Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.02.2004, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 45 Elsku afi minn. Maður hugsar með sér hvort líf sé eftir dauðann, ég veit það ekki en ég get sagt eitt, minningar eru ódauðlegar, samt gleymast þær oft. Maður þyrfti að skrifa minnst 3 bækur um Steina afa, eina um kindurnar, aðra um tilsvörin og þriðju um fjölskyldu og vini. Þú varst alltaf að tala um hvað Jón Steinar væri mikið gull, fljótt eftir að hann byrjaði að tala sagði hann afa og benti á herbergið. Hann undi sér vel þar inni, kveikti og slökkti á út- varpinu og líka græna lampanum. Fljótlega eftir að þú lagðist í hvíld fór hann inn í afa herbergi, kveikti á lampanum, lagðist upp í rúm og fór að lesa. Skömmu eftir það var hann sífellt að leita að þér. Við minnumst þín með góðum minningum. Þetta er til þín því þú varst mér svo kær. Þú verður ávallt í hjarta mér, sálu og huga mínum. Því ég mun ávallt hugsa um þig, tala um og minnast. Kristjana Erla. Ekki skammhundaðist ég til að skreppa upp í Borgarnes um daginn og fylgja Steina Bjarna til grafar. Hefði þó verið nokkur ástæða til. Svo er mál með vexti að þá tvo hálfu vet- ur sem ég var í barnaskóla í Búð- ardal fyrir sextíu árum, hélt ég til hjá foreldrum hans, Stínu og Bjarna á Fjósum, en pabbi og Bjarni höfðu verið gamlir vinir og vinnufélagar. Húsinu á Fjósum var skipt að endilöngu. Fordyri var sameiginlegt. Í öðrum helmingnum bjó Sæmi bróðir Steina með Arndísi og börn- um þeirra. Í hinum helmingnum var eldhús fremst, en inn af því svefnhús eða baðstofa, tvö stafgólf með fjórum rúmum. Innst til vinstri sváfu Bjarni og Stína, en Steini í rúminu fyrir aft- an þau. Hann var þá rúmlega hálfþrítugur. Innst til hægri var rúm sem einkum var handa næturgest- um, en aftan við það og andspænis Steina sváfum við skólabræðurnir, ég og Eyvi á Kambsnesi. Ég hafði oft séð og heyrt talað um Steina. Hann var á líkum aldri og eldri systkin mín. Hann ók kaup- félagsbílnum og var því talsvert á ferðinni. Hann var sagður einkar orðheppinn og meinfyndinn í tilsvör- um um menn og málefni. Þá var hann orðlagður listaskrifari. Í barns- minni er umtal ungmennafélaga sem voru að æfa leikrit inní Búðardal. Það virtist ekki vera neinn leikstjóri, en talað var um að það væri á við margar æfingar, ef einhver væri í salnum til að „setja út á“. Það mundi nú vera kallað að leiðbeina eða leik- stýra. Og best til þess fallinn að setja út á þótti Steini á Fjósum. Dvölin á Fjósum reyndist einskon- ar framhaldsskóli. Meðan Stína var að bardúsa raulaði hún stundum fyr- ir munni sér vísur og vers sem ég hef varla heyrt síðan. Námið fóls þó einkum í þjálfun í röklegri hugsun og málnotkun. Bjarni var skarpgreind- ur og hafði gaman af að karpa og rökræða við okkur strákana um hvaðeina og gat verið nokkuð að- gangsharður. Stína spurði einhverju sinni, af hverju hann væri að æra þetta útúr drengjunum. Þá sagði Bjarni: „Ég vil að ungir menn læri að svara fyrir sig.“ Þegar Steini var heima á kvöldin iðkaði hann svipað- an leik, en þó með meiri stríðni, sem oftast endaði með því að hann atti okkur saman til að tuskast. Auk þess sagði hann sögur af fólki og gerði óspart grín að. Daglegt skemmtiat- ÞORSTEINN BJARNASON ✝ ÞorsteinnBjarnason fædd- ist í Sælingsdals- tungu í Dalasýslu 21. júlí 1917. Hann lést á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi 22. