Morgunblaðið - 12.03.2004, Page 54

Morgunblaðið - 12.03.2004, Page 54
ÍÞRÓTTIR 54 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík - Tindastóll 98:81 Íþróttahúsið í Keflavík, úrslitakeppni karla, Intersportdeildin, 8- liða úrslit, fyrsti leikur: Gangur leiksins: 9:5, 13:11, 27:18, 36:20, 49:20, 55:25, 57:31, 57:37, 62:45, 70:59, 79:63, 82:66, 88:72, 98:81. Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 20, Derrick Allen 20, Fannar Ólafsson 17, Nick Bradford 15, Magnús Gunnarsson 12, Jón N Hafsteinsson 10, Sverrir Sverrisson 3. Fráköst: Sókn 16, Vörn 33. Stig Tindastóls: Clifton Cook 20, David Sanders 19, Helgi Rafn Viggósson 13, Axel Kárason 9, Svavar Birgisson 9, Kristinn Friðriksson 7, Friðrik Hreinsson 2, Matth- ías Rúnarsson 2. Fráköst: Sókn 13, Vörn 21. Villur: Keflavík 14 - Tindastóll 18. Dómarar: Leifur Garðarsson og Einar Þ Skarphéðinsson. Stjórnuðu leiknum mjög vel. Áhorfendur: Um 400. Snæfell - Hamar 99:86 Íþróttahúsið í Stykkishólmi: Gangur leiksins: 3:0, 3:4, 11:6, 18:10, 19:17, 21:21, 21:23, 27:23, 31:27, 38:31, 44:39, 48:41, 51:41, 54:50, 60:52, 66:52, 68:58, 72:63, 76:67, 85:67, 88:73, 90:75, 90:80, 94:84, 99:86. Stig Snæfells: Dondrell Whitmore 39, Hlynur Bæringsson 13, Edward Dotson 12, Sigurður Á. Þorvaldsson 12, Corey Dic- kerson 11, Lýður Vignisson 5, Andrés M. Heiðarsson 4, Hafþór Ingi Gunnarsson 3. Fráköst: 20 í vörn – 20 í sókn. Stig Hamars: Chris Dade 17, Svavar Páls- son 16, Faheem Nelson 16, Marvin Valdi- marsson 12, Lárus Jónsson 9, Hallgrímur Brynjólfsson 8, Lavell Owens 8. Fráköst: 21 í vörn – 11 í sókn. Villur: Snæfell 20 – Hamar 23. Dómarar: Eggert Aðalsteinsson og Sig- mundur Herbertsson, stóðu sig með mestu ágætum. Áhorfendur: 325 1. deild karla Úrslitakeppni, undanúrslit, fyrsti leikur: Skallagrímur - Ármann/Þróttur ........104:61 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Cleveland - Toronto ............................106:92 LA Lakers - Boston ..........................117:109 New Jersey - Denver............................98:97 Detroit - Chicago...................................98:65 Orlando - Washington.........................108:99 New Orleans - Miami............................95:84 Milwaukee - Atlanta..............................94:80 Utah - Golden State ..............................91:77 San Antonio - LA Clippers.................108:90 Portland - Minnesota ............................92:79 KNATTSPYRNA UEFA-bikarkeppnin 16-liða úrslit, fyrri leikir: Bordeaux - Club Brugge .........................3:1 Albert Celades 59., 71., Albert Riera 87. - Gert Verheyen 58. - 14.498. Genclerbirligi - Valencia.........................1:0 Filip Daems, víti, 12. - 20.000. Auxerre - PSV Eindhoven ......................1:1 Teemu Tainio 36. - Theo Lucius 68. - 13.000. Newcastle - Mallorca ...............................4:1 Craig Bellamy 67., Alan Shearer 71., Laur- ent Robert 74., Titus Bramble 84. - Fern- ando Correa 57. Rautt spjald: Castillo Edu Moya (Mallroca) 83. - 38.012. Benfica - Inter Mílanó..............................0:0 - 65.000. Celtic - Barcelona.....................................1:0 Alan Thompson 59. Rautt spjald: Robert Douglas (Celtic) 45., Thiago Motta (Barce- lona) 45., Javier Saviola (Barcelona) 49. - 59.534. Liverpool - Marseille................................1:1 Milan Baros 55. - Didier Drogba 78. - 41.270. Villarreal - Roma......................................2:0 Sonny Anderson 30., Romero Jose Mari 35. - 17.000. LEIÐRÉTTING KR-stúlkur, Hrefna Jóhannesdóttir, skor- uðu eitt mark í leiknum gegn Val í Reykja- víkurmótinu á miðvikudagskvöldið – á 81. mín., þannig að rétt úrslit leiksins eru 4:1 fyrir Valsstúlkur, sem urðu Reykjavíkur- meistarar. