Morgunblaðið - 12.03.2004, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 12.03.2004, Qupperneq 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 45 urinn. Afi var eins og klettur þegar hann hugsaði um ömmu og Önnu í veikindum sínum. Alla tíð lét hann sig skipta máli hvað þú varst að gera og spurði hvernig þú og þínir hefðuð það. Veiðin var helsta áhugamál afa og þegar maður kom í heimsókn í Fagrahvamminn var alltaf gaman að hlusta á veiðisögur eða stelast út í skúr til að kíkja á veiðidótið eða maðkana sem hann geymdi í kassa. Það var eins og að koma inn í ævintýraheim að heimsækja afa og ömmu í Blesugróf. Okkur eru minn- isstæðar ferðir okkar niður í Blesu- gróf með mömmu og pabba á Merc- ury Comet eða stórum brúnum Peugeot, hversu brekkan var brött og fjallið hátt sem stóð þar við húsið. Hversu mikið stórfljót og hár gróður umlukti húsið þeirra. Í augum barna er svona ævintýraheimur dýrmæt gjöf að fá að njóta. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn í Fagrahvamm og heim- sækja afa og ömmu. Þaðan kom mað- ur alltaf saddur út. Afi og amma smurðu ofan í okkur bræðurna brauð með miklu smjöri og rúllupylsu og alltaf fékk maður brauðsneið með sér í nesti heim. Oft spáðum við bræðurnir í því af hverju afi væri með svona stóra ístru. Þegar við spurðum hann sagði hann okkur að hann væri með lamb í maganum. Okkur Þorgeiri, Helgu og Gunnari er minnisstæð veiðiferð upp að Hlíð- arvatni á Snæfellsnesi sumarið 2002 þar sem hann lék á als oddi. Á leið- inni upp eftir og í gegnum Borgar- fjörðinn og við Snæfellsnesið sagði hann okkur bæði veiðisögur sem og sögur af kvennaförum frá því í gamla daga. Þegar að vatninu var komið settum við út stangirnar rétt hjá afa og vorum í rólegheitum að draga inn. Við vorum ekki hálfnuð þegar hann var búinn að draga inn og rokinn eitthvert annað til að athuga hvort að það veiddist betur þar. Svona gekk þetta í nokkur skipti, alltaf fylgdum við honum eftir og alltaf var hann rokinn eitthvert annað eftir smá stund. Að lokum hættum við að nenna að fylgja honum eftir heldur leyfðum honum að ráfa í burtu. Svo sjáum við eftir nokkur köst að afi gamli er kominn langt í burtu frá okkur og það rétt glitti í hann. Þegar við náðum svo loks í hann var hann það örmagna af þreytu að hann komst ekki til baka. Svona var afi í hnotskurn í sambandi við veiðina, það þrjóskur að hann lét ekki ald- urinn koma í veg fyrir að finna besta veiðistaðinn við vatnið. Síðustu árin bjó afi á Hrafnistu. Þar var alltaf gott að koma og ræða við hann um það sem dreif á hans daga. Oftar en ekki mátti finna hann í gleðskap með samferðamönnum sínum á Hrafnistu að horfa á íþróttir á Sýn og ræða um gömlu góðu dag- ana. Ég (Þorgeir) og Helga viljum sérstaklega minnast afa þegar sonur okkar Magnús Ingvar Þorgeirsson fæddist hinn 18. ágúst síðastliðinn. Afi var manna spenntastur að fá að vita þegar hann kom í heiminn og linnti hann ekki látum fyrr en ég sótti hann upp á Hrafnistu og lofaði honum að halda á Magnúsi Ingvari. Elsku afi, við geymum minn- inguna um þig í hjörtum okkar og vonum að þú komist í veiði þegar þú vilt á þeim stað sem þú hvílir á nú. Við biðjum þess að guð gefi fjöl- skyldunni og sérstaklega Önnu styrk til að hjálpa sér í sorginni. Þorgeir og fjölskylda, Gunnar og Jóna og Ásgeir.  Fleiri minningargreinar um Þor- geir J. Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ATVINNA ÓSKAST Véltæknifræðingur með víðtæka reynslu, m.a í vöruþróun, markaðssetningu erlendis og framleiðslu- stýringu, óskar eftir starfi. Upplýsingar í síma 694 9830. Holræsahreinsun ehf. óskar eftir starfsmönnum með meiraprófs- réttindi. Upplýsingar veita Rögnvaldur og Gísli í síma 565 1882. