Morgunblaðið - 12.03.2004, Side 57

Morgunblaðið - 12.03.2004, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 57 Veisluþjónusta; ferminga- og brúðkaupsveislur. Funda- og ráðstefnusalir af öllum stærðum. www.broadway. i s - broadway@broadway. i s Sýningin sem er að gera allt vitlaust á Hornafirði Hljómsveitin Fjörmenn og Glærurnar slá í gegn. „Með allt áhreinu” Föstudaginn 19. mars Öll laugardagskvöld! Le’Sing (Syngjandi þjónar) alla laugardaga. Sýning sem hefur slegið rækilega í gegn. kynnir Sími 533 1100 - broadway@broadway.is www.broadway.is Fegurðardrotting Reykjavíkur Góður matur og glæsileg krýning á fegurstu stúlku Reykjavíkur 23. apríl St af ræ na hu gm yn da sm ið ja n /4 29 8 Stórsýning frá leikhúsborginni London. 2. og 3. apríl. Forsala miða hafin. Þessari sýningu má enginn missa af. Verð: Sýning 2.500 krónur Verð: Matur og sýning 6.400 krónur í forsölu. Matseðill: Indversk sjávarréttasúpa m/kúmen og kókostónuð . Kjöttvenna; balsamickryddaður lambavöðvi og púrtvínslegin svínalund með camembert-grapesósu og karamellueplum . Súkkulaðiturn m/engifertónaðri kirsuberjasósu. Yfir 70 sýningar stutt í 10.000 gestinn sem verður leystur út með veglegum gjöfum. Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Opið 9.00-01.00 virka daga og 9.00-05.30 um helgar Grensásvegi 7, sími 517 3530 Frægasti dansari Norðurlanda Lia aftur á Bóhem Frítt inn til kl. 24.00 Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Í KVÖLD FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 19:30 - ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 13. MARS KL. 17:00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDALSHÖLL Hljómsveitarstjóri ::: Martin Yates Tónlist Bítlanna í útsetningu Martins Yates MIÐASALA Í SÍMA 545 2500 / WWW.SINFONIA.IS Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir Rapp og rennilásar gamanleikur með söngvum eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson. Sýningar í Ásgarði í Glæsibæ. 8. sýn. fös. 12. mars kl. 14.00 9. sýn. sun. 14. mars kl. 15.00 Ath. aukasýning 10. sýn. mið. 17. mars kl. 13.30 11. sýn. fös. 19. mars kl. 14.00 Miðar seldir við innganginn Miðapantanir í símum 588 2111 skrifstofa FEB, 568 9082 og 551 2203. sýnir í Tjarnarbíói SIRKUS Leikstjóri: Viðar Eggertsson 3. sýn. lau. 13. mars 4. sýn. sun. 14. mars 5. sýn. lau. 20 mars 6. sýn. fim. 25. mars Sýningar hefjast kl. 20 Miðapantanir: s. 551 2525 midasala@hugleikur.is LAUGARDALSHÖLL 29 APRÍL 2004 Mi›asala í verslunum Og Vodafone í Kringlunni og Smáralind Á netinu www.midi.is LÁRA Martin fer sínar eigin leiðir í kvikmyndagerðinni, og er ekki síst umhugað um að rýna í hefðina og af- hjúpa bæði kreddur hennar og sjarma. Í Aðalhlutverk: Rosa Furr er jöðruð menning færð inn í miðlæga kvikmyndahefð fyrri tíma, og röddum sem á þeim tíma voru algerlega þagg- aðar niður leyft spreyta sig í hlut- verkum hetja og andhetja. Þannig leikur blökkukona t.d. rómantísku kvenhetjuna og pattaraleg kvenper- sóna er aðalhetja og „elskhugi“ sög- unnar. Í myndinni, sem gerð er í stíl þöglu kvikmynda þriðja áratugarins, vindur fram farsakenndri sögu, þar sem þjónustustúlkan knáa Emma West (Diane Wanak) þarf að leggja á flótta undan útsendurum mafíuforingja, eftir að hafa orðið vitni að morði á ekkert alltof siðprúðum siðapostula. Hún finnur skjól í leikhúsi og verður samstundis ástfangin af dívu hússins, hinni forkunnarfögru Rosu Furr (Desiree Rogers). Brátt verður ljóst að hvað sem er getur gerst í þessu svokallaða leikhúsi, ekki síst eftir að háskakvendið Angla Redd (Þórdís Claessen) skerst í leikinn. Leikhúsið verður hér bæði skemmtilegt og viðeigandi sögusvið fyrir þann kynusla og þau lögmál fljótandi kyngerva sem ráða ríkjum í sögunni, enda eru