Morgunblaðið - 12.03.2004, Qupperneq 25
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 25
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Með kveðju.
Hákon, sími 898 9396,
lögg. fasteignasali.
EINBÝLI
Í MOSFELLSBÆ ÓSKAST
Mér hefur verið falið að leita eftir 140-160 fm
einbýlishúsi á einni hæð. Um er að ræða
fjársterka aðila sem eru tilbúnir að veita ríf-
legan afhendingartíma sé þess óskað. Verð-
hugmynd allt að 21 millj. Áhugasamir vin-
samlegast hafið samband og ég mun fús-
lega veita nánari upplýsingar.
Keflavík | „Það var nú bara leiði
sem knúði okkur til að halda svona
pæjupartí,“ sögðu veislustjórarnir
Guðný Kristjánsdóttir og Brynja
Aðalbergsdóttir í samtali við Morg-
unblaðið en þær buðu 50 pæjum til
veislu sl. laugardag sem öllum
bauðst að taka með sér eina pæju.
„Í einni heimsókn Brynju til mín
fórum við að ræða að það væri bara
ekkert að gerast. Ég var í fæðing-
arorlofi og hitti fáa svo við
ákváðum að ganga strax í málið í
stað þess að tala endalaust um hlut-
ina,“ bætti Guðný við.
Það voru hátt í 100 prúðbúnar
pæjur sem mættu í Frumleikhúsið í
Keflavík sl. laugardagskvöld en
engin þeirra vissi hvað til stóð,
nema hvað auglýst hafði verið að
partíið yrði kjörinn kynningarvett-
vangur fyrir þær pæjur sem ættu
handverk í fórum sínum. Nokkrar
þeirra gripu með sér sýnishorn eða
skildu eftir nafnspjaldið sitt fyrir
þær pæjur sem kynnu að hafa
áhuga.
Þegar á leið varð gestum ljóst að
það ætti að gera meira en að skoða
handverk og ræða saman um lífsins
gagn og nauðsynjar. Pæjum var
boðið í sal og við tók dagskrá sem
einkenndist af fjölbreytni, í takt við
mjög fjölbreyttan gestahóp. Ólöf
Elíasdóttir, hundaræktandi í Garði,
sýndi hundana sína fjóra, sem
margir hverjir eru Íslandsmeist-
arar og alþjóðlegir meistarar. Þá
stigu tveir magadansarar frá
Kramhúsinu á svið, reifuðu sögu
magadansins, dönsuðu og fengu
gesti til að dansa með, en Púlsinn-
ævintýrahús í Sandgerði er að fara
í samstarf við Kramhúsið um
kennslu magadans. Síðar um kvöld-
ið flutti Una Steinsdóttir, móðir,
eiginkona og kona í stjórn-
unarstöðu, gamansaman pistil með
alvarlegu ívafi um stöðu konunnar
og skyldur. Una fékk góð viðbrögð
frá kynsystrum sínum enda ein-
kenndist pistillinn af djúphugs-
uðum fróðleik frá konu til konu.
Engum karlmönnum var hleypt
inn í partíið nema hvað í lokin steig
hljómsveitin Breiðbandið á svið og
það leyndi sér ekki að hún átti
marga aðdáendur í salnum. „Þið er-
uð æðislegir,“ gall við og við úr
salnum, enda er mottó hljómlist-
armannaanna, sem eru þrír karl-
menn á fertugsaldri, að skemmta
fólki með gamansömum textum úr
daglega lífinu.
Undir lok veisluhalda skoruðu
Guðný og Brynja á aðrar tvær kon-
ur að halda sams konar partí að ári
og sögðust boðnar og búnar að að-
stoða við undirbúning.
Pæjupartí sem einkenndist af fróðleik frá konu til konu
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Móðir, eiginkona og kona í stjórnunarstöðu: Una Steinsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka í Keflavík, flutti gam-
ansaman pistil í kvennaveislunni um stöðu kvenna og skyldur, sem vakti mikla athygli kynsystra hennar.
Leiði varð tilefni veislu
Keflavík | Tveir listar eru komnir
fram vegna kjörs til stjórnar Spari-
sjóðsins í Keflavík
á aðalfundi sem
haldinn er í dag. Í
gær var verið að
reyna að ná sam-
komulagi til að
komast hjá kosn-
ingum.
Stofnfjárfestar
kjósa á aðalfundi
þrjá menn í stjórn
Sparisjóðsins í
Keflavík en sveitar-
stjórnirnar tilnefna
tvo til viðbótar. Í byrjun vikunnar
lagði einn stofnfjáreigandi fram ósk
um hlutfallskosningu við stjórnar-
kjör og síðan kom fram listi með
nöfnum þriggja manna. Stjórn
Sparisjóðsins lagði þá fram sinn
lista, einnig með þremur mönnum.
