Morgunblaðið - 12.03.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.03.2004, Qupperneq 23
Grafarvogur | Það var kátt í Korpuskóla þegar kennarar og nemendur héldu saman þemaviku á dögunum, en viðfangsefni dag- anna var þjóðsögur og ævintýri. Börnin gáfu hugarfluginu lausan tauminn og brugðu á leik bæði með ýmislegt föndur og verkefna- vinnu tengda ævintýrum og þjóð- sögum. Í skólanum má nú sjá Jón og tröllskessuna, hellinn hennar Flumbru úr Ástarsögu úr fjöll- unum, álfa, tröll, og Lag- arfljótsorminn. Þjóðsögur voru færðar í nútímalegt horf og nýjar samdar. Í lok vikunnar var síðan skóla- skemmtun þar sem nemendur og foreldrar komu saman, sáu leik- sýningar, skoðuðu vinnu nemenda frá þemadögum, tóku þátt í ýms- um verkefnum og fóru á kaffihús.    Unnið með ævintýrin í Korpuskóla. Þjóðsögur og æv- intýri í Korpuskóla HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 23 Ferðamálastyrkur | Hafnarfjarð- arbær og samstarfsaðilar hans Hóp- bílar, Fjörukrá og Íshestar fengu nýlega eina milljón í styrk frá Ferðamálaráði Íslands. Um er að ræða samstarf í markaðsmálum er- lendis og leggja Hafnarfjarðarbær og samstarfsaðilar til tvær milljónir á móti og er framlag bæjarins þar af hálf milljón. Auglýst var eftir samstarfsaðilum á fjórum erlendum markaðs- svæðum. Hafnarfjarðarbær og sam- starfsaðilar hans hlutu styrk til markaðssetningar í Þýskalandi. Sjaldgæft er að ferðamálaráð styrki sveitarfélög vegna markaðs- setningar erlendis og því felst í styrknum mikil viðurkenning á styrkleika ferðamála hjá Hafn- arfjarðarbæ. Kópavogur | Á morgun, laugardag, standa allar dyr opnar í Mennta- skólanum í Kópavogi. Þar verður af- ar fjölbreytt starfsemi skólans kynnt, en um 1300 nemendur stunda nám við skólann í mismunandi deild- um og er þar um að ræða bæði dag- skóla- og kvöldskólanám. Námsframboð skólans verður þar kynnt á glæsilegan hátt, nemendur bjóða upp á kökur og kaffi í frönsku kaffihúsi, framreiðslunemar eld- steikja pönnukökur, íþróttakenn- arar mæla púls og hjartslátt og sýna ýmsar leiðir í heilsueflingu. Leiðsöguskólinn og Ferða- málaskólinn kynna nám vegna mót- töku ferðamanna, tölvufyrirtæki kynna tölvur og not þeirra í kennslu, bóknámsbrautir skólans eru fjöl- margar. Sjókokkar, meistaranám, skrifstofubrautir og margt fleira verður kynnt. Einnig verður hægt að kynnast félagslífi nemendanna sem taka virkan þátt í MK-deginum.    Opið hús í MK Kátir matreiðslunemar í MK. byggingar umræddra svæða. þar má telja 400 milljóna króna tekjur sem m.a. er ráðstafað til byggingar á hjúkrunarheimili og gagngerra end- urbóta á Sundlaug Seltjarnarness. Rúmum 80 milljónum króna er óráð- stafað á tímabilinu. Er það gert í var- úðarskyni, til að mæta sveiflum í rekstri eða nýjum framkvæmdum svo sem við skólamannvirki bæjarins. Að sögn Jónmundar Guðmarsson- ar bæjarstjóra undirstrikar áætlunin álit sérfræðinga um trausta fjárhags- stöðu bæjarsjóðs, sem farið hefur batnandi milli ára. „Áætlunin ber Seltjarnarnes | Langtímafjárhags- áætlun Seltjarnarnesbæjar 2005 til 2007 var samþykkt á fundi bæjar- stjórnar á miðvikudag. Þar er lögð áhersla á áframhaldandi skilvirkni í rekstri, markvissa niðurgreiðslu langtímalána og metnaðarfulla þjón- ustu við íbúa á hagkvæmum skatt- kjörum. Hvorki er gert ráð fyrir hækkun álagningar á tímabilinu né töku nýrra langtímalána. Þvert á móti er að sögn bæjaryfirvalda stefnt að því að halda álögum á íbúa lágum en þjónustu við bæjarbúa samkeppnis- færri og fjárhagsstöðu sterkri. Peningaleg staða Seltjarnarnes- bæjar hefur stöðugt styrkst frá árinu 2001 og lækkaði meðal annars nettó- skuld samstæðunnar á hvern íbúa úr 102 þúsundum króna í árslok 2001 í 94 þúsund í árslok 2002. Forsendur rekstrargjalda taka mið af rauntölum bæjarsjóðs síðustu ár og fyrirliggjandi gögnum á þróun efna- hagsmála á næstu árum. Áætlunin gerir ekki ráð fyrir íbúafjölgun þar sem deiliskipulag vegna Hrólfsskála- mels og Suðurstrandar liggur ekki fyrir á þessu stigi. Hins vegar er gert ráð fyrir hóflegum tekjum vegna upp- vitni um nýja framfarasókn í þjónustu við íbúa og framkvæmdum á næstu árum,“ segir Jónmundur og bætir við að gangi áætlunin eftir verði á næstu þremur árum varið rúmlega einum milljarði króna til nýframkvæmda á sviði fræðslumála, íþrótta-, heilsuefl- ingar og öldrunarþjónustu. „Að auki er gert ráð fyrir fjárveitingum til ým- issa annarra umbótamála, svo sem lagningu ljósleiðara inn á hvert heim- ili, endurbóta á Nesstofu og umhverfi hennar, lokafrágangi á fráveitumál- um bæjarins, veglegu gatnagerðar- átaki og fegrun bæjarins.“ Langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2005–2007 samþykkt Peningaleg staða styrkist stöðugt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.