Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 33
eða annað slíkt. Í stað þess að troða siðum sínum upp á aðrar þjóðir, eru þeir opnir fyrir nýjungum og vilj- ugir að læra allt sem þeim getur komið að notum. Þeir ætlast þó til að geta lifað lífinu eftir eigin reglum. Arfleifð og aðlögun Með þeim gífurlegu breytingum sem urðu á 20. öld liðu margar starfsgreinar undir lok. Því hefur verið haldið fram þetta hafi gert út af við menningu sígauna, sem stunduðu hefðbundar atvinnugreinar, svo sem sirkusfólk, koparsmiðir og fleira, kunnátta sem erfðist frá föður til sonar. Fræðimenn eru ekki sammála. Þeir segja að sökum að- lögunar- hæfileika sinna eiga sígaunar í engum vandræðum með að aðlaga sig nýjum og breytt- um störfum. Sami maður getur því verið bifvélavirki, gluggaþvottamað- ur eða fatasölumaður, allt eftir því í hvaða náttúrulega og félagslega um- hverfi hann er á þeim tíma. Þetta skýrir sambandið milli sí- gauna og þjófnaðar, sem mörg rök andsígauna og útlendingafælinna eru byggð á. Þjófnaður, sem sumir sígaunar stunda, er ekki endilega eina val þeirra, heldur aðeins ein valinna leiða til að afla tekna. Fingralangur sígauni gæti í öðru umhverfi verið rafvirki eða kjötiðn- aðarmaður. Þjófnaður virðist því vera eðlilegt svar sumra sígauna við þjóðfélagi, sem þrengir að lífs- munstri þeirra. Því má ekki gleyma að stór hluti ólöglegrar iðju átti sér þegar stað, áður en sígaunar komu og tóku hana upp. Í sumum tilfellum hafa glæpamenn okkar þjóðfélags jafnvel leitað eftir samstarfi við sí- gauna. Menningarauðæfi eða ósiðir Breytileiki sígauna mætir ýmsum vandamálum. Flökkulífið, sem margir þeirra kjósa, stendur utan ramma laga. Þótt ekki hafi öll kyrr- setuþjóðfélög lent í árekstrum við flökkufólk er þessi óvissa almennt skynjuð sem ógn. Með félagslegum úrræðum er reynt að hjálpa þeim sem komnir eru í ógöngur. En tíma- frekt og vélrænt skrifræðið hefur því miður líka slæm áhrif. Sumir sígaunar falla í hringiðu félagsmála- stofnana, sem minnir óneitanlega á örlög indjána Norður-Ameríku. Takmörk og þversagnir nútíma- ríkja virðast auðljósari er kemur að sígaunum. Þeir eiga í stöðugum árekstrum við hagsmuni ríkis, sem án staðlaðrar fyrirmyndar og eftir- lits, gæti vart skipulagt og haldið uppi kerfi fyrir milljónir manna. Sá menningarauður sem felst í marg- breytileika sígauna er hunsaður og hulinn þeirri skilgreiningu að hann sé afvegaleiðandi. Það virðist vera gleymt að sjálf Evrópa var mótuð með sameiningu og ófriði margra mismunandi þjóðarbrota. Sígaunum finnst þeir vera lagðir í einelti og jafnvel í útrýmingarhættu vegna þeirra þvingana sem beitt er í nafni allsherjarstöðlunar. Samruni við aðra virðist allt frá byrjun hafa almenningur bágt með að sætta sig við að heilu fjölskyldurnar búi við óviðunandi aðstæður. Verstu sí- gaunabúðirnar líkjast vægast sagt ruslahaugum, sem getur vart talist heilsusamlegt umhverfi, hvorki fyrir börn né fullorðna. Hinn þátturinn lýtur að þeirri óreglu og lögbrotum, sem sígaunar valda, hvort sem þar býr að baki uppreisnarandi eða að þeir geti ekki fylgt lögum og reglum. Þau rök sem orsaka með- ferð okkar á sígaunum má skilja sem „annaðhvort með okkur eða á móti“. Sá sem er með fær hjálp til að breytast í einn okkar. Með þessari aðferðafræði er ákveðið fyrir alla hvað er rétt og hvað er rangt. Afleið- ing hennar er oft andstaða við alla þá, sem vegna óásættanlegs fórn- arkostnaðar hafa neitað að aðlagast vestrænum samfélögum. Skólaganga er gott dæmi um ráðaleysi sígauna gagnvart þjóð- félögum Evrópu. Fyrir þá gegnir fjölskyldan lykilhlutverki enda finnst þeim það hneykslanlegt hversu litlum tíma foreldrar eyða með börnum sínum í dag. Að eyða aðeins þeim litla