Benedikt Sigurðsson, sem verið
hefur formaður stjórnar undanfarin
ár, gefur ekki kost á sér áfram. Í
staðinn býður stjórnin fram Þor-
stein Erlingsson, útgerðarmann í
Keflavík, en hann hefur verið í
stjórninni sem fulltrúi Reykjanes-
bæjar. Með honum á
framboðslista eru
Karl Njálsson, út-
gerðarmanni í
Garði, og Eðvarð
Júlíusson í Grinda-
vík, formaður
stjórnar Lífeyris-
sjóðs Suðurnesja, en
þeir eru báðir í frá-
farandi stjórn.
Á lista mótfram-
boðsins eru Ey-
steinn Jónsson í
Keflavík, aðstoðarmaður landbún-
aðarráðherra, Reynir Ólafsson, við-
skiptafræðingur í Keflavík og Sig-
urður Garðarsson, verkfræðingur í
Keflavík.
Benedikt Sigurðsson, fráfarandi
formaður, sagðist í gær vonast til að
unnt yrði að komast hjá kosningum
á aðalfundinum. Óskynsamlegt væri
að skipta stofnfjárfestum upp í tvær
fylkingar og ekki til hagsbóta fyrir
Sparisjóðinn.
Aðalfundur Sparisjóðsins er í dag
Bjóða fram gegn
sitjandi stjórn
Keflavík | Íslandmót ung-
linga í badminton verður
haldið í Íþróttahúsi Keflavík-
ur við Sunnubraut um
helgina. Mótið er það fjöl-
mennasta frá upphafi.
Árni Sigfússon bæjarstjóri
setur mótið klukkan 16 í dag.
Leikið verður fram á kvöld,
síðan byrjað snemma á laug-
ardag og leikið fram á kvöld
og aftur á sunnudag. Úrslita-
leikirnir hefjast eftir hádegi á
sunnudag.
Mótið er fyrir unglinga í
aldursflokkunum U-13 til
U-19 ára. Þátttakendur eru
274 og er mótið fjölmennasta
Íslandsmót sem haldið hefur
verið í badminton hér á landi.
Leiknir verða 670 leikir í ein-
liðaleik, tvíliðaleik og tvennd-
arleik.
Badmintondeild Keflavíkur
sér um mótshaldið í samvinnu
við Badmintonsamband Ís-
lands.
Er þetta í sjötta sinn sem
Íslandsmót unglinga er haldið
í Keflavík, síðast var það
haldið þar fyrir tveimur ár-
um. Sesselja Birgisdóttir, for-
maður badmintondeildar
Keflavíkur, segir að aðstaðan
sé óvíða betri og svo hafi tek-
ist vel til þegar mótin hafi
verið haldin í Keflavík.
Mikil vinna er við að und-
irbúa svona stórt mót en
Sesselja segir að allir leggist
á eitt, stjórnarmenn jafnt sem
foreldrar badmintoniðkenda,
til þess að mótið heppnist sem
best.
Hún hvetur bæjarbúa til að
líta inn í íþróttamiðstöðinni
um helgina til að fylgjast með
skemmtilegri keppni.
Íslandsmót unglinga
Fjölmenn-
asta badmin-
tonmótið
Njarðvík | Héraðsdómur Reykjaness
hefur dæmt tvo karlmenn á þrítugs-
aldri í skilorðsbundið fangelsi, annan í
fjóra mánuði og hinn í þrjá, fyrir að
ráðast á tvo karlmenn á dansleik í fé-
lagsheimilinu Stapa í Njarðvík árið
2001. Þeir börðu mennina meðal ann-
ars í höfuðið með bjórglösum og flösk-
um. Dómarnir eru skilorðsbundnir
vegna þess hve mikill dráttur varð á
að ákæra væri gefin út. Rannsókn
málsins var að mestu lokið í byrjun
mars 2002 en ákæra var ekki gefin út
fyrr en 3. október 2003.
Annar árásarmannanna var dæmd-
ur til að greiða öðru fórnarlambinu
rúmar 89 þúsund krónur í skaðabæt-
ur en hinn árásarmaðurinn var
dæmdur til að greiða hinu 50 þúsund
krónur í bætur. Sakborningarnir voru
einnig dæmdir til að greiða máls-
kostnað, 140 þúsund krónur hvor.
Dæmdir fyrir
líkamsárás í Stapa
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Nýttu þér áratuga reynslu
okkar og traust í
fasteignaviðskiptum
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111