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni, Intersport-deildin, 8 liða úrslit, fyrri leikir: Grindavík: UMFG – KR .......................19.15 Njarðvík: UMFN – Haukar .................19.15 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla Efri deild, A-riðill: Egilshöll: KR – Fylkir ..........................18.30 Reykjaneshöll: Haukar – Grindavík.........20 Egilshöll: FH – ÍBV..............................20.30 Neðri deild, B-riðill: Fífan: Selfoss – ÍR......................................21 GLÍMA Ársþing Glímusambands Íslands verður í íþróttamiðstöðinni í Laugardal kl. 17. Í KVÖLD ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu karla mætir Ítöl- um í vináttulandsleik í knattspyrnu á Laugardalsvelli 18. ágúst í sumar. Þetta var ákveðið á fundi sem Egg- ert Magnússon, formaður KSÍ, átti með formanni og framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Ítalíu, dr. Franco Carraro og Francesco Ghirelli, í Róm í gær, en viðræður um leikinn hafa staðið um nokkurt skeið. Giovanni Trapattoni, landsliðsþjálfari Ítala, hefur samþykkt leikinn fyrir sitt leyti. Einungis er ólokið að semja um sjónvarpsrétt vegna leiksins. Samhliða leikn- um fer einnig fram vináttulandsleikur milli U21 lands- liða þjóðanna hér á landi. Þjálfari ítalska U21 liðsins, Claudio Gentile, fyrrum heimsmeistari Ítala frá 1982, hefur mikinn áhuga á að leika á Íslandi. Þetta verður fyrsti A-leikur þjóðanna en þær hafa áður mæst í undankeppni Ólympíuleika. Að þessum leik loknum hafa Íslendingar mætt öllum stóru þjóðum Evrópu á knattspyrnuvellinum, þ.e. Frökkum, Eng- lendingum, Ítölum, Spánverjum og Þjóðverjum. Íslendingar taka á móti Ítölum GUÐNI Rúnar Helgason knatt- spyrnumaður leikur með Fylki á Ís- landsmótinu í knattspyrnu í sumar, en síðdegis í gær náðist sam- komulag á milli hans og Fylkis þess efnis. Áður hafði Fylkir og Valur náð samkomulagi um kaup á Guðna. Samningur Guðna og Fylkis nær til næstu þriggja ára. Guðni Rúnar er fæddur 1976 og hóf feril sinn með Völsungi á Húsavík, hann var hjá Sunderland og KR en fór þaðan til ÍBV þar sem hann varð tvöfaldur meistari árið 1998. Fyrir tveimur árum fór hann til Hönefoss í Noregi og þaðan til Vals. Hann spilaði 30 landsleiki fyrir yngri landsliðin og hefur tekið þátt í tólf leikjum í Evr- ópukeppni félagsliða. Guðni kom- inn til Fylkis FIMMTÁN bestu sundmenn Reykjavíkur taka þátt á Köge Open 2004 sundmótinu í Danmörku sem haldið verður 26.–28. mars nk. Um er að ræða alþjóðlegt sundmót þar sem keppa lið frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi auk færeyska landsliðsins. Í liðið voru valdir sundmenn fæddir 1990 og eldri samkvæmt afrekalista SSÍ. Á mótinu keppa sundmennirnir undir nafni Íþróttabandalags Reykjavíkur. Þeir sem keppa fyrir hönd ÍBR eru: Frá Sundfélaginu Ægi: Árni Már Árnason, Ásbjörg Gústafsdóttir, Auður Sif Jónsdóttir, Baldur Snær Jónsson, Birna Sif Magnúsdóttir, Oddur Örnólfsson, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Jón Símon Gíslason. Frá KR: Eva Hannesdóttir, Flora Montagni, Hólmgeir Reynisson, Hjörtur Már Reynisson og