Morgunblaðið - 12.03.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.03.2004, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra sagði á Alþingi í gær að hún vonaðist til þess að niðurstaða næðist sem fyrst í þeirri vinnu sem nú fer fram um mögulegar breytingar á sam- keppnislögum er varða ákvæði um samskipti samkeppnisyfirvalda og lögreglunnar. Vonast hún til þess að geta lagt fram á Alþingi frum- varp um breytingar á samkeppn- islögum á næstu dögum. Nefnd sem skipuð var í sept- ember sl. og hafði það verkefni að endurskoða samkeppnislögin vegna þessara mála skilaði nið- urstöðu sinni í upphafi árs. „Starfshópurinn hefur skilað af sér og málið er núna til umfjöll- unar á milli ráðuneyta sem að málinu koma, þ.e. viðskiptaráðu- neytisins og dómsmálaráðuneytis- ins. Á meðan slík vinna fer fram er ekki eðlilegt að ég greini op- inberlega frá stöðu mála. Ég geri mér að sjálfsögðu vonir um að nið- urstaða náist sem leiði til þess að hér verði lagt fram á næstu dög- um frumvarp til breytinga á sam- keppnislögum,“ sagði viðskipta- ráðherra. Tilefni þessara orða voru at- hugasemdir Bryndísar Hlöðvers- dóttur, þingmanns Samfylkingar- innar, við upphaf þingfundar á Alþingi í gær. Bryndís sagði að þegar meint samráð olíufélaganna hefði komið upp á borð samkeppn- isyfirvalda í fyrra hefði komið í ljós óvissa um hlutverk og að- komu lögreglunnar að málinu annars vegar og Samkeppnis- stofnunar hins vegar. Það hefði því verið þarft og mikilvægt verk hjá ráðherra að skipa nefnd til að fara ofan í þessi mál. „Eðli málsins samkvæmt er nauðsynlegt að sú vinna gangi hratt og örugglega,“ sagði Bryn- dís. „Samkvæmt heimildum mín- um skilaði nefndin af sér einróma niðurstöðu í lok janúar, fullbúnu frumvarpi þar sem lagt er til að farin verði sú leið að ríkislög- reglustjóri rannsaki brot einstak- linga en Samkeppnisstofnun lög- aðila í slíkum málum,“ sagði Bryndís. „Nú virðist sem málið hafi verið stoppað af hæstvirtum dómsmála- ráðherra sem þó átti fulltrúa sinn í nefndinni,“ sagði hún jafnframt og krafði ráðherra svara. Við- skiptaráðherra vildi á hinn bóginn ekki greina frá stöðu mála, eins og áður sagði. Óþolandi réttaróvissa Í máli þeirra þingmanna sem þátt tóku í umræðunni kom fram að þeir töldu mikilvægt að nið- urstaða fengist í þessi mál sem fyrst. Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu, sagði m.a. að töfin á niðurstöðu í þessu máli skapaði óþolandi réttaróvissu og Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, tók í sama streng. Ásgeir Friðgeirsson, Samfylk- ingu, sagði einnig ástandið óvið- unandi. „Viðskipti hafa verið í brennidepli opinberrar umræðu hér á landi undanfarin misseri. Mest hefur borið á rannsóknum þeim sem hér um ræðir, ríkislög- reglustjóra og Samkeppnisstofn- unar, á einstaka málum. Það er al- kunna hversu langan tíma rannsóknir þessar hafa tekið og þegar ofan í kaupið bætast óljós mörk og valdssvið stofnana leiðir af sjálfu sér að mikil óvissa ríkir í viðskiptalífi hvað þetta varðar. Því miður hefur þetta ástand varað lengi. Núverandi ástand er illa viðunandi vegna þess hve lengi fyrirtæki þurfa að búa við grun og tortryggni.“ Steingrímur J. Sigfússon, Vinstrihreyfingunni-grænu fram- boði, talaði á sömu nótum. „Það er mjög alvarlegt, sá dráttur sem er orðinn á því að hreinar línur kom- ist í verkaskiptingu þessara emb- ætta [embættis ríkislögreglu- stjóra og Samkeppnisstofnunar].“ Kvaðst hann vonast til þess að hægt yrði að ljúka þessum málum fyrir vorið. BJÖRN Bjarnason dómsmála- ráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi óskað eftir tíma og tækifæri til þess að fara rækilega yfir álit nefndar þeirrar sem skipuð var í sept- ember sl. til að fara yfir sam- keppnislög, eftir að ágreiningur hafði risið um hlutverk Sam- keppnisstofnunar og ríkislög- reglustjóra í rannsókn á meintu samráði olíufélaganna. Hann seg- ir málið snúast um réttaröryggi borgaranna og því sé brýnt að skoða öll álitaefni rækilega. Nefndin skilaði niðurstöðum sín- um í upphafi árs. „Ég tel eðlilegt að farið sé yfir álit þessarar nefndar – eins og annarra nefnda, sem vinna störf á vegum ráðuneyta – og lagt mat á niðurstöðuna. Í þessu efni er um réttaröryggi borgaranna að ræða og því brýnt að öll álitaefni séu rækilega skoðuð. Ég hef óskað eftir tíma og tækifæri til þess,“ sagði Björn. Aðspurður segir dóms- málaráðherra að málið sé núna til umræðu milli viðskiptaráðuneyt- isins og dómsmálaráðuneytisins. „Á vettvangi dómsmálaráðuneyt- isins þarf að skoða einstaka þætti þess betur áður en ég er til þess búinn að segja meira efnislega um málið á þessu stigi.