlynnt því að veg- farendur um væntanleg Héðins- fjarðargöng greiði veggjöld á bilinu 200 til 500 kr. fyrir afnot ganganna. 47% eru mjög eða frekar hlynnt því að samgöngubótum sé flýtt með því að einkaaðilar sjái um gerð vegamannvirkja og vegfarendur greiði a.m.k. helming kostnaðar við slíka framkvæmd með vegtollum en þeir sem eru mjög eða frekar and- vígir voru 44,6%. 61% vill hækka hámarkshraða úr 90 í 100 km/klst Rúmur meirihluti svarenda, eða 61%, er mjög eða frekar hlynntur því að hækka hámarkshraða á ein- hverjum hlutum þjóðvegakerfisins úr 90 í 100 km á klst. en 37% eru því frekar eða mjög andvíg. Þá kom í ljós að 60% svarenda eru frekar eða mjög á móti því að bifreiðaeigendur greiði sérstakt gjald fyrir notkun nagladekkja inn- an höfuðborgarsvæðisins sem lagt yrði á vegna þess auka slits sem rekja má til nagladekkja. Könnunin var gerð dagana 25. nóvember til 10. desember. Alls svörðuðu 802 af þeim 1.350 sem voru í úrtakinu. Nettósvarhlutfall, þ.e. svörun þegar búið er að draga þá frá sem eru búsettir erlendis, veikir eða látnir var 63,2% Félagsvísindastofnun kannaði einnig sérstaklega meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum afstöðu til notkunar veg- ar á milli Hólmavíkur og Gilsfjarð- ar. Um 77% kváðust myndu nýta sér veginn þegar allir vegir væru færir en um 80% þegar aðeins leiðin um Strandir væri fær. Meirihluti Íslendinga hlynntur vegtollum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.