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Kópavogsbúar Opið hús Sjálfstæðisfélag Kópavogs býður Kópavogsbúum í opið hús á laugardagsmorgnum milli kl. 10.00 og 12.00 í Hlíðasmára 19. Þar gefst Kópavogsbúum kostur á að hitta alþingis- menn, bæjarfulltrúa, nefndarfólk og aðra trúnaðarmenn flokksins, skiptast á skoðunum og koma málum á framfæri. Á morgun, laugardaginn 13.mars, verður Halla Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður leikskólanefndar, gestur í opnu húsi. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Málþing NLFÍ haldið á Hótel Loftleiðum um Erfðabreyttar afurðir. Lesið fyrirlestrana á: www. heilsuvernd.is NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hafnarstræti 97, verslhús 1A, 01-0104, Akureyri (214-6976), þingl. eig. Bravo ehf, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, mið- vikudaginn 17. mars 2004 kl. 10:30. Hafnarstræti 97, verslhús 1C, 01-0105, Akureyri (214-6977), þingl. eig. Bravo ehf, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, mið- vikudaginn 17. mars 2004 kl. 10:40. Hafnarstræti 97, verslhús 1E, 01-0106, Akureyri (214-6978), þingl. eig. Bravo ehf., gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, miðvikudaginn 17. mars 2004 kl. 10:50. Hafnarstræti 97, verslhús 2A, 01-0204, Akureyri (214-6982), þingl. eig. Bravo ehf., gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, miðvikudaginn 17. mars 2004 kl. 11:00. Hafnarstræti 97, verslhús 2E, 01-0207, Akureyri (214-6985), þingl. eig. Bravo ehf., gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, miðvikudaginn 17. mars 2004 kl. 11:10. Hafnarstræti 97, verslhús 2F, 01-0208, Akureyri (214-6986), þingl. eig. Bravo ehf., gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, miðvikudaginn 17. mars 2004 kl. 11:20. Hólakot, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Örnólfur Eiríksson, gerðarbeið- andi Lánasjóður landbúnaðarins, þriðjudaginn 16. mars 2004 kl. 14:00. Melgerði 2, parhús 02-0101, Akureyri (215-2281), þingl. eig. Margrét J. Þorsteinsdóttir og Snorri Ragnar Bragason, gerðarbeiðendur Byko hf., Íbúðalánasjóður, Jónar Transport hf., sýslumaðurinn á Akureyri og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudaginn 17. mars 2004 kl. 11:50. Norðurgata 17A, íb. 01-0201, Akureyri, þingl. eig. Þuríður María Hauksdóttir og Sigurgeir Söebech, gerðarbeiðendur Akureyrarkaup- staður, Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf. og Sparisjóður Norðlend- inga, miðvikudaginn 17. mars 2004 kl. 13:30. Norðurvegur 1, eignarhl., Hrísey, þingl. eig. Hafdís Pálsdóttir, gerð- arbeiðandi Akureyrarkaupstaður, fimmtudaginn 18. mars 2004 kl. 10:10. Skíðabraut 4, verslun 01-0102, Dalvíkurbyggð (215-5177), þingl. eig. Kristín Rósa Hjálmarsdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Landssími Íslands hf., Ljósin ehf. og Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., fimmtudaginn 18. mars 2004 kl. 11:45. Tjarnarlundur 14J, 01-0403, Akureyri (215-1281), þingl. eig. þrb. Magnúsar Más Þorvaldssonar og Dagnýjar Sigríðar Sigurjónsdóttur, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 17. mars 2004 kl. 14:30. Torfufell land, íb. 01-0101, Eyjafjarðarsveit (215-9765), þingl. eig. Rósa Hallgrímsdóttir og Hallgrímur Hallgrímsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 16. mars 2004 kl. 14:40. Urðargil 24, Akureyri, þingl. eig. Hrafnhildur S. Björnsdóttir, gerðar- beiðendur Akureyrarkaupstaður og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 17. mars 2004 kl. 15:00. Vættagil 32, parhús 04-0101, Akureyri, þingl. eig. Fanney Sigrún Ingvadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður Norður- lands, Lífeyrissjóður verslunarmanna og sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 17. mars 2004 kl. 15:30. Sýslumaðurinn á Akureyri, 11. mars 2004. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. TIL SÖLU Fjórar lóðir til sölu í landi Vaðness. Kjarrivaxið. Heitt og kalt vatn komið að lóðamörkum. Uppl. í síma 486 4448 eða 893 5248 - Kjartan. SUMARHÚS/LÓÐIR Heilsársorlofshús til leigu  Stéttarfélög - starfsmannafélög! Leiga allt árið eða sumarleiga, 60 fm nýl. glæsi- legt orlofshús í Vaðnesi, Grímsnesi. Hitaveita, 8 m. pottur á verönd, 3 svefnherb., sjónvarp og allur húsbúnaður. S. 555 0991 og 894 3755. TILKYNNINGAR Mosfellsbær Tillaga að deiliskipulagi íbúðarsvæðis vestan Höfðahverfis og breyting á stofnana- svæði í Höfðahverfi í Mosfellsbæ Á fundi bæjarstjórnar þann 3. mars 2004 var samþykkt kynning á tillögu að deili- skipulagi íbúðarsvæðis vestan Höfða- hverfis og breyting á stofnanasvæði í Höfðahverfi í Mosfellsbæ í samræmi við. 25. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/ 1997, með síðari breytingum. Svæðið afmarkast af Hlíðargolfvelli til norðurs, Höfðahverfi til austurs, Baugs- hlíð til suðurs og Blikastaðarlandi til vest- urs. Jafnframt breytist stofnanasvæði vestast í Höfðahverfi í íbúðarsvæði. Alls er gert ráð fyrir að á svæðið komi íbúðar- byggð með 121 íbúð í fjölbýli og sérbýli. Tillagan verður til sýnis í afgreiðslu bæjar- skrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, fyrstu hæð, frá 12. mars til 13. apríl nk. Jafnframt verður hægt að skoða tillöguna á heimasíðu Mosfellsbæjar www.mos.is/framkvæmdir/deiliskipulag. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir 24. apríl nk. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillög- unni. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. Í kvöld kl. 20.30 heldur Óskar Guðmundsson erindi, Trúarlíf Íslendinga á miðöldum í húsi félagsins í Ingólfsstræti 22. Hugræktarnámskeið Guðspeki- félagsins heldur áfram fimmtu- daginn 18. mars kl. 20.30 í um- sjá Jóns Ellerts Benediktssonar „Agni-jóga”. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is Í kvöld kl. 20.00 Bæn og lofgjörð í umsjón Elsabetar og Miriam. Allir velkomnir. I.O.O.F. 12  1843127½  Bh I.O.O.F. 1  1843128 8½.II Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Strandgötu 52, Eskifirði, sem hér segir á eftirfarandi eign: Hafnargata 2, Eskifirði (217-0225), þingl. eig. Réttingaverkst. Jóns Trausta ehf. og Samherji hf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun, mánu- daginn 15. mars 2004 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 11. mars 2004. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Tjarnargata 10B, 0501, Reykjavík, þingl. eig. Eric Tryggvi Ólafsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 16. mars 2004 kl. 15:00. Urðarstígur 8, 0301, Reykjavík , þingl. eig. Gestur Páll Reynisson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 16. mars 2004 kl. 14:30. Vesturgata 12, 0301, Reykjavík, þingl. eig. Hilmar Þorsteinn Hilmars- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 16. mars 2004 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 11. mars 2004. ATVINNA mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.