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Borgarnes- kirkju 3. janúar. riði hans við matborðið var annars að ofhæla sjálfum sér. Ég skynj- aði brátt að með þessu var hann óbeinlínis að skopstæla ýmsa mekt- armenn í þjóðlífinu. Þetta minnti á þætti í revíum sem maður sá seinna. Hann var líka orðaður við prakkara- skap, einhverjir hefðu verið að næturlagi að leika drauga í plássinu, íklæddir kjötpokum. Lá við kæru til Þor- steins sýslumanns sem að sjálfsögðu nennti ekki að „drus- last“ í slíku. Fyrir nokkrum árum þurfti ég að gista á hóteli í Borgarnesi og leitaði Steina og Siggu uppi. Þá höfðum við naumast sést í fjóra áratugi, en ekki hafði honum hrakað andlega svo heyrt yrði. Seinast hitti ég hann fyrir hálfu öðru ári við útför Sigga bróður. Þá spurði hann mig hvort Benni bróðir væri ekki á staðnum. Mér tókst að leiða þá hálfníræða jafnaldr- ana saman, og það er líklega eini greiði sem ég hef gert Steina á lífs- leiðinni. Árni Björnsson. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir, kanske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld … (Hjálmar Jónsson.) Þessar hendingar úr ljóði skálds- ins í Bólu komu upp í hug mér þegar ég fregnaði andlát Þorsteins Bjarna- sonar, Borgarnesi, míns gamla vinar og fyrrum samstarfsmanns, en hann andaðist hinn 22. desember síðastlið- inn eftir erfið veikindi. Það er nú svo að þegar maður fær fregnir af andláti gamalla vina eða fyrrverandi samverkamanna, vill hugurinn leita til löngu liðinna sam- verustunda. Fyrstu kynni mín af Þorsteini Bjarnasyni, eða Steina Bjarna eins og hann oftast var nefndur, hófust á árinu 1946 er hann kom til starfa hjá Verslunarfélagi Borgarfjarðar, Borgarnesi, við akstur vörubifreiðar. Mér féll fljótlega ágæta vel við Steina og áttu þau kynni okkar eftir að aukast, þegar hann fór að vinna annað slagið á skrifstofu fyrirtæk- isins, ef minna var að gera í akstr- inum. Steini hafði frábæra rithönd og var fljótur að skrifa, nokkuð sem var mikill kostur þegar allt bókhald var handfært. Þá var hann og tölug- löggur í besta lagi. Steini var á þessum árum oftast nær léttur í lund, brosmildur og vott- aði oft fyrir svolítilli stríðni í brosinu, ef svo bar undir, þó var jafnan stutt í alvörusvipinn. Ekki spillti fyrir að hann kunni mikið af vísum, svo og margvíslegar sögur frá sinni heimabyggð m.a. ýmsar sögur frá veiðiánum í Dölum vestra, en auk þess að vera sögumað- ur góður var hann áhugasamur og slyngur stangveiðimaður. Þáverandi húsbóndi okkar var einnig harðduglegur veiðimaður og hafði mikinn áhuga fyrir stangveiði, svo var og um tvo aðra samstarfs- menn okkar. Urðu því oft á sumrin býsna líflegar umræður hjá okkur á kaffistofunni, ef einhver rakst inn, sem var nýkominn úr veiðitúr í Hofsá eða Miðfjarðará og þurftu þá að skýra rækilega frá viðburðum. Er Steini hafði búið í Borgarnesi í fáein ár ásamt unnustu sinni, Sigríði Aðalsteinsdóttur, keyptu þau hús að Egilsgötu 8 þar í bæ, en um það hús var nokkur saga, eða öllu heldur um upphaflega sölu lóðarinnar, sem það var byggt á, einu lóðina sem var í einkaeign í Borgarnesi. Hafði Steini lúmskt gaman af því að vera eigandi að slíku jarðargóssi. Létu þau Steini og Sigga gera allmiklar endurbætur á húsi þessu, sem mun hafa verið byggt 1906, en bjuggu þar síðan fram yfir miðjan sjöunda áratuginn er þau fluttu í nýtt hús að Böðvars- götu 9 í Borgarnesi. Við Steini vor- um samstarfsmenn um 8 ára skeið, en 1954 fór ég í annað starf. Steini vann eftir það allmörg ár á skrifstofu Verslunarfél. Borgarfj., en árið 1970 réðst hann til starfa á bensínstöð Ol- ís (B.P.) í Brákarey og vann þar til starfsloka. Oft kom maður á olíustöðina, oft- ast til að taka bensín, en stundum bara til að taka smáspjall við Steina. Eins og ég gat um hér að framan var Steini áhugasamur og mjög slyngur stangveiðimaður, fórum við ásamt fleiri félögum þrjú sumur til veiða í Hofsá í Vopnafirði. Er mér sérstaklega minnisstætt í einni þess- ara ferða (sumarið 1951) þegar Steini brá eitt kvöldið upp skörinni í eldhústjaldinu og sagði „sjáiðið hvað ég fann“ um leið og hann brá á loft þessum líka risalaxi, sem hann hafði veitt þá rétt áður. Þetta reyndist vera nýrunninn hængur 27 pund