Morgunblaðið - 12.03.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 12.03.2004, Síða 24
AKUREYRI 24 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi, Fjarðarkaupum og Yggdrasil, Kárastíg 1. Rauðsmára- Phytoestrogen Fyrir konur á breytingarskeiðinu AÐEINS ein ríkisstofnun er ein- göngu með starfsmenn á Eyjafjarð- arsvæðinu en ekki á höfuðborgar- svæðinu, Yfirkjötmat ríkisins. Í öðrum tilfellum eru flestar aðeins með starfsmenn á borgarsvæðinu og í nokkrum tilvikum bæði þar og í Eyjafirði. Þetta kemur fram í sam- antekt Halldórs R. Gíslasonar verk- efnisstjóra fyrir Atvinnuþróunar- félag Eyjafjarðar. Um er að ræða samanburðar- skýrslu um fjölda opinberra starfa á höfuðborgarsvæðinu og Eyjafjarð- arsvæðinu. Störf á vegum íslenska ríkisins eru 17.581 skv. skýrslunni, en ekki voru taldar með stofnanir sem að stórum hluta eru fjármagn- aðar af sveitarfélögum, t.d. Sinfón- íuhljómsveit Íslands eða ríkisfyrir- tæki sem eru hlutafélög, eins og Landssíminn og Landsvirkjun og ekki heldur sendiskrifstofur erlend- is. Meirihluti þessara starfa er á höf- uðborgarsvæðinu, 12.662 eða um 72% af heildarfjölda, en þar búa 62,4% landsmanna. Í Eyjafirði eru 1.153 ríkisstörf, 6,6% af heild en þar búa 7,6% landsmanna. Þannig er munur á íbúafjölda staðanna ríflega áttfaldur, en munur á opinberum störfum tæplega ellefufaldur. Ef jafna ætti þennan mun er í skýrsl- unni bent á að fækka þyrfti ríkis- störfum á höfuðborgarsvæðinu um 3.180, jafngildi 26 Seðlabanka, eða fjölga ríkisstörfum í Eyjafirði um 387, sem jafngilda tveimur stofnun- um á borð við Háskólann á Akureyri. Þau 1.153 opinberu störf sem til staðar eru í Eyjafirði skiptast á milli 33 ríkisstofnana. Dreifing starfanna er afar lítil, um 850 þeirra eru á heil- brigðisstofnunum, framhaldsskólum og í Háskólanum á Akureyri. Á veg- um forsætis- og utanríkisráðuneytis eru engin störf í Eyjafirði og það sama gildir um Hagstofu Íslands. Opinber störf eru á vegum annarra ráðuneyta og stofnana í Eyjafirði. Þenslan í opinbera geiranum Valur Knútsson, formaður stjórn- ar AfE, sagði að síðustu misseri hefði markvisst verið unnið að því að markaðssetja Akureyri og Eyjafjörð sem ákjósanlegan stað til búsetu sem og til að staðsetja fyrirtæki. Hann sagði greinilegt að þensla á at- vinnumarkaði væri ekki hvað síst í opinbera geiranum, „og þangað verðum við að horfa varðandi fjölgun starfa í byggðarlaginu,“ sagði hann. Í máli Halldórs R. Gíslasonar, höf- undar skýrslunnar kom fram að 92% allra starfa á vegum rannsókna- stofnana atvinnuveganna eru á höf- uðborgarsvæðinu, 3,5% í Eyjafirði og eins benti hann á að um 90% op- inberra starfa í sjávarútvegi væru syðra, um 4% í Eyjafirði. Þarna væri lítið samræmi, einkum í ljósi þess að Akureyri væri kvótahæsti staður landsins og Eyjafjörður eitt öflug- asta sjávarútvegssvæði við Norður- Atlantshaf. Benti hann á að þessum málum væri á annan veg farið t.d. í Noregi og Skotlandi, þar sem höf- uðstöðvar sjávarútvegsstofnana væru á þeim stöðum þar sem útgerð og fiskvinnsla væri hvað öflugust. Með niðurstöðu skýrslunnar að leiðarljósi telja forsvarsmenn AfE því að helstu möguleikarnir til að fjölga opinberum störfum á Eyja- fjarðarsvæðinu séu á sviði rann- sókna sem tengjast sjávarútvegi og matvælavinnslu. Þekking á sjávarút- vegi sé mikil á svæðinu og aukning ríkisstarfa á því sviði myndi bæði styrkja atvinnugreinarnar og auka áhrif þeirra starfa á greinina í heild. Störf við eftirlit með öðrum matvæl- um og rannsóknum myndi einnig henta vel í ljósi mikilvægis svæðisins sem matvælaframleiðslusvæðis fyrir landið. Halldór benti einnig á að störf í umhverfis- og skipulagsmál- um gætu fallið vel að svæðinu. Í byggðaáætlun sem gildir fyrir tímabili 2002 til 2005 er sérstök til- laga um að efla Eyjafjarðarsvæðið. „Framlag ríkisvaldsins verði efling Akureyrar sem