Morgunblaðið - 12.03.2004, Qupperneq 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 31
AFRÁÐIÐ hefur ver-
ið að framlengja sýn-
ingu Ólafs Elíasson-
ar, Frost Activity, í
Listasafni Reykjavík-
ur til 25. apríl. Að-
sókn að sýningunni
hefur farið fram úr
björtustu vonum og
ekkert lát virðist vera
þar á. Í samráði við
listamenn og sýninga-
stjóra verða því þær
sýningar, sem opna
átti í lok mars, færðar fram á haust.
Á þeim rúmu sjö vikum sem sýn-
ingin hefur staðið hafa 25.000 gestir
komið í safnið, en slíkur fjöldi hefur
aldei sótt einstaka listsýningu í sögu
Listasafns Reykjavíkur. „Þessi
mikla aðsókn hefur haldist í hendur
við aukna eftirspurn gesta í skipu-
lagðar leiðsagnir, aðsókn að fræðslu-
dagskrá, fyrirlestri og listamanns-
spjalli í tengslum við sýninguna,“
segir Soffía Karlsdóttir kynningar-
stjóri. „Fram til þessa hafa rúmlega
fjögur þúsund nemendur á öllum
aldri; frá leikskólastigi til háskóla-
stigs notið leiðsagnar fagfólks um
sýninguna og búið er
að bóka fjöldann allan
af hópum fram til loka
sýningarinnar. Um eitt
þúsund safngestir hafa
komið í skipulagaðar
sunnudagsleiðsagnir
en auk þess hefur verið
fullbókað í fjölmörg
námskeið og listasmiðj-
ur sem safnið hefur
staðið fyrir. Þá var fullt
út úr dyrum á fyrirlest-
ur Gunnars J. Árna-
sonar um Ólaf Elíasson og á lista-
mannsspjall þar sem Ólafur og
listheimspekingurinn Daniel Birn-
baum ræddust við. Þessi mikla eft-
irspurn eftir skipulagðri fræðslu-
starfsemi á sér enga hliðstæðu í
starfi Listasafns Reykjavíkur,“ segir
Soffía.
Þá hefur sýningin vakið verð-
skuldaða athygli utan landsteinanna
en fjölmargir erlendir blaðamenn
hafa komið gagngert til Reykjavíkur
til að fjalla um hana. Þegar hafa birst
nokkrar greinar og dómar í blöðum
og tímaritum og meira er að vænta
innan tíðar.
Sýning Ólafs Elías-
sonar framlengd
Frá sýningunni Frost
Activity í Hafnarhúsinu.
KAUPTHING SICAV
Société d’Investissement à Capital Variable
12, rue Guillaume Schneider, L-2522 Luxembourg
Companies Registrar Luxembourg No B 72.942
Tilkynning til eigenda hluta í Kaupthing Sicav
Stjórn verðbréfasjóðsins KAUPTHING SICAV („sjóðurinn“) hefur
ákveðið að breyta núgildandi útboðsl‡singu í samræmi við neðan-
greint:
• Breyta nafni sjó›sins í „KAUPTHING MANAGER SELECTION“
• Breyta nafni sjó›sdeildarinnar „KAUPTHING SICAV-America“
í „KAUPTHING MANAGER SELECTION-North America“
• Breyta nafni sjó›sdeildarinnar „KAUPTHING SICAV-Europe“
í „KAUPTHING MANAGER SELECTION-Europe“
• Breyta nafni sjó›sdeildarinnar „KAUPTHING SICAV-Asia“
í „KAUPTHING MANAGER SELECTION-Asia Pacific“
• Breyta nafni sjó›sdeildarinnar „KAUPTHING SICAV-New
Opportunities“ í „KAUPTHING MANAGER SELECTION-Emerging
Markets“
• Breyta nafni sjó›sdeildarinnar „KAUPTHING International Equity“
í „KAUPTHING MANAGER SELECTION-Global Styles“
• Sjó›urinn ver›i a›laga›ur ákvæ›um gildandi laga í Lúxemborg frá
20. desember 2002 sem fjalla um sjó›i um sameiginlega fjárfest-
ingu, og tóku gildi 13. febrúar 2004.
• Breyta fjárfestingarstefnu allra sjó›sdeilda sjó›sins á flá lei› a›
hætt ver›ur a› fjárfesta eingöngu í Fidelity sjó›um og Luxembourg
UCITS sjó›um. Í framtí›inni mun hver sjó›sdeild fjárfesta á bilinu
50% - 100% af eignum sínum í UCITS og/e›a ö›rum UCIs í skilningi
greinar 1(2) í UCITS tilskipun 85/611/EB eins og nánar er skilgreint í
útbo›sl‡singu, grein 3.2. sem fjallar um fjárfestingatakmarkanir,
a-li›ur 5 málsgrein. Í undantekningartilvikum hefur hver einstök
sjó›sdeild heimild til a› eiga rei›ufé og peningamarka›sskjöl allt a›
10% af heildareignum sjó›sdeildar í fleim tilgangi a› mæta inn-
lausnum. Sjó›sdeildir sjó›sins munu ekki fjárfesta í sjó›um um
sameiginlega fjárfestingu ef ums‡sluflóknun er hærri en 2,5%.