að þyngd. Hefi ég aldrei séð svo falleg- an fisk, enda var oft á næstu árum minnst á „laxinn hans Steina“, sem öllum sló við. Alloft kom ég á heimili þeirra Steina og Siggu, bæði er þau bjuggu við Egilsgötuna svo og við Böðvars- götuna, og var mér ætíð tekið með alúð og gestrisni. Af eðlilegum or- sökum fækkaði slíkum heimsóknum er ég flutti burt úr Borgarnesi. Fyrir um það bil fjórum árum dvaldi ég nokkra daga í Borgarnesi. Fór ég þá eitt kvöldið í heimsókn að Böðvarsgötu 9 og var tekið með rausn svo sem oft áður. Er við sátum yfir kaffiborði í eldhúsinu ogræddum vítt og breitt og að sjálfsögðu um löngu liðna tíð, brá Steini sér yfir í næsta herbergi en kom aftur um hæl, hnippti í mig eins og honum ein- um var lagið, um leið og hann snaraði að mér mynd, er hafði verið stækkuð lítið eitt og spurði hvort ég myndi ekki eftir þessum, en þarna stóð hann sjálfur hýr á svip, með veiði- stöngina í annarri hendi en laxinn góða í hinni. Endurminning frá sumrinu 1951. Ég held að þannig muni ég helst vilja minnast Steina, með sitt svarta hár og ofurlítinn glettnisglampa í augum. Síðast bar fundum okkar Steina saman fyrir rúmlega ári, er gerð var útför kunningjakonu úr Borgarnesi, en hún var ekkja eftir fyrrum hús- bónda okkar Steina. Ræddum við þá dálítið saman og vorum sammála um að gaman gæti verið að hittast í næði og spjalla, ef ég kynni að verða á ferð í Nesinu og stoppa eitthvað. Af því varð ekki. Þarna held ég að við höfum séð að við værum báðir orðnir býsna gaml- ir, harla ólíkir því, sem við vorum, þegar við fyrir óralöngu sátum sitt hvorum megin við skrifborðið. Mér fannst að Steini hefði látið mikið á sjá enda sorgin tvívegis á lífsbraut þeirra hjóna veitt þeim dúp sár við náinn ástvinamissi. Okkur hjónum þótti mjög miður að geta ekki komist til að fylgja Steina síðasta spölinn, en með þess- um síbúnu fátæklegu kveðjuorðum sendum við Sigríði ekkju hans, son- um þeirra hjóna og fjölskyldum þeirra, innilegar samúðarkveðjur. Ágæti vinur, megir þú hvíla í friði. Þorkell Magnússon. Elsku amma mín, nú ert þú farin frá okkur og komin til hans Sigga afa. Ég er sannfærð um að hann hefur tekið á móti þér með einum af sínum stingukossum sem eru okkur Ingu systur svo minnis- stæðir. Ég ímynda mér þig núna sæla og glaða, búna að pússa þig alla upp, fara í lagningu og úða á þig vellykt- andi. Ég á margar minningar af Tjarnarbrautinni og helst hvað það var gaman að koma til ömmu, Högna og Hemma með rútunni, alein. Leika sér svo við Lúru og kettlingana, hanga á hvolfi í stóru trjánum þínum og gefa öndunum á tjörninni brauð. Svo kallaðir þú mig inn til að drekka og þá beið uppáhaldið mitt, hunangs- kaka, á borðinu, umm … hún hefur hvergi smakkast eins vel og hjá þér. Ég hitti þig síðast í sumar í bú- staðnum hjá strákunum þínum sem alltaf hafa staðið þér við hlið, þar varst þú eins og alltaf að hugsa um það hvort ekki væri til kaffi og með því. Því ekki mátti nokkurn tíma ein- hver fara frá þér án þess að hafa fengið ærlega að borða og stundum meira en lyst var til. Mér þykir svo vænt um að hafa fengið þar tækifæri á að hitta þig hressa og káta í síðasta sinn, þá stund geymi ég í hjarta mínu. Guð geymi þig elsku amma mín. Högni og Hemmi, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur, fáir hafa verið jafn natnir við að sinna öldruðu foreldri sínu og þið bræðurn- ir. Dásöm það er, dýrð handa mér, dýrð handa mér, dýrð handa mér, er ég skal fá Jesú auglit að sjá, það verður dýrð, verður dýrð handa mér. (Þýð. Lárus Halldórsson.) Ragnhildur Stefánsdóttir. Ég er skírð eftir Ingu ömmu og Sigga afa. Mér hefur alltaf þótt vænt um nafnið mitt af þessum sökum. INGIBJÖRG KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Ingibjörg Krist-jana Kristjáns- dóttir fæddist á Þing- eyri við Dýrafjörð 21. júní 