“ Mikilvægt að ekki sé réttaróvissa Inntur eftir því hvort hann telji mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál sem fyrst segir hann: „Á liðnu sumri varð ágreiningur um meðferð máls sem samkeppnisyf- irvöld höfðu til rannsóknar. Spurningar vöknuðu um forræði og valdmörk eftir að þau yfirvöld tóku að ræða málið við lögreglu og gáfu til kynna að þau vildu að hún kæmi að rannsókn málsins. Ég lýsti þá þeirri skoðun, og er enn sama sinnis, að rannsókn máls af þessum toga eigi að vera á hendi eins aðila hverju sinni. Í raun er ekki unnt að skilja á milli einstaklinga og fyrirtækja, því að fyrirtæki hafa ekki annan vilja en þeir sem stjórna þeim. Ég tel mikilvægt að ekki sé réttaróvissa á þessu sviði. Hún kann að spilla fyrir því að mál séu leidd til lykta á farsælan hátt.“ Ráðherra vísar því aðspurður á bug að um þetta mál sé pólitískur ágreiningur innan ríkisstjórn- arinnar. „Um þetta mál gildir hið sama og önnur mál, að þau verða til lykta leidd í samtölum þeirra sem að þeim verða að koma. Ég lít ekki á það sem ágreining þeg- ar unnið er að því að leysa mál í góðri sátt.“ Vonast til þess að niður- staða náist sem fyrst Morgunblaðið/Golli Þingmenn fylgjast með umræðum á Alþingi. Fremstur á myndinni er Ásgeir Friðgeirsson, Samfylkingu. Brýnt að öll álitaefni séu rækilega skoðuð Björn Bjarnason dómsmálaráðherra BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi að ríkar ástæður þurfi að liggja til þess að stjórnvöld geti krafið eigendur falsaðra myndverka um að láta þau af hendi. „Er erfitt að sjá hvar eigi að láta staðar numið verði byrjað á slíku á annað borð.“ Kom þetta fram í svari hans við fyrirspurn Össurar Skarphéð- inssonar, formanns Samfylkingarinnar. Össur minnti á að á sl. árum hefði komið upp hér á landi stórt málverkafölsunarmál. „Ef mig brestur ekki minni voru velflestir gömlu íslensku meistaranna fórnarlömb þessa máls,“ sagði hann. Össur sagði að Ólafur Ingi Jónsson forvörður hefði leitt fram tiltölulega sannfærandi rök fyrir því að í kringum 900 fölsuð verk kynnu að vera hér í umferð. Össur velti því fyrir sér hvað ætti að gera við fölsuð verk og spurði ráð- herra hvort ríkisstjórnin hygðist beita sér fyrir því, skv. lögum, að heimilað verði að eyða fölsuðum myndum. Dómsmálaráðherra sagði að hin almenna heimild til eignaupptöku væri í 69. gr. al- mennra hegningarlaga, en þar segir að gera megi upptæka með dómi hluti sem orðið hafi til við misgerning. Þetta eigi þó ekki við um eignir manns sem sé ekki viðriðinn brot- ið. Ráðherra benti jafnframt á að mynd- verk, jafnvel þótt það væri falsað, nyti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. „Ríkar ástæður þurfa að liggja til þess að stjórnvöld geti krafið eigendur falsaðra myndverka um að láta þau af hendi og er erfitt að sjá hvar eigi að láta staðar numið verði byrjað á slíku á annað borð. Í þessu sambandi ber að leggja áherslu á að það er á ábyrgð eiganda falsaðs myndverks að það fari ekki í umferð sem ófalsað verk. Þó hafa stjórnvöld gert ráðstafanir hvað varðar þau fölsuðu myndverk sem voru kveikjan að hinu svokallaða stóra málverkafölsunarmáli á síðasta ári. Búið var þannig um hnútana að skýrsla um rannsókn málsins var send til Lista- safns Íslands til þess að myndir sem taldar voru falsaðar væru þekktar og gengju ekki kaupum og sölum. Á þessari stundu verður ekki séð að unnt sé að ganga lengra, og ítreka ég það enn að sú ábyrgð liggur hjá eigendum verkanna að þau komist ekki í umferð sem ófölsuð verk.