• Kaupfling Búna›arbanki hf. ver›i a›aldreifingara›ili sjó›sins.
Ofangreindar breytingar skulu koma fram í uppfærðri útgáfu af
útboðsl‡singu sjóðsins sem dagsett er í febrúar 2004 og verður til
reiðu á skrifstofu sjóðsins.
Eigendur hluta í sjóðsdeildum sjóðsins sem ekki fella sig við
ofangreindar breytingar geta innleyst hluti sína að hluta eða öllu
leyti án flóknunar fram til 31. mars 2004.
Luxembourg, febrúar 2004
Stjórn Kaupthing Sicav
KLAISORGELIÐ hljómar er
tónleikaröð á vegum Listvinafélags
Hallgrímskirkju. Orgelið kemur á
óvart var yfirskrift tónleika
sænska organistans Mattiasar
Wager laugardaginn 28. febrúar.
Mattias hefur undanfarin ár
komið reglulega til Íslands til að
kenna nemendum Tónskóla Þjóð-
kirkjunnar spuna eða leik af fingr-
um fram og lítúrgískan orgelleik
sem er stór þáttur í daglegu starfi
kirkjuorganista og þeir þurfa því
að hafa góð tök á og geta beitt fyr-
irvaralaust.
Fyrst hljómuðu tilbrigði eftir
ameríska tónskáldið Charles Ives
(1874–1954) yfir lagið America sem
er betur þekkt á Íslandi sem Eld-
gamla Ísafold. Ives var aðeins 14
ára þegar hann gerðist organisti í
babtistakirkjunni í Danbury og
þar samdi hann tilbrigðin 1891.
Ives gerir hér ýmsar tilraunir með
raddir orgelsins og einnig má
heyra nokkrar rytmískar tilraunir.
Þótt verkið sé stundum dálítið
sundurlaust þá er það ótrúlega
þroskað miðað við ungan aldur
tónskáldsins. Wager notaði verkið
til að sýna að orgelið getur komið
á óvart og nýtti ýmsar raddir org-
elsins til þess. Undirritaður sakn-
aði þó þykkara og kraftmeira reg-
isturs á nokkrum stöðum og meiri
hrynskerpu í rytmísku jazzkaflana.
Valse mignonne eftir þýska tón-
skáldið Sigfrid Karg-Elert (1877–
1933) var næst á dagskrá. Karg-
Elert hefur samið nokkur bitastæð
orgelverk en þetta litla verk sem
hér var flutt er einskonar hugleið-
ing sem lætur lítið yfir sér en læt-
ur vel í eyra. Næst var orgelmessa
yfir BACH eftir Svíann Erland
Hildén (f. 1963) Kyríe í B dúr,
Gloría í A dúr, Sanctus í C dúr og
Agnus Dei í H dúr. Verkið byggist
á sífelldu flæði nokkurra tóna og
náði ekki að vekja áhuga undirrit-
aðs sem hugsaði á meðan hvort
það væru engin takmörk fyrir hve-
nær mætti kalla sig tónskáld.
Verkið var í heild tilbreytingar-
laust og minnti á lélegan og hug-
myndalausan spuna. Síðast á efnis-
skránni var spuni Mattiasar
Wager yfir tvö stef sem hann fékk
í upphafi tónleikanna. Það fyrra
var lag Kaldalóns, Ríðum, ríðum,
rekum yfir sandinn og hitt úr þjóð-
laginu Sofðu, unga ástin mín.
Spuni Mattiasar var mun hug-
myndaríkari en áðurnefnd messa
eftir landa hans. Hugmyndaauðgin
í raddavalinu skemmdi ekki og
nutu þessi stef sín vel í spunanum
og einnig þegar hann spann yfir
þau bæði samtímis og var það góð-
ur endir á tónleikunum.
Drynjandi karlaraddir
Vortónleikar Karlakórsins Fóst-
bræðra voru óvenjusnemma á
ferðinni þetta vorið og ástæðan
eru miklar annir framundan hjá
kórnum bæði hér heima og erlend-
is.
Kórinn helgaði fyrri hluta tón-
leikanna Jóni Ásgeirssyni tón-
skáldi og fyrrum stjórnanda kórs-
ins en hann fyllti 75 árin sl. haust.
Ég leyfi mér að efast um að Jóni
verði nokkurn tíma full þakkað það
gífurlega framlag sem hann hefur
af hendi látið til íslenskrar kór-
tónlistar, bæði með frumsömdum
lögum og snjöllum raddsetningum.
Jón hefur nefnilega alveg sérstakt
lag á að láta lag og texta falla
þannig saman að vel sönghæft sé,
enginn vondur stafur á vondri nótu
í neinni rödd og þrátt fyrir að
sneiða hjá þessum gildrum er allt
svo lagrænt og grípandi. En Jón
hefur ekki bara samið kórtónlist,
eftir hann liggja einnig einsöngs-
lög, kammerverk, orgelverk og óp-
erur svo eitthvað sé nefnt. Auk
þessa og mikillar kennslu hefur
Jón einnig fengist við söngstjórn
og má þar nefna Kennaraskólakór-
inn, Liljukórinn, Söngsveitina Fíl-
harmoníu o.fl. og svo Fóstbræður
um tíma.
