Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 71

Morgunblaðið - 22.02.2004, Page 71
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2004 71 Ferming 2004 KRINGLUNNI • SMÁRALIND Frábært úrval FYRIR sex árum kom út for- vitnileg plata með mexíkósk- kanadískri söngkonu sem hét því sérkennilega nafni Lhasa de Sela. Platan, sem hét La Llorona, var skemmtilegur bræðingur af óraf- mögnuðu poppi og mexíkóskri þjóðlagatónlist, hádramatísk og blíð til skiptis, frábærlega sungin; minnti á köflum á þá miklu söng- konu Mexíkó Chavelu Vargas. Þeir sem heyrðu plötuna féllu allir fyrir henni og gagnrýnendur víða um heim kepptust við að lofa hana. Það varð þó bið á framhaldinu, eft- ir nokkra tónleika var eins og Lhasa hefði horfið af yfirborði jarðar; ekkert heyrist frá henni meira, í það minnsta ekki af tón- list, fyrr en um daginn að hún dúkkaði upp með nýja plötu eftir sex ára hlé. Ólst upp á ferð og flugi Lhasa de Sela er fædd í New York-ríki og segja má að hún hafi alist upp á ferð og flugi. Fjöl- skyldan var fjölmenn, hún á þrjár systur, þrjár hálfsystur og þrjá hálfbræður, hljómar eins og efni- viður í ævintýri, ekki satt, þrennt af öllu. Faðir hennar er mexíkósk- ur, alinn upp í Bandaríkjunum, prófessor í ótilgreindum fræðum, en móðirin bandarísk, alin upp í Mexíkó, ljósmyndari og leikkona. Þegar Lhasa var barn að aldri keyptu foreldrar hennar rútu, breyttu í heimili á hjólum og næstu árin voru þau meira og minna í ferðum suður til Mexíkó og aftur norður. Þannig ferðaðist fjölskyldan um Bandaríkin og Mexíkó í sjö ár, faðirinn vann sem kennari eða rithöfundur eða við ávaxtatínslu eftir því sem bauðst og móðirin sinnti börnunum og tók myndir. Stúlkurnar voru fjórar með í för, Lhasa og systur hennar þrjár, og hún hefur sagt að í minn- ingunni hafi þetta verið tími frelsis og ævintýra en ekki síður tími þar sem hún heyrði ólíkar gerðir tón- listar, hvort sem það var mexíkósk eða bandarísk þjóðlagatónlist sem faðir hennar kunni að meta eða suður-amerísk, mexíkósk eða asísk þjóðlagatónlist eftir smekk móður hennar. Lhasa hefur sagt að þar sem börnin ólust ekki upp við sjónvarp eða tölvuspil, sjónvarp meira að segja litið hornauga af foreldr- unum, hafi fjölskyldan þurft að sjá um skemmtunina sjálf þannig að allir lögðu sitt af mörkum, sungu, dönsuðu og fóru með gamanmál. Ekki var þó svo að alltaf væri ver- ið á ferðinni, lengsta stoppið var ein átta ár í Mexíkó og fyrir vikið voru menningarleg áhrif í tónlist Lhasa einna sterkust þaðan til að byrja með þó þrettán ára gömul hafi hún verið farin að troða upp og syngja Billie Holliday-lög. Djassaður vísnasöngur Þegar Lhasa var tvítug, 1992, settist hún að í Montreal í Kanada, en ári áður hafði hún kynnst þar kanadíska tónlistarmanninum Yves Desrosiers er hún var að heimsækja systur sínar þrjár sem þar bjuggu og lögðu stund á hring- leikhúsfræði. Til viðbótar við mexíkósk áhrif hafði Lhasa sökkt sér í tónlist úr fleiri áttum, Jacques Brel hinn franska, Chilemanninn Victor Jara og áðurnefnda Billie Holiday, svo dæmi séu tekin, og þau Lhasa og Desrosiers tóku að troða upp á tónleikum með djassaðan vísna- söng. Smám saman fóru þau að vinna eigin efni, sumpart unnið sem spuni á gömlum grunni og sumpart sem hrein nýsköpun. Þau fengu sér bassaleikara og lögðu land undir fót, voru meðal annars þátttakendur í kvennarokkferðinni Lilith Fair um Bandaríkin 1997. Ári síðar kom svo út platan sem nefnd er í upphafi en hún dregur víst nafnið af tálkvendi í goðafræði Azteka sem dró menn til sín með söng og fargaði. Allir textar á La Llorona eru á spænsku en um það leyti sem hún kom út sagðist Lhasa þó ekki telja sig vera mexíkóska. Hvað tónlist- arbræðinginn varðar þá segist hún framan af hafa glímt við þá tilfinn- ingu að eiga hvergi heima menn- ingarlega séð og ekki fundið fróun fyrr en hún lét allt vaða, leyfði sér að syngja hvaða tónlist sem er eft- ir því sem andinn blés henni í brjóst. Frí frá tónlist Um aldamótin fannst Lhasa sem nóg væri komið af ferðalögum og tónleikahaldi, hún tók sér frí frá tónlist almennt, fluttist til Frakk- lands og fór að skemmta í sirkus með systrum sínum sem nú voru fullnuma í fræðunum. Þær settu saman atriði fjórar og frumsýndu sumarið 1999 og ferðuðust síðan með það um Evrópu. Lhasa segir að það hafi gefið henni færi á að skoða hug sinn varðandi tónlistina, leita að nýjum leiðum og hug- myndum. Í Marseille, þar sem hún settist síðan að, hitti Lhasa fyrir tónlist- armenn