Kristján Jó- hannesson. Frá Fjölni: Sigrún Brá Sverrisdóttir og frá Ármanni Katrín Gunnarsdóttir. Í hópinn vantar Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, sem dvelur við æfingar er- lendis. Sundsveit ÍBR keppir í Danmörku FÓLK  JEFF Kenna, írski landsliðsbak- vörðurinn í knattspyrnu, hefur fengið sig lausan frá úrvalsdeild- arliði Birmingham og er genginn til liðs við 1. deildar lið Derby County. Kenna er 33 ára og á 27 landsleiki að baki fyrir Írland en hann kom til Birmingham frá Blackburn.  FRAKKINN Christoph Dugarry sem leikið hefur með Birmingham er hættur hjá félaginu. Dugarry sagði í viðtali við franskt dagblað í gær að hann hefði ákveðið að segja skilið við England af fjölskyldu- ástæðum. Dugarry segir að fjöl- skyldu sinni hafi ekki líkað að búa á Englandi og hann hafi því náð sam- komulagi við Birmingham að rifta samningi sínum við félagið.  DUGARRY, sem er 31 árs gam- all, átti frábært tímabil með Birm- ingham á síðustu leiktíð en á yf- irstandandi tímabili hafa meiðsli gert honum lífið leitt. Hann hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í tólf leikjum með Birmingham á tíma- bilinu og hefur skorað eitt mark.  KEN Bates, fyrrverandi stjórn- arformaður og aðaleigandi Chelsea, er sagður íhuga að höfða mál gegn eignarhaldsfélagi Chelsea, fyrir brot á samningum og krefjast allt að tveimur milljónum punda, um 260 milljóna króna. Lögfræðingar Roman Abramovich, eiganda Chelsea, eru sagðir reyna að bera klæði í vopnin áður en málið fer fyr- ir dómstóla.  BATES er ekki alveg af baki dottinn á knattspyrnuvellinum því hann er sagður fara fyrir hópi manna sem hyggjast kannski koma Sheffield Wednesday til bjargar en félagið er í basli bæði innan vallar og utan.  EMMA Igelström, fremsta sund- kona Svía og fjórfaldur heims- meistari í sundi, hefur tilkynnt að óvíst sé að hún keppi á Ólympíu- leikunum í Aþenu í sumar. Igel- ström hefur viðurkennt að hún glími við átröskun og á meðan hún leitar sér lækningar við sjúkdómn- um sé alls óvíst hvort og þá hvenær hún keppi á nýjan leik. Igelström segir að hún hafi glímt við sjúk- dóminn í átta ár og nú sé svo komið hann sé farinn að taka verulegan toll af andlegri og líkamlegri heilsu hennar. Því sé með öllu óvíst hvort hún geti tekið þátt í Ólympíuleik- unum.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, segist ekki ætla að standa í vegi fyrir því að Sol Camp- bell leiki með enska landsliðinu í vináttuleik við Svía í lok mánaðar- ins þó að Campbell hafi glímt við meiðsli upp á síðkastið. „Vissulega væri það betra ef Campbell gæti fengið frí frá leiknum sem verður í miðri viku en ég ætla ekki að setja mig upp á móti því að hann spili, verði hann valinn á annað borð.“ HREFNA Jóhannesdóttir, fram- herji KR og landsliðsins í knatt- spyrnu, sagði við Morgunblaðið í gær að nánast öruggt væri að hún gengi til liðs við norska úrvalsdeild- arliðið Medkila. Hrefna var til reynslu hjá félaginu um síðustu helgi og lék tvo leiki með því og í kjölfarið var henni boðinn samn- ingur. „Við eigum eftir að fínpússa nokkur atriði en ef ekkert kemur upp á fer ég út eftir tvær vikur, skrifa undir við liðið og fer með því í æfingaferð til La Manga,“ sagði Hrefna við Morgunblaðið í gær. Samningur nánast í höfn hjá Hrefnu Eftir fremur daufan fyrri hálfleiká Anfield þar sem Frakkarnir voru nær því að skora en heima- menn þá tókst Milan Baros að koma Liverpool yfir 