1913. Hún lést á Sólvangi í Hafnar- firði 1. janúar síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 13. janúar. Enda voru þau svo stór hluti af lífi mínu þegar ég var lítil hnáta. Ótal minningar á ég úr Hafnarfirðinum þar sem amma og afi bjuggu með sonum sín- um, Hermanni og Högna. Mitt allra fyrsta minningarbrot úr æsku er þegar afi var að kenna mér að ganga og hélt í hendur mínar og leiddi mig meðfram tjörninni. Það var alltaf svo góð og hlý lykt af afa og ég minn- ist þess að hafa fundið hana lengi vel eftir að hann var farinn í aftursætinu á Cortínunni. Amma var alltaf svo góð við mig, ég svaf upp í hjá henni þegar ég gisti á Tjarnarbrautinni og man hvað mér þótti rúmið hennar fallega umbúið. Amma var einstaklega snyrtileg og myndarleg kona, alltaf vel til höfð og huggulega klædd. Hún fór oft með mig út að spássera eins og hún kallaði það og þá komum við stundum við í Hellisgerði og alla tíð síðan hefur sá garður haft yfir sér ævintýrablæ fyr- ir mér. Amma kenndi mér ýmislegt og þar á meðal að ungar konur ættu ekki að vera í nankinsbuxum á sunnu- dögum. Það þótti henni fráleitt. Það fór aldrei neinn svangur út frá ömmu því hún var mikill gestgjafi og átti alltaf til nóg með kaffinu. Bestar þóttu mér loftkökurnar hennar þegar ég var yngri, þessar dularfullu kökur sem voru holar að innan. Og hvergi hef ég fengið betra heitt súkkulaði en á jóladag hjá ömmu. Það var alltaf svo gaman hjá ömmu. Frændur mínir, Hemmi og Högni, dekruðu við okkur systurnar þegar við vorum í heimsókn. Ragn- hildur systir hékk víst eins og sirk- usdýr í trjánum á meðan Högni beið með hjartað í buxunum fyrir neðan. Hemmi fór oft með mig á skíði og á ævintýralegar jólaskemmtanir upp að Hvaleyrarvatni. Hjá þessari ynd- islegu fjölskyldu leið mér alltaf vel og fannst ég vera hluti af henni þó að í raun værum við ekki mikið skyld. En ömmur þurfa ekki endilega að vera skyldar manni til að vera bestu ömm- ur í heimi. Elsku amma mín, hafðu þökk fyrir allt og skilaðu kveðju til afa frá mér. Hemmi og Högni, ég bið Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar og sökn- uði. Inga Sif Stefánsdóttir. Elsku Þórunn mín. Ég ætla að senda fá- ein minningar- og þakklætisorð til þín um vináttu sem varað hefur í 20 ár eða síðan leiðir okkar lágu saman við hjúkrun á deild 11-A á Landspítalan- um. Við urðum strax vinkonur og upp frá því sérstakir trúnaðarvinir. Við höfðum gengið í gegnum sams- konar lífsreynslu og gátum miðlað hvor annarri. Við hittumst reglulega á góðum stundum, nú síðast rétt fyr- ir jólin hjá mér yfir kaffi og smákök- um. Þú varst alveg einstök kona, fal- leg, greind, áræðin, viðkvæm og ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR ✝ Þórunn Jónsdótt-ir fæddist í Bandaríkjunum 22. janúar 1947 en ólst upp í Reykjavík. Hún andaðist á heimili sínu 15. janúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð gerð frá Dómkirkjunni á af- mælisdegi Þórunnar, 22. janúar. listakona. Þú lékst mjög vel á píanó og söngst í kórum. Hann- yrðir vour líka þín hugðarefni, prjónar og útsaumur af flóknustu gerð. Þú prjónaðir svo fallega sokka handa mér í fyrra. Þá geymi ég vel elsku Þórunn mín. Leikhúsferðirnar eru mér ógleymanleg- ar. Dramatísku stykkin sem okkur þótti gaman að fjalla um saman eftir á. Þú átt mannvænleg og greind börn sem voru sólargeislar í þínu lífi. Þeirra söknuður verður sár. Þú varst einstaklega fær í hjúkr- un, hafðir djúpan skilning á hugsun og líðan annarra. Ég mun geyma minningu um vin- áttu sem gaf svo mikið. Ég sendi börnunum og allri fjölskyldu innileg- ar samúðarkveðjur, guð gefi þér ró, Þórunn mín. Þín Hildur Hilmarsdóttir. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein að- algrein af hæfilegri lengd á út- farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.