kynhlutverk, þegar öllu er á botninn hvolft, nokkurs kon- ar leikhlutverk sem við flest hver göngumst upp í til þess að sanna okk- ur sem „alvöru“ konur eða karlmenn. Í Rosu Furr leika persónur á mörk- um þessarar niðurnjörvuðu flokkun- ar, flestar persónurnar hafa eitthvað dálítið kvenlegt og karllegt við sig í senn, og búningar og ólík leikhlutverk stokka síðan allt saman upp. Á sama tíma er leikið með formið af stakri sköpunargleði, enda má sega að Rosa Furr sé bæði útúrsnúningur á stíl þöglu myndanna og óður til þeirra. Mikil alúð er lögð við það að endurskapa anda þessa horfna kvik- myndaforms, tilþrifamikinn leikstíl- inn, túlkandi tónlistina, fjölleika- stemninguna og hröðunaráhrifin í tökutækninni. Textaspjöldin sem varða frásögnina fá áhorfendur svo sannarlega til að skella upp úr, en textinn skrifaður sem sannfærandi frásagnartexti í anda þöglu mynd- anna en slagar þó alltaf út í nútíma- legan og kvikindislegan húmor inn á milli. Leikarar setja síðan punktinn yfir i-ið, og fara þær Diane Wanak og Þórdís Claessen á kostum í ýkju- kenndum þöglumyndastílnum. Með þessari sérstöku nálgun sinni tekst Láru Martin eiginlega að fara hring með viðfangsefnið sem er hér í athug- un, því umfram annað er Aðalhlut- verk: Rosa Furr, bráðfyndin og skemmtileg þögul gamanmynd. Þögull kynusli KVIKMYNDIR Regnboginn – Hinsegin bíódagar Leikstjóri: Lára Martin. Aðalhlutverk: Diane Wanak, Desiree Rogers og Þórdís Claessen. Lengd: 40 mín. Gadfly Films. Bandaríkin, 2002. AÐALHLUTVERK: ROSA FURR / STARR- ING: ROSA FURR  Heiða Jóhannsdóttir UPPSELT er á tónleika írska tónlist- armannsins Damiens Rice sem fram fara á Nasa næstkomandi föstudag. Að sögn Kára Sturlusonar tónleika- haldara seldust miðarnir upp á ein- um degi, alls 600 talsins. „Ég hafði lúmskan grun um að svona myndi fara enda nýtur Rice töluverðrar hylli hér á landi og platan hans O hef- ur fengið góðar viðtökur.“ Þá staðfestir Kári í samtali við Morgunblaðið að búið sé að finna upphitunaratriði fyrir Rice. Hingað komi til lands sérstaklega út af tón- leikunum Oddur Rúnarsson sem er í hljómsveitinni Lamb og muni troða upp á undan Rice ásamt félaga sínum Joseph Adams. Saman kalla þeir sig Lucky Four og hafa að sögn Kára verið að troða upp undanfarið í Bret- landi og á Írlandi við góðar und- irtektir. „Þeir eru ágætir kunningjar Oddur og Damien og því fannst okk- ur tilvalið að fá þá með, til að gera kvöldið ennþá stærra og eft- irminnilegra.“ Tónleikarnir fara sem fyrr segir fram á Nasa næsta föstudag, 19. mars. Húsið opnað kl. 22. Mikill áhugi er fyrir komu Damiens Rice til landsins. Uppselt á Damien Rice Jennifer Aniston lætur sig dreyma um að gerast poppstjarna. Brad Pitt er maður sem leggur lag sitt við að gera drauma eiginkonu sinnar að veruleika og hefur því fjárfest í for- láta hljóðveri handa sinni heittelsk- uðu. Vinur þeirra, sem við skulum kalla Kjaftaskjóðu, lak þessum leyndu draumum Vinarins í götublöð heimsins. „Hún er alltaf að syngja og notar hvert tækifæri til að taka lagið í karókí. Nú er hún farin að æfa sig heima hjá sér og er að hugsa um að gera barnaplötu.“ … Jennifer Lopez og Nicole Kidman hafa fallist á að fara með aðal- hlutverkin í nýjum söngleik sem stendur til að kvikmynda undir nafn- inu American Darlings, að því er Variety segir frá. Í myndinni munu þær stöllur leika liðsmenn í kvenna- sveiflubandi sem storka karla- veldinu og leggja skemmtanaheim- inn undir sig þegar karlarnir eru sendir í stríðið. Kidman verður einn framleiðenda myndarinnar og þær Lopez munu báðar taka lagið. Það er annars af Lopez að frétta að hún á víst að eiga í ástarsambandi við róm- anska ástarsöngvarann Marc Anthony … FÓLK Ífréttum Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.