skólabæjar á fram- haldsskóla- og háskólastigi, flutning- ur starfa og verkefna í opinberri þjónustu til Akureyrar, m.a. á sviði sjávarútvegs og stuðningur við efl- ingu ferðaþjónustu og þekkingar- starfsemi á svæðinu,“ segir í áætl- uninni. Fulltrúar félagsins benda á að nær tvö ár séu frá því tillögurnar voru samþykktar og að í ljósi þess að Eyjafjarðarsvæðið sé sérstakt áhersluverkefni í byggðaáætlun sé rétt að benda á að mikil tækifæri séu fyrir hendi til að styrkja svæðið með fjölgun opinberra starfa. Það sýni skýrslan berlega, en ákvarðanir liggi hins vegar hjá stjórnvöldum. Hlutfallslega mun færri opinber störf í Eyjafirði en á höfuðborgarsvæðinu Styrkja má svæðið með fjölgun opinberra starfa Ísland og Vesturheimur | Gagnkvæm tengsl Íslands og Vesturheims er yfirskrift kynningarfundar sem efnt verður til á morg- un, laugardaginn 13. mars, kl. 11 í Deiglunni, Kaupvangsstræti. Almar Grímsson formaður Þjóðræknis- félagsins gerir grein fyrir starfsemi þess, Val- geir Þorvaldsson og Wincie Jóhannsdóttir segja frá Vesturfarasetrinu, Ásta Sól Krist- jánsdóttir, kynnir Snorraverkefnið, tilboð ungs fólks frá Íslandi til starfsdvalar í Vestur- heimi og Jónas Þór segir frá ferðum sem hann skipuleggur til Norður-Ameríku og námskeiðum um landnám Íslendinga í Vesturheimi. Þá verður kynning á kvikmynd Sveins Sveinssonar um landnám Íslendinga í Norður-Dakota og Anna Sigríður Helgadóttir syngur. Á fundinum verður undirritaður samningur milli Þjóðræknisfélags Íslendinga og Vestur- farasetursins á Hofsósi.    Hádegistónleikar | Björn Steinar Sólbergs- son organisti heldur hádegistónleika í Akur- eyrarkirkju á morgun, laugardaginn 13. mars, kl. 12. Á efnisskránni eru verk eftir Johannes Brahms og Felix Mendelssohn-Bartholdy. Einnig syngur Sigrún Arna Arngrímsdóttir, mezzósópran sálmalög við texta Jörg Zink. Lesari er Guðmundur Árnason. Léttur hádegisverður er í Safnaðarheim- ilinu eftir tónleikana. „Segðu mér hvert“ er svo heiti á fyrirlestri Maríu Eiríksdóttur um þýska guðfræðinginn og rithöfundinn Jörg Zink sem hefst kl. 13.    Snorri í 02gallery | Snorri Ásmundsson opnar sýningu í 02gallery á Akureyri á morg- un kl. 16.30. Snorri stundaði nám við Mynd- listaskólann á Akureyri frá unga aldri. Hann hefur haldið 10 einkasýningar og tekið þátt í þó nokkrum samsýningum hérlendis og er- lendis. Snorri rak The International Gallery of Snorri Ásmundsson á Akureyri, en rekur nú ásamt fleirum galleríið Kling og bang í Reykjavík. Verkin á sýningunni eru til sölu. Snorri er um þessar mundir að hefja fjár- mögnun að kosningabaráttu sinni, en hann hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Samfylkingin | Samfylkingardagar verða á Akureyri nú um helgina. Þá standa forystu- menn flokksins á landsvísu og í kjördæminu fyrir umfangsmiklu málefna- og félagsstarfi jafnaðarmanna. Alþingismenn heimsækja framhaldsskóla og háskólann í dag og ræða við nemendur og kennara og kynna framtíðarsýn Samfylkingarinnar í menntamálum. Á morgun kl. 11 verður fundur í Lárusar- húsi, Eiðsvallagötu 18, um stefnumótun flokksins í heilbrigðismálum. Í þetta sinn verð- ur augum sérstaklega beint að verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þessum málaflokki.    LAUFEY Petra Magnúsdóttir, annar tveggja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skólanefnd Ak- ureyrar, tók ekki þátt í afgreiðslu nefndarinn- ar, þegar meirihluti skólanefndar samþykkti tillögu þess efnis að starfsemi leikskólans Klappir verði flutt í leikskólann í Tröllagili frá og með næsta hausti. „Ég lenti í minnihluta í meirihlutanum og sá því ekki ástæðu til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni,“ sagði Laufey Petra í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði að ákvörðunin um flutning á starfsemi Klappa hefði verið tekin í meirihluta bæjarstjórnar og því hefði það aðeins verið Spurð um áframhaldandi setu í skólanefnd sagðist Laufey Petra vonast eftir því að starfa þar áfram. „Ég vona að það verði ekki vanda- mál en svona er lýðræðið, maður getur lent í minnihluta í sínum meirihluta.“ Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær ríkir mikil óánægja meðal starfsmanna á leikskólanum Klöppum og foreldra barna þar með þá ákvörðun að flytja starfsemi skólans í leikskól- ann í Tröllagili. Óánægjan snýr að því hversu fyrirvarinn sé stuttur, auk þess sem gert hafi verið ráð fyrir því að starfsemin yrði áfram á Brekkunni. formsatriði að skólanefnd fjallaði um málið. Því var kallaður til varamaður, Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi, til að afgreiða þennan 1. lið fundar skólanefndar. Sigrún Björk vék svo af fundi og Laufey Petra tók sæti sitt. Hún sagði að þar sem Klappir væru eini leikskólinn í þessu skólahverfi hefði það verið sín afstaða að bíða ætti með að loka hon- um þar til nýr leikskóli væri risinn í hverfinu. „Og sem betur fer ríkir skoðanafrelsi í flokkn- um og maður fær tækifæri til að hafa sínar skoðanir þó að þær séu ekki á sömu línu og annarra og það er jákvætt.“ Varamaður kallaður á fund til þess að afgreiða einn lið á nefndarfundi Skoðanafrelsi í flokknum UMHVERFISRÁÐ samþykkti á fundi sínum í vikunni að leggja til við bæjarstjórn að geng- ið yrði til samninga við SS Byggi um upp- byggingu á Sjallareitnum svokallaða, sunnan veitingastaðarins Sjallans. Samningur taki m.a. til hvernig Akureyrarbær komi að upp- kaupum eigna og gerð deiliskipulags svæðis- ins. Í samningi skal einnig hafður tímarammi á verkefninu í ljósi þess að hér er um að ræða framkvæmdir á viðkvæmum stað og mikil- vægt að þær raski sem minnst umhverfi mið- bæjarins, eins og segir í bókun umhverfis- ráðs. Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS Byggis, sagði að hugmyndin væri að byggja upp verslunarkjarna og 40–60 íbúðir á þessu svæði. Hann sagði að samkvæmt nú- gildandi skipulagi væri þarna gert ráð fyrir 5–6 hæða húsum og yrði því hægt að bjóða upp á frábært útsýni til allra átta. Sigurður sagðist hafa áhuga á því að auglýsa eftir til- lögum að skipulagi og uppbyggingu svæðis- ins, þannig að hægt yrði að velja bestu tillög- urnar, sem jafnframt hentuðu best við uppbyggingu miðbæjarins. Hann vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir eftir um eitt ár en sagði að þarna væri um ræða 2–3 ára verkefni. Sigurður sagði að þótt málið væri ekki lengra komið, hefði hann þegar orðið var við áhuga fólks á að eignast íbúðir á Sjalla- reitnum. „Það er líka mikilvægt fyrir miðbæ- inn að fjölga þar íbúum,“ sagði Sigurður. Sjallareiturinn afmarkast af Glerárgötu, Strandgötu, Geislagötu og Gránufélagsgötu. Á þessu svæði eru nokkur hús, bæði atvinnu- og íbúðarhús, sem öll þurfa að víkja fyrir væntanlegum framkvæmdum. Á myndinni horfir Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS Byggis, yfir Sjallareit- inn, af þaki íbúðar sinnar í háhýsinu við Strandgötu. Húsin sunnan Sjallans, milli Geislagötu og Glerárgötu þurfa að víkja fyrir væntanlegum framkvæmdum en húsaröðin við Strandgötu t.h. á myndinni verður á sín- um stað. Umhverfisráð vill semja við SS Byggi um uppbyggingu í miðbænum Hugmynd um verslunarkjarna og tugi íbúða í Sjallareitnum Morgunblaðið/Kristján Guðrún í Kompunni | Guðrún Pál- ína Guðmundsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Kaupvangsstræti 23, á morgun kl. 16. „Sýningin er fjöl- tæknilegt portret unnið með rýmið í huga og ber yfirskriftina Alla känn- er alla,“ segir í tilkynningu. Guðrún Pálína hefur verið búsett á Akureyri í 10 ár og unnið að ýmiskonar menn- ingarmálum, t.d. starfrækt Galleri +. Kompan er opin frá kl. 14 til 17, en sýningunni lýkur 31. mars.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.