sem komið höfðu að La Llorona, slagverksmeistarann François Lalonde og píanóleik- arann Jean Massicotte. Þeir að- stoðu hana síðan við að gera nýja plötu, The Living Road, sem kom út um daginn. „Vegaplata“ Í ljósi þess hvað Lhasa de Sela hefur fengist við síðustu ár kemur kannski ekki á óvart að platan er vegaplata, ef svo má segja, segir sögu þess að vera á ferðinni, ekki bara í rúmi heldur einnig í tíma, því lögin eru sungin á frönsku, spænsku og ensku og tónlistin vís- ar í ólíkar tónlistarhefðir. Nú minna af Mexíkó en þess meira af þeirri þjóðlegu tónlist sem rétt er að kalla alþjóðlega; tónlist sem fellir saman ólíkar hefðir og hug- myndir í eitthvað nýtt sem allir skilja. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Alþjóðleg tónlist Fyrir sex árum kom út merkileg plata ungrar tón- listarkonu sem hvarf síðan sjónum tónlistarvina. Nú snýr Lhasa de Sela aftur með nýja plötu. Heimildarmyndagerðarmaðurinn Þorfinnur Guðnason beinir aftur sjónum sínum að dýrum merkur- innar í Hestasögu, viðfangsefnið hestar í útigöngu í stað útigangs- mannanna sem koma við sögu í Lalla Johns. Það skiptir ekki máli hvað útkomuna snertir, Þorfinnur er jafnvígur á sögur af hestum sem mönnum og nýja myndin hans er ekki síður dramatísk þó persónurn- ar séu úr dýraríkinu. Maðurinn kemur nánast ekkert við sögu og Þorfinnur gerir okkur þann greiða að slökkva gjörsamlega á honum. Hljóðin sem við heyrum, að frá- taldri fallegri tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar og hlýrri rödd þul- arins Hjalta Rögnvaldssonar, koma fyrst og fremst frá hestunum, svo og öðrum húsdýrum, fuglum og náttúrunni. Þorfinnur og áhöfn hans segja okkur undurfallega sögu af hryss- unni Kolku sem í upphafi myndar kastar folaldinu Birtu á íðilfögrum, snemmsumardegi. Birta litla lærir að taka fyrstu skrefin, komast á spenann og dafna í haga á meðan Kolka fyllist á nýjan leik kalli nátt- úrunnar – sem fer ekki framhjá graðhestinum sem hefur verið að hlaða batteríin vetrarlangt. Hann má sín þó lítils því þegar á hólminn er komið, tekur annar eldri og reyndari af honum ánægjuna og heldur síðan með fjölskylduna sína til óbyggða. Að sumri loknu kemur maðurinn til skjalanna, kynhvötin er rokin út í haustgarrann og klárinn heldur hlýðinn til byggða með eiganda sín- um. Að loknum hestaréttum þreyja Kolka og Birta af veturinn í úthag- anum, vorið kemur með ný folöld, Birta verður að víkja af spenanum vegna Blesa litla og nú hefur ungi folinn betur í viðskiptum sínum við þann gamla og merarnar. Hringn- um er lokað. Hestasaga birtir upp skammdeg- ið, kemur með líf og lit, birtu, feg- urð og blessaða náttúruna beint í æðakerfið. Þorfinni tekst að sam- sama áhorfandann litla stóðinu og umhverfinu, einangra hann um sinn frá borgaralegu amstri og hvers- dagsgráma. Bæjarbúar skynja bet- ur eðli og hegðun þess stólpagrips, íslenska hestsins, eða íshestsins eins og hann hefur verið kallaður þar sem hann er að stofni til ná- skyldur forfeðrum sínum sem þraukuðu af ísöld í Evrópu. Við kynnumst fjölskyldumeðlimunum einum af öðrum, ungi folinn með gulan ennistoppinn flaksandi niður í augu, er hinn ósvikni Robert Red- ford hestaþjóðarinnar; gamli grað- hesturinn lífsreyndur, stæltur og óárennilegur Anthony Quinn í Grikkinn Zorba og mjóslegið, stór- eygt folaldið vantar aðeins gleraug- un, þá höfum við Woody Allen. For- ystumerin leiðir hópinn, leitar æskilegra bithaga en graðhesturinn fer aftastur, og fylgist grannt með aðsteðjandi hættum, ekki síst vara- sömum keppinautum. Aukinheldur fáum við sögu af krumma í súrheys- turni og lómi á tjörn, auk endurnýj- aðra kynna við fegurð landsins. Þorfinni og hans ágætu aðstoð- armönnum hefur tekist enn eina ferðina að töfra áhorfandann í mitt ævintýri náttúrunnar. Í fylgd með fákum KVIKMYNDIR Háskólabíó Íslensk heimildarmynd. Leikstjórn: Þor- finnur Guðnason. Handrit: Jón Proppé og Þorfinnur Guðnason. Kvikmyndataka: Þorfinnur Guðnason, Guðmundur Bjart- marsson, Ólafur Rögnvaldsson, Þor- móður Björgúlfsson. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Klipping: Þorfinnur Guðna- son. Hljóðblöndun: Kjartan Kjartansson og Ingvar Lundberg. Þulur: Hjalti Rögn- valdsson. Framleiðandi: Guðmundur Lýðsson. GL Einstefna í samvinnu við ZDF/Arte. Ísland 2004. HESTASAGA  ½ Frá kvikmyndun Hestasögu. Þorfinni og samstarfsmönnum „hefur tekist enn eina ferðina að töfra áhorfandann í mitt ævintýri náttúrunnar“. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.