“ Ábyrgð eiganda að falsað verk fari ekki í umferð ÞINGMENN úr öllum flokkum fögnuðu því á Alþingi á miðviku- dag að landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, hefði skipað nefnd til að athuga hvernig bændur sem stunduðu ferðaþjón- ustu, og eftir atvikum aðrir bændur, gætu selt afurðir sínar beint frá búunum. Ráðherra greindi frá því í fyrirspurnar- tíma á Alþingi á miðvikudag að hann hefði skipað nefndina fyrir nokkrum vikum. „Við vinnu sína skal nefndin hafa hliðsjón af reglum sem gilda um slík við- skipti í Evrópu og nágrannalönd- unum ekki síst,“ útskýrði hann. Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar, og sagði að það hefði komið sér á óvart hve þröngur stakkur bænda í þessari þjónustu væri búinn til að selja afurðir sínar beint til ferðamanna og þeirra sem vilja kaupa beint af bónd- anum. „Þeir mega ekki selja osta eða mjólk eða nokkuð það sem þeir eru að framleiða og þótti mér það ótrúlega gamaldags for- ræðishyggja en hluti af því að veita ferðaþjónustu ætti að vera að selja ferðamönnum framleiðsl- una á staðnum,“ sagði hún. „Þessi framleiðsla er hluti af matarmenningu hvers lands og fáránlegt að láta tæknilegar hindranir standa í veginum fyrir því að hið sama sé mögulegt hér á landi. Slík sala er mikilvæg fyr- ir íslenska matarmenningu og hluti af kynningu á henni.“ Landbúnaðarráðherra sagði að almennt gilti sú regla að matvæli sem boðin væru til kaups væru unnin við aðstæður sem viður- kenndar hefðu verið af heilbrigð- isyfirvöldum. „Bændum er þó heimilt að slátra heima til eigin nota og nýta mjólk úr eigin fjósi til heimilisins. Þetta eru lögin frá Alþingi. Þetta er löggjöfin sem unnið er eftir í dag, alveg skýr.“ Síðan sagði hann: „Ég get tekið undir það hér að Alþingi hefur sett afar stranga matvælalöggjöf, sennilega þá ströngustu í heim- inum og að sumu leyti er það ágætt. En að öðru leyti er það líka hindrandi á framtak manna og hindrar í dag ýmislegt í þeim efnum sem við vildum sjá í sveit- unum ekkert síður heldur en við sjáum í Evrópu. Ég get því tekið undir með háttvirtum þingmanni að ég tel breytinga þörf í þessu og að yfir allar þessa reglur þurfi að fara.“ Bændur fái heimild til að selja afurðir sínar beint frá búunum DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Björn Bjarna-son, hefur lagt fram á Alþingi lagafrumarpþar sem m.a. eru lagðar til þær breytingar að kjörskrár til afnota við kjör forseta Ís- lands skuli miðaðar við íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag í stað fimm vikna. Lagt er til að lögin, verði frumvarpið samþykkt, öðlist þegar gildi. Frumvarpið gengur út á að breyta lögum um framboð og kjör forseta Íslands. Í at- hugasemdum frumvarpsins kemur m.a. fram að með því sé verið að lagfæra atriði í lögum um forsetakjör í samræmi við ný heildarlög um alþingiskosningar frá árinu 2000. Í fylgi- skjali segir að verði frumvarpið óbreytt að lögum gæti það leitt til sparnaðar því ekki þurfi að ráðast í gerð kjörskrár ef aðeins einn maður er í kjöri til forsetaembættisins. Skv. lögum um forsetakjör ber að skila framboðum til forsetakjörs eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Breytingar á ákvæðum um kjörskrár RAFORKUFRUMVARP ríkisstjórn- arflokkanna hefur verið lagt fram á Al- þingi. Helstu efnisatriði frumvarpsins eru m.a. þau að flutningskerfið nái til þeirra háspennulína og tengivirkja sem nú eru á 66 kílóvatta (kV) spennu eða meiri. Eitt jafnaðarverð verði fyrir afhendingu orku hvarvetna í fluningskerfinu. Við gildistöku laganna þarf að stofna hlutafélag, Landsnet hf., sem verður í eigu ríkisins til að byrja með. Fjallað er um Landsnetið í sérstöku frumvarpi, sem einnig hefur verið lagt fram á Alþingi. Þingflokkur Framsóknarflokksins sam- þykkti frumvarpið fyrir sitt leyti í byrjun mars og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti frumvarpið í þessari viku. Ein- staka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa þó gert fyrirvara við frumvarpið. Raforkufrum- varpinu dreift á Alþingi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.