Morgunblaðið - 12.03.2004, Qupperneq 60
60 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.
Rafmagnaður
erótískur tryllir í
anda „Kiss the
Girls“ og „Double
Jeopardy“
Frá framleiðendum
“The Fugitive”
og“Seven”.
ÁLFABAKKI
Kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16.
KRINGLAN
Kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 og 10.10.
l i
i i
.HJ. MBL
ÓHT. Rás2
Sýnd kl. 10. B.i. 16.
Sýnd kl. 6.
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8.15.
SV MBL
DV
SV MBL
Sýnd kl. 6 og 10.
-Roger Ebert
„Bráðfyndin“
HJ. MBL
„Ótrúlega áhrifarík.
Frumleg, fyndin og
elskuleg.“
-BÖS, Fréttablaðið
Sean Penn
besti leikari
í aðalhlutverki
Tim Robbins
besti leikari
í aukahlutverki
Renée Zellweger
besta leikkona
í aukahlutverki
Skonrokk
„Hundrað sinnum
fyndnari en Ben
Stiller á besta degi.“
-VG. DV
Sýnd kl. 7.15. B.i. 14.
Kvikmyndir.is
DV
ÓHT Rás 2
i i .i
Ó.H.T. Rás2
FULLT HÚS HJÁ ÖLLUM HELSTU
GAGNRÝNENDUM LANDSINS!
SV MBL
Sýnd kl. 8.
Sýnd kl. 5.30 og 9.15. B.i. 16.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 6.
„Undraverð, töfrandi,
innileg og óhugnanlega falleg!“
- Damon Smith, Attitude magazine
„Dásamlega hjartnæm
og hrífandi mynd!“
- Alice Fisher, Vogue
„Snilld! Fersk, tilgerðarlaus,
átakanleg og seiðandi!“
- Roger Ebert, Chicago Sun-Times
„Mesta töfraverk ársins.“
- Mark Eccleston, Glamour
Kvikmyndir.com
HJ MBL
BRESKI söngvarinn George Mich-
ael, fyrrum Wham-ari, hefur feng-
ið sig fullsaddan á tónlistarbrans-
anum og ætlar að hætta útgáfu á
tónlist sinni í verslunum. Ekki það
að hann sé hættur að búa til tónlist
heldur hefur hann í hyggju að gefa
lög sín út á Netinu. Michael gefur
út nýja plötu á mánudaginn kemur
sem heitir Patience og segir hana
þá síðustu sem hann gefi út upp á
gamla mátann. Hann ætli aldrei
framar að gefa út plötur sem verði
til sölu í verslunum því hann þurfi
ekki á peningum að halda og njóti
ekki frægðarinnar. Þess í stað geta
aðdáendur hans lagt fram framlög
um Netið í staðinn fyrir afnot af
tónlist hans. Fjármunum sem safn-
ast verður varið til góðgerðarmála.
Hann segist hafa notið góðs af
tónlistarhæfileikum sínum í gegn-
um árin og þurfi ekki lengur á pen-
ingum fólks að halda. Hann segist
vonast til þess að fólk leggi fram
framlög til góðgerðarmála fyrir af-
not af lögum hans um Netið. „Trú-
ið mér, ég á eftir að vekja litla at-
hygli fjölmiðla innan nokkurra ára.
Vonandi öðlast ég hamingju, veiti
fólki aðgang að tónlistinni og
stuðla að jákvæðum hlutum ef fólk
leggur fram framlög fyrir þessi af-
not …“
Fjallað verður nánar um George
Michael og nýju plötuna hans í
Tímariti Morgunblaðsins á sunnu-
daginn kemur.
George Michael
kveður poppbransann
George Michael hefur ekki lengur
trú á bransanum sem búinn er að
selja 80 milljónir platna með tón-
listinni hans síðustu tvo áratugi.
ROKKSVEITIN Singapore Sling
heldur kveðjutónleika á Grand Rokk
í kvöld, en þeir félagar leggja í ferða-
lag vestur um haf í næstu viku.
Morgunblaðið sló á þráðinn til leið-
toga sveitarinnar, Henriks Björns-
sonar.
Sling-liðar eru nú að bjástra við
plötugerð og kæmi sá gripur í kjöl-
farið á fyrstu plötu sveitarinnar, The
Curse of Singapore Sling, sem kom
út sumarið 2002. Henrik segir upp-
tökur ganga vel og þeir séu komnir
langleiðina með plötuna.
„Við byrjuðum í febrúar að taka
upp og ætlum að klára megnið af
vinnunni áður en við förum út. Svo er
bara snurfuss þegar við komum til
baka.“
Platan kemur út í sumar, hér-
lendis verða það 12 Tónar sem gefa
út en Stinky Records gefa út í
Bandaríkjunum. Fyrstu tónleikar
Singapore Sling úti verða á South by
Southwest hátíðinni þar sem þeir
léku einnig í fyrra. Hún fer fram í
Austin, Texas og þykir vera ein
skemmtilegasta tónlistarhátíðin sem
í gangi er í dag.
„Þar verður svona Stinky Records
kvöld þar sem við verðum að sjálf-
sögðu aðalbandið. Annars hefðum við
ekki spilað,“ segir Henrik og kveður
fast að.
Henrik segir að lokum þeir hafi
spilað margoft í Bandaríkjunum en
aldrei í Evrópu – fyrir utan Ísland
náttúrulega.
„Það er eitthvað verið að vinna í
því að koma okkur á Hróarskeldu.
Það væri gaman ef af yrði. Þó ekki
væri nema tilbreytingarinnar
vegna.“
Auk þess að leika á South by
Southwest hátíðinni munu Singapore
Sling leika á þremur tónleikum í
New York og á einum í Washington.
Singapore Sling leikur
Ný plata í vinnslu
Toggi Sling er töffari!
Tónleikarnir eru á Grand Rokk
eins og áður segir og hefjast
þeir upp úr 22.00. Einnig leikur
Spilabandið Runólfur.
www.stinkyrecords.com
www.sxsw.com
arnart@mbl.is
á hljómleikum á Grand Rokk