55. mínútu en Baros var besti leikmaður fremur daufs liðs Liverpool. En í stað þess að láta kné fylgja kviði þá héldu Liverpool- menn áfram að leika varfærnislega og það nýttu leikmenn Marseille sér. Didier Drogba jafnaði metin tólf mínútum fyrir leikslok eftir mikinn vandræðagang í vörn Liver- pool. Bitlitlu liði Liverpool tókst að- eins að skerpa á leik sínum undir lokin og þá varð Barthez sú hindrun sem leikmenn liðsins tókst ekki að brjóta á bak aftur. Hann varði í tví- gang afar vel, hafði reyndar varið nokkrum sinnum áður ágætlega, og tryggði Marseille jafnteflið. Gerard Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, sagðist í leikslok vera sannfærður um að hans menn kæmust í 8-liða úrslit keppninnar þrátt fyrir jafnteflið. „Við verðum að fara í seinni leikinn fullir sjálfs- trausts. Það á ekki að vera neitt mál að skora mörk á útivelli, en það er ljóst að til þess að vinna verðum við að leika betur en að þessu sinni, þessi leikur sýndi ekki bestu hliðar Liverpool-liðsins,“ sagði Houllier. Fernando Correa kom Mallorca yfir á 57. mínútu í Newcastle og margt benti til þess að spænska lið- ið ætlaði að veita Bobby Robson og lærisveinum hans skráveifu. Sú varð ekki raunin heldur hrukku leikmenn Newcastle í gang og þeir Craig Bellamy, Alan Shearer, Laur- ent Robert og Titus Bramble skor- uðu þá hver sitt markið á sautján mínútna kafla frá 67. mínútu. Einni mínútu áður en fjórða mark New- castle var skorað missti Mallorca Eduard Moya af leikvelli þegar hann fékk sitt annað gula spjald í leiknum. Leikmenn Barcelona sóttu ekki gull í greipar Celtic í heimsókn sinni til Glasgow, þvert á móti, þeir töpuðu og misstu tvo leikmenn af leikvelli með rautt spjald og spiluðu því aðeins níu gegn tíu Skotum nærri því allan síðari hálfleikinn. Fyrst kastaðist í kekki á milli Ro- bert Douglas, markvarðar Celtic, og Thiago Motta á leið til búningsklefa í lok fyrri hálfleiks. Enduðu við- skipti þeirra með að báðir fengu rauða spjaldið. Á fjórðu mínútu síð- ari hálfleiks var Javier Saviola rek- inn af leikvelli fyrir brot. Tíu mín- útum síðar skoraði Alan Thompson sigurmark Celtic. Martin O’Neill, knattspyrnustjóri Celtic, sagði að þrátt fyrir þá stað- reynd að þrír leikmenn hafi fengið rauða spjaldið í leiknum þá fyndist honum það ekki gefa rétta mynd af leiknum í heild sem honum þótt heiðarlega leikinn. „Mínir menn stóðu sig vel, ég er ánægður með frammistöðu þeirra og sigurinn er vissulega gott veganesti fyrir síðari leikinn, einkum markið sem getur reynst okkur dýrmætt,“ sagði Neill, sem getur talist góður að hafa unn- ið leikinn því leikmenn Barcelona voru sterkari í fyrri hálfleik og fengu þá m.a. þrjú góð marktæki- færi. FRABIAN Barthez, fyrrverandi markvörður Manchester United og nú markvörður Marseille, lét stuðningsmenn Liverpool ekki slá sig út af laginu í gærkvöldi þegar hann heimsótti félagið með sínum nýju samherjum þótt þeir notuðu hvert tækifæri sem gafst til þess að senda honum tóninn. Barthez varði sem berserkur og var öðrum fremur leikmaðurinn sem Mars- eille getur þakkað fyrir jafn- teflið á Anfield, 1:1. Newcastle stendur hins vegar vel að vígi eftir stórsigur á Mallorca á heimavelli, 4:1. Reuters Michael Owen hafði hægt um sig í leiknum við Marseille. Hér er hann í baráttu við Didier Drogba, markaskorara Marseille. Barthez stöðvaði Liverpool á Anfield

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.