Hvorki meira né minna en tólf
lög Jóns voru flutt á fyrri hluta
tónleikanna. Þrjár stemmur, Þrjú
íslensk kvæðalög, Ragnar poka-
maður en þar söng Stefán Helgi
Stefánsson einsöng sem og í Stök-
um Sigurðar Breiðfjörð. Tröllas-
lagur fylgdi þar á eftir og því næst
söng Elín Ósk Óskarsdóttir með
kórnum í Vísum Vatnsenda-Rósu
og síðan ein lagið Vor hinsti dagur.
Kórinn minntist góðs vinar síns og
félaga Helga Sæmundssonar á
þessum tónleikum. Helgi samdi
kvæðið Blómarósir og færði kórn-
um að gjöf. Kórinn fékk síðan fyrr-
verandi stjórnendur til að semja
lag við kvæðið og hér var flutt
framlag Jón Ásgeirssonar. Fallegt
lag fyrir píanó og kór sem var
glæsilega flutt. Af efnisskrá fyrri
hlutans fannst undirrituðum flutn-
ingurinn á Tröllaslag, Vísum
Vatnsenda-Rósu og Blómarósir
bera af. Kórinn var dálítið grófur í
byrjun tónleikanna og átti til að
syngja sig í sundur en það lagaðist
þegar á leið og hljómurinn varð
fyllri og í betra innbyrðis jafnvægi.
Einsöngurinn hjá Stefáni var ekki
upp á það besta, allavega ekki það
besta sem ég hef heyrt til hans.
Söngur Elínar var góður og Vor
hinsti dagur var virkilega fallegt.
Lagið Olaf Tryggvason eftir
Reissiger og Gryning vid havet
eftir Hugo Alvén voru virkilega
góð og nú kominn góður heildar-
hljómur í kórinn, falleg dýnamík
og tignarlegur flutningur. Eteläp-
ohjalainen kansanlaulu í útsetn-
ingu Eriks Bergman kom
skemmtilega út. Lög Griegs Våren
og En Dröm söng Elín Ósk og kór-
inn með henni í því fyrra, flutn-
ingur beggja laganna var glæsi-
legur. Stefán söng síðan mjög
fallega hið margfræga rússneska
Ökuljóð og hér var allt annar Stef-
án á ferðinni heldur en í fyrri hlut-
anum. Fjórir þættir úr óperunni
Oedipus Rex eftir Stravinsky var
síðast á efnisskránni, en kórinn er
að æfa verkið til flutnings hér
heima og í Rússlandi í vor. Kórinn
var virkilega góður í sínu hlutverki
og Elín Ósk fór á kostum í túlk-
uninni á örvæntingarfullri morð-
ingjamóður og kórfélaginn Smári
Sigurðsson söng sendiboða í einum
þættinum. Þetta var mjög góð
kynning á næsta framtíðarverkefni
kórsins og lofar góðu um árang-
urinn. Allur píanóleikur var í góð-
um höndum Steinunnar Birnu
Ragnarsdóttur og Árni Harðarson
leiddi hópinn sinn af miklu öryggi
og músíkalskri mótun.
Orgelhljómur og
voldugur karlakór
Jón Ólafur Sigurðsson
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
Mattias Wager orgelleikari lék verk eftir
Ives, Karg-Elert, Hildén og eigin spuna.
Laugardagurinn 28. febrúar 2004 kl. 12.
Langholtskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Karlakórinn Fóstbræður, Elín Ósk Ósk-
arsdóttir sópran, Stefán Helgi Stef-
ánsson tenór, Smári Sigurðsson bassi,
og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó-
leikari. Stjórnandi Árni Harðarson. Mið-
vikudagurinn 3. mars 2004 kl. 20.
Karlakórinn Fóstbræður.
Félagsstarf Gerðubergs kl. 16
Eðvaldína M. Kristjánsdóttir opnar
myndlistarsýningu og sýnir um 30
myndir, en fyrstu myndina málaði
hún 1997 og naut þá tilsagnar Guð-
finnu Hjálmarsdóttur. Leiðbeinandi
hennar seinni árin hefur verið Bryn-
dís Magnúsdóttir. Eðvaldína er
fædd á Hríshóli í Austur-Barða-
strandarsýslu 8. ágúst 1913 og er því
rúmlega níræð. Einnig verður hand-
verk Eðvaldínu til sýnis. Gerðuberg-
skórinn, undir stjórn Kára Friðriks-
sonar, syngur við opnunina.
Sýningin stendur til 18. apríl. Opið
virka daga kl. 10–17, um helegar kl.
13–16.
Staður, Eyrarbakka, kl. 20.30
Davíð Samúelsson og Marentza
Poulsen, í samstarfi við Samkór Sel-
foss, efna til Færeysks menning-
arkvölds, „Fårayist hugnakvöld“.
Davíð mun syngja og stjórnar
fjöldasöng, Samkóri Slefoss syngur
undir stjórn Editar Molnár.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is