tíma með börnun- um sem afgangs er eftir átta stunda vinnudag, jafngildir í augum sígauna að yfirgefa þau. Sömu rök valda því að án þrýstings yfirvalda eru börnin sjaldnast send í skóla. Sumir spyrja af hverju sígaunar geti ekki sætt sig við þær reglur sem gilda í okkar þjóðfélagi og hví eigum við að hjálpa fólki, sem vill hugsa og lifa á annan hátt en við. Það væri auðveldara að skilja lifnaðarhætti sígauna ef þeir byggju einhvers staðar langt í burtu, þar sem aldrei sæist til þeirra, en ekki á meðal okkar eins og raun ber vitni. Þrátt fyrir að vera álitnir hættu- legir lögbrjótar eru sígaunar sögu- lega séð alls ekki hættulegri en aðr- ar þjóðir. Innrás þeirra í Evrópu var gerð án styrjalda, blóðsúthellinga eða gripdeilda. Að undanskildu smá- hnupli og minni háttar blekkingum, ferðuðust þessir litlu hópar í friði, án tilrauna til landvinninga. Hins vegar hefur hið vestræna samfélag, oft í góðri trú, fylgt rökum heimsvalda- stefnu og alls staðar, með góðu eða illu, reynt að koma á hinni vestrænu fyrirmynd. Sígaunarnir vilja hins vegar hvorki að við breytumst í sí- gauna, né að við tökum upp flökkulíf Höfundur hefur undanfarin fjögur ár stundað rannsóknir fyrir masters- ritgerð í mannfræði í sígaunabúðum sunnarlega í Róm. Teikningar eru eftir Helgu Ágústsdóttur sem einnig þýddi greinina. farið út um þúfur. Nefna má mis- heppnaðar tilraunir Maríu Teresu og síðar Jóseps II af Austurríki, til að reyna að laga hina frumstæðu og ósiðuðu sígauna að skipulögðu og borgaralegu lífi þegna sinna. Sí- gaunum er hins vegar erfitt að stjórna og þeir eru útsjónarsamari en margir halda gagnvart árásum af þessu tagi. Hagur sígauna af tímamótum í Evrópu Þegar tilraunir til samruna við þjóðfélagið bregðast taka stjórnvöld nútímans til örþrifaráða. Aðskilnað- ur frá öðrum þegnum í sérstökum sígaunabúðum í úthverfum borga eða brottvísun úr landi eru þær að- gerðir ítalskra yfirvalda sem mest eru notaðar. Innganga Austur-Evr- ópuríkja í ESB mun ekki aðeins gera brottvísun stórs hóps sígauna að ónothæfri aðgerð heldur mun sami hópur einnig fá atvinnuleyfi. Það gæti neytt stjórnvöld til að taka á óþægilegum og vandræðalegum spurningunum varðandi sígauna- búðir þar sem skort hefur hreinlæt- isaðstöðu og alla lágmarksþjónustu. Í sumum búðanna hefur ástandið verið svo slæmt að skapast hafa heilsufarsleg vandamál með gífuleg- um kostnaði. Það sýnir afleiðingar þessarar óhæfni stjórnvalda til að takast á við þá staðreynd að einhver sé öðruvísi. Dæmi eins og Bosnía fyrir stríð sýna hvernig sígaunar gátu leikið aukahlutverk í samfélagi við aðra, án þess að lenda í útistöðum við þjóðfélagið. Þar samþykktu þeir að eiga lögheimili, mörg húsanna reistu þeir sjálfir, og eyddu vetrinum í vinnu sem kyrrsetufólk. Á sumrin freistuðu þeir hins vegar gæfunnar ýmist á Ítalíu eða með hvers kyns kaupmennsku í löndum fyrrum Júgóslavíu. Þetta hnekkir þeirri kenningu að sígaunar geti ekki lifað í samstarfi við aðra. Sígaunarnir virðast því ekki vera að biðja um hjálp heldur að þeim verði leyft að finna sér farveg í þjóð- félagi okkar. Ein fjölmargra áskorana, sem bíða nýrrar Evrópu, er að horfast í augu við vandamál minnihlutahópa og endurskilgreina stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Hvort jafnrétti verður haft að leiðarljósi á næstu árum verður fróðlegt að sjá. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 33 KVENNALEIKFIMI Í MELASKÓLA Góð alhliða kvennaleikfimi með styrkjandi æfingum ásamt góðum teygjum og slökun. Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 18.05. Þóra Sif Sigurðardóttir íþróttafræðingur, netfang thorasif@heimsnet.is, sími 899 9354. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.